Ísafold - 07.08.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.08.1897, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.iyiku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l1/* doll.; borgistfyrir mið.jan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD o Uppsögn (skritíeg) bundin við árarnót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Atgreiðslustota blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIV. árg. Reykjavík, laugardaginn 7• ágúst 1897- 50. blað. i Vaðmálið. Hverjum yrði þaS móti skapi, ef til sam- komulags drægi milli stjórnar og þings í stjórnarskrármálinu? Þjóðin í heild sinni getur ekki verið því mótfallin. Það er blátt áfram óhugsandi, að henni geti verið neinn bagi að því, að fá sjer- stakan ráðgjafa, Islending, sem mæti á al- þingi og hafi ábyrgð allrar stjórnarathafnar- innar, í staðinn fyrir danskan ráðgjafa, sem hefir mál vor í hjáverkum, aldrei kemur á þing og hefir enga ábyrgð á neinu nema stjórnarskrárbrotum. Það tekst aldrei að telja þjóðinni trú um, að slíkt geti verið henni í óhag. Þó að vonlaust væri um frekari umbætur á stjórnarhögum vorum á ókomnum tímurn en þær, sem stjórnin nú býður, þá væri tilboð hennar langt skref fram á leið. En svo bæt- ist það ofan á, að sú breyting, sem oss er boðin, er ekki að eins líklegasti, heldur og eini líklegi vegurinn, sem enn hefir verið bent á, til þess að fá öllum þeim stjórnarbótar- kröfum framgengt, sem vjer girnumst. Það er enginn hætta á, að þjóðin sjái ekki þetta. Það er óhugsandi, að hún verði mót- fallin því samkomulagi við stjórnina, sem nú er á boðstólum. Hverjir verða þá mótfallnir því? Svarið liggur beint við. Það verða þeir einir, sem ekki vilja neina breyting á stjórn- arlögum þjóðar vorrar. Áuðvitað kannast þeir ekki við það, að það sje þetta, sem á stendur. Meira og minna kröptuglega staðhæfa þeir, að stjórnarbót þurf- um vjer endilega að fá. Einkurn eru þeir gallharðir á því, þegar þeir eru að hafna þeirri stjórnarbót, sem fáanleg er. Þeir bera fyrir sig allt aðrar ástæður en þá, sem fyrir þeim vakir í raun og veru. Þeir leggja að sjálfsögðu aðaláherzluna á það, að það sje svo lítið, sem oss er boðið — án þess að benda með einu orði á það, hvernig þeir hugsi sjer að útvega þá meira. Þeir kunna líka að hafa það til, að stinga því að kunn- ingjum sínum, að þeim líki ekki vel maður- inn, sem öðrum fremur hefir komið stjórninni til að sinna að nokkru kröfum vorum, og þess vegna vilja þeir ekkert við tilboð henn- ar eiga. Stakur barnaskapur væri það í meira lagi, að láta blekkjast af slíkum yfirvarpsástæðum ■— að hafa ekki þá skarpskyggni til að bera, að sjá, að það sem í raun og veru ræður und- irtektum slíkra manna, er þetta: að þeir vilja enga stjórnarskrárbreytingu. Til þess geta aptur verið ýmsar ástæður. Að þessu sinni skal að eins minnzt á eina. Aldrei hefir það komið ljósara og bctur fram en nú, að sumum af þeim mönnum, sem við þjóðmál vor fást, er svo farið, að engin pólitisk hugsjón getur hjá þeim þróazt önn- ur en þrasið við stjórnina. I þörfum þjóðar vorrar, að því er snertir menntun, atvinnu- vegi, viðskipti, samgöngur, botna þeir ekkert — að minnsta kosti ekki svo mikið, að slík mál geti einu sinni í þeirra eigin ímyndun forðað þeitn frá köfnun í pólitiska öldugang- inum. I pólitiskum efnutn lifa þeir á þras- inu eingöngu. Ef þrasinu slotar — hvað þá heldur ef því lýkur —, hafa þeir ekkert ept- ir. Þeim fer þá eins og fátæklitignum, sem skorið hefir eina bjargargripinn sinn. Þeir minna óvenjulega skemmtilega á sögu um »brautingjana« á miðöldunum, skólasvein- ana, sem lifðu eingöngu á sníkjum, á verð- gangi. Einu sinni var