Ísafold - 18.08.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.08.1897, Blaðsíða 1
Kemur útýmisteinu sinnieða tvisv.í viku. Yerð úrg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrirfram). lSAFOLD„ Uppsögn (skrifleg) bundm við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustota blaðsins er í Austurstræti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 18- ágúst XXIV. árg. r Litniyitdir af Islandi. Ánægjulegur gestur. Land vort hefir þetta ár fengið ánœgjuleg- an gest, þar sem er Mr. Gollingwood, rithöf- undnr, fornfræðingur og málari; hann hefír verið að ferðast í sumar hjer um land með Dr. Jóni Stefánssyni. Þeir fjelagar hafa farið um Suðurland austur að Markarfljóti, Yestur- land allt, að Yestfjörðum undanteknum, og Húnavatnssyslu. A laugardagsnóttina lögðu þeir af stað með Thyra norður fyrir land, ætluðu til Skagafjarðar, og þaðan áleiðis aust- ur eptir. Yjer náðum tali af Mr. Colling- wood skömmu áður en hann steig á skip. Vjer spurðum hann, hvort hann hefði feng- ið miklu afkastað í sumar, dregið upp mikið af myndum. Um 250, sagði hann, mestallt litmyndir. En hann kvaðst búast við, að þær yrðu um 300, áður en lyki. Vitaskuld hafði hann ekki lokið við þær til fulls, ætlaði að gera það, þegar hann kæmi heim til Lundúna, og hafa þær til svnis þar um nokkurn tíma. Upphaf- lega hafði hann ætlað sjer aðeins að gera mynd- ir af sögustöðum. En þegar til kom, sá hann fjölda af öðrum stöðum, sem hann gat ekki stillt sig um að taka myndir af. Er áform hans að fá myndirnar gefnar út, helzt með litum, og verða þær þá efni í margar bækur. Utdráttur úr sögunum, er fram hafa farið á þeim stöðum, er myndirnar eru gerðar af, á að fylgja þeim, og semur Dr. Jón Stefánsson hann. »Haldið þjer, að Island verði ferðamanna- land mikið með tímanum/« »Það er enginn vafi á' því. Það stendur ekki á neinu öðru en að ferðamenn fái eitt- hvað að vita um þetta land. Nú veit ein- staka maður um Keykjavík, Þingvelli og Geysi, og annað ekki. En það er minnst, sem menn sjá af Islandi á þeirri leið. Það sannast, að því meiri kynni, sem menn fá af þessu landi, því meiri verður aðsókn útlendinga hingað. Menn eru orðnir þreyttir á Sviss og Noregi, og svo sjá menn hvergi slíka sjón scm hjer«. Talið barst nú á einstaka staði, sem hann hafði dvalið á hjer á landi. Eptir því sem Mr. Collingwood fórust orð, virtist svo, sem honum hefði einna mest þótt kveða að Fljóts- hlíðinni, Gilsfirði, útsyninu frá Stóruborg í Húnavatnssýslu og Vatnsdalnum, og þó fram- ar öllu öðru að vmsum stöðum undir Snæ- fellsjökli. En annars svo að segja hveivetyia að einhverju leyti einkennilega fallegt. Það leyndi sjer ekki, að auga hans var leikið í þeirri list að finna það, sem fagurt er sýnum. Vjer spurðum hann t. a. m. að því, hvort Vonir hans hefðu ekki brugðizt um Laxárdal í Dalasýslu, jafn-tilkoraumikil saga og þar hefði gerzt. »Alls ekki«, sagði hann. »Fjallasýn er þar vitaskuld ekki tilkomumikil, en áin er víða íogur og eins bakkarnir fram með henni hjer og þar. Annars er dalurinn einkennilega lík- ur skozkum dölum, einmitt þeim, er þeir at- burðir hafa gerzt í, sem söguljóðin skozku eru ort er út af«. Margar myndir hafði hann dregið upp í Laxárdalnum. Við hurfum aptur að væntanlegri ferða- manna-aðsókn hingað. »Skilyrðið fyrir henni«, sagði Mr. Colling- wood, »er það, að einhverjar verulegar ráð- stafanir verði gerðar hjer á landi til þess að taka á móti útlendingum. Ekki svoaðskilja, að j eg hafi haft um neitt að kvarta fyrir mitt leyti. Gestrisnin, sem mjer hefir verið sýnd hvarvetna, hefir verið óviðjafnanleg. Það hefir farið ágætlega um mig jafnvel í lítilfjör- legustu kotum. Alstaðar hefir mjer verið boðið allt það bezta, sem til hefir verið á bæj- unum. Sumstaðar hefi jeg ekki þorað að bjóða neina borgun, viðtökunum öllum verið þann veg farið, að mjer hefir skilizt sem fólk- ið mundi þykkjast við, ef jeg ætlaði að fara að borga. Og ýmsir, sem jeg hefi boðið borg- un, hafa neitað að þiggja hana. Jeghefiekki saknað hótellanna. En á þennan hátt gætu menn ekki ferðazt almennt, nje fólkið risið undir slíkri gestrisni, ef mikið færi að verða um ferðamenn. Það þarf að reisa hótel víða um landið, hafa þau opin á sumrum, en loka þeim á vetrum, eins og gert er í öðrum