Ísafold - 10.07.1897, Blaðsíða 2
190
A'ðferöini)i af hálfu stjórnarinnar var engin
bót mælt. En hinu mótmæltu formælendur
frumvarpsins, að vjer ættum að leggja meiri
áherzlu á formið en efnið, hafna tilboðum, sem
oss væri í stórhag fyrir þá sök eina, að þau
tilboð kæmu á óviðkunnanlegan hátt. Það
væri yfir höfuð varhugavert í meira lagi, að
syna sig nú stirða til samkomulags, þar sem
vjer ættum ekki að öllum jafnaði kost á neinu
samkomulagi í þessu máli. Og því minni á-
stæða væri til þess, sem þingmálafundirnir
hefðu yfirleitt hallazt að samkomulagi.
Miðlun.
Það var einkum Guðlaugur Guðmundsson,
sem reyndi að miðla málum, hjelt því fram
að öðru leytinu, að miklir agnúar væru á
frumvarpinu, en að hinu leytinu því, að ekki
væri óhugsandi, að þá mætti laga án þess
það yrði frumvarpinu til falls, þegar til
stjórnarinnar kæmi. Sjerstaklega minntist
hann á, að skýr ákvæði yrðu sett í frumvarþið
um, að ráðgjafirm skyldi mæta á þingi og ekki
hafa á hendi önnur stjórnarstörf en forstöðu
Islandsmála.
Jón Jensson ætlaðist og til þess, að allar
tryggingar yrðu settar í frumvarpið, sem
mönnum gætu til hugar komið. Og flutnings-
maður, dr. Valtyr Guðmundsson, kvað sig
fúsan á að vera með hverjum breytingum og
annars hverju stjórnarslcrárfrumvarpi, sem
þinginu gætist betur að og jafnframt væri
ástæða til að ætla, að stjórnin samþykkti.
Einar Jónsson varð einn til að benda á það,
að stefnurnar í stjórnarbótarmálinu væru nú
orðnar 3 hjerálandi. Eitt blaðið hjeldi fiam
fullum aðskilnaði íslands frá Danmörku, og
það mundi hafa fengið talsverða útbreiðslu.
Aðrir hjeldu fram gömlu stefnunni, að koma
í einu með allar vorar kröfur og gera ráð
fyrir, að vjer fengjum þeim öllum framgengt
í einu. Og svo væri 3. stefnan ríkjandi í
þessu frumvarpi, sú, að feta sig áfram stig
af stigi, taka það sem fengist, í von um að
fá meira síðar. Honum þótti full ástæða fyrir
þingið, að hugleiða þessi veðrabrigði, og var
hlynntur milliþinganefnd, er annaðhvort væri
skipuð íslendingum einum, eða Dönum og
íslendingum.
Deildin og landshofðingi.
Flestir ræðumennirnir ljetu í ljós þakklæti
til landshöfðingja fyrir tillögur hans til stjórn-
arinnar, töldu það mjög þyðingarmikið, hve
afdráttarlaust hann hefði haldið því fram við
stjórnina, að það væri ekki stjórnarskránni
samkvæmt, að bera sjermál vor upp í ríkisráði
Dana.
Dr. Valtyr Guðmundsson Ijet þó í ljós undr-
an sína út af aðferð landshöfðingja að tvennu
leyti. Hann hefði fremur lítið gert til að
koma stjórninni í skilning um málið og fá
hana í samvinnu við þingið, að eins sent henni
stutt brjef, þar sem búast hefði mátt við, að
hann fyndi hana að máli á undan þingi. Og
svo þótti honum landshöfðingi veita frum-
varpinu slælegt fylgi á þinginu. 1 stað þess
að reyna að koma á samvinnu, hefði hann
látið sjer það eitt nægja, að lesa deildinni
yfirlýsing stjórnarinnar, og það hefði hann
gert á þann hátt, að það hefði fremur orðið
málinu til ógreiða en hitt.
