Ísafold - 02.06.1897, Page 1

Ísafold - 02.06.1897, Page 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.i viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5kr.eða l1/* doll.; borgistfyrir mið.jan ,júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skritieg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október At'greiðslustofa blaðsins er í Austurstræti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 2 júní 1897 XXIV. árg. Tvisvar í viku kemur ísafold út, miðvikudaga og laugardaga. Horfellirinn. Hvað á hann lengi að ópryða búskap vorn svo herfilega sem hann gerir. enn, þrátt fyrir allt jarðyrkjuvitið, alla þjóðmenninguna, alla mannúðina og alla dyravináttuna? Kátlegt er að heyra sí og æ fárazt um það, hve land þetta sje óbjörgulegt og þjóðin blá- fátæk, og þó skuli hún hafa efni á því, sem aörar þjóðir mega ekki við, en það er að van- rækja að votryggja aðalbjargræðisstofn sinn, búpeninginn. Hún hefir efni á, að eyða margsinnis dýr- mætasta vir.nutíma ársins, heyönnunum, til ónýtis, með því að verja afurðum vinnu sinn- ar, heyfengnum, til þess ýmist að kvelja lífið úr skepnum sínum, eða þá að gera þær gagns- lausar, óhæfar til að geta af sjer nýtilegt af- kvæmi, og nytlausar. I stað þess að tryggja sjer fullan arð af sumarvinnu sinni með því að setja aldrei á heyfeng sinn meira en svo, að nægt sje ekki einungis til að treina líf í búfjenaði sínum, heldur til að gera hann sjer svo arösaman, sem hann getur framast orðið. Mun eigi harla sjaldgæft, að búandi komist á vonarvöl vegna skepnufæðar, fari hann vel með þetta fáa, sem hann á, láti það aldrei missa gagn fyrir fóðurskort eða illa meðferð, hvað þá heldur að það dragist upp úr hor ? Er oigi hlægilegt að vera að skrafa og skrá- setja hugvekjur um dýraverndun og stofnsetja dýraverndunarfjelög, en ala í landinu umtals- laust aðra eins dýraníðslu eins og horkvalirn- ar eru? Vera sjónlaus og heyrnarlaus áþann mikla ósóma, en fárast um annað í meðferð á skepnum, sem ef til vill er ekki nema hje- gómi. Missa alla einurð, undir eins og hann ber á góma, af því að hjer er um þjóðlöst að ræöa, sem valdiö getur almennum óvinsældum að bekkjast til við. Tala ef til vill í hæsta lagi um hann í almennum orðum, og fyrir því áhrifalausum, en fara allir hjá sjer, ef ganga á beinlínis framan að honum, framan að einstökum mönnum, sem sekir gerast í þessum ósóma, og Ijetta eigi fyr en þeir eru hæfilega og maklega brennimerktir fyrir hann. Hve nær ætli svo sem ófögnuði þessum verði útrýmt með því lagi, nema aldrei? Sumir eru svo »þjóðhollir«, í orðsins af- skræmdu, en algengu merkingu þó, að þeir vilja vorkenna mönnum stórum, þótt þeir hafi horfellt uúna á þessu vori, eptir jafn- gjaffeldan vetur og eptir annað eins óþurka- sumar og í fyrra,. og þar af leiðandi slæmhey og ónýt. Heyin hafi jafnvel reynzt miklu ver •en nokkurum manni hafi getað til hugar komiö. ASrir segja nú raunar, að þau hafi heldur reynzt betur en við mátti búast. Og aö minnsta kosti var ekki nein fjarskaleg ónærgætni að ætlast til þess, að þeir sem hægt áttu að ná til kaupstaðar í haust — og það eiga býsna- margir nú oröiö, þar sem kaupstaður er orð- iun nær við liverja vík og vog á landinu — verðu heldur nokkru af skepnum sínum fyrir korngjöf til drýginda og bætis hinu ónóga og rýra heyi en að setja þær allar á það tómt, alveg á tvær hættur? ESa þessi frámunalega ljettiíð, að búast á- vallt við ág-ætisvetri og blíðu vori, svo og svo mörg ár í röð, þó að nógur sje öðrum þræði sögufróðleikurinn um tíðarfarið hjer á landi undanfarnar aldir og enginn, sje sá heimsk- ingi að ímynda sjer, að loptslag hjer taki gjörsamlegum stakkaskiptum, eptir því sem landið eldist. Lá ekki miklu nær að búast við hörðum vetri í haust, eptir væga vetur undanfarna hvern eptir annan og svo langt sem liðið er nú síðan reglulegur harðindavet- ur hefir komið? En hvernig mundi þá hafa farið? Eitt er bráðnauðsynlegt fyrir þingið að gera i sumar, og það er að samþykkja hátíðlega og í einu hljóði afnám horfellislaganna, sem það heimskaöist til að setja fyrir 14 árum. Það er hið eina rjetta, frá hvoru sjónarmiði sem það mál er skoðað — hvort heldur frá sjón- armiöi þeirra, sem illa er við að lög sjeu vett- ugi virð