Ísafold - 13.06.1897, Side 1

Ísafold - 13.06.1897, Side 1
Kemurútýmisteinu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5kr.eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skritieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 13- júní 1897- XXIV árg. Tvisvar í viku keinur ísafold út, íniðvibudaga og laugardaga. Landsbankinn °g afnám landfAgetaembættisins. Um það efni er skýrt rituS grein og skil- merkileg í síðasta hepti »Eimreiðarinnar« (III, 2) eptir Olaf G. Eyjólfsson verzlunarfræðing. Höf. telur það aðalókost á Landsbankanum, hve örðugt sje fyrir menn úti um landið að nota hann. Því verði bezt kippt í lag með því að koma á fót aukabönkum úti um landið, er standi undir umsjón og stjórn Landsbank- ans. En að slíkum aukabönkum þurfi að hlynna af hálfu landsstjórnarinnar — ekki með beinum fjárframlögum, heldur með því að auka ábatavænleg störf bankans og stækka starfsvið hans. Beinasti vegurinn til þess sje að fela bankanum þau störf, er landfógetinn nú gegnir, greiðslur á tekjum og gjöldum landssjóðs. Með því móti mætti spara allt það fje, sem til landfógetaembættisins gengur, því að landssjóður ætti ekki að þurfa að borga bankanum fyrir þennan starfa, heldur jafnvel geta fengið dálitla vexti af peningum sínum hjá bankanum. Landssjóður ávísi bank- anum allar tekjur sínar, bankinn innheimti þær, greiði lága vexti af þeim, og skuldbindi sig til að hafa peninga á reiðum höndum, hve nær sem landssjóður þarf á þeim að halda. Með því þyrfti aldrei neitt fje að liggja vaxta- laust. Landssjóður mundi því beinlínis græða fje á breytingunni. En bankinn mundi og hafa stórhag af lienni. Fje það, er hann getur grætt á, vex til mik- illa muna, og hann kemst í nánara samband við menn úti um landið, sjerstaklega kaup- menn, og líkindi til, að viðskiptavelta hans ykist að miklum mun, innan-lands og utan. Höf. bendir á, að mjög algengt sje, að ís- lenzkir kaupmenn verði að fá peninga að láni á vorum hjá umboðsmönnum sínum til þess að greiða tollaná. Af þessum lánum borga þeir allháa vexti, 6%, hjer um bil helming ársins. Með þessu fyrirkomulagi hafa kaup- menn, landssjóður og landið í heild sinni tap- að töluverðu fje. Kaupmenn hafa goldið háa vexti af peningalánunum; landssjóður misst vexti af tollinum frá þeim tíma, er tollskyld- ar vörur komu á land, eða útflutningstoll- skyldar vörur voru fluttar út, þangað til á- vísanir kaupmanna hafa verið borgaðar í Khöfn, sem opt hefir numið nokkrum tíma sökum Bamgönguskorts, og í raun og veru miklu lengur, því að ríkissjóðurinn, sem slíkar ávís- anir eru borgaðar inn í, geldur enga vexti af því fje, sem landssjóður á inni hjá honum. Og landsmenn tapafjefyrir það, að tollskyldu- vörurnar verða d/rari en þær þyrftu að vera, ef vextir af tollinum væru lægri. Tæki nu Landsbankinn að sjer innheimtu og útborganir landssjóðs og aukabankar yrðu stofnaðir sem víðast, mundi Hafnar-ávísunum kaupmanna fækka, en innlendar bankaávísanir koma í þeirra stað. Yextirnir lentu þá hjá Landsbankanum, og kaupmonn gyldu lægri vexti af tollunum en áður. Landsbankinn ætti þá að semja við kaupmenn um að borga fyrir þá tollinn á vorin, og þeir aptur að borga hon- um á haustin, er þeir hefðu selt vörur sínar. Höf. gerir svolátandi grein fyrir tjóninu, sem hljótist af því fyrirkomulagi, sem nú á sjer stað: »í núgildandi fjárlögum áætlar þingið, að tollaupphæðin muni nema 350,000 krónum á ári, að frádregnum öllum kostnaði, en að hon- um meðtöldum 357,000 kr. Samkvæmt reynslu undanfarinna ára má gjöra ráð fyrir, að hjer um bil 264,000 kr. af þessu fjc sjeu borgaðar erlendis með ávísunum. En eins og áður hefir verið sagt, tapar landssjóður vöxtum af þessu fje frá þeim tíma, er tollarnir fjellu í gjald- daga, og til þess tíma, er ávísanir eru borg- aðar út, og verður sá tími opt langur sökum samgönguskorts. En það er ekki nóg með það, því síðan 1894 hefir landssjóður átt