Ísafold - 07.08.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.08.1897, Blaðsíða 2
222 Þjóðhátíðin. Reykjavlk. Ræða Þórh. Bjarnarsonar; ágrip. Hafið þjer, heiðruðu sambæjarmenn, nokkurn tíma athugað það á samkomum yðar, lu að rnargir í hópnum eru eiginlega Reyk víkingar? Jeg hef við j'ms tækifæri og með ymsum ver- ið að reikna það samna, og sjeð þá allra handa 'firðinga og-nesinga,-strendinga og -dæli, allra sveita menn, því hamingjan forði mjer frá að segja »allra sveita kvikindi«, en optast fáa í hóp fullorðinna manna borna og barnfædda hjer í Reykjavík. En allir erum vjer þó Reyk- víkingar t'yrir það, og viljum ekki heita ann- að, viljum vinna hjer og bera beinin lijer. Oss kemur öllum saman um, að fjallafjarsyn- ið er hvergi fegurra á landinu á björtu sum- arkveldi en hjerna norður yfir flóann, og við vildum ekki skipta á grjótholtunum hjerna við Eyjafjarðar árhólma. Yið erum enda orðnir svo heimavanir hjer, að við sættum oss við útsynninginn, sem nú er að gusa framan í okkur og ætlar kannske að spilla hátíðargleð- inni. Það er ekkert eins há-hundreykvíkst til; eins og útsynningurinn, en jeg skai ekki lasta hann; hann hefir verið eina heilbrigðis- nefndin okkar í hundrað ár, því, eins og þið vitið, hefir bæjarstjórnin alveg nýlega sann- prófað það og samþykkt, að hjer hefir í öll þessi ár engin heilbrigðisnefnd verið til, ekk- ert heilbrigðisráð, nema bara útsynningur- inn. Þetta nær nú auðvitað til flestra höfuðstaða, að þeir byggjast af mönnum úr öllum hjeruð- um landsins; en það er ekki einungis þessi innstraumur frá landinu, heldur er og tölu- verður útstraumur hjeðan til landsins, sem við skulum minnast. Mikill þorri landsins leið- andi manna í öllum þess byggðum hafa um lengri og skemmri tíma dvalið hjer og flutt með sjer meira og minna af Reykjavík út um allt landið. Það er svona, að vera höfuð- staður landsins. Og svo inikils metum við landið okkar, að okkur mun þykja það veg- semd, að vera höfuðstaður þess, og það var einmitt það, sem jeg vildi komast að, því að þá veit jeg, að ykkur kemur öllum til hugar orðtakið, að vandi fylgir vegsemd hverri. Þessi mannstraumur inn og út er að nokkru leyti lífsblóðið í þjóðlíkama vorum. Það er ekki svo mikið ofsagt með því, að Reykjavík ér og hlytur að vera hjartahvolfið. En hvem- ig er svo þessi lífsstraumur, hvernig slær þetta hjarta þjóðarinnar? Ymsum kann að verða á að spyrja fyrst um það: Er hjartalagið ís- lenzktí Það hefir verið sagt margt misjafnt um það. Jeg veit ekki, hvað vel þið eruð heima í »Pilt og Stúlku«; það er sagt um okkur hjerna við sjóinn, að við lesum ekki mikið nema þetta daglega í blöðunum; en flestir munið þið þó kannast við Indriða frá Hóli; en hitt munið þið kannske ekki, að þegar Sigurður kaupi fór að sýna honum dýrð höfuðstaðarins og benti honum á Laug- arnar, þá bætti hann því við, að þar gætu sveitamennirnir þvegið af sjer íslenzkuna, áður en þeir færu niður í Víkina. Þessi var dómurinn þá; en margt hefir skip- azt á annan veg síðan. Nú er slíkt álas fallið niður; jeg hygg einmitt að flestir muni samsinna því, að Reykjavík