Ísafold - 10.07.1897, Blaðsíða 3
191
una. En ræðum. trúði því ekki, að fariö yrði
fram á að svipta kirkjuna öllum sínum eign-
um, þótt hún losnaði við víkið. Oskar að syn-
odus undirhúi málið.
Síra porkell Bjarnason kvaðst í raun og
veru fremur vera fríkirkjumaður en þjóðkirkj-
umaður. En þrátt fyrir kosti fríkirkjunnar
sjeu annmarkar á henni, og langir tímar munu
líða áður en hún komist á lijer á landi, ef
það verði þá nokkurn tíma. I fríkirkjunni
verði ekki aðrir til lengdar en þeir sem áhuga,
hafi á kirkjumálum. En svo sje þess að gæta,
hve fáir þeir kunni að verða. Jafnvel í Arrie-
ríku, þar sem ef til vill kveði meira að kirkj-
unni en nokkurs staðar annars staðar, muni
ekki meira en l/3 af þjóðinní teljast til neinn-
ar kirkju. Það sje auðlegð Ameríkumanna að
þakka, að kirkjan geti samt sem áður staðið
með blóma. En ef hjer myndaöist fríkirkja,
. mundi fyrst um sinn allt fara í mola, og vafa-
samt, hvort nokkur kirkjulegur fjelagsskapur
gæti staðizt. Það væri meiri þörf á nýjum
lifandi anda inn í kirkjuna en breytingum á
búningi hennar. KvaSst hafa örugga trú á
því, að þegar vantrúin væri komin hjer á hátt
stig, mundi drottinn vekja sjer talsmenn. Yita-
skuld væri það ófrjálslegt, að þeir sem ekki
vildu borga til kirkju, væru neyddir tíl þess,
og einkum þess vegna bæri hann hlýjan hug
til fríkirkjunnar. En ekki væri sjálfsagt, að
trúin yrði heitari í fríkirkjunni; húu gæti vak-
izt að anda drottins, hvernig sem hinu ytra
fyrirkomulagi væri varið.
Lektor síra pórh. Bjarnarson. Málið liefði
þurft röksamlegan fyrirlestur til grundvallar
fyrir umræðunum, en gott samt, að það hefði
komizt á dagskrá synodusar. Ekki væri hyggi-
legt að knýja það langt áfram fyrr en ákveðn-
ir flokkar því viövíkjandi hefðu myndazt og-
enda meiri hluti með því innan prestastjettar-
innar, því að enn væru fáir kirkjulegir áhuga-
menn sjáanlegir utan hennar. Mörg lagaá-
kvæði vor væru illa samrýmanleg við þjóð-
kirkjufyrirkomulagið. Leikmenn hefðu fengið
mikið vald í kirkjunni, án nokkurrar trygg-
ingar fyrir því, hvernig þeir notuðu það. Til
dæmis að taka mundi þaS ekki dæmalaust, að
menn, sem væru kirkjunni opinberlega mót-
snúnir, hefðu orðið safnaSarfulltrúar. Hug-
mynd trúarbragðafrelsisins yrði aldrei fullnægt
með þjóðkirkju. En um hitt væri þó meira
vert, að löggjöf vor hefði gert fríkirkjumálið
óhjákvæmilegt, og að vjer gætum ekki notazt
við þingiö sem kirkjulegt löggjafarvald. I
mörgum öðrum löndum væri fríkirkjan vænt-
anleg áður en langir tímar liðu. Eu hitt væri
dæmalaust, að fríkirkjan hefði viljað komast
aptur inn undir ríkisvaldið. Athugavert væri
það, sem síra Þorkell hefði sagt um fæð kirkju-
manna í Ameríku, en ræðum. var hræddur
um, að eitthvað misminni æti sjer stað því við-
víkjandi, þótt hann væri ekki undir það bú-
inn að leiðrjetta það. Varla muni unnt að
taka neina ályktun í málinu nú; áSur þurfi
það að ræðast þrisvar, fjórum sinnum á syn-
odus, og loks á synodus þar sem komnir sjeu
prestar frá öllu landinu. Vjer fríkirkjumenn
ættum að leitast við að glæða synodus svo, að
hún væri fær um að ræða þetta mikla vanda-
toál að gagni. — Enn sje of snemmt að ræða
um fyrirkomulag hinnar væntanlegu fríkirkju;
uð verði rætt og útkljáð á skipulagsþingi hennar.
