Ísafold - 19.06.1897, Page 1
Kemurútýmisteinu sinnieða
tvisv.i viku. Verð árg.(90arka
mÍDnst) 4kr.,erlendis 5 kr.eða
l'/sdol!.; borgist t'yrir mið.jan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Dppsögn (skrifieg) bundinvið
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er i
Austurstrœti 8.
XXIV. árg.
Reykjavík, laugardaginn 19- júní 1897-
42. blað.
Ea*- Tvisvar í viku kemur ísafold
út, miðvikudaga og laugardaga.
Gufuskipsferðamálið.
Þaö er vitanlega eitt af merkustu málunum,
sem alþingi á að fjalla um í sumar. Og að
líkindum má ganga að því vísu, að hœtt verði
við eimskipaútgerð landsstjórnarinnar, annað
hvort til fullsogalls, eða þá að minnsta kosti
um stundarsakir.
En þótt. útgerð þessi verði ekki lang-
gœðari en nú horfist á, virðist oss engin ástæða
til annars en una all-vel við, að til hennar
var stofnað. Vitaskuld hefir kostnaðurinn
verið mikill fyrir landssjóð, og undan ymsu
hefir verið að kvarta, sumpart því, er afstýra
hefði mátt með meiri fyrirhyggju eða tneiri
samvizkusemi, sumpart því, er ekki hefir verið
á manna valdi að sjá við uje ráða bót á. En
að hinu leytinu væri ósanngirni og heimska
að neita þvt, að útgerðin hafi fa:rt landsmönn-
um mikil hlunnindi. Það er ekki lítið fje,
til dæniis að taka, sem lækkunin á farm- og
fargjaldi nemur.
Þó er það atriði auðvitað lang-þýðingarmest,
að eimskipsútgerðin hefir fengið því áorltað,
að vjer eigum nú loksins kost á að komast
að hagfelldum samningum við gufuskipafje-
lagið sameinaða. Tilboð fjelagsins, sem vænt-
anlega verður bætt, þegar til samninga kemur
við þingið, tekur svo mjög fram öllu því, er
oss hefir áður boðizt, að ekki er saman ber-
andi. Og engum blandast víst hugur um, að
það sje útgerðinni beint að þakka.
Það stingur nokkuð í stúf við það, er vjer
höfúm átt að venjast að undanförnu, að fje-
lagið ætlar í sumar að senda hingað einn af
sínum helztu mönnum til þess að semja við
þingið. Er auðsætt af því, að fjelaginu þykir
nokkurs um vert, og hefir komizt að nýrri
niðurstöðu síðan í hitt ið fyrra, að það virti
oss ekki einu sinni þess, að senda nokkurt
tilboð. Vonaudi er, að tækifærið verði nú
notað sem bezt af þingmönnum vorum, eigi
að eins til þess, að fá gjaldið fært sem mest
niður, heldur og til þess, sem í raun og veru
■er enn meira í varið, og síðar mun rækilegar
minnzt á hjer í blaðinu, að ferðirnar verði
sem haganlegastar.
Vjer gerum ekki ráð fyrir því, að þingmenn
hugsi sjer fyrir fram að hafna samningum við
gufuskipafjelagið, enda þótt flogið hafi fyrir,
að minnsta kosti um einn þeirra, að hann
ætli sjer að vinna í þá átt, og talað hafi verið
í þá átt í einu blaðinu. Það verður ekki
annað sjeð, en að nú megi takast að komast
að svo góðum samningum, að oss hlyti að
verða til stórtjóns að hafna þeim, og slíkri
þrákelkni ekki bót mælandi.
Hitt er annað mál, hvort sjálfsagt er að
nema eimskipsútgerðarlögin alveg úr gildi,
eins og stjórnin fer fram á. Hagfeldara virð-
ist, ef því yrði við komið, að skjóta fram-
kvæmd þeirra á frest og eiga þau að bakhjalli,
ef til þeirra skyldi þurfa að taka síðar meir.
Landsbankinn og
landfógetinn.
1 2. hepti »Eimreiðarinnar« þ. á. stepdur
ritgerð með fyrirsögn: »Landsbankinn og land-
fógetinn« eptir Ólaf G. Eyjólfsson. Aðalefni
hennar er tekið upp í 40. tbl. ísafoldar, og
er þar stungið upp á, að landsbankinu eigi að
taka að sjer störf landfógeta og að lauds-
bankinn eigi að setja á stofn auka-
banka út um land; með þessu móti aukist
bankanum verksvið, sparist fje fyrir landssjóð
og með tímanum falli burtu ávísanir verzlana-
stjóra og kaupmanna á verzlunarhús í Khöfn,
fyrir ýmsum greiðslum þeirra til landsjóðs.
Að sönnu er engin af þessum hugmyndum
ný; eu þær liafa átt nokkuð erfitt uppdrátt-
ar hingað til. Nú líturþó út fyrir, eptir athuga-
semd ritstjóra »Eimreiöarinnár« að dæma, að
hjer sje um stórmál að ræða, harla mikilsvert
fyrir land og lýð. Virðist því ekki ónauðsyn-
legt, að mál þetta sje skoðað frá öllum hlið-
um, og íhugaðir vandlega kostir og ókostir
þess fyrirkomulags, sem nú er, og eig'i síður
þess fyrirkomulags, er stungið er upp á í þess
stað, áður en það er látið koma til fram-
kvæmda.
Landshöfðipgi er aðalreikningshaldari lands-
ins; haun semur landsreikninginn og í honum
eru tilfærðar allar tekjur landsins og gjöld
innan lands og utan, fyrir hvert reikningsár.
