Tíminn - 13.12.1979, Page 5

Tíminn - 13.12.1979, Page 5
Jólablað 1979 5 Dr. Jakob Jónsson Með þeim fyrstu, sem orti órímuð ljóð — Ég hugsa,. að ég hafi verið með þeim fyrstu á íslandi, sem orti órimuð ljóð, segir dr. Jakob Jónsson, i stuttu spjalli við Timann, i tiiefni af þvi, að Bókaútgáfan Fjölvi hefir nú gefið út ljóða- bók eftir hann. Séra Jakob hefur nokkrum sinnum birt ljóð eftir sig og á til dæmis tvo sálma i nýju sálmabók- inni, annan þýddan og hinn frumsaminn. — En órimuðu ljóðin min eru farin veg allrar veraldar bætir séra Jakob við. — Yfirleitt hef ég frekar snú- iö mér aö leikritum og svo auö- vitaö fræöilegum ritgeröum, þangaö til nií á seinni árum, aö ljóöin hafa aftur fariö að sækja á mig. Ég nefni ljóöabókina mina Vökunætur, vegna þess, að gigtarverkirnir hafa stund- um rekið mig á fætur seinni hluta nætur, og þegarsvo stend- ur á, er gott að fást við eitthvaö, þangaö til hægt er að komast aftur i bólið og sofa út. En hvers konar Bibliuljóð eru þetta? — Biblian geymir óþrjótandi verkefni fyrir skáld. Og þaö þurfa engan veginn að vera sálmar. Éghaföi einu sinni gert ráð fyrir þvi, aö sum ljóöanna yrðu notuö sem hugleiöingar i útvarpinu, en það féll einhvern veginn ekki i formið, miöaö við „reglur” stofnunarinnar. En þetta er ástæöan til þess, aö viö öll kvæðin eru textar úr Bibli- unni. Það er langur vegur frá þvi, að ég meti ljóð eftir þvi, hvort þau eru rimuð eöa órimuð. Þaö getur vel veriö, að ljóöformið eigi eftir að færast aftur til eldri tisku, og ekkert nema gott um það að segja. Timinnbirtirhér eitt ljóðeftir séra Jakob, sem ekki er i ljóða- bókinni. Þaö er kveöja frá hon- um og konu hans til Norðfjarð- arkirkju, fyrir tveim árum. En það hefir ekki áöur komið á prent. Kveðja til Neskirkju i Norðfjarðarprestakalli 23. jan. 1977. Frá Þóru Einardóttur og dr. Jakob Jónssyni. Frá altari Drottins i austurátt skin upprisumorgunsins dýrð og sólin boðar oss bjartan dag. En bjarmann leggur um leiftrandi fjörð og fjallanna hamravegg. Milli Nýpu og Horns inn að hvítri Fönn heilsar himinsins rödd: Drottinn sje með þjer. Dýrð sje i upphæðum Guði, friður á jörðu, fögnuður mönnunum. Við altarið brotið er brauð og blessaður bikar Krists, uppspretta eilifs lifs. Sjer himininn fórnar til friðar á jörð, svo þú brjótir þitt brauð og deilir með bræðrum og systrum, en þjáningabikar þinn verði blessun i þeirra sorg. Þú ert likami hans, sem þjer lifið gaf. Þin tunga og hönd fái tjáð hans náð, i fótspor hans sje farin þin ferð. 1 kirkjunni hlið við hlið með hendur á bænabók, þjer sitjið, sem krepptuð hönd um hamar og ár eða orf eða báruð þær byrðar, sem barátta lifsins lagði á herðar hins horfna tima. Hjer sitjið þjer hlið við hlið á heilagrar kirkju bekk, sem horfið til nýrrar aldar, þegar vjelanna hljóð er vinnunnar þökk fyrir Drottins blessun og daglegt brauð. Hjer syngur hver hugur við sætasta organslátt og gnýrinn frá firði og fjöllum fagnar i lofgjörð stynur i sorg. En himnanna Drottinn fer höndum um hjarta þins helgasta streng, sem ymur af ást og þökk. En bátarnir rista sitt letur á sjóinn, og svara með sinni rödd: ,,Syngið Drottni nýjan söng”. Við skirnarlaugina skæra og hreina er himininn opinn. Þar heyrist föðurins raust: Þú ert barnið mitt, hvert sem brautin liggur og bátur þinn siglir, unz brýnt er i vör. Frá fermingardagsins fagra morgni er farin þin ævileið hins fullorðna manns, unz biður þin moldarbeður eða bylgjunnar sæng, og himininn opnast á ný en englarnir syngja sinn siguróð og sama klukkan, sem hljómaði af gleði við heilaga skirn, hún hringir við himinsins inngöngudyr. Við minninga eldsins yl skal horft yfir liðin ár. Þær hurfu i hafið, hyljast i djúpinu, dyljast sem neistar i dauðri glóð, sem lifnar að nýju, er ljúft er andað i eldsins gröf. Og minningin verður að von, framtiðin senn að sögu, og eilifðin allt. En það er vor bæn, að hann, sem er höfðingi lifs, láti helgidóm orðs og anda, verða um aldur og ævi himinsins tákn á jörðu, svo helgist vort jarðneska lif og himininn verði hjer. (Ljóö þetta var lesiö á hátíöa- samkomu I Neskaupstaö. Les- andi var Elisabet Jökulsdóttir, barnabarn þeirra, sem kveöjan var frá.) — Stafsetning höfund- ar). I I I e i i i i i i i i e i i jf Óskum landsmönnum öllum gledilegra jóla árs og frídar. Þökkum vidskiptin á lidnum árum BRUNABáTKFÉLAB ÍSLANBS Umbodsmenn um land allt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.