Ekki sje heldur hyggilegt, að leggja málið fyr-
lr þingið fyrr en það hafi veriö rætt vandlega
a kirkjulegri samkomu. Aðalatriðið sje þetta,
1‘vort breytingin mundi verða kristindónmum
eflingar. Ræðum. var ekki mjög hræddur
við fjárhagshliðina, en taldi hitt viösjárveröara,
hve trúaráhuginn siálfur væri lítill í landinu.
Síra Jón próf. Jónsson óskar að sem stytzt
verði þess aS bíða, að fríkirkjumálið komist í
framkvæmd, því að hún sje helzta meöaliö til
viðreisnar trúarlífinu hjer á landi. Og ávallt
þurfi menu á hinum ytri meðulum að halda.
Vitaskuld sendi guð opt mikla anda, en þeir
knýist fram af trúarþörfinni, sem fyrir sje, og
trúarþörfin sofi opt í ríkiskirkjunni, meðan
menn kasti áhyggju sinni upp á ríkiö. Vakn-
ingin í Danmörk væri mest í því fólgin, að
gera menn hrædda, og sú stefna væri í meira
lagi óheppileg. - Ræðum. hafði veriS því mótfall-
inn, að sýslumenn færu að innheimta tekjur
presta; það væri að leggja nýja bót á gam-
alt fat. Allt af hefði vakað fyrir þingitiu, að
kirkjan ætti að sjá fyrir sjer sjálf, en nú væru
prestar að komast á landsjóðinn meira og meira.
— Menn mundu verða litlu nær, þótt rnálið
yrði opt rætt á víð og dreif á synodus. En
úrræði Dalamanna væri álitlegt, eða þá að
þingið tæki málið beint aS sjer.
Docent síra Jón Helgason. Mjer hefur allt
af fundizt eitt höfuðatriði vanta í fríkirkjuum-
ræðurnar — þetta, hver er grundvöllurinn?
Höfum vjer þann grundvöll hjer á landi —
sannan evangeliskan kristindóm? Tilgangur-
inn með breytinguna er vitanlega sá, að efla
kristindóminn. En ræðum. skilur ekki, hvern-
ig menn geti haldið henni fram nú, þar sem
allir sjeu samdóma um, að trúarlífið hjer sje
í hinni mestu niðurlæging sem verða má. Tel-
ur þessa tilbreytni lítils verða, ef húu bygg-
ist ekki á sönnum kristindómi. Skilur ekki,
að doðinn og svefninn muni breytast mikið
við það, að búningur kirkjunnar verði annar.
Svefnpurkurnar í ríkiskirkjunni mundu líka
dotta í fríkirkju. Hitt muni vænlegra, að
reyna að notast sem bezt við það fyrirkomu-
lag, sem vjer nú höfum. Því að því fari fjarri,
að menn hafi enn lagt fram alla sína krapta.
Ræðum. mótmælti ummælum síra Jóns Jóns-
sonar um kirkjulega ástandið á Norðurlöndum,
það væri andleysi að festa augun á öfgum
innri-missíónarinnar í Danmörk, en gæta þess
ekki, að þar í landi væri starfandi kristindóm-
ur. I Kaupmannaliöfn, til dæmis að taka,
hefðii menn gefiS stórfje til kirknabygginga,
þegar neitað hefði verið um framlög til þeirra
af opinberu fje. Þar yrði mönnum ekki fyrst
fyrir að reyna að hlaupa vit úr þjóðkirkjunni,
þó að eitthvaS þætti að, heldur að finna nýj-
ar leiðir innan hennar. Hjer á landi lentu
kirkjulegu umræðurnar mest í því, að komast
út úr þjóðkirkjunni, eins og allt annað væri
fullreynt. Andinn í landinu þarf að breytast
- - það er sannur kristindómur, sem vantar.
ÞaS sjest meðal annars á því, að menn ganga
fram hjá altarissakramentinu. (Síra Olafur
Olafsson: Ekki alsstaöar). Það eru til prent-
aðar skýrslur, sem sýna hvernig ástandið er í
því efni, og kristindómurinn er hvergi talinn
í góðu horfi, þar sem menn ganga fram hjá
altarissakramentinu. ÞaS er of fljótt, að sprengja
böndin, betra að hleypa nýju lífi í gömlu
formurnar. Til þess þarf anda Jesú Krists,
og hann getur eins vaknað í þjóðkirkju eins
og í fríkirkju. Leggur til aS máliö fái að sofa
í friði nokkur ár enn, en að þau meðul sjeu
notuð, sem nú sjeu fyrir hendi til glæðingar
kristindómnum. Trúir því ekki, að steinarnir
unni í aðra. (Niðurl.).
