Ísafold - 03.07.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.07.1897, Blaðsíða 1
Kemurút ýmisteinu sinnieða tyisv.i viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr., erlendis 6 kr.eða 14/sdoll.; borgist fyrir mið.jan júlí (erlendis tyrir fram). ISAFOLD o Uppsögn (skritieg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustota biaðsins er í Auxturstrœti 8. XXIV árg. Reykjavík, laugardaginn 3- júlí 1897 46. blað. BT Tvisvar í viku kemur ísafoid út, miðvikudaga og laugardaga. Stjórnarskrármálið í höndum stjórnarinnar. Saga stjórnarskrármálsins liggur nú fyrir í Stjórnartíðindunum, opin og öndverð síðan í hitt ið fyrra, að þingið afgreiddi það mál, og skal hjer getið aðalatriðanna. Fyrst er þá að skýra frá tillögum landshöfðingja. I brjefi sínu til stjórnarinnar minnist lands- höfðingi á það, er áður hefir gerzt í málinu, stjórnarskrárfrumvörpin, sem þirtgið hefir haft til meðferðar síðan 1881 og afsvör stjórnar- innar, og gerir því næst þessa grein fyrir því, að hætt var við frumvarpsleiðina og tillögu- úrræðið tekið á siðasta þingi: »Með því að það berlega er gert íslending- um kunnugt í allrahæstum auglysingum til þeirra frá 2. nóvbr. 1885 og 15. desbr. 1893, að slík skipun á æðstu stjórn landsins (sem fram á er farið í frumvörpum þingsins) sje ósamræmileg stjórnarskipun ríkisins, og að eigi geti orðið vænzt allrahæstrar staðfesting- ar á lagafrumvarpi, sem hefir í för með sjer slíka breyting á stjórnarskipun ríkisins, þá hefir meiri hluti alþingismanna komizt að þeirri niðurstöðu, að það sje árangurslaust að fara J)ví fram, að ræða á hverju reglulegu al- þingi stjórnarskrárfrumvarp, sem engin von er til að verði staðfest, og gera það að verkum með þvi að samþykkja slíkt frumvarp, að leysa verði upp alþingi og halda aukaþing, er að engum notum kemur. Auk þess telja margir hinna hyggnustu alþingismanna allt of flókna og dýra, og í mörgum atriðum óhent- uga skipun þá á hinni æðstu stjórn landsins, er stjórnarskipunarlagafrumvörpin hingað til hafa haft inni að halda. Um leið og alþingi þó heldur fast við hinar gömlu kröfur sínar um breyting á stjórnarskipuninni, einkum að því er snertir skipun á hinni æðstu stjórn landsins, þá hefir það í þetta skipti valið aðra aðferð, er það telur líklegri til eflingar málinu, nefnil. að snúa sjer til stjórnarinnar og fara þess á leit við hana, að hún hefj- ist handa til þess að koma fram endurskoðun á stjórnarskránni, er gangi í þá átt, er hin stjórnarskipunarlaga frumvörpin hafa til bent, og hefir alþingi sjerstaklega tekið fram þau atriði, er því þykir mest um vert, og eru Jiau þessi: 1. að eigi verði borin upp í ríkisráðinu eða lögð undir atkvæði Jæss lög eða stjórnarat- hafnir, er snerta hin sjerstöku málefni Islands. 2. að innlendur maður, er búsettur sje á ís- landi og mæti á alþingi, beri eigi einungis ábyrgð gagnvart alþiugi á því að stjórnarskrá- in sje haldin, heldur og á sjerhverri þeirri stjórnarathöfn, er snertir hin sjerstöku mál- efni landsins; og 3. að hjer á landi verði skipaður dómur innlendra manna (landsdómur), til þess að dæma mál þau, er konungur eða neðri deild alþingis lcann að höfða gegn þeim manni, er hefði á hendi hina æðstu stjórn innlendra mála, út af embættisfærslu hans«. Fyrsta liðnum hefir landshöfðingi gefið af- dráttarlaust meðmæli sín, kveðst enn verða að halda fast við þá skoðun, sem hann hafi fram haldið í brjefi til stjórnarinnar 28. jan. 1892, að eigi einungis það ákvæði 1. gr. stjórnar- skárinnar, að ísland skuli hafa löggjöf og landsstjórn út af fyrir sig í öllum þeim tnál- efnum, sem eru sjerstakleg fyrir ísland, »heldur og ákvæði 2. gr. sömu laga um að konungur láti ráðgjafann fyrir Island fram- kvæma vald sitt í öllum sjerstaklegum mál- efnum Islands, og enn ákvæði 3. gr. um að ráðgjafinn (fyrir ísland) beri ábyrgð á því að stjórnarskránni sje fylgt, virðist helzt gera ráð fyrir J)ví að konungur skeri úr öllum sjer- staklegum löggjafarmálefnum íslands og stjórn- armálefnum með aðstoð ráðgjafans fyrir Is- land, þess er hann hefir kosið, án þess hinir aðrir ráðgjafar konungs geti haft nokkur á- hrif á ráðstafanir þær, er í þessu efni eru gerðar, en það getur eigi hjá því farið að slík áhrif eigi sjer stað, að minnsta kosti að form- inu til, meðan þessi málefni eru lögð undir atkvæði ríkisráðsins«. Að