Ísafold - 16.06.1897, Side 4

Ísafold - 16.06.1897, Side 4
164 orðið í þessu efni sama sumarið (svoseml887, 1873, 1885). Það yrði of langt mál að rekja hjer allt hans fum og fálm í þessu efni. En minna má á nokkur atriði. Svo lítur fyrirkomulag þetta út eptir tillögum B. Sv. á ýmsum tímum: 1. Undir lög (o. s. frv.) skrifar konungur. Kommgur hefir 3 ráðgjafa og 1 landstjóra. Báðgjafar og landstjóri bera alla ábyrgð. Káð- gjafinn (búsettur í Khöfn) ber upp málin »af hendi« landstjóranna. Með konungi undirskrif- ar ráðgjafi og einn landstjóri, eða: ráðgjafi »af hendi« landstjóra. 2. Samsumars breytt: ráðgjafi og landstj. skrifa báðir undir, en landstj. einn ábyrgist. Ráðgj. verður ábyrgðarlaus! 3. Konungur hefir fyrir íslandsmálum ann- aðhvort einhvern af sínum ráðgjöfum fyrir Danaveldi, eða sjerstakan ráðgjafa. Ráðgjafi skrifar með konungi undir lög og úrskurði. pessi ráðjjafi skal s tja í ríkisráðinu og hafa ábyrgð fyrir fólksþinginu í Danmiirku. Is- lancls löggjafarþing hefir að eins bœnarskrár- rjett til fólksþingsins um ábyrgð (1869). 4. Landstjóri á lslandi skrifar undir með konungi og ber alla ábyrgð. En erindsreki, sem konuugur en ekki landstjóri til nefnir, ber upp málin við konung, en hefir enga á- byrgð fyrir neinum. 5. Jarl á Islandi hefir ábyrgð fyrir kon- uugi, og kveður sjer ráðgjafa, sem bera ábyrgð gagnvart konungi, jarli og alþingi. Með kon- ungi eða jarli skrifa undir ráðgjafar jarls. Konungur má engan ráðgjafa hafa. 6. Samsumars breytt: jarl og stjórnarherr- ar. Hann ber ábyrgð fyrir konungi; þeir fyr- ir alþingi. Jarl útnefnir stjórnarherrana. Kon- ungur má ekki útnefna þann eða þá, semund- irskrifa með honum. 7. Landsstjóri (með ábyrgð fyrir konungi) og ráðgjafar laudsstjóra (með ábyrgð fyrir al- þingi) undirskrifa öll lög o. s. frv. Konung- ur er alveg út úr spilinu. Hann samþykkir stjórnarskrárbreytingar og náðar menn. Það gerir hann ráðgjafalaust, og þarf enginn að skrifa undir með honum, og enginn ber því neina ábyrgð á þessum konungsgjörðum. Herra ritstjóri! Jeg ætlaði mjer aldrei að tæma allan þann langa registursbálk, er gera mætti yfir skoðana-viðbrigði B. Sv. Það mætti lengja hann von úr viti. Jeg ætlaði mjei að eins að leggja fram svo- lítil drög til líkræðunnar við jarðarför hins framliðna stjórnmálagarps, sem væntanlega fer fram við næstu kosniugar. Jeg vona að Isafold gleymi þá ekki því, að B. Sv. gekk eitt sinn það lengra en vor núverandi stjórnarskrá, sem ekkert kveður á um það, hvort ráðgjafi íslands eigi sæti írík- isráðinu, að hann (B. Sv.) bar upp beina til- lögu um, að ráðgjafinn skyldi sitja í ríkis- ráðinu danska (Alþ.tíð. 1869, II, 344). Mjer finnst nú að jeg finni nályktina af hinum pólitiska framliðna, og jeg er að verða myrkfælinn, enda er nú framorðið nætur. Jeg enda því þessar línur og raula fyrir munni mjer: »Sofi hanu nú hjer í friði«. Veðrátta. Norðan-grimmdar-kast þessa daga. Snjór ofan í miðjar hlíðar. Hafis sagðnr við Horn og jafnvel inni á Hánaflóa. Drukknanir í Eyrarsveit (5) og 4 Mýrum(2). Þilskip vantar enn 3 frá því i veðrínu mikla í upphafi f. mán., auk þeirra er áður hefir getið verið að farizt hafi, — 2 vestfirzk og 1 eyfirzkt, með um eða yfir 30 manna, er telja má nú frá með vissu. Gufuskip kom 13. þ. m. til kaupm. B. Kristj- ánssonar frá Ilamhorg, Patria að nafni, og 14. Skandía aptnr frá Norvegi (Mandal) með timb- urfarm til B. (íuðmundssonar. Dáin 14. þ. m. frú Astríður Melsteð. Nan- ara næst. Meira en sem svarar heilum árgangi af »Þjóðólfi« er nú út komið af Isafold frá því á nýjári. Það er sem sje eins mikið mál á 40 tblöðum af ísafold eins og 60 tbl. af Þjóðólfi (þ. e. heilum árgangi). Þessi 40 tbl. af ísafold kosta ekki fulla 1 kr. 80 a. En fyrir jafn-mikið tekur »Þjóðólfur« 4 kr. Það er töluvert meira en helmings-munur. SOGIÐ. Aðgöngumiðar til að veiða við Þingvallavatn og Sogið fyrir Kaldárhöfðalandi í júní, júlí og ágúst fást hjá herra G. Halberg, Einari Zoega og Helga Zoega, Reykjavík, Ofeigi Erlends- syni, Kaldárhöfða, og undirskrifuðum. Borgun er 3 krónur fyrir 1. daginn og svo 1 kr. fyrir hvern dag, sem lengur er veitt. Aðgöngumiðar til veiði veita líka leyfi til að skjóta fugla í