Ísafold - 07.07.1897, Side 2

Ísafold - 07.07.1897, Side 2
186 — Eins og öllum er kunnugt, er ekki að ræða um neina stjórnarskrárbreyting, að því er þetta atriði snertir. Hjer er eingöngu að ræða um mismunandi skilning á gildandi lög- um. Allt fram að árinn 1874 virðist stjórn og þing Dana hafa litið svo á, sem grund- vallarlögin giltu hjer ekki. Sömu skoðun hafa enn að minnsta kosti 2 af helztu lög- fræðingum Danmerkur. Því fer þess vegna fjarri, að vonlaust sje um, að stjórn Dana geti aptur komizt í skilning um þetta. Og komist hún í skilning um það, ætti ekkert lengur að geta orðið því til fyrirstöðu, að sjermál vor losni úr ríkisráðinu. Því að, eins og áður hefir verið bent á, eru engin rök fram færð gegn þeirri breytingu önnur en þau, að hún væri gagnstæð grundvallar- lögunum. Og beinasti vegurinn til þess að fá þeirri breytingu framgengt virðist vera sá, að koma inn í ríkisráðið manni, sem hjeldi þar fram vorum skilningi á þessu atriði. Nú er svo að sjá, sem vjer eigum kost á því. Hvers vegna ættum vjer að hafna því, ef oss er annt um að losna við ríkisráðið? Dansk-íslenzka nefndin. Eitthvert umtal hafði verið um það í Kaup- mannahöfn í vetur, að setja á laggirnar nefnd danskra manna og íslenzkra til þess að ræða stjórnarskrármál vort. »Austri« er gramur út af því, að ekkert skyldi verða úr henni. Það má mikið vera, ef þar er eptir miklu að sjá. Eptir því sem oss er frekast kunnugt, hafði stjórnin hugsað sjer nefnd þessa á þá leið, að í henni skyldu sitja 13 menn, 6 frá hvoru þinginu, alþingi og ríkisþinginu, og hr. Nellemann, Islandsráðherrann fyrrverandi, sá 13., sjálfkjörinn og formaður nefndarinnar. J>essi nefnd átti að eiga fundi með sjer í Kaupmannahöfn, ræða um ágreiningsmál vor við stjórn vora og koma með tillögur um úr- slit þeirra. Fyrst og fremst er nú vafasamt, livort þessi nefnd hefði noklium tíma staðið oss til boða. Engin sjerleg líkindi eru til þess, að ríkis- þingið hefði gefið samþykki sitt til hennar. Því að það átti að leggja fram fjeð, sem á- ætlað var 20 þúsund krónur að minnsta kosti, og ekki óhugsandi, að því hefði þótt málið koma sjer frernur lítið við. Nokkuð er það, að stjórnin kvað nú vera með öllu ófáanleg til þess að fara þessa á flot við þingið, og það bendir ekki á, að hún hafi nokkurn tíma búizt við sjerlega góðum undirtektum. En þótt aldrei nema vjer hefðum átt eða ættum kost á þessari nefnd, þá er oss ekki með öllu Ijóst, hvað við hana hefði verið unnið. Vjer erum að berjast við að draga sjermál vor úr höndum Dana. Það er kjarninn í öll- um ágreiningnum. Vjer höldum því fram, að vjer höfum, samkvæmt stjómarskrá vorri, stjórn út af fyrir oss, og að Dönum komi sjermál vor ekkert við. Þess vegna viljum vjer ekkert hafa saman við ríkisráðið að sælda, teljum það ofbeldi við oss, að það skuli vera iátið fjalla um mál vor. Væri það nú ekki í meira lagi kynlegt, að fara í sömu andránni að leggja sjermál vor undir atkvæði danska ríkisþingsins, sem enginn segir að þau komi minnstu vitund við? Stórorðustu blöðin hjer á landi hefðu einhvern tíma haft það til, að kalla slíkt »landráð«, þegar