Ísafold - 18.08.1897, Qupperneq 3
235
hefði komið inn um »bakdyr« með tilboð sitt.
Munnur landshöfðingja er engar bakdyr og
gegnum hann er tilboðið komið. — Þittgið fer
ekki neinn bónarveg, þó að það semji frv.
samkvæmt tilboði stjórnarinnar.
Nær lægi að segja, að stjórnin bæði þingið,
þar sem hún hefði orðið fyrri til. — Þótt
segja mætti, að ráðgjafaábyrgðin sje eina á-
kvæðio í tilboðinu, sem stjórnarskrárbreyting
þurfi til, þá sjeu hin önnur ákvæði tilboðsins
ekki svo skýr í stjórnarskránni, að ekki verði
um þau deilt. Hvers vegna ekki gera þau
fullskýr, þegar það býðst? Abyrgðin líka út
af fyrir sig mjög þýðingarmikil. Það eitt
gegnir miklu, að ráðgjafinn viti, að þingið
geti dregið hann fyrir lög og dóm. Þá með-
vitund hefir hvorki ráðgjafinn nje landsh.
nú, enda mjög um það ákvæði kvartað, sum-
part vegna sorglegrar reynslu. Þegar úr því
er bætt, getum v7jer ekki sagt, að allt sitji
við sama. — Það væri kjánaskapur að hugsa,
að stjórnin hyggist að binda þingið um aldur
og ævi, þó að hún kalli þetta fullnaðarúrslit.
Hvernig ætti hún að geta það? — Satt sje,
að ráðgjafinn hafi optast farið eptir tillögum
landsli.; ókunnugleikans vegna hafi hann verið
til neyddur. En svo er landsh. ábyrgðarlaus.
I stað hans á þingið að fara að semja við ráð-
gjafa með ábyrgð. I samvinnu þings við ráð-
gjafann liggi tryggiugin fyrir því, að lagasynj-
anir verði færri. Opt hafi þingið ekki vitað,
hverju ráðgjafi mundi svara. Og fari hann
of langt í lagasynjunum, eptir að frv. sje orð-
ið að lögum, verði ábyrgð gerð gildandi á hend-
ur honum. Það sje einmitt meiri hluti nefnd-
arinnar, sem fylgi landsh., sem vilji fá sjer-
mál vor út úr ríkisráðinu, en telji ekki þörf
á stjórnarskrárbreyting til þess. Engin sam-
vizkusök að samþykkja þetta frv. »að þjóð-
inni fornspurðri«; hún ætti fullan kost á að
taka í taumana við nýjar kosningar. En þang-
að til eiga þingmenn að fara eptir sinni eigin
sannfæring um málið.
Auk þess hjelt Hallgr. Sveinsson langa
ræðu frá sjónarmiði meiri hlutans, taldi það
mikilsvert, aðvjer hefðum nú fyrst fengið rök-
stutt svar frá stjórniuni í því brjefi í vor,
þar sem hún hefði neitað kröfum vorum. Að-
ur hefðu engar ástæður verið færðar. Nú
bæri hún fyrir sig grundvallarlög Dana. Við
því hefðum vjer ekki búizt og jafnvel talið
slíkt fjarstæðu. Samt er nú komið lát á
stjórnina; það eigum vjer landsli. að þakka,
og engin ástæða til að fara niðrandi orðum
um stjórnina fyrir formið á yfirlýsing hennar
til vor. Ræðum. sýndi fram á, hvernig laga-
synjanirnar ættu beinlínis rót sína að rekja
til samvinnuleysis milli stjórnar og þings,
enda þótt þinginu yrði nokkuð um kennt,
og að þeim hlyti að linna, ef frv. yrði að lög-
um. — Omögulegt að neita því, að ráðgjafa-á-
byrgðin yrði meira virði samkv. frv. en nú-
gildandi stjórnarskrá. En auk þess væru þau
ákvæði eigi eins nauðsynleg, þegar ráðgj. færi
að verja öllum sínum kröptum í vorar þarfir,
sem upphaflega hafi verið við búizt að hann
mundi gera, þótt önnur yrði reyndin á. Að því er
ríkisráðsákvæðið snerti, verði hver hugsandi
maður að viðurkenna það, að þegar það sje
alveg sama að heimta allt og fá ekkert, þá
sje rjettara að fara samningaleiðina, talca
móti því, sem fram er boðið, í þeirri von, að
vjer með tíma og tækifæri getum komizt
lengra, og vonin um það því sterkari, sem
ráðgjafinn eigi að vinna saman við þingið.
