Ísafold - 28.07.1897, Page 2

Ísafold - 28.07.1897, Page 2
210 til þess að hjálpa skynsömum mönnum til að gera út af við þær á næsta þingi — eins og hann hefir nvi sjálfur steindrepið grfluna sfna frá síðasta þingi. Hrakförin. Jafn-skopleg hrakför, eins og Bened. Sveins- son varð fyrir í neðri deild á laugardaginn var, er með öllu dæmalaus í þingsögu vorri. Stjórnarskrármálið var þar til framhalds 1. umræðu. Klemens Jónsson var framsögum. meiri hluta nefndatinnar, og talaði stillilega. Hann sfndi fram á, að 3 vegir liefðu verið fyr- ir nefndina, eptir að hún hefði verið komin að þeirri niðurstöðu, að hún gæti ekki aðhyllzt frv. dr. Yaltys Guðmundssonar. Einn hefði verið sá, að taka upp landstjórafrumvarpið gamla, sem nefndin hefði ekki sjeð sjer fært. Sá annar, að leggja alveg árar í bát, sem ekki hefði þótt tiltækilegt. Þriðji vegurinn hefði J verið miðlunarvegur, sem gæti dregið til sam- j komulags við stjórnina; með því að stjórnin j hefði nvi kornið lengra til móts við oss en nokkru siuni áður, þá hefði nefndin aðhyllzt ! þann veg, og iagt tillögur landsh. við stjórn- l ina tii grundvallar. Aðalatriðið væri að fá ráð- j gjafa vorn út úr ríkisráðinu, og einmitt af því, að stjóruin hefði haldið svo fast í setu hans þar, hefði þótt sjerstök þörf að setja isn x frv. það ákvæði, að hann skyldi ekki þar vera. Enda enginn annar vegur til að útkljá þá deilu, því að ekki muadi vænlegt að höfða i mál gegn ráðgjafanum út af því atriði. Engir aðrir vildu ræða málið. Að eins gat dr. Yaltyr Guðmundsson þess, að samkvæmt yfirlvsing sinni í nefndarálitinu tæki hann frv. sitt aptur. Nú átti að fara að ganga til atkvæða um það, hvort frv. nefndarinnar skyldi ganga til 2. umr. Þá varð atburður, sem öllum mun koma mjög á óvart. Benedikt Sveiasson stóð upp og kvaðst, samkvæmt þeim rjetti, sem þingsköpin heim- iluðu sjer, taka upp frv. V. G., gera það að sínu frumvarpi. Hlátur nokkur varð nú í deildinni og ókyrr- leiki. Það leyndi sjer ekki, að þingmönnum þótti nokkuð kynlegt atferli þiugmanns Norð- urþingeyinga. En auðvitað áttuðu þeir sig bráðlega á því, að þetta var gert í því skini einu, að geta hælzt um á eptir yfir því, að frv. V. G. hefði verið fellt. Forseti beið við ofurlitla stund, en enginn tók til máls. Þá sagði hann að gengið yrði til atkvæða um þetta frv., sem Ben. Sveinsson nú var orðinn flutningsmaður að. Ymprað var á, að fresta atkvæðagreiðslunni, með því að málið horfði nú við á nokkuð annan veg en áður. En forseta þótti sú ósk koma of seint. Jafnframt gat hann þess, að komið hefði fram beiðni frá nokkrum þingmönnum um, að nafna- kall skyldi við haft. Ben. Sveinsson var þá fyrstur spurður, hvort hann greiddi atkvæði með því, að frumvarpið, hans eigið frumvarp, gengi til 2. umræðu. * Hann sagði »nei«, og svo neitaði hver af öðr- um, þangað til komið var að Guðl. Guðmunds- syni. Hann kvaðst ekki greiða atkvæði. For- seti spurði um ástæður. Þingmaðurinn tilfærði þær ástæður, að ept- ir að hann hefði heyrt flutningsmanninn greiða atkvæði móti sínu eigin frumvarpi, væri það augljóst, að hann væri að gera gabb að þing- inu, og kvaðst telja það ósamboðið virðingu sinni sem þingmanns, að láta hafa atkvæði sitt á svo ósæmilegan hátt að skotspæni. Forseti spurði þá, hvort deildin tæki þess- ar ástæður gildar. pað var samþykkt með ölluvi þorra atkv. Meðal þeirra, sem samþykktu að taka þœr gildar, var Ben. Sveinsson sjálfur! Nú fóru hver eptir annan, 9 samtals, að svara: »Greiði ekki atkvæði«, og allir tilfærðu þeir sömu ástæður sem þingmaður Vestur-Skapt- fellinga, að tveimur undantekuum, Jóni Jóns- syni þm. Eyfirðinga, og Tr. Gunnarssyni. Þeir kváðust hafa verið ginntir til að skrifa undir nafnakallsbeiðnina — hófðu vitanlega óskað nafnakalls, ef V. G. tæki ekki frumvarp sitt aptur, en ekki dottið í hug, að frumvarpið yrði flutt af mótstöðumanni þess, til þess að hafa þingið að gabbi. Astæður þeirra voru líka teknar gildar. Hinir 6, sem neituðu að greiða atkvæði, af sömu ástæðu sem Guðl. Guðm., voru Jens Pálsson, Jón Jensson, Jón Jónsson próf., Jón Þórarinsson, Valt. Guðm. og Þórður Thoroddsen. Tveir voru fjarverandi og hinir 12 sögðu »nei«. En ymsir þeirra, sem fyrst greiddu atkvæði, gátu þess á eptir fundi, að hefði þeim hugkvæmzt ástæður Guðl. Guðm., þá irefðu þeir neitað að greiða atkvæði. Hvernig Ben, Sveinssyni var innanbrjósts, látum vjer auðvitað með öllu ósagt, en