Ísafold - 18.08.1897, Side 4
236
Fyrir þessa vasklegu og ötulu i'ramgiingu lir.
Þ. J. Thoroddsens á Suðurland og að líkindum
mörg fleiri hjeruð landsins honum mikið að þakka
þvi þó veikin sje máske ekki lífshættnleg, þá er
enginn efi á þvi, að ef hún hefði náð að útbreið-
ast um þann tíma ársins, sem sjómenn voru að
flytja sig úr verinu, sumir til sveita, sumir á þil-
skip og nokkrir tíl Austfjarða, þá hefði hún
valdið stórkostlegu atvinnutjóni, svo stórkostlegu,
að það hefði numið þúsundum, jafnvel tugum
þúsunda króna.
»Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur«, segir
máltækið,
Brandur lausamaður hefði án efa valdið land-
inu miklu tjóni, ef herra Þ. J. Thoroddsen hefði
ekki með snarræði sinu og dugnaði tekizt að af-
stýra því, og finnst mjer það ekki mega minna
vera en að þess sje getið i blöðum vorum, hon-
um til maklegs heiðurs.
Oskandi væri, að landið ætti marga jafn-skyldu-
rækna, dygga og dugandi embættismenn.
titrandai ini/ur.
Ranghermi. Dr. Yaltýr Guðmundsson óskar
þess getið, að það sje ranghermt í Dagskrá II,
35, að hann hafi sagt, að embættismenn íslenzku
stjórnardeildarinnar upp að ráðgjafanum sjáifum
sjeu með leysing sjermálanna frá ríkisráðinu.
Vitaskipið, C. F. Grove, er farið aptur til
Khafnar fyrir nokkrum dögum, en vitamennirnir
nokkrir eptir enn. Vitarnir hjer um hil komnir
upp.
Slys varð sama daginn og »Grove« fór: maður
af skipinu, sem var að hjálpa til að koma upp
ljóskeri í Skagatáarvitann, varð undir reisipalls-
hjálka þar og tvibrotnaði á honum vinstri fótur-
inn, bæði lærleggurinn og fótleggurinn rjett fyrir
ofan öklann. Sneri skipið við með liann hingað
inn aptur á spitalann.
Gufuskipið Norcikap, þeirra Zöllners og
Vidalíns, kom aðra ferð hingað fyrir helgina með
kolafarm og er á förum aptur með hrossafarm.
Veðrabrigði. Nú er kominn bezti þurrkur,
frá því á helgi. Kemur í góðar þarfir. Töður
óvíða komnar i garð áður, hvuð þá meira, og
það mjög illa verkað, það sem hirt var. En gras
sprottið vel í óþurrkunum, á valllendi; mýrar
lakari.
Myndasýniug Mr. Howelis Öræfajökulsfara
á laugardagskveldið var þótti allgóð, af fossum
og jöklum m. fl. Hann fór með Botnia nóttina
eptir og þeir fjelagar.
Botnverpingar orðnir nærgöngulir af nýju.
Halda sig upp við land i Garðsjó um þessar
mundir nótt eptir nótt, og breiða yfir auðkennis-
stafina, þegar birtir. Hafa og lengi haldið sig
all-grunnt á Akurnesingamiðum.
Kommaiulör Garde, formaður í stjórn
»hins sameinaða gufuskipafjelags« í Khöfn, kom
hingað seint í f. mán. með Vestu og fór aptur
með Botníu 14. þ. m. Hann átti marga fundi við
samgöngumálanefnd neðri deildar og fjárlaganefnd-
irnar, og varð það að samningum þeirra í milli,
er segir í fjárlagafrumvarpinu frá neðri deild.
Með Botníu sigldu, auk allmargra enskra
ferðamanna og nokkurra þýzkra, þessir þ. á. stú"
dentar til háskólans: Arni Pálsson, Asgeir Torfa_
son, Eggert Claessen, Eirikur Kjerulf, Gísli Skúla
son, Jóbannes Jóhannesson og Jón Proppé. Enn-
fremur stud. jur. Sigurður Eggerz, og stud. art.
Eggert Eíríksson Briem á landhúnaðarskólann.
Eimskipaútgerð
hinnar íslenfkn landsijórnar.
^Hjer ineð auslýsist, að- eptirfarandi
ráðstafanir liafa verið";gjörðar‘ nié5 til-
liti til haustferða fyrir eiiuskipaútfíerð-
ina.
Samkvæmt 1. g;r. eimskipslagranna
verður tekið á leisu aukaskip frá miðj-
um septemberm. til loka nóvembermán.
þ. á.
Samkvæmt atlis. 2. á ferðaáætluninni
verður breytt um skip þaimitr, að auka-
skipið verður látið fara ferðir »Vestu«
samkvæmt ferðaáætluninni frá þ. 20.
septbr.. en »Vest.a« er látin fara tvær
oukaferðir með fje til Frakklands.
Framkvæmd á þessum ráðstöfunum
verðnr þá þannig;. að vörur þær, sem
sendar eru með »Vestu« til útianda i
lok á:i ú'tináiiaðar og september, verða
umfermdar í aukaskipið á JReykjavík-
iirliöfn um þ. 20. september áu kosnað-
ar fyrir vörueigendurna, og sendar með
aukaskipinu til útlanda. Ennfremur
er anka-kipið látið fara áttundu ferð-
ina s.omkvæmt ferðaáætluninni í stað
» Vest.u«.
D. Thomsen,
farstjóri.