Landshöfðingi semur landsreikninginn eptir 4
aðalreikningum: 1. kassabók Islandsráðgjafans;
2. jarðabókarsjóðsreikningnum; 3. viðlagasjóðs-
reikningnum; 4. póstreikningnum.
Kassabók ráðgjafans hefir iuni að halda allar
innborganir og útborganir fyrir ísland, er fóru
fram í Kaupmannahöfn.
Jarðabókarsjóður heitir sá hluti landssjóðsins,
er landfógeti heldur reikning yfir. I þann
sjóð eru greiddar allar tekjur landsins eptir
skatta- og toll-lögum - - þær er greiddar eru
hjer á landi —, og úr þeim sjóð eru greidd
öll útgjöld landsins samkvæmt fjárlögunum.
Innheimtumenn tekjanna eru sýslumenn lands-
ins og bæjarfógetar; og »umboðsmenn« hafa
innheimtu afgjalda af jarðeignum landsjóðs-
ins. Allir þessir gjaldheimtumenn greiða tekj-
urnar til landfógeta. Þó er þeim heimilt að
greiða þær í Khöfn með ávísun, stílaðri á borg-
un við sýningu, á áreiðanleg verzlunarhús þar;
færist þá sú upphæð í »kassabók ráðgjafans«.
Aptur á móti hefir landfógeti einn á hendi
allar greiðslur úr jarðabókarsjóði (landsjóði)
eptir fjárlögum, er fóru fram hjer á landi.
Viðlagasjóðurinn er varasjóður landsins.
Lán þau, er veitt eru úr landsjóði, en greidd
úr viðlagasjóði og í hann, eru greiddir vextir
og afborganir af þeim lánum. Landfógeti inn-
heimtir allar tekjur hans (o: vexti og afborg-
anir lánanna), annast gjöld hans og semur
reikning hans.
Póstmeistari semur póstreikninginn. I hann
renna allar tekjur fyrir frímerkjasölu og úr
honum greiðast laun póstafgreiðshimanna, brjef-
hirðingamanna og allra landpóstanna.
Eptir orðalagi áminnztrar ritgerðar í »Eim-
reiðinni« skyldu menn ætla, að hugsunin þar
væri sú, að landsbankinn skuli takast á hend-
ur allt starf landfógeta og öll innheimtustörf
tekna landsjóðs, þannig að sýslumenn, bæjar-
fógetar og umboðsmenn hefðu eigi lengur það
starf á hendi. En eptir því sem ritstjóri »Eim-
reiðarinuar« hefir skýrt frá munnlega, mun ó-
kunnugleiki og þekkingarskortur höfundarins
á málinu valda því að hann orðar þetta svo,
eu hugsunin eigi að vera sú, að landsbankinn
taki að sjer að eins starfa þann, er landfóget-
inn hefir nú á hendi; innköllunarmennirnir
skuli vera hinir sömu og áður. Það mun því
ekki vera farið fram á aðra breyting þess fyr-
irkomulags, sem mi er, en þá að landsbankinn
komi í stað landfógeta. Eins og allir sjá, get-
ur það ekki haft neina stórvægilega þýðingu,
hvort það er landfógetinn í Reykjavík eða
landsbankinn í Reykjavík, sem veitir greiðsl-
unum viðtöku frá innheimtumönnum. Það
verða eptir sem áður innheimtumennirnir, sem
gjaldendurnir verða að greiða alla skatta og
tolla til — bæði kaupmenn og aðrir lands-
menn; það hlýtur að standa greiðandanum á
sama, hvort innheimtumenn greiða gjöldin til
landfógetans í Reykjavík eða landsbankans í
Reykjavík. Þetta fyrirkomulag mundi heldur
ekki gera neina verulega breyting á greiðslum
úr jarðabókarsjóði; það verður jafnljett eða
jafnörðugt fyrir þá, er þar eiga að taka við
peningum, að snúa sjer til landfógeta í Rvík
og landsbanka í Rvík.
Gætum nú að, hvort þetta fyrirkomulag
mundi verða ódýrara.
Eptir hinum nýjustu launalögum er ætlazt
til að landfógeti fái í lauu 3500 kr. og í skrif-
stofufje 1000 kr., samtals kostar þá landfó-
getaembættið 4500 kr. á ári. Nú ber þess
að gæta, að auk þess sem landfógeti hefir á
hendi, eins og áður er sagt, að taka á móti frá
öllum gjaldheimtumönnum laudsins, 30—40
að tölu, öllum tollum, sköttum og afgjöldum
fasteigna landsjóðs og gieiðir vit öll gjöld ept-
ir fjárlögum, þau er greidd eru hjer á landi,
og gerir öll reikningsskil fyrir, hefir hann alla
innköllun vaxta og afborgana af lánum við-
lagasjóðs; og að það muni eigi vera alllítið
starf, má ráða af því, að viðlagasjóður átti við
síðustu áramót útistandandi í lánum yfir 800
þíf.s. krónur, eða 2/8 hluti á móts við allt það
fje, er landsbankinn á úti í lánum. Þar að auki
hefir landfógeti á hendi mjög margvísleg störf
fyrir ríkissj. o.fl. sjóði í sambandi við hann: t. a.
m. innlausn vaxtamiða, útborgun vaxta af ríkis-
skuldabrjefum og innritunarskírteinum, útborg-
un eptirlauna úr lífsábyrgðarsjóði, innheimtu