illa hefði staðið í bælið þeirra. Hugsanlejt er það auðvitað, að niðurstaða þessarar nefndar hefði orðið oss meira í vil en það sem oss er nú boðið. En ekki eru sjerlega mikil líkindi til þess, þar sem vjer hefðum verið í minni hluta í nefndinni. Og ef vjer hefðum orðið þar undir, þá hefði ver- ið verr farið en heima setið, því að stjórnin hefði þá staðið betur að vígi, eptir að hafa fengið ríkisþingið að bakhjalli í þessum ágreinings- málum, sem það þing hefir hingað til talið sjer óviðkomandi. Allar líkur eru til þess, að minnsta kosti, að þessi nefndarsetning hefði orðið til þess að draga stjórnarbótarmál vort á langinn, og ef til vill til þess að spilla fyr- ir því í bráð og lengd. Annars má ganga að því vísu, að alþingi hefði hafnað þessu úrræði, þó að það hefði staðið til boða. iáárfáir þingmenn munu vera hugmyndinni hlynntir, en flestir eindregið mót- fallnir henni, þar á meðal, að sögn, allir lög- fræðingar þingsins. Styrkur til V esturheimsferðar. Enda þótt það hafi nýlega verið talið land- ráð í einu Reykjavíkurblaðinu að minn- ast á Vesturheim öðruvísi en með fúkyrðum, áræðum vjer að láta blað vort flytja eptirfar- andi þyðingu á ritstjórnargrein, sem stendur í aprílhepti tímaritsins »Kringsjá«. Það dylst fráleitt lesaranum, að hún kemur allvel heim við junislegt, sem við og við hefir verið drep- ið á í Isafold: »Væri jeg alræðismaður yfir Noregi — og það væri undra-skemmtilegt að vera það —, mundi jeg tafarlaust stj'rkja nokkra dugandi menn í öllum atvinnugreinum, senda þá til Vesturheims og láta þá ferðast þar vestra á skynsamlegan hátt. Enginn vafi er á þvf, að af því mundi leiða afarmiklar framfarir í öll- um atvinnuefnum vor á meðal. Það verður ekki með rjettu á móti því borið, að Vestur- heimsmenn eru komnir lengra en Norðurálfu- menn í flestu, sem að framkvæmdum 1/tur. Þeir hafa langtum betri áhöld (allt frá járn- smiðnum til sáralæknisins og tannlæknisins) og á margan hátt gera þeir vinnuna sem minnsta og auðveldasta. Það sem eptir oss liggur í iðnaðinum er yfirleitt klunnalegt og ljótt, í samanburði við það sem í Vesturheimi tíðk- ast — við það kannast hver maður, sem hvorttveggja hefir sjeð. Svo er því varið með skófatnaðinn, snikkarasmíði, járnsmíði, saumaskap kvenna, og allt, sem heiti hef- ir. Konur frá Vesturheimi kvarta undan því, hve illa fötin sjeu saumuð og Ijelega frá þeim gengið jafnvel í helztu verzlunum Norðurálf- unnar. Norskur smiður mundi, til dæmis að taka, hafa ómetanlegt gagn af, þótt ekki væri nema að sjá smiðju í Vesturheimi, sjá áhöld- in, sem hanga þar á veggjunum gljáfægð og í góðri röð, sjá, hve mönnum fer þar allt lið- lega úr hendi. Rithöfundur einn fræðir oss um það, að í Sviss búi hver úrsmiður til að meðaltali 40 góð úr á ári; í Ameríku byr liver úrsmiður til 150 sams konar úr. Þetta cr mun- urinn á áhöldunum og vinnuaðferðinni. Am- eríslt úr eru líka seld nú um allan heim við ótrúlega lágu verði. Amerískur verksmiðju- eigandi einn, sem jafnframt á hlut í þyzkri verksmiðju, sem býr til sams konar vörur, sýn- ir, að ódýrara sje að búa til söniu vjelina í