Ísafold - 07.08.1897, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.08.1897, Blaðsíða 4
224 Þriðjudaginn 10. þ. m. kl. 7 f. h. í'er gufubáturinn »REYKJA- VÍK« til Stykkishólms og kem- ur við á Búðum og í Ólafsvík og Grundarfirði í báðum leiðum. Sendingum verður að vera skil- að á afgreiðslustofuna fyrir kl. 6 kveldið áöur. Reykjavík, 7/8 1897. B. Guðmundsson. Unglingar 3 geta ráðið sig í skip til Eng- lands fyrir kaup. Konsúll (í. Finnhogason vísar á. Mysuostur, Seliweitzerostur, Ansjúsur hjá M- Johannessen- VERZLUN W. FISCHER’S nýkomið með »Botnia«- Saumavjelar Þakpappi Steinolíuofnar Heingilampar Eldhúslampar, margar teg. Lampaglös Lampakúplar. Bókhaldari, sem er ágætur skrifari, ósk- ar eptir atvinnu vfð verzlun. Ritstj. vísar á. SMIÐIR, sem vilja taka að sjer að járnklæða húsið nr. 1 við Amtmannsstíg og bæta máttarviði í því, ef fúnir eru, eru beðnir að snúa sjer til und- irskrifaðs eiganda hússins fyrir 20. þ. m. 6/8 1897. G- Björnsson- Afgreiðslustofa póstgufuskipanna í Reykjavík verður fyrst um sinn opin frá kl. 12—2 e. m. hvern virkan dag í norðurenda pósthússins. Við póstskipa-komur og burtför þeirra er afgreiðslutíminn lengri, sem nánar verður ákveðið hvert sinn. pr. M. Finsen H. Ó. Magnússon Undirskrifaður, er verið hefir í embætti sem hjeraðslæknir hjer á landi í 27 ár, hefir setzt að hjer í bænum sem praktíserandi læknir. Mig er að hitta heima aRan daginn hjer um bil. Reykjavík, 5. ágúst 1897. Þorgr. Johnsen. Pósthússtr. 14. j Jörð til sölu. Kunnugt gjörist, að jörðin Hokinsdalur í Auðkúluhreppi í Isafjarðarsyslu, sem er 24 hundruð að fornu rnati, með 4 kúgildum, fæst keypt. 011 hús, sem á jörðunni eru og sem einnig eru með í kaupinu, eru vel upp byggð. — Nyleg baðstofa, 16 álna löng, 5‘/2 ál. breið, búr og eldhús, fjós, 2 heyhlöður, 3 fjárhús; jörðunni fylgja miklar útslægjur, einnig nægi- leg mótaka. Kaupverðið er 2400 krónur. Lysthafendur snúi sjer til eiganda jarðar- innar, Þorleifs Jónssonar í Hokinsdal, eða hr. kaupmanna P. J. Thorsteinssons á Bíldudal, sem hefir umboð til að selja jörðina. Við Lækjartorg (Melstedshús) eru 2 her- bergi til lcigti fyrir einhleypa menn nú þeg- ar. Hjer með er skorað á þá, sem telja til skulda ) dánarbúi Olafs Pálssonar á Bjargi á Akranesi, sem drukknaði 28. apríl þ. á., að bera fram kröfur sínar og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í syslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar aug- 1/singar. Skrifst. Myra- og Borgarfj.st'slu 19. júlí 1897. Sigurðnr Þórðarson. Hjer með er skorað á þa, er telja til skulda í dánarbúi Jóns Ólafssonar á Þaravöllum á Akvanesi, er andaðist 19. maí f. á., að bera fram kröfur sínar og sanna þær fyrir skipta- ráðanda hjer í svslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglys- ingar. Skrifst. Myra- og Borgarfj.sýslu 19. júli 1897. Sigurður I»órðarson. VINDLAVESKI týndist inn við Rauðará 2. ágúst. Finnandi gjöri svo vel að skila því á af- greiðslnstofu tsafoldar gegn fundarlaunum. G0& KYR snemmbær, miðaldra, gallalaus, sem mjólkar enn 4—5 merkur í mál, er til sölu nú þegar eða siðar, ef vill. Kaupandi snúi sjer til ritstj. Isaf., sem gefur frekari upplýsingar. Tapazt hefir svört regnkápa á veginum frá Reykjavík og upp á Kolviðarhól. Finnandi er beðinn að skila henni til Hannesar Gislasonar á Kotferju ge^n sanngjörnum fundarlaunum. Sumiudaginn 8. ágúst kl. 8 f. h. fer gufubáturinn »Reyk.javík« aukaferð til Borg-nrness, og kemur við á Akranesi í báðuni leiðuin. Rvík. 4. ágúst 1897. B. Guðmundsson. 