Ísafold - 07.08.1897, Side 3

Ísafold - 07.08.1897, Side 3
223 verzlunarstjóra Fisohersverzlunar, herra G. Finn- bogason, vita, með hvaða verði jeg vildi selja þessa vöru, þar eð hr. (t. Finnbogason hefði lofað þeim vörunni með sama verði. Herra G. G. gleymir einnig að minnast á, að það var W. Fischer sál., sem um árið, þegar Sveinbjörn Jakobsson verzlaði í svonefndri Liver- pool og bauð 22 r.dali fyrir skpd. af saltfiski nr. 1, fjekk komið þeim sainningi á milli allra kaup- manna hjer, að þeir skyldu aðeins borga 20 rd. fyrir skpd., þar sem þá var ómögulegt að selja fiskinn fyrir hærra verð. Arið eptir varð Svein- björn Jakobsson gjaldþrota, og jeg gæti nefnt nokkra af viðsbiptamönnum Fischers sál., sem urðu þá fyrir miklu fjártjóni af því, að þeir, þeg- ar þeim heppnaðist ekki að neyða Fischer til að bjóða sama verð og Svbj. Jakobsson, verzluðu við Sveinbjörn og áttu til góða hjá honum, þrátt fyr- ir viðvörun Fischers. Væri herra G. Finnbogason spurður um, hvort hann hefði í hyggju að kaupa fisk að öðrum en þeim, sem skulda honum, mundi svar hans að líkindum verða nokkuð óákveðið, og jeg veit, að hann muni naumast nú þegar af ráða, að kaupa mikið af fiski. Að hinar eldri verzlanir ekki vilja láta blaupa með sig í aðrar eins gönur og hjer er um að ræða, einkum þegar þær hafa áður hvekkzt á þeim, ætti heldur að vera þeim til lofs en lasts. Greinin í heild sinni er mjög skemmtilega skrif- uð, og ber vott um allskarpa skáldskapargáfu, er hefir leitt höfundinn til að fara þannig með efn- ið, að lýsing hans gæti fengið þann blæ, sem ætlazt var til að hún hefði. Gamli Waldemar Fischer var duglegasti og liprasti kaupmaður, en það heyrir hvorki undir dugnað nje lipurð að yfirborga íslenzku vörurnar. Hann var á sinum tíma umboðsmaður ýmsra kaupmanna í Hafnarfirði, Keflavik og hjer í Reykjavík, en jeg held að honum mundi ekki hafa þótt rjett, að borga svo hátt íslenzku vörurnar, að aðrir kaupmenn hefðu skaða á að fylgja því verði, sem hann setti. Minning Waldemars Fischers sáluga mun jafn- an ógleymanleg sökum hinnar miklu gúðgjörða- semi hans og örlætis við svo mörg tækifæri og dugnaðar hans sem kaupmanns, en það er engan veginn til að fegra þessa minningu, að setja hana i það samband, sem herra G. G. gjörir í grein sinni. H. Th. A. Thomsen. Ágripsgreinir útlendra frjetta. Rhöfn, 27. júlí 1897. Veðrátta. Hún víðast lengi einkennilegust af rigningum og stórhríðum, en þeim hafa fylgt víða í suðurlöndum árhlaup, sem hafa valdið bæjar-spellum og byggða, og um leiS manntjóni á allmörgum stöðum. Til aðstoðar við þá er tjónin hafa beðið hefir t. d. á Frakk- landi fje verið lagt fram milljónum saman úr ríkissjóði. Frá fnðargerðinni í Miklagarði. Svo er hótunum Rússa helzt fyrir að þakka, að Tyrkir hafa látið af midanbrögðum sínum og vífilengjum, en dregið þegar til muna af kröfum sínum. Sagt, að fallizt sje á 5 grein- ir friðarforspjalla, og af þeim má nefna, að Tyrkir kveðja her sinn hurt úr Þessalíu, en munu fá nokkurn geira af henni, líklega þar sem leiðarskörðin eru, sem mest var í og um barizt. Sagt og, að þeir láti sjer nægja bóta- gjald af Grikkja hálfu á 60 mill. kr. Hvað greinilegar frjettist af samningunum, áður skip- •ð fer, skal um getið í viðaukagrein. Eu