víst er um það, að mikið var brosað að þingmanni Norður-Þingeyinga, meðan á fundinum stóð, og þessa daga, sem srðan eru liðnir, hefir mönn- um hætt við að fara að verða kymileitir, hve- nær sem á hann hefir verið minnzt. Hrak- förin þykir svo kátleg — að ætla að fara að skeyta skapi sínu á þennair hátt, sem með öllu er dæmalaus, á frumvarpi, sem samþing- ismaður hans hefrr tekið aptur t' samkomulags og samvinnu skini, og lrafa það svo upp úr krafsinu, að ekki að eins þingdeildin — heldur og hann sjálfur samþykkir, að hann sje að gabba hana og hafa atkvæði hennar á ósæmi- legan hátt að skotspæni! Og ekki nóg með þetta. Með allri þessari óvenjulegrr, ofstækisfullu viðleitni og þrátt fyr- ir það, að hann verður að sætta sig við þessa samþykkt deildarinnar, jafn-neyðarlega óvirðu- leg og húrr var r' hans garð, fær hann ekki einu sinni þvr' áorkað, sem um var teflt: að fá frumvarpið fellt frá 2. umr. Stjórnarskráin kveður svo á (í 36. gr.), að livorug þingdeild- in megi gera ályktutr um neitt, nema að , minnsta kosti tveir þriðjungar þingmanna sjeu á fundi og greiði þar atkvœði. En eins og áður er sagt, neituðu 9 að greiða atkvæði, en hinir að eins 12, sem þátt tóku í athvæða- greiðslunni. Frumvarpið er þá jafn-ófellt ept- ir sem áður, og hrakförin auðvitað að lrlægi- legri. Menn eru yfir höfuð faruir að henda gaman að honum á þingi, karlskepnunni — lráðslegt gaman; það leynir sjer ekki. .Tafnvel þeir 2 —3 átrúnaðarvinir og nokkurn veginn dyggir fylgifiskar, er hann á enn á þingi að saman- lögðu r báðum deildum, mundu hafa viljað mikið til vinna, að hann hefði hlrft sjálfum sjer og þeim við þessari sr'ðustu skyssu, er meðal annars rifjar upp fyrir mönnum »for- setahneykslið« frá síðasta þingi sællar minn- ingar. Bókmenntafjelagiö. Aðalfundur í Rvíkurdeild 8. þ. m. Forseti (Dr. B. M. Olsen) gat þess, að vegna efnaskorts væri ekki von á frá þessari deild fjelagsins nenia hin- um venjulegu ársritum þetta ár, Tímariti og Skirni. Hann lýsti yfir þeirri ósk og von, að deildin fengi að njóta áfram sama styrks af almannafje. Þá skýrði hann frá bókaútgáfum Hafnardeildarinnar þ. á. — Eptir tillögum þeirrar deildar var borið undir fundinn, hvort leita skyldi atkvæða meðal allra fjelagsmanna um afnám eða framhald á frjett- um i Skírni. Kom það fram í talsverðum umræð- um um það mál, að allir vildu láta halda áfram innlendum frjettum, en skiptar skoðanir um hinar útlendu. Með 16:7 atkv. var samþykkt, að bera spurninguna um útl. frjettir undir fjelagsmenn, en fellt með 16:3, að hún næði til hinna innlendu. Stjórninni falið í einu hlj., að útvega menn til að rita frjettir í Skírni næsta ár, bæði útlendar og innlendar. Stjórn endurkosin (forseti i einu hlj.), og i Tima- ritsnefnd með forseta kosnir Einar Hjörleifsson, Kristján Jónsson, Steingr. Thorsteinsson og Jó- hannes Sigfússon. Frá alþingi. Fjárlaganefndarálitið. Nefndin í neðri deild byrjar á því, að áætla tekjur landssjóðs á næsta fjárhagstímabili 42,000 kr. hærri en stjórnin gerir í frumvarpi sínu. Hún gerir að vísu lausafjárskattinn nokkuð lægri, en alla tolla hærri, og sörnuh tekjur af póstferðum og óvissar tekjur. Styrk til búnaðarfjelaga vill nefndin hækka upp í 18,000 kr., og veita síðara árið 4000 kr. til hins fyrirhugaða allsherjar-búnaðarfjelags landsins. Þá vill hún veita eyfirzka ábyrgð- arfjelaginu 5000 kr. styrk, og útgerðarmanna- fjelaginu við Faxaflóa helming kostnaðar til1 þilskipakvíar á þurru (Bessastaðatjörn), allt að 10,000 kr. Til vörðuvita á Gerðatanga 250 kr. Til utanfarar lækna til fullkomnun- ar í mennt sinni 600 kr. hvert árið (áskorun frá læknafundinum í fyrra). Til endurbygg- ingar sjúkrahússins á Akureyri 5000 kr., og til sjúkrahúss á Seyðisfirði 1600 kr. Vegabótafjenu, 157,000 kr. um fjárhagstíma- bilið eptir uppástungu stjórnarinnar, vill nefndin skipta nokkuð öðru vísi en hún gerir, ætla til flutningabrauta að eins 75,000 (í stað 100,000), en hækka þjóðvegafjeð upp í 75,000 (í stað 50,000) og sömul. dálítið það, sem er ætlað til fjallvega, 10,000 alls. Svo á að láta Strandamenn fá 6000 kr. fyrra árið til vega- bóta þar í sýslu gegn helmingstillagi í móti frá syslubúum sjálfum, og Snæfellinga 3000 með sömu kjörum. Til aðgerða og breytinga við latínuskólann vill nefndin veita 7,500 kr. eða að eins rúm- um 1800 kr. minna en fram á var farið

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.