tölu- verða p minga inni hjá ríkissjóði, er hafa legið þar vaxtalausir. Þannig hefir ríkissjóður skuldað landssjóði næst undanfarin ár, sem hjer segir: 1894: 125,000 kr., 1895: 282,000 kr. og 1896: 355,000 kr. Hjer er um mikið vaxtatap að ræða, sem komast mætti hjá, ef Landsbankinn tæki að sjer innheimtu og út- borganir landssjóðs. Ef vjer nú hins vegar rannsökum, hvern hag kaupmenn mundu hafa af því, að Landsbankinn tæki innheimtu og útborganir landssjóðs að sjer, þá má gera ráð fyrir, að af hverjum 100,000 kr. af tollupp- hæðinni, er kaupmenn yrðu að fá að lárii hjá umboðsmönnum sínum erlendis, verði þeir að borga fyrst 2% af upphæðiuni í umboðslaun (af 100,000 kr. = 2000 kr.) og því næst 6°/o árlega vexti af sömu upphæð í 6 mánuði (3000 kr.). Alls ganga þá að óþörfu 5000 af hverj- um 100,000 kr. út úr landinu, og lenda í vösum erlendra auðmanna, auk annarar marg- falt stærri upphæðar, sem óbeinlínis leiðir af þeirri tilhögun, sem nú á sjer stað«. Fyrirkomulag það, sem hjer er farið fram á, er alls ekki óreynt. Á Englandi hefir »Bank of England« að miklu leyti innheimtu og út- borgun ríkisins á hendi, og hefir vel gefizt. Líkt fyrirkomdlag er í Belgíu, og á Frakk- landi og í Danmörku hefir líka verið rætt og ritað um að fela þjóðbönkunum slíkan starfa á hendur. Og í báðum þeim löndum hefir 40. blað. vaxið áhuginn á, að stofnaðir sjeu aukabankar sem víðast um landið. Tillaga höf., sem auuars mun hafa vakað fyrir sumum þingmönnum og ef til vill fleir- um, hefir verið borin undir tvo verzlunarfróða menn merka, E. Meyer skrifstofustjóra í þjóð- bankanum í Höfn, og Björn Sigurðsson kaup- mann, og hefir þeim báðum litizt vel á til- breytni þessa. Að eins hefir Meyer verið í vafa um, hvort Landsbankinn mundi geta greitt nokkra vexti af því fje, er landssjóður kynni að eiga hjá honum, en aftekur með öllu, að landssjóði geti verið nokkur hætta búin af þessu fyrirkomulagi. Að því er þennan vafa um vaxtagreiðsluna snertir, bendir höf. á, hve mikill munur sje á peningaástandinu í Dan- mörku og á Islandi. Þar sjeu menn í vand- ræðum með að gera peninga arðberandi, en hjer sje peningaekla, og þess vegna ætti bank- anum ekki að vera nein vorkunn að greiða svo sem 1% »f því fje, er landssjóður kynni að eiga inni lijá honum. BotiiYörpuyeiðamálið á Englandi. Botnvörpuveiðarnar hjer við land hafa ný- lega verið ræddar töluvert í blöðunum í Hull á Englandi. Fyrst var prentað brjef frá At- kinson, flotaforingjanum, sem samninginn gerði í fyrra við landshöfðingja. Flotaforinginn tekur þar mjög eindregið málstað íslendinga, segir að samningurinn hafi verið haldinn af þeirra hálfu, en því miður rofinn af botnvörpuveiðendum; Islendingum sje bráðnauðsynlegt að mið þeirra sjeu friðuð og öll sanngirni mæli með því. Samt mælir hann eltki með því, að utanríkisstjórnin gefi samþykki sitt til þcssa friðarsamnings, með því að það geti valdið vafningum annarsstað- ar í heiminum, og auk þess mundi standa á því nokkur ár að fá nokkurri löggjöf fram gengt málinu viðvíkjandi. En hann skorar á botnvörpuskipaeigendur, að bjóða mönnum sínum afdráttarlaust að halda samninginn. Þá muni Islendingar láta þá óáreitta, og þá sje hvorki þörf á neinni löggjöf frá parlamentinu nje afskiptum utanríkisstjórnarinnar. Svo kemur svar 'frá George Doughty, þing manni, sem framar öðrum ber fram málefni fiskimanna í parlamentinu enska. Hann gerir mikið úr þeirri rangsleitni, sem botnvörpu- veiðendur hafi orðið fyrir hjer, enda hafi nokkr- ir þeirra fengið endurborgaðar sektir, sem þeir hafi ranglega verið dæmdir til að greiða. Eig- endur botnvörpuskipanna geti með engu móti gengið að samningnum, sem Atkinson og lands- höfðingi hafi gert, því að svo miklu meira væri lagt í solurnar af Englendinga hálfu með því að sleppa tilkalli til veiða í Faxaflóa, held- ur en af hálfu Islendinga með því að fylg'ja

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.