hjer 0r enn nóg af áskilnaðarefnum — t. d. hve- User Tyrkir skulu vera á burtu úr Þessalíu, bverja trygging þeir heimta fyrir bótaborgun- inni, og margt annað — sem geta. valdið nýj- Um drætti, nema Tyrkir kenni þrýstingar að nýju. Stórveldin vita vel, hvað þeir hafa unnið í Þessalíu, og hverra auðna, spella og rústa þeir eiga þar aptur að vitja, er á burt hafa flúið. Danm'rk. Borizt munu hafa til Islands frjettirnar sorglegu af járnbrautarslysinu 11. þ. m. hjá Gentofte, þar sem um 30 manna fengu bana, en lemstranir 70—80. Síðan hafa ekki fáir fyllt tölu hinna látnu af þeim er stórmeiðslin hlutu. Af allmörgum tignuni mönnum, sem hafa heimsótt konung vorn og krónprins, má þess geta, að einn átti brýnt erindi. Það var Karl prins, annar son Osears Svía konnngs, sem festi sjer Ingibjörgu prinsessu dóttur krón- prins vors. Brúðkaup þeirra á að fara fram í lok næsta mánaðar, og til þess munu þá líkast komnar systur krónprinsins frá útlönd- um, og, ef til vill, bróðir hans Grikkjakon- ungur. — Þá er um leið að minnast á, að konungur vor hefir nýlega þegið heimsókn sjaldgætishöfðingja, sem var Chalalongkorn Síamskonungs ásamt syni sínum krónprinsin- um. Annar son hans, Chira prins, hefir í nokkur ár sótt nám á sjóforingjaskóla Dana, en í flotaþjónustu Síamskonungs hafa lengi verið ýmsir sjóliðar frá Danmörku. Þessi kon- ungur er talinn meðal vitrustu Asíuhöfðingja og þeirra, er gangast fyrir framförum þegna og landa á Evrópu-vísu. Noragur og Svíaríki. Aðal-atburðurinn er 900 ára afmæli Þrándheims» eða Niðar- óss, og skyldi hans minnzt rækilegar en hjer er kostur á. Hátíðarhöldin fóru fram 18.—20. þ. mán., og hjer voru þeir Oscar konungur og krónprinsinn komnir þann 17. Þann 18. (sunnud.) messugjörð í dómkirkjunni, | en síðar gerði konungur stórveizlu höfðingjum j bæjarins og sjóliðsforingjum þeirra skipa, er I við hann lágu. I snjallri ræðu þakkaði hann j þar fyrir boðið og óskaði borginni hamingju og blessunar. Daginn á eptir stóð dýrðlegt veizluhald borgarinnar. I því 500 kvenna, sem höfðu fært konungi fagra gjöf, dýran bikar með myndum sögulegs efnis frá tímum Olafs Tryggvasonar. Hjer flutti konungur forkunnarfagra ræðu, minntist á dómkirkjuna, þar sem krýniug hans hefði t'arið fram fyrir 24 árum, á forlög hennar og raörgu bruna, en tók það fagurleg-a fram, hvernig hún nú nálgaðist þann fullnað verðungar og prýði, sem henni væri ætlaður og gerði hana að tignarmynd dómkirkna á Norðurlöndum. — Niðurlag ræðunnar gerði hann að framúr- skarandi minnismáli kvennlýðuum til heiðurs. Þann 20. skrúðgöngur ánýjaðar og annar fagnaður, og óhætt mun að segja, að konung- ur hafi sjaldan haldið glaðari heim til sín frá Noregi. — Minnast má á, að skörungar vinstri- manna vildu láta afmælið haldið á dauðadag Olafs lielga (29. júlí), því þeir segja, að kirkja hans hafi gert Niðarós að sannkallaðri höfuð- borg landsins. Sagt, að sumir þeirra, t. d. Björnstjerne og Stéen forseti, komi til Þránd- heims á fimmtudaginn. Sýningin í Stokkhólmi mjög sótt frá mörg- um löndum, og yfir henni hið bezta látið. — Þangað sótt til alls konar Norðurlanda- og alþjóðafunda, þar sem erindin varða: vísindi, fagurlistir, atvinnu og þjóðhag, blöð og tíma- rit. André, hervjelameístarinn sænski, lágði