Ísafold - 18.08.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.08.1897, Blaðsíða 2
234 ekki saman um, hvaö íslenzka löggjafarvaldiö væri. y>Jeg þekki ekkert í*lenzkt löggjafarvald nema alþingi\{<, bætti hann svo við og lagði þunga áherzlu á orðin. Valdsmennirnir tóku að gerast í meira lagi sperrbrvndir. Gat það hugsazt, að nokkuð mætti vinna sjer til frægðar á þessu afskekkta og fámenna landi? Það var engum blöðum um það að fletta — þarna var stjórnarbylt- ingarófreskjan níhöfðaða, sem bræður vorir í Danmörku voru hræddastir við fyrir nokkrum árum komin, blaðskellandi inn x þingið. En var hún komin þangað af ásettu ráði, í sínum venjulegu voðaerindum? Eða hafði hún álp- azt inn í neðri deild af einhvei'jum aulahætti og rataskap? Vakti það fyrir Ben. Sv., að hefja álíka sögulegt tímabil hjer á landi núna um aldamótin, eins og hófst á Frakklandi nokkru fyrir síðustu aldamót? Eða vakti ekkert fyr- ir honum, og var þetta helber hjegómi, vað- all og vitleysa? Prestarnir báðu sjálfsagt guð að vera sjer næstan. En bændur struku skeggið kankvís- lega og spurðu hver annan, hvern þremilinn hann Benedikt ætlaði að gera við kónginn — jafn-konunghollur og hann hefði æfinlega ver- ið —, hvað honum gengi til að kasta honum svona umsvifalaust út xxr stjórnarskránni. Svo sprakk blaðran og allur þingheimur hló. Ben Sv. einn sat þungbúinn og þegj- andalegur, eins og hann byggi yfir örfþrifráð- um nokkrum. Mönnum hefir orðið alltíðrætt síðan um »stjórnarbyltinguna«. »Hvað gengur að mann- inum? Eru komin á hann elliglöp, eða er hann að henda gaman að þinginu á þennan kyn- lega hátt?« Spurningarnar hafa rekið hver aðra, hvar sem menn hafa hitzt. Líklegustu skýringuna höfum vjer heyi't af munni eins af glöggustu lögfræðingunum á þinginu. »Þetta er ekkert annað en áframhald af röksemdafærslu Benedikts á síðasta þingi«, sagði hann. »Þá hjelt hann því fram, að eng- inn ráðgjafi væri til fyrir Island. Ein villan hefir boðið annari heim. Eptir að hafa talið sjálfum sjer trú um ráðgjafalejsið, hefir hann komizt að þeirri niðurstöðu, að vjer hefðum engan konung »x' stjórnskipulegum skilningi«, því að ráðgjafalaus gæti konungurinn ekki verið«. Tilgátan er sennileg. En hugsunarfram- haldið er nokkuð viðsjárvert. Það er ekki nóg með það, að öll vor löggjöf síðan 1874 sje ó- lögmæt og ónýt eptir þessari kenningu Ben. Sveinssonar, heldur höfum vjer alls ekkert löggjafarvald samkvæmt henni — því að hvergi höfum vjer brjef fyrir því, að alþingi geti án konungsstaðfestingar gefið ákvæðum sínum lagagildi; nje heldur er þá til neitt framkvæmd- arvald og líklegast ekki heldur neitt dómsvald hjer í landi. Sjálfsagt er það eins dæmi, að gamall þing- maður, gamall yfirrjettardómari, gamall sýslu- maður komist út í aðrar eins ógöngur. Ekki leynir það sjer, að honum er mál á hvíldinni frá þjóðmálum. Frá alþingi. Stjórnarbótin. Hjer kemur, eins og ráðgert var síðast, meginkaflinn úr ræðu Guðl. Guðmundssonar við 3. umr. málsins í neðri deild, og er sjer- staklega um ábyrgð ráðgjafans og setu hans í ríkisráðinu. Guðl. Guðmundsson: Því hefir verið haldið frara, að ráðgjafaáhyrgðin, sem stjórnarskráin nn heimilar, sje með öllu ónýt, af því að ráðgjafi vor situr í rikisráðinu, og eins verði farið þeirri áhyrgð, sem nú er hoðin, ef rikisráðsákvæðið í frv. verði fellt burt. Þetta er langt frá því að vera rjett. Annars hættir mönnum við að blanda hjer sam- an