köld- um ferðamannalöndum. Og það þarf að hafa ýmsan viðbúnað, til þess að menn geti skemmt sjer og notið fegurðarinnar. Stakt viðburða- leysi er það til dæmis, að ekki skuli vera til bátur við Þingvallavatn, sem fáanlegursje eða farandi út á. Þar mundi fólk hafast við vik- um saman, ef það gæti skemmt sjer á vatn- inu. Og engin afsökun er lengur fyrir því framtaksleysi að reisa ekki hótel þar, jafn- góður vegur og þangað er kominn«. Vjer könnuðum8t við það. En bentum á örðugleikana við að reisa sæmileg hús víða annarsstaðar, enda arðvonin óáreiðanleg að minusta kosti í fyrstu. »Satt er það«, sagði hann. »En þjer meg- ið ganga að því vísu, að þetta v e r ð u r gert, -— og þetta verður gróðavegur. Ef þjer ís- lendingar gerið það ekki, þá gera Englend- ingar það, og svo fer mestur ágóðinn í þeirra vasa. Ekki samt j e g — það er ekki mín atvinna. En hvenær sem enskur efnamaður, sem við slíkt fæst fer hjer um landið, þá sjer hann, að hingað stefnir ferðamannastraum- urinn, hvenær sem þjóðunum verður kunnugt, hvað hjer er að sjá — og svo fer hann að búa sig undir að færa sjer það í nyt — reisa hús og auglýsa«. Lítið hafði Mr. Collingwood fengizt við forn- menjarannsóknir hjer á landi, — allt lent í myndagerðinni. Þó hafði hann grafið upp gröf Guðrúnar •Ósvífursdóttur að Helgafelli. Gröfin var hlaðiti upp af grjóti og ýmsar menjar bar hún þess, að hún mundi vera frá 11. öld. Eitthverjar leifar af járnmunum fann hann þar, en enga dýra málma, enda þess engin von, þar sem Gttðrún var nunna, 59. blað. þegar hún dó. Jafn-hlýlega og hann annars minntist á Islendinga, gat hann ekki stillt sig um að telja þeim það til vansæmdar, hvernig farið væri með gamla legsteina hjer á landi, líkt mundi farið með annað frá liðna tíman- um. Skálholtssteinarnir t. d. allir brotnir, og líkt væri ástatt víðar. Þegar hann kom á eitt prestssetrið, var verið að setja þar leg- stein frá árinu 1616 í kirkjugarð, sem prest- ur var að láta hlaða. En ófáanlegur var hann til að segja, h v a r það hefði verið. »Islendingar eru að amast við þv/, að út- lendingar skuli flytja forngripi þeirra út úr landinu. Það eitt, að sjá hirðuleysi þeirra sjálfra í slíkum efnum, er næg ástæða fyrir útlendinga til þess að ásælast hvern forngrip, sem þeir sjá«. I lok samtalsins sýndi Mr. Collingwood oss myndir sínar, og var þá tímaskorturinn eini ánægju-spillirinn. Hann hafði gert sjer einkar- mikið far um að sýna litskrúð lopts og fjalla, sem dýrðlegast er í hinni íslenzku náttúru- fegurð, og voru því einkum sólarlagsmyndirn- ar aðdáanlega fagrar, að minnsta kosti þegar safnið var skoðað í flýti. Það er lítill vafi á því, að ef spár Mr. Collingwoods um ferða- manna-aðsóknina rætast, þá verður það ekki hvað sízt að þakka myndum hans. Stjórnarbylting Ben. Sveinssonar. Það var heppni fyrir Ben. Sveinsson, að hann var búinn að segja af sjer embætti fyr- ir föstudaginn var. Annars má hamingjan vita, hvort hann hefði ekki verið settur af umsvifalaust og eptirlaunalaus — fyrir stjórn- arby ltingar-yfirlýsing! I neðri deild var verið að ræða um afnám hæstarjettar sem æðsta dómstóls í íslenzkum málum. — Dr. Valtýr Guðm. hjelt því fram, að í stað þess að samþykkja frv. um málið, ætti þingið að senda stjórninni áskorun um að leggja þetta mál fyrir ríkisþingið danska, með því að það heyri jafnt undir verksvið danska og íslenzka löggjafarvaldsins. Ben. Sveinsson kvað stjórnina skylda til að leggja málið fyrir ríkisþingið, ef það næði samþykktum hjer á þingi. Þeirri kenning mótmælti landshöfðingi af- dráttarlaust. Þá fyrst gæti hugsazt, að nokk- ura skyldu bæri til fyrir stjórnina að leggja mál þetta fyrir ríkisþingið, eða nokkur ástæða væri til þess fyrir hana, þegar íslenzka lög- gjafarvaldið hefði komið sjer saman um það. Enn væri ekki um neitt sl/kt samkomulag að ræða; alþingi hefði viljað breytinguna, en hinn liður löggjafarvaldsins, konungur með ráðaneyti sínu, væri henni mótfallinn. Þá var það, að Ben. Sv. hellti sinni síðustu og skemmtilegustu lögskýring yfir þingdeild- ina, sem ekki átti von á neinum stórt/ðindum. Hann spratt upp og lýsti yfir þv/ af allmikl- um móði, að landshöfðingja hefðu farizt orð á þá leið, að auðsætt væri, að þeim kæmi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.