Landshöfðingi benti á, að þetta væri þing-
mannsfrumvarp, en ekki stjórnarfrumvarp;
hann hefði ekkert umboð haft frá stjórninni
til þess að mæla með því, og frá eigin brjósti
gæti hann það ekki. Fyrir sjer væri aðal-
atriðið í stjórnarbótarkröfunum, að ráðgjafi
íslands sæti ekki í ríkisráðinu, því að annars
væri hann svo settur, að hann gæti ekki gert
fullt gagn. Þegar þau frumvörp væru á ferð-
inni, sem væru í algerðu ósamræmi við danska
löggjöf, eins og t. d. frv. um kjörgengi kvenna,
þá lcynni ríkisráðið að setja þvert nei fyrir,
enda þótt íslandsráðgjafinn væri málunum
hlynntur. ■ Það eigi ilia við, að danskir ráð-
gjafar greiði atkvæði um íslenzk mál, og eins,
að íslenzkur ráðgjafi taki þátt í atkvæðagreiðslu
um dönsk mál. íslenzki ráðgjafinn geti þá
átt von á málssókn frá tveim hliðum, fólks-
þingi og alþingi, frá fólksþinginu, ef hann
lætur að vilja alþingis, og frá alþingi, ef hann
lætur að vilja fólksþingsins. Hann verði þá
og að sleppa völdunum, hve nær sem danska
ráðaneytið fari frá, þó að hann auðvitað geti
komizt inn í nýtt ráðaneyti.
Dr. V. G. hjelt fast við það, að það væri
landshöfðingjans verk og skylda, að leitast
við að semja við þingið í anda stjórnarinnar.
Og það væri vitanlega hennar vilji, að þær
breytingar kæmust á, sem fram á væri farið
í frumvarpinu. — Kannaðist við, að þeir agn-
úar væru á, sem landsh. hefði tekið fram.
En taldi þá jafnframt fremur í orði en á borði.
Sjaldan mundi til þess koma, að dönsku ráð-
herrarnir yrðu ófáanlegir til þess að ganga
að vilja alþingis og íslenzka ráðherrans, og
eins þyrfti naumast að gera ráð fyrir lógsókn-
um frá alþingi á aðra hlið og fólltsþinginu á
hina hliðina. En kæmi slíkt fyrir, mundu
Danir sjálfir fara að finna til agnúanna, og
þá væri vonin að meiri, að losna við ríkis-
ráðið.
Deildin og dr. Valtýr Guðmundsson.
Mörg ónotayrði fjellu í garð dr. Yaltýs G.
Andstæðingar frumvarpsins töldu hann ekki
hafa haft nokkurt umboð til þess að fara að
»makka« við stjórnina. Hann kvaðst ekkert
umboð þurfa til þess að bera frumvarp upp
á þinginu; það væri ekkert nýtt að þingmenn
gerðu það. Og hann þyrfti ekki heldur leyfi
nokkurs manns til þess að grennslast eptir,
hvernig stjórnin mundi taka í það frumvarp.
Menn töluðu eins og börn, þar sem þeir ljet-
ust ekki vita, að slíkt viðgengist í öilum
löndum. Eins og enginn mætti eiga tal við
stjórn landsins, nema hann hefði landshöfð-
ingja fyrir milligöngumann, landshöfðingja,
sem ekki færi einu sinni á stjórnarinnar
fund!
Jón Jensson tók eindregið í strenginn með
honum í hinni einkar-skýru og skarpt hugs-
uðu ræðu sinni. Hann skildi ekki, hvað væri
vltavert við það, að þingmaður gerði sjer far
um að fá stjórnina til að gera eitthvað í mál-
inu, segja, að hverju bún gæti gengið. Að
því hefði þingið einmitt verið að vinna, að fá
eitthvað annað en blákalt nei hjá stjórninni.
Nú væri það fengið fyrir tilstilli þessa þing-
manns, og svo væri það vanþakkað og talið
ótilhlýðilegur slettirekuskapur! Það sje þvert
á móti mikilla þakka vert. Annars sje það
svo sem engin ný bóla, að menn leitist við
að »hræra í« stjórn vorri, og ekki hafi dönsku
kaupmennirnir látið þess ófreistað. Okunnug-
leikans vegna »liggi hún fyrir hunda og
manna fótum«.
Drukknan. »Laugardaginn 19. f. m. reri
Tómas hóndi Eyjólfsson í Gerðakoti á Miðnesi
á fari, sem hann í vor var opt vanur að róa ein-
samall. Þegar hann var nýróinn, hvessti mjög
af norðri, svo að allir þeir, er þann dag reru,
sigldu undir eins til lands; fundu þeir þá bát
þann, sem Tómas var á, á hvolfi við stjóra og
ekkert í honum, nema 1 sprit.