tveim atriðum: því, »að ráðgjafinn sitji í rík- isráðinu«, og þvi, »að sjermál Islands sjeu horin upp í ríkisráðmu«. Þetta er sitt hvað. Oss er hagur, að ráðgjafinn sitji í ríkisráðinu. Því að vjer eigum mörg mál sameiginleg við Dan- mörku og þurfum þess, að hann haldi uppi rjetti Islands gagnvart, ríkisheildinni, sjerstakl. að hann gæti þess, að danska löggjafarvaldið fari ekki inn á það svið, sem eingöngu kemur ísl. löggjafar- valdi við. En af því leiðir ekki að sjálfsögðu, að sjermál vor eigi að hera upp í rikisráðinu, eða að danskir ráðgjafar eigi að greiða atkv. um þau, nje ísl. ráðgjafinn um aldönsk mál. Móti öllu þessu berjumst vjer; en ekki hinu, að ráðgjafinn sitji í rikisráðinu og taki ásamt dönskum ráðgjöfum þátt i meðferð þeirra mála, sem taka til beggja landanna. En jafnvel þótt sú venja sje ólögleg, að bera sjermál vor upp í rikisráðinu, haggar hún ekki við dbyrgð rdðgjafans. Það er undirskript hans með konungi, sem áhyrgðin er undir komin, en ekki atkvæðagreiðslan í ríkisráðinu. Hvort sem lög eru staðfest eða þeim synjað staðfesting- ar, þá þarf undirskript ráðgjafa með konungi til þeirrar stjórnarathafnar, og við þá undirskript er ábyrgðin bundin. Aptur á móti getur það haft áhrif á úrslit sjermálanna, að þau eru borin upp í ríkisráðinu. Konungur getur neitað að skrifa undir með ráð- herra vorum, ef meiri hluti rikisráðsins er því mótfallinn. Annaðhvort verður þá ráðgjafinn að láta undan eða segja af sjer. Onnur formhlið á málinu er sú, að ef ríkisráð- ið er kært af ríkisþinginu, þá verði íslandsráð- gjafinn líka kærður. Þó hlýtur rikisrjetturinn að vísa frá sjer spurningunni um það, hvort ísl. ráðgjafinn hafi framið brot gegn stjórnarskránni. Hvers vegna heldur nú stjórnin svo fast í þessa venju, að hera sjermálin upp í ríkisráðinu? Skilj- anlega af því, að hún óttast, að íslendingar kunni að heita þessari sjerstöku iöggjöf til þess að lögleiða ákvæði, er skapi misrjetti meðal samþegn- anna, eða geri sambandið á einhvern hátt ótrygg- ara en það er nú. Hún vill hafa þar hönd i bagga. En til þess eru heppilegri vegir. Isl. ráðgjafinn mundi hafa sameiginlegan for- seta með dönsku ráðgjöfunum. Hugsanlegt er, að takmarkinu mætti ná með því að skýra ráðaneyt- isforsetanum fyrir fram frá því, er isl. ráðgjafinn ræður konungi til að undirskrifa. Þar með er forseta gerður kostur á að gæta þess, að ísl. lög- gjafarvald fari ekki út fyrir sitt svið. Og jafn- framt væri hugsanlegt, að Islandsráðgjafinn fengi skýrslu um þau mál, sem snert gætu löggjöf ís- lands og í ríkisráðið koma. Þegar svo ágrein- ingur kemur upp um það, hvort mál sje sameig- inlegt eða ekki, sker konungur úr í ríkisráðinu, eins og til er tekið í »Eorfatningslov for Monar- kiets Fællesanliggender« frá 1855 og farið var að, þegar ágreiningur reis við hertogadæmin um það, hvort mál heyrðu undir sjerstakt löggjafarsvið hinna einstöku parta rikisins eða væru sameigin- leg. Þá yrði Islandsráðgjafinn að eiga þátt i atkvæðagreiðslunni. Sumir halda, að ráðgjafaábyrgð sje þýðingar- laus án ábyrgðarlaga. Þetta er misskilningur. í þvi stjórnarskrárákvæði, að ráðgjafinn beri ábyrgð á stjórnarathöfnunum, liggur, að hann má ekki fara í hága við lögin nje heldur misbeita valdi sínu, hvorki einn nje með konungi. Svo langt, sem ráðgjafaábyrgð nær, er það viðurkennt, sem fulltrúadeild enska parlamentsins lýsti yfir 1679, að væri andi og tilgangur allra