Ísafold - 07.07.1897, Side 4
188
gera greiu fyrir, hvernig stjórnin muni taka
í málið.
Landshöfðingi kvað'st geta lyst yfir því
afdráttarlaust fyrir stjórnarinnar hönd, að húu
muni ganga að frumvarpi, sem geri þœr
breytingar á stjórnarskránni
1) að ráðgjafinn beri ábyrgð eigi einungis
á stjórnarskrárbrotum, heldur og á allri stjórn-
arathöfninni, og
2) að ráðgjafinn mæti á alþingi á sama
hátt og landshöfðingi nú.
í þessu tvennu sje það og fólgið, að ráð-
gjafittn skuli ekki hafa nein önnur stjórnar-
störf með höndum. Frekari breytingum treysti
ráðgjafinn sjer ekki að mæla með. En í sam-
bandi við þetta vilji stjórnin fá breytt61.gr.
stjórnarskrárinnar á þá leið, að alþingi skuli
því að eins leyst upp, eptir að stjórnarskrár-
breytingar hafa verið samþykktar af þingitiu,
að stjórnin vilji styðja málið. — Enn fremur
vilji stjórnin þvi að eins samþykkja þetta
frumvarp, að það verði ekki bundið neinum
skilyrðum, sem gefi ástæðu til að ætla, að
hjer sje að eins um stundarfrið að ræða.
Olafur Briem finnur ekki það að frumvarp-
inu, að það gangi of skammt, heldur hitt, að
það gangi í öfuga átt. Eitt aðal-atriðið í
stjórnarskrárbaráttunni sje að gera stjóruina
innlendari, en þetta frumv. mundi gera hana
enn útlendari, þar sem það mundi verða til
þess, að draga valdið úr höndum landshöfð-
ingja. Heppilegra væri, að búa svo um hnút-
ana, að landshöfðingi þyrfti ekkert að óttast,
þótt hann gengi í berhögg við stjórnina. Ur
ókunnugleik stjórnarinnar mætti nokkuð bæta
með því, að landshöfðingi færi við og við á
fund ráðgjafans. — Hvernig gæti annars
flutningsmaður hugsað sjer, að nokkur íslend-
ingur fengist til að verða ráðgjafi, þar sem
hann ætti að sitja í ríkisráðinu, og þar af
leiðandi taka þátt í því, sem allir Islendingar
teldu stjórnarskrárbrot, eptir sögn flutnings-
manns sjálfs? (Ræðan heyrðist mjög óglöggt
inn í herbergi það, sem blaðamönnum er leyft
að hafast við í).
Dr. Valtýr Guðmundsson þakkaði lands-
höfðingja fyrir yfirlýsinguna. Stjórnin hefir
þá komið með tilboð. Og þar sem nú þing-
málafundir út um allt land hafa lagt þing-
möunum á hjarta, að hafna engu tilboði frá
stjóruinni án þess að íhuga það vandlega, þá
væri það mikill ábyrgðarhluti fyrir þá, að
hindra samkomulag milli stjórnar og þjóðar,
sem hvorartveggju hafi synt að þær vilji.
Andspænis Olafi Briem hjelt ræðum. því fram,
að það færi ekki í öfuga átt, gerði ekki stjórn-
ina útlendari, að fá fyrir ráðgjafa mann, sem
ekki hefði öðrum stjórnarstörfum að sinna, í
stað þess ráðgjaíabrots, sem vjer hefðum haft,
manns, sem hefði liaft mikil störf önnur með
höndum, hefði ekkert vit á vorum málum og
væri aldrei valinn með neinni hliðsjón á oss.
Engiu ástæða væri til að ætla, að vald lands-
höfðingja yrði ryrt. Auðvitað hætti hann að
taka þátt í löggjafarstarfinu, en líklegt, að
umboðsvald hans yrði fremur aukið en hitt.