á sína lengi fyrirhuguðu loptsigling til norður- skautsins frá Spitzbergen 11. þ. m. Honum fylgja tveir menn, en síðan hefir ekkert heyrzt, að við þá hafi orðið vart eða loptfar þeirra. Margt í getur leitt, en þeir eru ekki fáir, sem efast um, að þeim reiði skaplega af. Sitt hvað frá öðrum löndum. Frá Eng- landi að segja, að innrásarsökin í Transvaal hefir helzt lent á Cecil Rhodes, en allur vitorðskvis borinn af Chamberlain ráðherra, sem á brvddi um tíma. — Horfið nú rjett gott milli Breta og Búa. — Capþingið (Suður- afríkuþ.) hefir samþykkt að leggja fje fram framvegis til flotaauka Englands. — Nú á- reiðanlegt talið, að gerðardómsmálið með Eng- landi og Norðurameríku verði bráðum upp aptur tekið. — pýzkalandskeisari leggur bráðum í kynnisferð til tignarbróðurins í Pjetursborg, en um það bil, er hann er á heimleið, heldur þangað Faure Frakklandsforseti með allfríða flotafylgd. Flestir telja sjálfsagt, að við komu Frakka til Rússlands muni bera mun meira á háværi fagnaðarins. Viðauki, 28. júlí að kveldi. I dag borið eptir þýzkum blöðum, að Tyrkir beiti nýju þrái, heimti trygging gjaldsins, vilji halda Þessalíu unz borgað er, og svo frv. Hjer stappa Þjóðverjar í þá stálinu, sem þeir jafn- ast hafa gert á undan. Frá alþingi. Fjárlögin. Rjetta viku af þingtímanum tók 2. umræða um fjárlagafrumvarpið, með 2—3 fundum á dag, í neðri deild, hófst föstudag 30. f. mán. og var lokið fimmtudagskveld 5. þ. m. skömmu fyrir miðnætti. Tillögur fjárlaganefndarinnar gengu flestall- ar fram. Þó ekki styrkurinn til Jóns Olafs- sonar. Brynj. Jónssyni (Minna-Núpi) veittur 200 kr. ársstyrkur til fornmenjarannsókna. Arsstyrkur til Helga Jónssonar hafður 1500 kr. (til jarðfræðisrannsókna); 1000 kr. veittar B. Þorlákssyni á Álafossi til að bæta við sig tóvinnuvjelum; Bjarna Sæmundssyni fiskifræð- ing og öðrum manni ætlaður 500 kr. styrkur til að fara á fiskisýning í Björgvin að sumri, 500 kr. hvorum, og 400 kr. árstyrkur vaittur til útgáfu fiskitímarits; Geir T. Zoegaadjunkt veittur 500 kr. ársstyrkur til að semja íslenzk- enska orðabók. Til að reisa stýrimannaskóla hjer í Reykja- vík veittar 19,850 kr. Fernar 30,000 kr. veittar úr viðlagasjóði til láns, til þilskipakaupa, ísgeymslu, tóvinnu- vjela og jarðabóta. Ráðgerður tekjuhalli í lok fjárhagstímabils- ins 144 þús. kr. Veittar úr viðlagasjóði ennfremur 80,000 kr. til »að byggja steinhús í sambandi við lands- bankann, þar sem sje nægilegt húsrúm fyrir landsbankann, aðalpóstafgreiðslu landsins, skrif- stofu landfógeta, forngripasafnið, málverka- safnið og náttúrugripasafnið, svo og húsrúm til bráðabirgða fyrir hinar æðri menntastofn- anir«. TIMBUR. Hvar á maður að kaupa timbur? í»ar sem það er bezt og þó með sama verði og hjá öðrum- Allt til þessa hafa heyrzt svo margar kvart- anir yfir að hingað flyttist svo slæmur viður, en til að bæta dálítið úr því hefir undirskrif- aður nýfengið farm af úrvalstimbri af öllum tegundum, sem selst með sama verði og hið lakara timbur áður, og með sama gjaldfresti við áreiðanlega menn og hjá öðrum. Ennfremur mælist með ágætum klæðningspappa, sem þékur 32 □ álnir rúllan, fyrir að eins kr. 3,50. Reykjavík, 6. ágúst 1897. Th. Thorsteinsson.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.