er nú orðin íslenzkasti og þjóðlegasti kaupstaður landsins. Og votturinn er hjer í dag, þessi afarfjöl- menna þjóðhátíðarsamkoma, þar sem Reykja- vík á undan öðrum hlutum landsins hefir stofnað til þjóðminningardags. Heill og heiður þeim, sem fyrir honum hafa gengizt, þó að jeg vilji ekki með þeim nefna daginn Islend- ingadag, því að það nafn á ekki við hjer, þó að það sje rjett erlendis. Já, það er mikill vandi með þeirri vegsemd, að vera hjartahvolf landsins, sem lífsblóðið streymir um. Slær þetta hjarta nógu ótt, er blóðið nógu heitt, er þessi lífsstraumur hollur og nærandi fyrir þjóð vora? A þessum degi vil jeg ekki ávíta og dæma; en dagurinn í dag á að vekja oss alla, sem Reykjavík byggjum, konur sem karla, unga og gamla, háa og lága, til lifandi tilfinningar fyrir vorri helgu og vandamiklu skyldu, að vera og verða í sann- leika hjarta og höfuð landsins, til blessunar og þrifa, andlegra og líkamlegra. Vjer þurfum einmitt svona dag eins og þenn- an til þess að tala djarft og hugsa hátt. Þeg- ar vjer vorum ungir, þá voru vonirnar svo bjartar, þá var markið svo hátt. En svo rák- um vjer oss á og móðurinn fór af oss, og gott ef vjer ekki á stundum skopumst að hin- um stórhuga æskudraumum sjálfra vor og ann- ara. I dag eigum vjer allir að vera ungir. A slíkum degi ber maður það fram hátt yfir þúsund höfðum, sem maður annars þorir varla að hugsa með sjálfum sjer í einverunni. Mig dreymir stóra og fagra drauma um Víkina mína. Jeg sje í anda holt og mýrar orðin að skrúðgrænum túnum; jeg sje trje og blóm- prýða reitina kriug um húsin, smá og stór; jeg sje steinveggi rísa upp úr sjónum, þar sem vor eigin skip, stór og smá, leggja að og ljúka erindi sínu á jaínmörgum stundum og nú ganga til þess dagar og enda vikur; jeg sje nýja krapta vinnandi og þjónandi nýrri menningu; og jeg sje það, sem mest er í varið, nýtt fólk með nýju lífi, jeg sje uppvaxinn æskulýð, sem tamið hef- ir sjer hreysti og fimleik, þar sem æskufjörið hefir eigi leitað sjer svölunar við staupaglam- ur, heldur við íþróttir, þar sem hver afltaug er æfð, hver sálargáfa hvesst. Jeg sje, að þeim fækkar, er eigi hafa annað af lífinu að segja en svitann og stritið einbert; jeg sje fólk, þar sem æ fleiri og fleiri vinna jafnt með hendi og heila. Setjum markið hátt, og höfum það svo hug- fast hver og einn, að það er alveg undir sjálfum oss komið, hvað langt oss miðar áfram, það er dug- ur og þol, það er vit og hyggindi, það er hug- arfar og breytni hvers einstaks, sem skapar hina nýju, ókomnu Reykjavík. Vjer sjálfir hver um sig og allir til samans níðum hana eða prýðum. Blessunaróskir vorar henni til handa eru ekki annað en drengskaparheit sjálfra vor að duga henni, hver um sig í slnum verka- hring. Eitt getur glatt oss og styrkt: vjer vitum það, að nú er af sú tíðin, að Reykjavík sje olnbogabarn landsins; það mun varla vera sá íslendingur, sem eigi kannast fúslega við það, að heill og sómi Reykjavíkur er heill og sómi alls landsins. Oss er það vegsemd og vandi, að vera höfuðstaður íslands; landið ann oss þeirrar vegsemdar; þau orð bergmála víðar en í