Omögulegt væri að gera landshöfðingja óháðan
stjórninni, nema þá með því, að gera hann
að ráðgjafa, og því fáist ekki framgengt við
stjórnina, samkvæmt vfirlýsingum hennar. —
Landshöfðingi hafi öðru hvoru farið á ráðgjafa-
fund, en reynslan hafi allt af orðið sú, að inn
á þing hafi komið atriði, sem þeir hafi ekki
búizt við og ekki talað sig saman um. —
Annars sje ckki víst, að verksvið landshöfð-
ingja fáist aukið af núverandi stjórn, og ekki
sje til neins að halda áfram, eins og að und-
anförnu, að bollaleggja út í loptið, og vjer
enda engu bættari, þótt þetta fengist, þar
sem stjórnin gæti ávallt tekið í taumana. ■—
Ræðum. taldi það ekki stjórnarskrárbrot, að
bera mál vor upp í ríkisráðinu, en liitt væri
það, að stjórnarskráin gefi enga heimild til
þess. Skilur því ekki, að ómögulegt verði að
fá íslending fyrir ráðgjafa. Sá ráðgjafi mundi i
ekkert viðurkenna um rjettmæti núverandi j
fyrirkomulags, heldur eingöngu beygja sig
fyrir valdinu, meðan enginn vegur væri að
fá breytingu.
Umr. frestað til morguus.
Gufiiskipið Botnia kom i fyrra (lag norð-
an um land og vestan með heldur fátt farþega,
og lítið af vörum hingað. Frá Khöfn stórkaupm.
Fr. Fisoher og frú L. Finnbogason með 2 dætrum.
Frá Eyjafirði Ounnar kaupm. Einarsson frá Hjalt-
eyri alkominn.
Gufuskipið Jyden lagði af stað i dag
vestur um land og norður.
SOGIÐ
Aðgöngumiðar til að veiða við þingvalla-
vatn og Sogið fyrir Kaldárhöfðalandi í júní,
júlí og ág. fást hjá herra G. Halberg, Einari
Zoega og Helga Zoega, Reykjavík, Ófeigi
Erlendssyni, Kaldárhöfða, og undirskrifuðum.
Borgun er 3 kr. fyrir 1. daginn og svo
1 kr. fyrir hvern dag, sem lengur er veitt.
Aðgöngumiðar til veiði veita líka leyfi til
að skjóta fugla í Kaldárhöfðalandi.
Eyrarhakka í júní 1897.
P. Nielsen.
Aukafuudur ísfjelagsins
verður haldinn laugardaginn 31. þ. mán. kl.
8 e. m. á »Hótell Island« til að ræða nauð-
synlegt málefni fyrir fjelagið; eru því fjelags-
menn beðnir að sækja vel fundinn.
Timbur.
Undirskrifaður á von á timburfarmi í þess-
ari eða næstu viku, þ. e. vel valið timbur,
og af öllum tegundum.
Þeim, sem enn þurfa á timbri að halda og
vilja hafa góða vöru, vil jeg ráðleggja að bíða
og líta á gæði þessa timburs áður en þeir
festa kaup annarsstaðar.
Rp.ykjavik 7. júlí 1897.
Th. Thorsteinsson.
(Liverpool).
Þilskip.
Skipið »LITLI GEIR«semí sumar er á
fiskiveiðum fyrir Yesturlandi er til sölu. Skip-
ið fjekk fyrir fáum árum miklar umbætur, og
fylgir því nóg og góð segl, atkeri og keðjur.
Kaupandi gæti veitt skipinu móttöku að af-
loknum fiskiveiðum í ágústmánaðarlok.
Góðir og þægilegir borgunarskilmálar. Menn
snúi sjer til
Th. Thorsteinssonar.
Reykjavík.
Mysuostur og sveitsarostur nýkom-
inn til M. jóhannesen.
TAPAZT hefir mórauður trefill um borð í ,Vesta‘
11. mai, hjer á höfninni. Skila má að Ofanleiti í
Reykjavík.
Landskjálftasamskotanefndln í Reykja-
vik gefur hjer með til vitundar, að hún kveður
ekki upp úrskurð út af neinum kærum viðvíkjandi
skiptum á samskotafjenu fyr en i lok september-
mán. þ. á.
Öllum þeim, sem með nærveru sinni heiðruðu
jarðarför okkar elskaða ciginmanns og föður, Jóns
Ólafssonar, og á annan hátt hafa sýnt okkur hlut-
tekningu sina i okkar miklu sorg, vottum við hjer
með innilegt þakklæti okkar.