Landshöý'ðingi talaði tvisvar í málinu. I
íyrri ræðunni þakkaði hann meira hluta
nefndarinnar fyrir viðleitni hans við að ná
samkomulagi við stjórnina. Eins og frumv.
hefði komið frá neðri deild, hefði verið von-
laust um, að það yrði staðfest. En nefndin
hefði ekki stigið skrefið nógu langt til þess,
að fá fulla vissu um samkomulag. Þar sem
nefndin liefði breytt orðum frumvarpsins:
»konungur eða neðri deild« í stað »konungur
eða alþingi«, þá hefði hún átt að taka skrefið
fyllra og láta þetta standa eins og það er í
stjórnarskránni, til þess að hafa vissa von um
staðfesting. Þetta hefir þýðing, því að stjórnin
kann að líta svo á, sem í orðum stjórnar-
skrárinnar: »Alþingi fyrir sitt leyti« felist
það, að ríkisþingið geti líka kært ráðgjafann.
Hinar aðrar bendingar í þessari ræðu voru
þýðingarminni, nema hvað hann taldi nefnd-
ina hafa kippt fótunum undan öllu með
þingsályktunartillögu, sein hún hefði lagt fram,
mótmælin gegn því að sjermál landsins væru
lögð fyrir ríkisráðið — þar sem stjórnin hefði
gert það að skilyrði fyrir tilboði sínu, að engin
ályktun kæmi frá þinginu, sem benti á ann-
að en að hjer væri um íullnaðarúrslit málsins
að ræða. — I hinni síðari ræðu sinni gaf
landshöfðingi þá ski'ring viðvíkjandi »fullnað-
arúrslitunum«, sem getið var um í síðasta
blaði voru.
V i ð 3. u m r æ ð u
í gær var Kristján Jónsson aðalræðumaðurinn.
Nefndin hafði ekki fallizt á bending landsh.
um að breyta orðunum: »Konungur eða al-
þingi«, taldi það ófært eptir þá skýring, sem
komið hefði frá landshöfðingja um þann skiln-
ing, er stjórnin mundi leggja í ákvæði stjóru-
arskrárinnar. Sá skilningur hlyti að byggjast
á þeirri kenning, að grundvallarlög Dana gildi
hjer á landi, og þaun skilning vildi nefndin
ekki með nokkru móti styðja, hvað sem í boði
væri. •— Landshöfðingi lýsti af nýju yfir því,
að ekki væri víst, að frv. næði staðfesting
þannig orðað, en þvertók að hinu leytinu ekki
fyrir það,—vissi það ekki. — Sig. Steýánsson
benti á, hve einmitt þessar umræður sönnuðu
ljóslega þörfina á, að ráðgjafinn mætti á þing-
inu. Þarna væru menn að bollaleggja fram
og aptur um 3 orð í frv., og enginn, hvorki
stjórnarfulltrúinn nje aðrir, vissi, hvort þau
orð yrðu frv. til falls eða ekki. Var annars
vongóður um staðfesting, þar sem þingið
mætti eiga vísa von á meðmælum landshöfð-
ingja; nefndin hefði lagt allt kapp á það, að
laga frv. samkv. yfirlýstum skoðunum landsh.
á málinu, svo að hann hlyti að mæla með
því við stjórnina.
Lög frá alþingi.
8.
Um að umsjón og fjárhald nokkurra
landssjóðskirkna skuli fengið hlut-
aðeigandi söfnuðum í hendur.
Stjórninni veitist heimild til að selja söfnuðun-
um í hendur umsjón og fjárhald þessara lands-
sjóðskirkna:
1. Söfnuðinum í Bjarnaness-sókn í Anstur-Skapta-
fellsprófastsdænii umsjón og fjárhald Bjarnaness-
kirkju með þeim kjörum, að sá helmingur jarðar-
innar Bjarnaness með hjáleigum, er landssjóður
á, verði afhentur söfnuðinum ásamt kirkjunni
2 Söfnuðinum í Prestshakkasókn í Vestur-Skapta-
fellsprófastsdæmi umsjón og fjárhald Prestbakka-
kirkju með þeim kjörum, að henni fylgi í álag
kr. 3750, en Kirkju- og Brúarfjara falli til lands-
sjóðs.
3. Söfnuðinum' í Langholtssókn i Vestur-Skapta-
fellsprófastsdæmiumsjón og fjárhald Langholtskirkju
með þeim kjörum, að henni fylgi í álag 2500
kr.
4. Söfnuðinum í Þykkvabæjarklausturssókn í Vest-
ur-Skaptafellsprófastsdæmi umsjón og fjárhald
Þykkvahæjarklausturskirkju með þeim kjörum, að
henni fylgi í álag 1000 kr., og fjörur þær, er
kirkjunni eru taldar, verði afhentar söfnuðinum
ásamt kirkjunni.