Vesturheimi en á Þýzkalandi, enda þótt vinnu- launin sjeu 40°/0 hærri vestra. »Bæði Englendingar og Þjóðverjar hafa líka við það kannazt, að Vesturheimsmenn standi þeim áreiðanlega framar í þessum efnum. — Hugvitssmíðamaðurinn Hiram S. Maxim hefir eingöngu amerísk áhöld og amerískar vjelar í vjelasmiðjum sínum á Englandi, og Þjóðverjar stela hverri hugmyndinni eptir aðra frá Bauda- ríkjamönnum og græða fje á þeim í Norður- álfunni. Margar »þýzkar« vjelar frá síðari árum eru blátt áfram gerðar eptir amerískum vjelum. Yfirleitt kannast Þjóðverjar við það, að þeir hafi mikið af Vesturheimsmönnum að læra í öllum efnum. Stöðugt samband er þar á milli og Þjóðverjar hafa grætt á því. Þjóð- verjar eru enda farnir að leggja mikla stund á ameríska og enska heimspeki og trúarrök- skoðun — og eptir nokkurn tíma fáum vjer svo frá Þjóðverjunum þýzka endurgerð á hugs- unum Englendinga og Vesturheimsmanna, og þá fyrst getum vjer hjer norður frá farið að melta þær. Bæði á Þýzkalandi og Frakklandi hafa all-margir hinna alkunnustu menntamanna gerzt lærisveinar amerískra djúphyggjumanna i trúarefnum. >>En auðvitað verðum vjer að halda oss með trúfesti og undirgefni við það, sem Þjóðverjar og Frakkar — einkum Þjóðverjar — hafa á boðstólum handa oss. I iðnfræðinni hafa allar vorar hugsjónir verið þýzkar, og jafnvel kenuslubækur vorar allt fram að þessu. Hver einasti iðnfræðingur, mannvirkjafræðingur og iðnaðarmaður, sem hefir ætlað að binda enda á nám sitt erlendis, hefir farið til Þýzkalands. Vjer höfum þannig átt kost á að sjá, hvað Þjóðverjar geta fyrir oss gert. Látnm oss fyrir alla muni halda áfram að læra af þess- ari þjóð, sem sjálf er svo námfús, en látum oss jafnframt dirfast að líta lengra en til Berlínar og Dresden. Veröldin nær yfir stærra svæði. Látum oss að minnsta kosti trúa því, að fyrst Þjóðverjum þykir engin minnkun að því að læra og »lána« frá Vesturheimi, þá hljóti hitt og annað að vera til þar fyrir handan, sem kæmi sjer vel fyrir oss að fá þaðan beina leið. Látum iðnaðarmenn vora (og verzlunarmenn og mannvirkjafræðinga og enda háskólamennina lika) fara við og við vestur til Ameríku í stað Þýzkalands, sem vjer þekkjum nú þegar nokkurn veginn. — Vestra kæmu þeir áreiðanlega í nýjan heim og þar mundu þeir læra margt, sem mundi hafa áhrif á allt líf þeirra og alla starfsemi þeirra«. Vestur-ísafjarðarsýslu (Dýrafirði) 14.júní: »Veturinn var frostalítill, en allt fyrir það þurfti mikið að gefa, og fje stóð mjög viða inni lengst af, sem sjá má á því, að menn, sem húa á hinum svonefndu útbeitarjörðum, urðu nú litlu eða engu betur staddir en hinir. Heyin voru alstaðar litil og ill frá sumrinu og fjenaður þreifst ekki á hinu hrakta fóðri. Samt munu flestir hafa komizt með heyforða fram að sumarmálum, að meira eða minna leyti, að fráteknum 2—3 mönnum, sem urðu í heyskorti á Þorra og Gúu, og það af sannkölluðum sjálfskaparvitum. Fleiri kvörtuðu fyrri og komu fyrir, en áttu þó engu minna að síðustu en margir, sem ekki kvörtuðu, — en þegar sumarið kom, þá tók steininn úr. Þá var

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.