»Tómas sálugi var mesti dugnaðarmaður til lands
og sjávar, gestrisinn, hjálpsamur, tryggur og vin-
fastur. Hann lætur eptir sig konu og 1 harn.
Hans er sárt saknað, ekki einungis af vinum og
vandamönnum og sveitarfjelagi því, sem hann hjó
í, heldur einnig af þeim ótal mörgu mönnum út í
frá, sem hann hafði glatt og rjett hjálparhönd*.
Synodus.
Hjer kemur Joks framhald skýrslunnar frá
synodus, er haldin var 29. f. mán. (Sjá ísa-
fold 30. f. mán.).
Fundur var aptur settur kl. 6, og hófst
með því, að lektor síra pórh. Bjarnarson
flutti
fyrirlestur um Melankton.
Biskup þakkaði ræðumanni fyrir fundarins
hönd og taldi hollt að setja sjer fyrir sjónir
slik stórmenni andans sem forgöngumenn sið-
bótarinnar.
Innheimta á tekjum presta.
Því næst fór fram atkvæðagreiðsla um inn-
heimtuna á tekjum presta, og var samþykkt
með 16 atkv. gegn 8, að æskilegt væri að fela
hana sýslumönnum. Svo var samþykkt með
18.samhl. atkvæðum, að innheimtulaunin skyldu
helzt ekki fara fram úr 2°/0 og ekki verða
hærri en 4%. Biskup benti á, að bezt mundi
að fela málið þeim fundarmönnum, sem sæti
ættu í neðri deild þingsins, til þess að flytja
það á alþingi. En síra Þórhallur Bjarnarson,
síra Sigurður Gunnarson og síra Jón Jónsson
færðust allir undan, tjáðu sig málinu fráhverfa,
og var þá biskupi falið það.
Eptir áskorun nokkurra fundarmanna tók
biskup til umræðu málið um
þjóðkirkju og fríkirkju.
Biskup taldi sjer ljúft að verða við þessari
áskorun, kvaðst mundi hafa gert það ótil-
kvaddur. Töluvert hefði þegar verið um það
rætt og ritað hjer á landi, og þá sjálfsagt líka
mikið um það hugsað. Samt væri sjer ekki
grunlaust um, að ýmsum mundi óljóst, hvern-
ig það mál horfi við, þegar til framkvæmd-
anna komi. Æskilegt sje, að þeir sem hlynnt-
ir sjeu breytingunni, geri sjer grein fyrir,
hvernig þeir hugsi sjer hana, svo hún geti
orðið að því súrdeigi í kirkjunni, sem menn
geri sjer von um að hún verði, og hvernig
umskiptunum verði komið í framkvæmd.
Síra Jóh. L. L. Jóhannsson. Þetta mál
hefði átt að vera fyrr á dagskrá; þá hefðu um-
ræðurnar um tekjur presta orðið óþarfar. Að-
alkosturinn við fríkirkjuna sje sá, að í henni
vinni ekki presturinn einn, heldur margir, að
málefni kirkjunnar. Á nýafstöðnum þingmála-
fundi Dalamanna hafi málið verið rætt
af áhuga, og samþykkt með 32 atkv. gegn 1,
að skora á þingið að setja milliþinganefnd til
þess að hugleiða, hvernig breytingunni yrði
bezt komið á. Breytingin verður knúð fram
af einhverjum, annaðhvort vinum kirkjunnar
eða óvinum hennar. Hún ætti að verða borin
fram af vinum kirkjunnar, áður en hreifingin
er vaxin þeim yfir höfuð. — Að því er fjár-
rnálin snerti, hafi ritst. Kirkjublaðsins komið
með áskveðna tillögu, sem ræðum. felldi sig
vel við. En öllum kristnum trúarflokkum
vildi hann veita hlutdeild í eignum kirkjunn-
ar eptir hlutfalli við magn þeirra. En jafn-
vel þótt ekkert fje fengist með fríkirkjunni,
væri samt hagur að henui, því að með henni
ykist mönnum trú á guð og sjálfan sig. Kirkja
Vestur-íslendinga væri þess ljós vottur, því
að þeir hefðu fengið næstum því ótrúlegum
hlutum til leiðar komið, þrátt fyrir dreifing-