brjósturn vor Reykvíkinga, er vjer ósk- um með huga og munni: Blómgist og blessist Reykjavík! Thyra, strandferðaskipið, kom í fyrra dag að morgni norðan um land og vestan og með henni fjöldi farþega. Botnía, póstgnfuskip, kom í gærkveldi frá Khöfn, með 27 farþega, flestallt útl. ferðamenn. Prá einbætti um stundarsakir hefir lands- höfðingi 4. þ. m. vikið fyrrum prófasti sira Bjarna Þórarinssyni, sóknarpresti að Útskálum, sakir grunar um framin svik og fölsun reikninga og kvittana. Brunnarnir. 1 morgun var kært fyrir mjer, að vatnið í bakarapóstinum væri óhreint. I dag hefi jeg svo skoðað vatnið í þeim brunni og öllum öðrum brunnum bæjarins. Gott virðist vatnið vera í þessum vatnsból- um: Prentsmiðjupóstinum og Skálholtskots- lindinni, Brunnhúss, Móhúsa og Nikulásar lindum. Þrjá síðastnefndu brunnana hefir bæjarstjórnin látið gera að nýju í sumar á þann hátt, sem brunnar eru gerðir í öðrum löndum; er miklu betur frá þeim gengið en áður hefir tíðkazt hjer á landi. Varúðarvert er vatnið í Lýðsbæjarlindinni, lindunum við Balckastíg og Bráðræðistíg og í Lækjartorgspóstinum. Skaðvænt er vatnið í brunninum við Skólastræti — skolmórautt og ódaunn af því. Hlíðarhúsabrunnurinn er lík- ari hlandfor en vatnsbóli, og ættu allir, sem gæta vilja heilsu sinnar, að varast vatn þaðan. Bakarapósturinn er einnig óhæfilegt vatnsból — vatnið óhreint. Rv. 6/8 1897. G. Björnsson. Bergmál úr þingastoini. Munnrœpa er mest og verst mein, er drottinn skapti; auðlærðara er annað flest en að halda kj... i s. N iðaróss-áy arpið. Ritstjóri »Þjóðólfs« rangfærir í blaði sínu í gær leiðrjettingu mína í síðasta tölubl. Isa- foldar og spinnur út, þeirri rangfærslu all- langt óviðkomandi mál. Jeg lýsti því yfir í samráði við bæjarfulltrúana, að bœjarstjórn- inni — ekki að eins mjer — væri ókunnugt um, að ritstjórinn hefði átt neinn þátt í því, að ávarpið var sent. Þyki ritstjóranum þetta eigi nógu ljóslega orðað, skal jeg bæta því við til skýringar, að hvorki hefir hann vakið máls á því við bæjarstjórnina að senda ofangreint ávarp og ekki viðurkennir heldur neinn af bæjarfulltrúunum, að hafa flutt eða stutt mál- ið eptir undirlagi eða fyrir tilstilli ritstjór- ans. Reykjavík, 7. ágúst 1897. Halldór Daníelsson. W. Fischers verzlanir í Reykja- vík og Keflavík. [Nl.]. Greinin vill sýnafram á, að W. Fischers verzlun um þau 38 ár, sem hún hefir staðið (þetta er ónákvæmt, þar eð sonurinn Er. Fischer tók við verzluninni fyrir 9 árum), hafi með því að bæta vöruverðið gefið Suðurlandi fleiri hndr. þús. krónur. En það er furða, að höfundurinn skuli ekki jafnframt minnast þess, að etazráð Bryde árið 1894 sendi son sinn til Eyrarbakka og verzl- aði þar á þann hátt um sumarið, að hann gaf 5 aurum meira fyrir pundið af hvítri ull en Lefolii, svo að verðið varð á endanum 10—15 aurum hærra hjer um allt Suðurland en hún var seld í útlöndum. Viðvíkjandi vöruverði fyrir peninga, þá hefur það opt komið fyrir, að menn hafa komið til mín til að spyrja mig um verð á sykri, kaffi o. s. frv., til þess að geta látið núverandi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.