Ísafold - 10.07.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.07.1897, Blaðsíða 1
Keœur út ýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l1/*doll.; borgistfyrir miðjan júli (erlendis fvrir fram). ÍSAFOLR Uppsögn (skritieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustota blaðsins er i Austurstrceti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 10- júlí 1897- XXIV árg. Tvisvar í viku keraur ísafold út, miðvikudaga og laugardaga. Stjórnarskrár- breytingin á þingi. Mestallur miðvikudagurinn gekk í að rœða um stjórnarskrárbreytingarfrumvarpið, og varð að halda eitthvað fjögra tíma langan kveld- fund, sem mun óvenjulegt svona snemma á þingi, til þess að útkljá það eitt, hvort nefnd skyldi sett í málið, eða frumvarpinu hafnað nefndarlaust. Af ræðumönnum voru þeir Klemens Jóus- son, Benedikt Sveinsson, Þórður Guðmundsson, Guðjón Guðlaugsson og Tryggvi Gunnarsson móti nefndarsetning. Með nefnd voru Þorl. Guðmundsson, Guðl. Guðmundsson og Einar Jónsson, en töldu þó allmikla agnúa á frum- varpinu. Vörn var haldið uppi fyrir frum- varpinu af Jóni Jenssyni og flutningsmanni þess, Dr. Valtý Guðmundssyni. Landshöfð- ingi ljet ekkert í ljósi um það, hvort hann teldi rjett að setja nefnd eða eigi, en var frum- varpinu mótfallinn. Þessar ræður voru svo margar og langar, að ísafold er ekki unnt að flytja útdrátt úr þeim á venjulegan hátt, ræðu fyrir ræðu. Þar á móti skal hjer reynt, að gera lesendunum, í stuttu máli og hlutdrægnislaust, skiljanlegan kjarnann í umræðunum. Skal þá fyrst getið röksemdanna móti frumvarpinu. Sú ástæða gegn frv. var einna fyrst nefnd, að samvinnan milli stjórnar og þings mundi ekkert batna, þótt sjerstakur ráðgjafi fengist, ef hann ætti að eiga sæti í ríkisráöinu. Staða hans gagnvart þinginu yrði hin sama og lands- höfðingja nú, með því að hann gæti að eins sagt þinginu sinn vilja, en svo gæti ríkisráð- ið eptir á neitað að samþykkja það, sem að samningum hefði orðið milli ráðgjafa og al- þingis. Önnur ástæðan var sú, að stjórnin yrði enn útlendari en áður, eins og Ól. Briem hafði haldið fram þegar í byrjun umræðunn- ar daginn áður. Ahrif landshöfðingja á lög- gjafarmálin færu forgörðum, en í hans stað kæmi ráðgjafi, sem heima ætti 1 Danmörku, yrði þar fyrir dönskum áhrifum og sæi allt með dönskum augum. Sú var hin þriðja, að ráðgjafanum væri í þessu frumv. ekki gert að skyldu að mæta á þinginu, heldur að eins heimilað það. Hann gæti þvi eptir sem áður verið danskur maður, sem ekkert skildi í íslenzku, en sendi þinginu fulltrúa sinn. Þá töldu og sumir, að með því að sam- þykkja þetta frv. skuldbyndi þingið sig til að hætta stjórnarmálsbaráttunni, að minnsta kosti nokkur ár, með því að stjórnin áskildi sjer, að þetta skyldu vera fullnaðarúrslit. Enn var sú mótbára fram færð (af Benidikt biveinssyni einum), að nú hefðum vjer engan ráðgjafa »í stjórnskipulegum skilningi«, en með því að fá hann kæmumst vjer á löglegan hátt inn í danska ríkisráðið, hefðum sjálfir undir- skrifað innlimunina í ríkiseiniuguna. — Sami þingroaður hjelt og því fram, að ómögulegt yrði að koma fram ábyrgð á hendur ráðgjaf- anum fyrir annað en það, sem lægi fyrir utan verksvið ríkisráðsins. Alþingi væri ekki rjett- ur sakaraoili þeirra mála, er innan ríkisráðs- ins gerðust, heldur fólksþingið danska, og færi alþingi að lögsækja ráðgjafann fyrir slík mál, mundi hæstirjettur vafalaust gera það aptur- reka. Þá lögðu og andmælendur frumvarpsius rnikla áherzlu á þá breytingu á 61. gr. stjórnar- skrárinnar, að ekki skuli leysa upp þing að undangenginni samþykkt á stjórnarskrárbreyt- ing, nema stjórnin vilji styðja málið, töldu alla stjórnarskrárbaráttu gerða örðugri með því, og sumir þingmenn hjeldu því jafnvel fram, að með slíkri breyting væri loku skotið fyri allar tilraunir til að fá stjórnarskrána endurbætta. Svo varð að lokum aðferð stjórnarinnar í málinu tilefni til allskorinorðra óánægju-yfirlys- inga. Stjórnin hefði fyrst sent landshöfðingja afdráttarlaust afsvar, og svo farið að semja við þingmann einn á bak við landshöfðingja, og loks gefið fulltrúa sínum skipun um að lýsa yfir allt öðru á þinginu en því, er staðið hefði í svarinu og boðskap konungs. Sutnir þingmenn gáfu í skyn, að slík aðferð væri