Alþingi.
Ný frumvörp.
Jón A. Hjaltalín flytur frv. um að koma á
gagnfræðakennslu við lærða skólaun í lieykja-
vík og auka kennsluna við gagnfræðaskólann
á Möðruvöllum. Það er að nokkru leyti sam-
hljóða frv. stjórnarinnar 1895. Bæta einum
bekk neðan við lærða skólann, svo að þeir
verði 7, kenna gagnfræði í 3 hinum neðri, en
liafa lærða kennslu í liinum 4. Svo skal og
bæta einum bekk við Mööruvallaskólann, og
haga svo til, að kennslan í þeim skóla sam-
svari að öllu leyti kennslunni í 3 neðri bekkj-
* um lærða skólans. Bæta 2 kennurum við
lærða skólann, með 3200 kr. launum (yfirkenn.)
og 2400 kr., en 1 við Möðru vallaskóla með
2000 kr. Afnema heimavistir í lærða skólan-
um, en veita í þess stað húsaleigustyrk 40
fátækum piltum og efnilegum, 50 kr. hverj
um. Veita 700 kr. til að útbúa nýjar kennslu-
stofur og til áhaldakaupa.
Eptiriaunafrumv., samhljóða því frá síðasta
þingi, flytja þeir Sig. Stofánsson og Jón Jóns-
son N.-Múl.
Þá flytur Skúli Thoroddsen frv. um rjett
kaupmanna til að verzla með áfengi: »Borgara-
brjef, er hjer eptir verða útgefin, veita ekki
rjett til neins konar verzlunar með áfengi«.
Vilji nýir kaupmenn fá áfengisverzlunarleyfi,
verða þeir að fara þá leiS, sem segir í lögum
10. febr. 1888 um veitingamenn, og greiða
fyrir 100 kr. í landssjóð. Leyfið gildir að
eins til 1 árs.
i
Sami þm. flytur frv. um kjörgengi kvenna,
samhljóða þvf, er samþykkt var á síðasta
þingi.
Tvær stórár stinga þm. upp á að lands-
sjóður láti brúa á næsta fjárhagstímabili:
Lagarfljót fyrir allt að 75,000 kr. (Einar J.),
og Jökulsá í Axarfirði fyrir allt. að 50,000 kr.
(B. Sv.). Ennfremur vilja þm. Eyfirð. fá 12,
000 kr. til að brúa Hörgá.
Sig. Stefánsson flytur nýtt horfellisl.frv.: fast-
ar skoðanir hjá bændum á vorum (15. marz til
15. maí) af hreppstjóra og 2 tilkvöddum
mönnum, með 2 kr. þóknun á dag úr sveitar-
sjóði, og að sekt viðlagðri fyrir vanrækslu,
! allt að 20 kr. Hegningarlaganna 299. gr.
(allt að 100 kr. sekt eða einfalt fangelsi allt
að 4 mán.) skal beitt við þá, sem láta fjenað
verða horaðan eða falla úr hor fyrir fóSurleysi,
hirðuleysi eða harðýðgi.
Þrjú kauptún ný vilja menn fá: viS Hall-
geirsey í Landeyjum (þm. Rangv.), við Haga-
nesvík í Fljótum (O. Briem), og á Hjalteyri
við Eyjafjörö (þm. Eyf.). Enn fremur vill
G. V. fá stækkaða verzlunarlóöina á Eskifirði.
Lausafjártiundarlögunum frá 1878 vill Guðj-
ón Guðl. breyta nokkuð: leggja i 1 hndr.: 12
lambsgotur (í stað 15); 10 sauöi, hrúta eða
geldar ær 2 vetra og eldri; 20 gemlinga (í
st. 24); 3 hross 5 vetra og eldri; 6 tryppi
2—4 vetra. Þá hefir hann í frv. skilgreining
á »leigufær kýr«: »ófötluð og á að bera á
tímabilinu frá miðjum október til febrúarloka«.
Með mylkum kvígum telur hann óbornar
kvígur, sem bera eiga á sama tíma, en með
geldneytum síðbærari, 2 vetra og eldri. Með
geldum ám og sauðum skulu þær ær teljast,
sem eigi eru bornar 12. júní, og sömul. þær,
sem missa undan sjer milli hreppskila. Undan
tíund skal skilið eitt tamiö hross fyrir hver
3 hundruö í ábýlum þeirra, sem jaröarábúð
hafa.
Lausamannalögin (2. febr.) vill sami þm