því er 2. liðinn snertir telur landshöfð- ingi það óhugsanlegt, að ráðgjafi verði búsett- ur hjer á landi; hann þurfi að vera við lilið konungs, búsettur í Höfn. Aptur á móti legg- ur hann með því, »að skipaður væri fyrir Is- land sjerstakur ráðgjafi, er gæti mætt á al- þingi og bæri gagnvart því ábyrgð eigi ein- ungis á því, að stjórnarskránni sje fylgt, heldur og á öllum framkvæmdum stjórnarinn- ar, að því er snertir hin sjerstöku málefni ís- lands, því að vegna fjarlægðar og örðugra samgangna milli samkomustaðar alþingis og að- setu stjórnarinnar mundi það mjög æskilegt, að ráðgjafinn gæti persónulega samið við al- þingi, og má gera ráð fyrir því, að af því leiddi meðal annars það gott, að alþingi hætti þá að eyða tíma sínum í umræður um frutn- vörp, sem engin von væri til að staðfest yrðu«. Viðvíkjandi 3. liðnum, landsdómnum, eru tillögur laudshöfðingja andvígar þinginu. Ur því að hin æðsta stjórn landsins hljóti að vera í Kaupmannahöfn, verði að sækja ráðgjafann þar að lögum, og svo mundi meiri trygging fyrir óhlutdrægni hæstarjettar en landsdóms- ins, eptir skoðun landshöfðingja. Að lyktum gerir landsh. eptirfarandi grein fyrir því, hvernig málið horfi við á þingi: »Eins og að framan er bent til, ber helzt að skoða þingsályktun þessa sem árangur sam- komulags, því að hún fullnægir að einu leyt- inu eigi þeim, .sem lengst fara og halda fast við stjórnarskipunarfrumvarpið frá 1893, svo sem væri það hin eina stjórnarskipun, er full- nægði kröfum íslands um sjálfstjórn, en á hinn bóginn fer þingsályktun þessi miklu lengra heldur en ná kröfur hinna gætnustu þingmanna, og eru það einkum hinir konung- kjörnu, þar sem hún fer fram á að hin æðsta stjórn skuli hafa aðsetu í landinu. En allir þingmenn, hvort er þeir eru framhaldsmenn eða íhaldsmenn, jafnt þjóðkjörnir sem kon- ungkjörnir, eru samhuga í því að óska Jiess, og skoða það sem stórt stig til úrgreiðslu hins umrædda máls, að skipaður sje fyrir ísland sjerstakur ráð- gjafi, er mæti á alþingi; að eigi sje borin upp í ríkisráðinu og lögð undir atkvæði þess lög þau og stjórnarathafn- ir, er snerta sjerstök málefni Islands; og að ráðgjafinn fyrir ísland beri ábyrgð gagn- vart þinginu eigi einungis á því, að stjórnar- skráin sje haldin, heldur einnig á embættis- færslu sinni yfirleitt«. Þessar óskir alþingis tclur landshöfðingi »atgætilegar«, og fengist þeim framgengt, »mætti gera ráð fyrir því, að sjeð yrði fyrir endann á stjórnarbaráttu þeirri, er háð liefir verið um mörg undanfarin ár, til mikillar hindrunar heillavænlegri samvinnu stjórnarog þings«. Undirtektir stjórnarinnar. Að því er enn hefir opinherlega fram kom- ið, er þar um afdráttarlaust afsvar að ræða, alveg eins og áður. Röksemdirnar fyrir því afsvari eru birtar í Stjórnartíðindunum á þann hátt, að prentaðar eru tillögur stjórnarinnar við konung í tilefni af þingsályktunum deild- anna. Eptir að hafa gert nákvæma grein fyrir þingsályktununum og eins tillögum landshöfð- ingja, bendir stjórnin á það, að kröfurnar sjeu óbreyttar frá því sem J)ær hafi komið fram í stjórnarskrárfrumvörpum alþingis 1885, 86, 93 og 94. »Að kröfurnar sjeu hinar sömu, er að vísu eigi tekið fram með berum orðum í þingsályktun efri deildar, en það er skýrt tekið fram í þingsályktun neðri deildar og einkum í ávarpi henuar til yðar hátignar; og þótt þetta hefði eigi verið tekið svo Ijóslega fram í þingsályktunúnum, þá eru í raun rjettri einmitt aðalatriðin í hinum gömlu kröf- um fólgin í hinum þrem töluliðum þingsálykt- ananna«. Svo gerir stjórnin eptirfarandi greiu fyrir því, að hún synjar þessum kröfum: »Að því leyti sem því er haldið fram, að I ráðgjafinn fyrir ísland eigi að rjettu lagi sam- | kvæmt gildandi stjórnarskipunarlögum ekki ! að bera hiu sjerstaklegu málefni íslands upp í ríkisráðinu, þá er [>ctta byggt á misskiln- ingi bæði á sjálfum ákvæðum liiganna frá 2. janúar 1871 og 5. janúar 1874, og sambandi þessara laga við hinn sameiginlega grundvöll sinn, grundvallarlög hius danska ríkis. Að vísu er það eigi beint tekið fram í lögunum frá 1871 og 1874, eins og í hin- ; um eldri frumvörpum til laga um stjórnar- lega stöðu íslands, að ráðgjafinn fyrir ísland | skuli eiga sæti í ríkisráðinu; en þótt þetta I sje eigi beint tekið fram í umgetnum lögum,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.