Ísafold - 05.06.1897, Síða 1

Ísafold - 05.06.1897, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr., erlendis 6 kr.eða l‘/í doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skritieg)bundm við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda íyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstræti 8. XXIV árg. |j Reykjavík, laugardaginn 5- júní 1897 38. blad. mÁ$t~ Tvisvar i viku kemur ísafold út, niiðvikudaga og laugardaga. Útlendar frjettir. Khttfn 15. maí 1897. Af ófriðinum- Þær urðu lyktirnar eptir 3—4 daga viður- eign við norSurlandamæri Þessalíu, að Tyrkir brutust fram um Melúna-skarð (eða Milúna-) 21. apríl. Hinir hjeldu enn vörnum uppi 22., en hörfuðu undan eptir harða vörn við hæð eina nokkru vestar (Matí að nafni), og stefndu að Turnavo um kveldið, þar sem viðnáms skyldi freistað. Areiðanlegt er það kallað, að Grikkjum hafi í myrkrinu um nóttina orðið svo óhappalega á, að þeir villtust á riddara- sveitum sjálfra þeirra, er á eptir öðrum sveit- um hjeldu, og ætluðu Tyrki þar þeysa í atreið. Skotvopnunum mót þeim snúið og af þeirri viðureign komst allt á hræðilegustu ringulreið, og liðsveitirnar tvístruðust í flóttariðla. Fárs- frjettirnar flugu nú til Turnavo, og fjöldi bæjarbúa og með þeim sjálfar liðsveitirnar í bænum lögðu í fátinu á flótta suður að Larissu. Sumar þeirra og’ með þeitn riðlar af bæjar- fólki lögðu á austurleið til Vóló, þó um 10 mílur væri að sækja. Við þetta varð allt á tjá og tundri í Larissu, og Konstantín kon- ungsefni, aðal-foringi hersins, Ijet að fortölum foringjasveitar sinnar og hjelt þaðan af stað með herinn suður að Farsalus, sigurstöð Cæs- ars í fyrri daga. Þegar Tyrkir komu til La- rissu daginn á eptir, 25. apríl, brá þeim í brún, er her hinna var á burtu, en áttu því hjer að fagna, að hinir höfðu í fuminu látið stórmikið eptir liggja af vopnum og alls kon- ar herforða. Her Grikkja deildist nú á tvær höfuðstöðvar, Farsalus og Velestínon, skammt í vestur frá Vóló, en Tyrkir sóttu til beggja vonum bráð- ar, stórum efldir að liði og stórskeytum. Þegar þeir nálguðust Farsalus, höfðu Grikkir sent forvarðasveitir móti þeim niður af hæð- unum, en lengra en góðu gegndi. I fyrstu viðureignum við ofureflislið Tyrkja biðu þær allmikið tjón 5.—6. maí, en fengu enga upp- reist síðan. Rjett á eptir var her Grikkja þaðan haldið suður á nýja vígisstöð, við bæ, er Domokos heitir, og við þetta lauk viður- eignum þeirrar deildar við her Tyrkja. Fyrir austurdeild hersins við Velestínon, var sá foringi, er Smólenitz heitir, en hana skip- uðu að eins 8—9 þús. manna. Þar var ágæt- lega varizt í 3—4 daga, og opt fyr talað um ágæta forustu Smólenitz. Þar varð og mikið mannfall í her Tyrkja, þó þeir væru helmingi fleiri, en sveitir þeirra jukust dag af degi, og þar kom, að þær skipuðu 24 þús. manna. Þann- 6. maí urðu Grikkir hjer ofurliði bornir, og hjeldu frá vígi sínu í tveim deildum. — Önnur þeirra flúði til Vóló, og var henni bjargað af herskipum Grikkja, er þar lágu fyrir utan, en hina hjelt Smólenitz með suður að bænum Armyros við Vólóflóann. Svo mun þess helzta getið, sem frá er að seg'ja, og því verður ekki neitað, að Grikkir, þrátt fyrir drengilega sókn og vörn á mörg- um stóðum, hafa reynzt mun miður en flestir ætluðu. Flóttasögurnar hafa þótt sanna það, sem svo títt er sagt af hvikulleik þeirra og staðleysi. Þeir líktust meir hestum sem fæl- ast, en þeim huguðu hetjum, sem þeir eiga kyn sitt til að reka. Vjer leiðum hjá oss að segja frá ólátahríðum lýðsins í Aþenuborg, þegar ver tók að vegna, eða hvernig ópum og atyrðum var snúið gegn konungi, sonum hans og tengdadóttur, Sofíu prinsessu, systur Vilhjálms keisara. Sagt, að Aþenubúar sje nú að spekjast, og þeim, sem fleirum landa þeirra, þyki nógu langt haldið á styrjaldar- leiðinni. I friðargerðinni er búizt við, að Rússar ráði mestu, og þeir muni stilla svo öllu, sem unnt er, til tryggingar fyrir konung og son hans. Enda munu þeir nú geta vænt, að Grikkir verði þeim leiðitamari í langan tíma en fyr eptir öll óhapparáð sín og ófaiir. Danmörk- Vjer urðum of bráðir á oss í frjettunum seinustu frá stjórn og þingi. I samgöngu- nefnd þingsins greiudi menn á.um 11,000 krónur, eu af þeim voru 9,000, sem ríltið mundi um muna, ef fallizt yrði á frumvarp fólksdeildarinnar um niðurhleyping rentna. Þegar málið kom í annað sinn til landsþings- ins, þrifu flestir hægrimenn þeirrar deildar lítilræðið til að stytta Reedtz Thott og hans ráðaneyti aldur. Safnshöllin nýja (á Vestre Boulevard) fyrir dýrindis listaverk frá fornöld, miðöld og seinni öldum, sem sýnd liafa vcrið í »glyptótekinu« á Ny Garlsberg, var hátíðlega vígð 1. maí, og hjelt höfundur safnsins, sem nú er veitt borginni, Carl Jacobsen, höfuðræðuna. Hann er, sem flestum mun kunnugt, »ölhitumeistari«, eins og faðir hans var. Þann dag fekk hann nafnbótina »komm. af dbr.