3—4 lierbergi samanhangandi eru til leigu. Ritstj. visar á. SOGIÐ. Aðgöngumiðar til að veiða við þingvalla- vatn og Sogið fyrir Kaldárhöfðalandi í júní, júlí og ág. fást hjá herra G. Halberg, Einari Zoega og Helga Zoega, Reykjavík, Ófeigi Erlendssyni, Kaldúrhöfða, og undirskrifuðum. Borgun er 3 kr. fyrir 1. daginn og svo 1 kr. fyrir hvern dag, sem lengur er veitt. Aðgöngumiðar til veiði veita líka leyfi til að skjóta fugla í Kaldárhöfðalandi. Eyrarbakka i júní 1897. P. Nielsen. Orgelharnioninm frá 125 kr. tilbúin í vorum eigin verksmiðjum. Fengu silfurmedalíu í Málmey 1896. Auk þess höfum vjer harmóníum frá hinum beztu þýzku, ameríslui og sænsku verksmiðjum. Vjer höfum selt harmóníum til margra kirkna á Islandi og prívat-kaupenda. Hljóðfærin má panta hjá kaupmönnum eða hjá oss sjálfum. Petersen & Steenstrup, Kjöbenhavn V. Því optar sem jeg leik á orgelið 1 dómkirkjunni, þess betur likar mjer það. Reykjavík 1894. Jónas Helgason. Reglusamur piltur einhleypur óskar að fa leigt herbergi, helzt í miðjum bænum. Rit- stj. vísar á. »LEIÐARVISIR TIL LÍFSABYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónas- sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Handa 2 skólapiltum er óskað eptir her- bergi frá 1. okt., sem næst skólanum. Menn snúi sjer til amtmanns J. Havsteen. Til kaups Og ábúðar, Í næstkomandi fardögum, er hálf jörðin Skrauthólar á Kjal- arnesi. Aðalkostir jarðarinnar eru: að meiru leyti sljett og mjög grasgefið tún; sljettar og grasgefnar engjar (allt að 400 hesta heyfall). Sje búið að semja um kaupin fyrir septem- bermánaðarlok getur kaupandi fengið unnar jarðabætur á jörðunni í haust með góðum kjörum. Semja má við undirskrifaðan ábúanda jarð- arinnar. Skrauthólum, 2. ágúst 1897. Asm. Si'jurðsson. Oskilahross Þessir hestar hafa komið fyrir að vera í óskilum á Kjalarnesi: 1. Leirljós hestur, 5 vetra, mark: standfj. fr. h., stúfr. v. 2. Móalóttur hestur, 3 vetra, mark: gagnbitað h., eða stig fr., biti apt. h. Rjettir eigendur hestanna verða að gefa sig fram innan 8 daga, og borga allan kostnað. Ella verða þeir seldir við uppboð. Kjalarneshrepp, Móum 31. júlí 1897. p. Bunólfsson. Samkvæmt 17. gr. laga 12. apríl 1878 er hjer með skorað á erfingja Guðríðar Rögn- valdsdóttur á Skarði í Lundarreykjadal, er andaðist í síðastliðnum aprílmánuði, að mæta á skiptafundi, er haldinn verður hjer á skrif- stofunni föstudag 8. október næstk. á hádegi. Skrifst. Mýra- og Borgarfj.sýslu 19. júlí 1897. Sigurður Þórðarson. Með því að bú Gísla Jónssonar á Hrafna- björgum á Hvalfjarðarstrond er eptir beiðni hans tekið til gjaldþrotaskipta, þá er hjer með skorað á skuldheimtumenn lians að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráð- anda hjer í sýslu, áður en 6 mánuðir eru liðn- ir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Mýra- og Borgarfj.sýslu 19. júlí 1897. Sigurður Þórðarson. A 3 opinberum uppboðum, sem haldin verða mánudagana 16. og 30. ágúst og 13. septem- ber uæstk. á hádegi, tvö hin fyrstu hjer á skrifstofunni, en hið síðasta á eigninni, sem selja á, verður lóðarblettur hjá Króki áSkipa- skaga, ásamt timburhúsi, tilheyrandi dánarbúi Olafs Pálssonar á Bjargi, boðinn upp til sölu. Söluskilmálar verða birtir á uppboðunum. Skrifst. Mýra- og Borgarfj.sýslu 19. júlí 1897. Sigurður Þórðarson. Veðurathuganir i Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen júli ágúst Hiti íá Celsius) Loptþ.mælir (njillimet.) Veðurátt. á nótt um hd. í'm. em í'm. em. Ld. 31. +ii + 13 754.4 754.4 S h d S h d Sd. 1. +n + 13 751.8 751.8 Sahd S h d Md. 2. + 10 + 19 756.9 756.9 Sa h d S h d Þd. 3. + 8 + 13 759.5 7' 2.0 A h b 0 b Md. 4. 4” '( + 13 762.0 759.5 0 b 0 b Fd. 5. + 9 + 13 756.9 749.3 0 b N h d Fd. 6. Ld. 7. + 8 + 9 +12 746.8 746.8 746.8 A h d 0 b Sa h d Veðurhægð, en megnasta þerrileysi, varla nokk- ur dagur úrkomulaus. Gekk til norðurs h. 5. með regnskúrum og svo 6. til austurs með mik- illi rigningu. I morgun (7.) rjett logn, all-hjartur, hefir rignt mikið i alla nótt. Meðalhiti i júlí á nóttu + 10.3 á hád. + 13.2. Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson. Meðritstjóri Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.