út af fyrir sig næg ástæða til þess að fella málið þegar við fyrstu umræðu, og að afleiðingin af aðförum stjórnarinnar ætti að verða sú, að þingið stæltist gegn henni og hjeldi kröfum sínum fram rneð etm meiri strangleik en áður. Svör gegn mótbárum og röksemdir með frumvarpinu. Að því er samvinnu við þingið snerti, var því haldið fram af formælendum frumvarps- ins, að hún hlyti að verða allt öðruvísi en að undanförnu. Munurinn á samvinnu þings við ráðgjafa og landshöfðingja væri sá, að ráðgjaf- inn bæri ábyrgð á samvinnunni, en það gerði landshöfðingi ekki. Gæti ekki ráðgjáfinn kom- ið sjer saman við þingið á aðra hlið og ríkis- ráðið á hina, yrði hann að víkja, þar sem landshöfðingi hjeldi sínu sæti, á hverju sem gengi. Stjórnin væri heldur ekki færð út úr land- inu með þessari breytingu. Landshöfðingi hjeldi valdi sínu í umboðsstjórnarmálum, en pólitiskt vald hefði hann ekkert, og það væri einmitt að færa valdið inn í landið, að fá þann, sem það hefði, inn á þingið og láta hann semja við það. Um skyldu eða heimild ráðgjafans til þess að mæta á þinginu væri sömu orðin viðhofð, eins og í ýmsum öðrum stjórnarskrám, t. d. grundvallarlögupi Dana, og væri þar talið sjálf- sagt, að ráðgjafinn semdi sjálfur við þingið. En þar með væri líka sjálfsagt, að ráðgjafinn væri Islendingur, því að enginn danskur mað- ttr kynni íslenzku. Annars væri ómögulegt 48. blað. fyrir nokkra stjórn að ganga að því ákvæði, að ráðgjafinn skyldi vera Islendingur; það raskaði jafnrjetti niilli Dana og Islendinga, þar sem ekkert væri því til fyrirstöðu, að is- lenzkur maður yrði ráðgjafi í Danmörk. I samþykkt frumvarpsins fælist engin skuld- binding um að hætta við stjórnarbaráttu fram- vegis. Hana rnætti hefja aptur, hvenær sem þinginu sýndist. Stjórnin færi ekki fram á neitt slíkt, enda væri það óhugsandi, þar sem 61. gr. stjórnarskrárinnar, enda þótt henni yrði breytt samkvæmt frumvarpinu, geri ráð fyrir stjórnarskrárbreytingum. Hvenær sem vilji, megi koma með stjórnarskrárbreytingar- frumvörp, eins eptir sem áður, og jafnvel nii á þessu þiugi, og eins á öllum eptirfarandi þingum, geti menn samþykkt kröfuna um það, að sjermál Islands verði ekki framvegis borin upp í ríkisráði Dana. Þar á móti sjeu meiri líkindi til þess, að frekari stjórnarskrár- breytingum fáist framgengt, ef vjer þiggjum það, sem nú bjóðist. En með því að hafna því og halda áfram í sama horfi og áður, með stjórnarskrárfrumvörp, sem stjórnin afsegi með öllu að ganga að, fáum vjer aldrei neinum breytingum framgengt. Neitað var því og, að vjer að minnsta leyti samþykktum innlimun stjórnar vorrar í ríkis- ráðið danska, þótt vjer fengjum ráðgjafa, sem sæti þar og ekki hefði önnur en íslenzk stjórnarstörf með höndum. Vjcr beygðum oss að eins fyrir valdinu, en samþykktum ekkert í því efni. Ráðgjafaábyrgð væri og allt annan veg farið en fram hefði verið haldið. Hver ráðgjafi bæri einn ábyrgð á því, er hann undirskrifaði, og það væri að eins örsjaldan, að allir ráð- gjafarnir í ríkisráðinu undirskrifuðu í samein- ingu. Ekkert yrði þess vegna því til fyrir- stöðu, að ábyrgð yrði komið fram á hendur Islands-ráðherranum, þótt hann sæti í ríkis- ráðinu. Og það væri stórmikil rjettarbót, að fá ráðgjafa með ábyrgð á öllum sínum stjórn- arathöfnum. Með núverandi fyrirkomulagi hefði ráðgjafinn að eins ábyrgð á því, að stjórnarskráin væri haldin. Og landshöfðingi hefði enga ábyrgð á neinu, nema þegar stjórnin vildi láta lögsækja hann. Það væri sama sem engin ábyrgð, eins og hefði sýnt sig í Fens- marks-málinu: ráðgjafinn þá úrskurðað, að landshöfðingja hefði ekkert yfirsjezt, og enginn hefði haft ábyrgð á neinu. Eptir frumvarpinu hefði ráðgjafinn orðið að lögsækja landshöfð- ingja fyrir eptirlitsvanrækslu, eða sæta sjálfur lögsókn. Að því er 61. gr. stjórnarskrárinnar snerti, var því fram haldið, að ekki væri mikill fengur í þingrofum án stuðnings stjórnarinnar í stjóruarskrárbreytingarmálum. Slík þingrof væru tvíeggjað sverð. Þau kynnu að geta knúð stjórnina til samkomulags. En þau kynnu líka að geta þreytt þjóðina. Annars mætti alveg eins halda áfram baráttu fyrir stjórnarskrárbreyting án slíkra þingrofa, eins 1 og áður er á vikið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.