«. England- Enn talað um veilur á sakamálinu um inn- rásina í Transvaal, en forstjóri einkaleyfisfje- lagsins á Englandi hefir hreinsað það af öllu vitorði og sökum. Enska stjórnin hefir nú í nokkurn tíma litið tortryggilega til Trans- vaalinga, og einkum hefir það verið tekið fram á þinginu, hve miklu þeir verðu til herbún- aðar, eða svo miljónum sætti. Nú liefir þó batnað um heldur, er Krúger hefir látið nema úr gildi bólfestulögin gömlu, sem svo undar- lega takmörkuðu þegnrjettindi, »hintia út- lendu manna«. Annars efla Englendingar nú líka sinn her þar syðra, en talað um, að þeir hafi mikið í boði við Hollendinga til að ná undir sig ráðum á Delagóa-flóanum. Frakkland- Þann 4. maí' olli eldsvoði herfilegu mann- tjóni í París. Eitthvað um 1800 manna voru staddir í miklum basarskála, sem auðugt og göfugt hefðarfólk hafði látið reisa, en sýndi þar og seldi alls konar varning og muni fá- tæklingum og nauðstöddu fólki til hjálpar. Var þar mikið eldfimt saman komið, en sama sagt um viðinn í skálanum. Flestar þeirra kvenná, sem hjer höfðu frammistöðu í sölu- básunum eða við veitingar, voru af ríkbornu og göfugu ætterni, og sama var að segja um allan fjölda gestanna. Eldinum sló út við lampasprenging, og innan 10 mínútna stóð mest af skálanum í ljósum loga. Sökum troðn- ingsins og hins skjótfæra báls varð færri bjarg- að, en annars mundi hafa tekizt. Tala þeirra, sem lífið ljetu, sögð 122, en meiddra og ör- kumlaðra um 200. Meöal hinna dauðu var kona hertogans af Alengon, systir keisaradrottn- ingarinnar í Austurríki, bróðursonar hertog- ans af Aumale, sem nú er og látinn. Hann andaðist á Sikiley 7. maí, heilsulasinn áður að vísu, en sagt að honum fjelli svo þungt um lát hertogafrúarinnar, að sorgin flýtti forlög- um hans. Hann var fjórði son Lúðvigs kon- uug's Filippusar, f. 1822. Varð frægur af framgöngu sinni í herförum Frakka í Alzír, reyndist alstaðar fyrirtaksforingi, og það var hann, sem seinast vann Abd-el-Kader að fullu (1847). A ríkisárum Napóleons III. var hann meðal landflæmdra manna, en kom lieim ept- ir stríðið við Þjóðverja. Varð aptur að fara úr landi 1886 fyrir undirróður Boulangers, en birti skömmu síðar þá testamentisgjöf sína (frá 1887) vísindafjelagi Frakka til handa, að það skyldi eignast hallargarðinn Chantilly, með hans stórfengilega listaverkasafni, metnu á 20 milj. franka. Fjekk aptur heimkomuleyfi 1889. Fra 1871 var hann fjelagi vísindafjelagsins. Eptir hann margar greinar sögulegs efnis í Bevue des deux mondes, en höfuðrit hans er saga CorecZé-prinsanna. Bifliuljóðin og Dagskrá. Aumingja Einar! Nú er hann kominn í ógöngur. Hallgrímur Pjetursson, Jónas Hallgrímssou, Þorsteinn Erlingsson, og — Einar Benidikts- son, mestu rímsnillingar í íslenskum kveðskap í nútíð og fortíð, eru sem fis á metunum hjá honum, þegar verið er að ræða um spurning, sem eingöngu snertir íslenska bragfræði. íslensk bragfræði á að hans dómi að laga sig eftir »vönduðum evrópiskum kveðskap«. Hingað til hefur hún filgt sínum eigin lögum, sem venja margra alda, þjóðerni vort og feg- urðartilfinning, mál og framburður hafa skapað henni. Enn nú er þetta alt ónítt. Nú eiga evrópiskar -—því ekki amerískar? (Walt Whit- man) -— bragfræðisreglur að setjast 1 hásætið. Jæja þá! ínæstakvæði, sem rímsnillingurinn Einar Benediktsson lætur sjást eftir sig, meg- um við eiga von á, að hann kasti firir borð bæði stuðlum og' höfuðstöfum! Jeg hef sannað það með mörgum dæmum, að forsetningar eru altíðar í vönduðum íslensk- um nútímakveðskap, og gæti komið með ótal

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.