einum þeirra gefið vaðmál í kufl. Svo var hann sendur af stað til þess að sníkja fyrir saumalaununum. Hann lagði af stað með vaðmálið, sýndi það hverjum manni og grátbændi hann um að gefa sjer svo sem því svaraði, sem hann þyrfti að borga fyrir að láta gera úr þessu flík handa sjer. Brjóstgóðir menn aumkuðust yfir hann, hver af öðrum. En það, sem hann varaðist mest af öllu, var að láta sauma kuflinn úr vaðmálinu. Hann þrammaði með það, þangað til pjatlan var gatslitin, svo sem ekkert var eptir af henni, sníkti allt af fyrir saumalaununum, og átti góða daga. Hvernig' ættu þjóðmálaskúmarnir að sníkja sjer vinsældir og atkvæði, ef einhverjir verða svo áleitnir við þá, að taka kuflefnið, stjórn- arskármálið, út úr höndunum á þeim og fara að sauma úr því flík, viðunanlega stjórnar- skrá? Er ekki öll von á, að þeir vilji heldur halda áfram að ösla með vaðmálið sitt og bera sig aumkunarlega út af því, að þeir skuli ekki geta fengið það saumað? Botitvörpiiveiðamálið þarf að útkljá tafarlaust. Stjórn Breta hefir, samkvæmt umkvörtun- um og bænarskrám, er Islendingar —einkum Faxaflóamenn — hafa sent henni síðastliðið ár, falið Atkinson flotaforingja á hendi að rann- saka það mál og gefið honum umboð til þess að geia bráðabirgðasamhing við stjórn Is- lands. Er svo til ætlað, að sá bráðabirgða- samningur verði grundvöllur fyrir fullnaðar- samningi milli Stórbretalands og Danaveldis eptir á. Sinnum vjer ekki því samningatækifæri, sem nú býðst, meðan ílotaforinginn er hjer staddur, má ganga að því vísu, að stjórn Breta hætti við allar tilraunir til að komast að samningum um málið, lítur auðvitað svo á, sem Islendingar hirði nú ekki um neitt slíkt samkomulag framar. Fari svo, má bú- ast við því, að botnvörpumennirnir taki apt- ur til óspilltra málanna í Faxaflóa. Og öll- um er kunnugt, hvað þá er í húfi — svo mikið hefir verið um það rætt og ritað. Tilboð frá hálfu brezku stjórnarinnar er á þá leið, að botnvörpumenn sleppi tilkalli til fiskiveiða í Faxaflóa innan línu, sem dregin sje frá Ilunípu að Þormóðsskeri, og fái í stað- inn rjett til að veiða í landhelgi milli Dyr- hólaeyjar og Papeyjar. Á þessu svæði stunda íslendingar engar fiskiveiðar að marki, svo að skiptin mundu ekki gera neinurn verulegan baga, en verða til ómetanlegs ávinnings fyrir Faxaflóamenn. Að þessu vill Bretastjórn ganga, og menn verða að hafa það hugfast, að það yrði Is- lendingum miklu meiri hagur en Bretum. Botnvörpumenn hirða alls ekki um skipt- in; þeim er heimilt að stunda veiðar í Faxa- flóa utan landhelgi, og meira þurfa þeir ekki; þeir eiga ekkert erindi inn á hafnir vorar, nema nauður reki til, og um slíkt neitar eng- in siðuð þjóð. Svo að breytingin er einungis oss í hag, en ekki Bretum. Islendingar báðu uni samninga síðastliðið ár. Nú geta þeir feugið þá, og sinni þeir þeim ekki nú, getur þess orðið langt að bíða, að Bretar líti við slíkri málaleitan. Samningstilraunir milli stjórnanna í Lund- únum og Kaupmannahöfn síðastliðið ár ónýtt- ust fyrir það, að' danska stjórnin vildi ekki veita brezkum botnvörpumönnum veiðirjett neinstaðar í landhelgi. Stakt óráð væri það fyrir Islendinga, að halda i þá stefnu, og missa á þann hátt Faxaflóa í hendur útlendingum. En vilji nú alþingi veita dönsku stjórninui heimild til skiptanna, þá ætlar brezka stjórn- in að sækja málið fast við hana. Til þess að komast að fullnaðarsamningum til frambúðar eða fulls gildis um ókominn tíina, þarf að líkindum samþykki alþingis, ríkisþingsins danska og brezku stjórnariunar. En til bráðabirgða getum vjer komizt að þeim kjörum, sem hjer hefir verið á minnzt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.