Reykjavík 5. júlí 1897.
Elín Magnúf'dóttir. Guðný Jónsdóttir.
Fjármark Pjetur Friðrikssonar í Hafnarfirði
er: Heilhamrað hægra, biti framan; heilhamrað
vinstra, hiti fr. Brennimark: P. F. H. F.
J>essi hross hafa fundizt í óskilum hjor
í hreppnum:
1. Bleikur hestur, 2 vetra. Mark: stýft,
liiti fr. h., heilrifað, biti fr. v.
2. Grá meri, 2 vetra, með sama marki.
3. Grár foli, 2 vetra, með marki: Sneiðrif-
að, biti fr. h.
4. Bleikgrá meri, 2 vetra, með marki: Blað-
stýft fr. h. og 2 standfjaðrir aptan v.
5. Jarpur hestur, veturgamall, með marki:
Standfjöður fr. h.
Hrossin verða seld eptir 3 daga.
Móum í Kjalarneshreppi, 6. júlí 1897.
þórður Bunólfsson.
Mánudaginn 12. júli verður smalað hrossum
1 Mosfellssveit og rjettað sama dag í Arnakróks-
rjett. Oskilahross verður farið með samkvæmt
reglugjörð sýslunnar. — Hreppsnefndin.
Nýmjólk, undanrenning og rjómi fæst keypt.
Ritstjóri visar á.
Uppboðsaugiýsing.
Eptir kröfu Landsbankans og að undan-
gengnu fjáruámi verður jörðin þóroddataðir
á Miðnesi, sem er eign Guðrúnar Egilsdótt-
ur Waage, boðin upp til sölu við 3 opinber
uppboð mánudaginn hinn 19. þ. m., 2. og
16. n. mánaðar kl. 12 á hádegi til lúkn-
ingar veðskuld til Landsbankans, að upp-
hæð 350 kr. auk vaxta og kostnaðar.
Hin tvö fyrstu uppboðin fara fram bjer á
sknfstofunni, en hið síðasta á jörðinni sjálfri.
Sölukilmálar verða til sýnis á hinu 1. upp-
boði.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.s. 4. júlí 1897.
Franz Siemsen.
11. júní.
var gjalddagi á vöxtum til Búnaðarfjelags
Suðuramtsins. þeir sem enn eiga ógreidda
vexti eru beðnir að greiða þá sem fyrst.
Reykjavík 5. júlí 1897.
Geir Zoega,
pt. gjaldkeri.
Skiptafundur
í dánarbúi Björns heitins Eyjólfssonar í Her-
dísarvík verður haldinn að Nesi í Selvogi
fimmtudaginn 26. ágústmán. næstk. kl. 12
á hádegi. Verða þá leidd vitni um það,
hvort arfleiðsluskrá sú, er hinn látni ljet
eptir sig, sje rjett, og að því búnu skiptun-
um væntanlega lokið. Áríðandi er, að allir
erfingjar mæti eða láti mæta.
Skrifstofu Arnessýslu, 30. júní 1897.
Sigurður Olafsson.
Uppboðsauí'lýsing.
Samkvæmt ályktun skiptarjettarins í þrota-
búi Gísla heitins Jónssonar á Loptsstöðum
verður eign búsins, J jörðin Eystri-Lopts-
staðir í Gaulverjabæjarhreppi, 9'/2 hndr. að
dýrl., boðin upp og seld hæstbjóðanda við
3 opinbert uppboð, sem haldin verða hin 2
fyrstu á skrifstofu sýslunnar að Kaldaðar-
nesi laugardagana 21. og 28. ágúst kl. 12 á
hádegi, og hið þriðja á jörðinni sjálfri laug-
ardaginn 4. septemb. næstk. kl. 2 e. h.
Söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofu
sýslunnar degi fynr hið fyrsta uppboð.
Skrifstofu Arnessýslu, 1. júlím. 1897.
Sigurður Ólafsson.
Útgef. og ábyrgðarm. B.jörn Jónsson.
Meðritstjóri Einar Hjörleifsson.
Isafoldarprentsmiðj a.