ábyrgðarákvæða: að ráðgjafinn beri ábyrgð á, að stjórnin sje heið- arleg og rjettlát og gagnleg. Ákvæðin eru því svo skýr, að hver pólitiskur dómstóll gæti dæmt eptir þeim, enda ráðgjafaáhyrgðin viðurkennd í ýmsum löndum, þar sem engin ábyrgðarlög eru til. Stjórnarskrárbreytingin i efri deild. I gær komst stjórnarskrárbreytingarmálið gegn nm efri deild (3. umr.) með óvei'ulegum breytingum frá því, er meiri hluti nefndarinn- ar hafði lagt til við 1. umræðu. Kíkisráðsákvæðið var þannig fellt burt. Og 3. gr. stjórnarskrárinnar var breytt enn á ný. I henni stendur: »Alþingi kemur fyrir sitt leyti ábyrgð fram á hendur ráðgjafanum« o. s. frv. Þessu breytt' neðri deild og setti: »Konungur eða neðri deild alþingis geta kært ráðgjafann fyrir embættisrekstur hans« o. s. frv. • I þess stað var nú samþykkt í efri deild »Konungur eða alþingi geta« o. s. frv. Þetta atriði er orðið þýðingarmikið nokkuð, eptir um- ræðunum í efri deild að dæma. Frá öðrum breytingum efri deildar liggur naumast á að skýra, fyr en ef þær ná samþykki neðri deildar. Með frv. greiddu atvæði: Hallgr. Sveinsson, Kristján Jónsson, Þorkell Bjarnason, Sig. Jens- son, Sig. Stefánsson og Þorl. Jónsson. Hiuir 5 á móti. Isafold er ofvaxið rúmsins vegna, að gera skýra grein fyrir umræðunum. Þó sltal leit- azt við að minnast á helztu ágreiningsatriðin. Við 2. umræðu. Móti frv. í heild sinni var Jón Jakobsson einn. Aðferð stjórnarinnar þótti honum óþol- andi; hún hefði svarað þingsályktuninni frá 1895 með afdráttarlausu neii inn um fordyrn- ar, en með með drattandi jái um bakdyrnar. Þetta annars »fínn pólitískur leikur«; þingið látið að fyrra bragði biðja um það, sem það hefði naumast átt að þiggja, þótt því hefði verið boðið það. Tilboðið lítilsvert: eina stjórn- ax skrárbrey tingin ráðgjafaábyrgðin, því að önnur atriði tilboðsins sjeu í samkvæmni við núgildandi stjórnarskrá. Vill heldur vanmátt- ugt landshöfðingjavald innlent en útlent ráð- gjafavald, þótt almáttugt væri. Ohæfa að taka svona mikla stefnubreyting að þjóðinni fornspurðri, og hún aldrei viljað ganga að öðru en því, er feli í sjer eitthvað af aðalkröfum hennar. En það geri þetta frv. ekki. — Var annars með dansk- ísl. nefndinni. Jón Hjaltalín og Jón Jórjysson voru með frv., ef ríkisráðsákvæðinu væri haldið. Með því væri hægast að sannfæra stjórnina um skiln- ing þingsins á stjórnarskránni. Annars lítið fengið í aðra hönd. Landshöfðingi værikunn- ugastur málunum, og eptir hans tillögum hefði optast verið farið, svo að ókunnugleika- umkvörtunin væri ekki á miklum rökumbyggð. Engin brjef fyrir, að lagasynjunumlinnti, þótt sjerstakur ráðgjafi fengist og kæmi á þing. Landshöfðingjavaldið yrði rýrt. — Þegjandi samþykki yrði gefið til þessað sjermálin væru borin upp í ríkisráðinu og að grundvallarlög Dana gildi hjer á landi, ef ríkisráðsákvæðið sje fellt burt. — Munur á að þiggja annað eins og þetta af stjórninni út úr neyð eða biðja um svona lítið. — Rangt af þinginu að yfirgefa landshöfðingja í þessu máli(!).— Þing- ið yrði bundið um aldur og ævi, ef það tæki tilboðinu, því að stjórnin hefði skýrt sagt, að þetta ætti að vera fullnaðarúrslit. Það var framsögum., Sig. Stefánsson, sem aðallega svaraði mótbárunum. Aðferð stjórn- arinnar væri að vísu ekki viðltunnanleg, en ætti samt eltki að geta fælt neinn, og óviður- kvæmilegt væri með öllu að tala um að hún

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.