5. Söfnuðinum í Möðruvallaklausturssókn í Eyja-
fjarðarprófastsdæmi umsjón og fjárhald Möðru-
vallaklausturskirkju með þeim ltjörum, að slculd
kirkjunnar við landssjóð falli niður og að henni
fylgi í álag 4000 kr.
6. Söfnuðinum í Munkaþverárklausturssókn í
Eyjafjarðarprófastsdæmi umsjón og fjárhald Munka-
þverárklausturskirkju með þeim kjörum, að henni
fylgi í álag 4500 kr.
1. gr. Fjenaður skal lagður i tíund, sem hjer
segir:
1 kýrleigufær.............................1 hdr.
2 kýr eða kvígur mylkar, sem eigi eru
leigufærar ...............................1 —
3 geldneyti tvævetur eð geldar kvlgur . 1 —
2 naut eldri . .............................1 —
6 ær með lömbum leigufærar................1 —
12 ær, sem eigi eru leigufærar.............1 —
10 sauðir eða hrútar þrjevetrir eða eldri 1 —
12 sauðir eða hrútar tvævetrir.............1 —
24 gemlingar...............................1 —
4 liross fimm vetra eða eldri.............1 —
6 tryppi tveggja til fjögra vetra ... 1 —
Eella skal úr tíund sjöunda hluta fjenaðarins.
2. gr. Kýr telst leigufær, sem er ófötluð og
á að hera á tímabilinu frá miðjum október til
loka febrúarmánaðar. Kelfdar kvigur, sem óborn-
ar eru 11. dag júnímánaðar, skulu lagðar í tíund
sem geldar kvígur. Ær með lambi telst leigufær,
sje hún ófötluð og borin 11. júni. Lömb, sem
farast milli hreppskila, teljast til vanhalda 4 al.
hvert.
3. gr. Við tíundarílagning skal lausafjárupp-
hæð hvers framteljanda standa á heilu eða hálfu
hundraði; 60 al. og þar yfir, allt að 119 al., sje
gert '/a hundrað, en færri álnum sje sleppt.
4. gr. Skip og báta, sem ganga eina eða
fleiri vertiðir á árinu til fiskiveiða, skal leggja í
tíund, 8em hjer segir:
1 þilskip, 20 smálesta eða minna ... 4 hdr.
1 þilskip, frá 21—40 smál................. 6 —
1 þilskip, 41 smál. og þar yfir .... 8 —
1 áttæringur eða stærra skip...............11 /2 —
1 sexæringur eða feræringur................1 —
1 tveggja manna far........................'/2 —
Veiðigögn fylgja skipi hverju í tiund. Eig-
endur þilskipa eru skyldir að segja til lestarúms
skipa sinna, þegar þeir telja þau fram til tíund-
ar.
5. gr. Með lögum þessum er úr lögum num-
in 2. og 3. gr. laga um lausafjártíund 12. júlí
1878.
Hettusóttin. Þegar jeg í 55. tbl. ísafoldar
þ. á. sá þess getið, að veiki þessi væri komin
á Reykjavikurhöfn meJ einu enska herskipinu,
varð mjer að orði : »II ún verður ekki landinu
hættuleg, ef hjeraðslœknir vor, herra Þ. J. Thor-
oddsen, tekur þar á móti henni«.
Það var í vor, seint á vetrarvertíð, að lausa-
maður nokkur, — sem taldi sig til heimilis í
Miðnesshreppi, en átti þar eptir sögn kunnugra
manna ekkert heimili, eins og svo margir aðrir
af þeim flokki, — flutti veiki þessa með sjer
hingað suður frá Eæreyjum; hafði flækzt þangað
frá Austfjörðum í fyrra haust og kom svo með
veikina þaðan með sjer í vor. Fór hanu á land
í Reykjavík, labbaði síðan suður með sjó, stað-
næmdist i Miðneshreppi og lagðist þar í hettusótt.
A leiðinni suður gisti hann næturlangt á einum
bæ i Vogunum; þar hafði honum tekizt að gróð-
ursetja veikina, og þaðan komst hún svo á tvo
næstu bæi. Brá þá hjeraðslæknir vor, herra Þ.
J. Thoroddsen, þegar við, setti alla þessa fjóra
sýktu bæi í strangt sóttvarnarhald um tiltekinn
tíma og bannaði allar samgöngur að og frá bæj-
unum. Að þeim tima liðnum, sem samgöngur
voru bannaðar, sótthreinsaði hr. Þ. J. Thoroddsen
bæina svo dyggilega, að veikin dó út með öllu,
svo að hennar hefir ekki orðið vart hjer syðra
síðan.