og þeim sje traðkað jafnt af yfir- völdum sem undirgefnum, eins og raun hefir á orðið um þessi lög frá upphafi vega þeirra, eða hinna, sem afla vilja sjer alþýöuhylli með því að varast að koma við nokkurt kaun í þjóðlífi voru, heldur láta sem þeir geri hvorki að heyra nje sjá neitt af því tagi — augna- þjóna þjóðarinnar, sem haga orðum sínum og gjörðum eptir því, sem þeir ætla henni geð- feldast í þann svipinn, en hirða eigi hót um, hvað henni er í raun og sannleika hollast og heilladrjúgast. Búnaöarfjelag suðuramtsins. Fjelag þetta hefir um fjölda-mörg undanfar- in ár starfað að því að bæta búnað og bún- aöarháttu á ýmsan veg, einkum í suðuramt- inu. Það hefir hvatt og styrkt til marghátt- aðra framkvæmda í búnaðinum með fjárfram- lögum, er það hefir veitt bæði sem verðlaun og styrk til þarflegra fyrirtækja í jarðyrkju og ýmsu, er að henni lýtur. Einnig hefir það sent menn (búfræðinga), sem veriö hafa í þjón- ustu þess, út um sveitirnar til að vinna að jaröa- bótum og leiðbeina í búnaði. Sjerstaklega mun fjelagsstjórnin hafa ætlazt til, að þessir búfræð- ingar ynni sem, verkstjórar að meiri háttar jarðabótafyrirtækjum, jafnframt því, sem þeir leiðbeindu þeim, er þess kynnu að óska, fram- kvæmdu mælingar og fleira þess háttar. 37. blað. Aptur á móti ætlast sumir til að jþess- ir menn vinni næstum að hverju verki sem er, og það opt að eins 2—3 daga á hverjum stað, og við annan og þriðja mann. En jeg fæ ekki betur sjeð, en að slíkt fyrirkomulag komi í bága við tilgang fjelagsins, að því er menn þessa snertir, og sje þar að auki til lítilla hagsmuna. A þenna hátt verður tíðast lítið úr vorki og sjer enga staði, og er þá tilgang- inum algjörlega spillt. Miklu skynsamlegra væri, að bændur sameinuðu vinnukrapta þá, sem þeir hafa umráð yfir, og störfuðu í fje- lagi að einhverjum jarðabótum, og hefðu bú- fræðing íjelagsins fyrir verkstjóra. Nú mun það optast svo, að fjelagið sendir að eins einn mann í hverja sýslu, og gefur þá að skilja, að sje vinnu hans skipt niöur á allt of marga, þá verði lítið úr framkvæmdum á hverjum einstökum stað. Það ætti þvl bezt við, að þessir starfsmenn fjelagsins ynnu helzt þar, sem einhver meiri háttar fyrirtæki eru framkvæmd, hvort heldur sem þau heyrði til einni sveit eða öllu sýslufjelaginu. Samkvæmt síðustu skýrslu fjelagsins eru meðlimir þess rúmir 307. í Reykjavík eru fjelagsmenn 51, en flestir eru þeir í Arnes- sýslu, 74, og má það þó eigi mikið heita. Bændur hafa til þessa verið allt of tregir til að ganga í fjelagiö, og má það skammsýni kalla. Tillagið er 10 kr. í eitt skipti fyrir öll eða 2 kr. árl. í 10 ár. I raun og veru œttu allir helztu bænduruir í suðuramtinu að gerast fje- lagsmenn; muudi það styrlcja fjelagið eigi all- lítið, en sjálfir hefðu hlutaðeigendur af því gagn og sóma. Fjelagið heldur 2 fundi á ári hverju, sem kunnugt er, en þá sækja vana- lega varla aðrir en Reykjavíkurbúar, og ber það einkanlega vott um áhugaleysi hjá fje- lagsmönnum. Hver fjelagsmaður á rjett á að mæta á fundum fjelagsins, og gefst þar með færi á að hafa áhrif á gjörðir þess. En á- hugann vantar hjá öllum fjöldauum, og því eru fundirnir sóttir ver en skyldi. Það er mjög sjaldgæft, að t. d. Arnesingar sjáist á fundi, og sama er að segja um menn lengra að. En það ætti þó ekki að vera frágangs- sök fyrir þá að mæta á fundum fjelagsins, að minnsta kosti á síðara ársfundi þess. Af því, hve fundirnir eru fámennir, leiðir aptur það, að umræðurnar, jafnvel um mikilsverð mál, verða endasleppar, og stjórninni síðan faliö að gera allt, og þykjast menn þá góðu bættir; enda veröur ekki annað sagt, en að hún fari vel með umboö sitt. En þótt þessu sje nú þannig farið, vantar samt ekki að fundið sje að gjörðum fjelags- ins og stjórninni álasað. En það virðist á- stæðulítið, meðan fjelagsmenn eru jafn-áhuga- lausir almennt um málefni þess, sem raun gefur vitni; og »reynslan er ólygnust«, sagði karlinn. Fundirnir eru vanalegast skipaðir þeim mönnam, er stöðu sinnar vegna geta j ekki sinnt búnaðarmálum vorum sem skyldi, I og hafa því eðlilega ekki þann lifandi áhuga ; á þeim, sem æskilegt væri. Þó eru margir 1 ekki með þessu markinu brenndir, og á þetta

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.