Kaldárhöfðalandi. Eyrarbakka í júní 1897. P. Nielsen. Tapazt hefir nýtt síldamet smáriðið, barkalitað, með bly;i á steinateininum; sá, sem kynni að finna það rekið, eða á sjó, er vin- samlegast beðinn að gera mjer viðvart. Borgarnesi 10. júní 1897. Helgi Jónsson- Týnzt hefir 4 leiðinni frá Kolviðarhól og nið- ur að Árhæ, peningabudda með nokkru af pening- um og áriðandi seðli. Einnandi beðinn að skila á afgr.stofu Isafoldar. Til leigu er ibúðarhús tvíloptað, sem Jakob sál. Sveinsson átti, einnig smiðahús hans og skúr- ar fyrir fjós, hesthús og eldivið. Um leiguskil- mála má semja við Þórð Guðmundsson, Vestur- götu 48. Síðari ársfundur búnaðarfjelags Suð- uramtsins verður haldinn mánudaginn 5. dag næsta júlimánaðar kl. 5 e. hád. í leikfimis- húsi barnaskólans hjer í Reykjavík; verður þá skýrt frá fjárhag og aðgjörðum fjelagsins þetta ár og rædd önnur málefni þess. Reykjavík 15. dag júnímán. 1897. H. Kr. Friðriksson. I. P. T. Brydes yerzlun í Borgarnesi selur gegn peningum út í hönd ýmsar nauðsynjavörur mjög ódýrt. Borgarnesi 14. júní 1897. Helgi Jónsson. Viðskiptabók nr. 24 við sparisjóðinn í Stykk- ishólmi er glötuð. Er fyrir því skorað á hand- hafa bókarinnar að segja til sín innan 6 mán- aða frá þriðju birtingu þessarar auglýsingar. Komi bókin eigi fram, verður innstæðan greidd þeim, sem skrifaður er fyrir bókinni. Fyrir hönd stjórnarnefndar sparisjóðsins í Stykkishólmi, þann 1. júní 1897. Lárus Bjarnason. j0F Seltirningar geri svo vel að vitja ísafoldar í afgreiðslu blaðsins (Austur- str. 8), þegar þeir eiga leið um. Yel friskur klárhestur, stór og fallegur, fæst keyptur nú þegar. Ritstjóri vísar 4. Föstudaginn þ. 17. júní kl. 5—7 e. m., verður til sýnis í leikfimishúsi barnaskólans nokkuð af handavinnu barnanna úr skóla Thorvaldsensfjelagsins. TIL LEIGU frá 1. júlt 2 herhergi stór með hús- gtígnum 4 hezta stað í bænnm. Ritstj. visar á. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn 18. þ. m. kl. 11. verður opin- bert uppboð haldið í Ingólfsstræti nr. 9 og þar seld ýms húsgögn o. fl. tilheyrandi ekkjufrú C. Jónassen. Uppboðsskilmdlar verða birtir á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 15. júní 1897. Halldór Daníelsson- Uppboðsauglýsing:- Samkvæmt lögum 16. des. 1885 sbr. lög mr. 16 16. september 1893 verður, að undan- gengnu fjárnámi, ljósmyndaskúr, sem stendur á lóðinni nr. 2 í Kirkjustræti og er eign Ágústs ljósmyndara Guðmundssonar, seldur til lúkningar veðskuld til landsbankans á op- inberum uppboðum, sem haldin verða kl. 12 á hád. miðvikudagana 16., 23. og 30. þ. m. tvö hin fyrstu á skrifstofu bæjarfógeta og hið síðasta í eða hjá hinni veðsettu húseign. Uppboðsskilmálar verða birtir við uppboðin og til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. júní 1897. Halldór Daníelsson. Telefóninn (Reykjavíkur-—Hafnarfjarðar) er nú opinn aptur til afnota fyrir almenning og í ágætu standi. Túnið, sem nefnt er »Bræðrablettnr« og til- heyrir ekkjnfrú C. Jónassen, fæst nú þegar til kaups. Menn snúi sjer til dr. Jónassens. Sundmaga kaupir hæsta verði Th. Thorsteinsson. (Liverpool) Kvennaskólinn í Reykjavík- Þeir, sem vilja koma ungum, komfirmeruð- um, siðprúðum yngismeyjum í Reykjavíkur- kvennaskóla veturinn 1897—98, eru beðnir að snúa sjer til undirskrifaðrar forstöðukonu skólans ekki seinna en 31. ág. þ. á. Kennslu- tíminn er, eins og að undanförnu, frá 1. okt. til 14. maí. Nánari upplýsingar gefur Thora Melsteð Reykjavík, 10. júní 1897. Ágætt enskt vadmál aptur komíð til Th. Thorsteinsson. (Liverpool) Gömul timburverzlun. Jeg læt ekki hjá líða að gjöra aðvart um, að þó »Dagmar« hafi farizt, hefi jeg á boð- stólum töluvert af góðum við alls konar, sem kapt. Nilsen hefir sent upp með »Pal- men«. Jeg hefi líka í umboði að selja farm- inn með»Solid«, og er það mjög góður viður. þó að Nilsen, því miður, líklega sje fallinn frá, mun jeg hafa timbur að selja það sem eptir er af æfinni hjer, eins og jeg hefi haft í þau 25 ár, sem jeg er búinn að vera hjer, og vil reyna að hafa eins góðar vörur, eins og Nilsen var orðlagður fyrir. Með virðingu. M. Johannessen. Útgef. og ábyrgðarm.: Bjðrn Jónsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.