Grár hestur, dekkri á fax og tagl, með mark:
biti apt. v., lítið eitt nuddaður aptan til á bakinu,
hefir tapast hjer af mýrunum aðfaranótt mánu-
dagsins. Skila til Matth. Matthiassonar i Holti
við Rvík eða að Móeiðarhvoli.
Staddur i Rvík., 18. ágúst 1897.
f>orst- Thorarensen.
Jörð til sölu.
Kunnugt gjörist, aS jörðin Hokinsdalur í
Auðkúluhreppi í ísafjarðarsyslu, sem er 24
hundruð að fornu mati, með 4 kúgildum, fæst
keypt. 011 hús, sem á jörðunni eru og sem
einnig eru með í kaupinu, eru vel upp byggð.
— Nyleg baðstofa; 1G álna löng, 5y2 ál. breið,
búr og eldhús, fjós, 2 heyhlöður, 3 fjárhús;
jörðunui fyigja miklar útslægjur, einnig nægi-
leg mótaka. Kaupverðið er 2400 krónur.
Lysthafendur snúi sjer til eiganda jarðar-
innar, Þorleifs Jónssonar í Hokinsdal, eða hr.
kaupmanns P. J. Thorsteinssons á- Bíldudal,
sem hefir umboð til að selja jörðina.
Margar krónur sparaðar!
Undirskrifaður selur ódýrar en allir aðrir
skósmiöir á Norðurlandi eptirfylgjandi skó-
fatnað, ásarnt mörgu fleira:
VatnsstíQvjel, bússur,
margar tegundir af karlmannaskóm,
margar tegundir af kvennskóm,
mjög vel gerðum,
barnaskó, morgunskó,
iiókaskó, aðQjördir.
Vandað efni og verk. Þetta er að eins til-
raun í þá átt að bæta verð á ofanskrifuðu,
og óska jeg þvx góðra og greiðra viðskipta
við almenning, og efast jeg eigi um þau eptir
þeirri umkvörtun, sem hjer hefir átt sjer stað
um verð á skófatnaði.
Með virðingu.
Jóhann Jóhannesson,
Sauðárkrók.
íslenzk iimboðsyerzlun.
. Undirskrifaður selur íslenzkar verzlunar-
vörur á marköðum erlendis og kaupir alls
konar útlendar vörur fyrir kaupmenn og sendir
á þá staði, sem gufuskipin koma. Söluum-
boð fyrir énsk, þ/zk, sæiisk og dönsk verzl-
unarhús og verksmiðjur. Glöggir reikningar,
lítil ómakslaun.
Jakob Gunnlögsson,
Cort Adelersgade 4,
Kjöbenhavn K.
Yerzlun
W. Christensen’s
á Eyrarbakka
selur allskonar útlendar vörur
m.jög- ódýrt móti borgun út í
hönd, sökum þess, að verzlunin
á að hætta næsta vor.
Frá því í dag verður erigum
manni lánað.
t»eir sem skulda verzluninni
eru beðnir að borga fyrir 30.
sept. þ. á., annars mega þeir
búast við lögsókn.
Eyrarbakka 14. ágúst 1897.
Jörgen Hansen.
K JOT af vænum dilkum, veturgömlu
fje og sauðum fæst alla vikuna í
Kirkjustræti 10.
K artö flur
fást keyptar hjá J. Nordmann, Reykjavík.
Snemmbær kýr
er til sölu hjá J. Nordmann, Reykjavík.
Kr Jóhannesson á Eyrarbakka kaupir
íslenzk frímerki
fyrir mjög hátt verð, 1 til 100 a. fyrir stykkið.
Eptir miðjan júní næstliðinn tapaðist af
Hólavelli í Gaulverjabæjarhreppi 3vetrafoii, ljós
að lit, vanaður, með mark: 2 st.fjaðrir fr. h.
og heiir. vinstra og biti apt. Ef einhver
kynni að hafa þenna fola undir hendi eður
vita eitthvað um hann, er sá góðfúsl. beðinn
að gjöra mjer hið fyrsta aðvart um það.
Árnagerði í Fljótshiíð 7. ág. 1897.
Jón Guðmundstson.
Hnakk og beizli hefir einhver skiliö eptir í ó-
gáti hjer í sumar eða það orðið eptir af flutn-
ingi með »Reykjavík«, sem jeghefi hirt og geymi,
þar til rjettur eigandi lýsir þvi og getur svo leitt
sig að því hjá mjer; — borga verður hann aug-
lýsingarkostnað.
16. ág. ’97. Hallgr. Jónsson í Guðrúnarkoti.
Jeg hjer undirritaður kaonast hjer með við að
hafa i siðastliðnum júnímánuði — þá staddur við
Ölvesárhrú — haft þau ummæli, er skilizt gátu
svo, að jeg með þeim dróttaði að hr. Magnúsi
Þórðarsyni á Vestustu-Sámsstöðum i Fljótshlið,
að hann hefði undir höndum peninga, er hann
ætti eigi.
Þessi ummæli min apturkalla jeg hjer með, og
er mjer það því ijúfara, sem það var aldrei til-
gangur minn, að kasta skugga á mannorð hr.
Magnúsar, sem jeg hefi eigi reynt að öðru en
góðu.
p. t. Sámsstöðum 7. ág. ’97. Siyurður Pdlsson
frá Varmahlíð.
Vitundarvottar:
Oddur Oddsson. Andrjes Illugason.
SKRIFB Æ K U R
3- (hepti) meðíslenzkumforskriptum
Útgefendur: Jón Þórarinss. og Mort. Hansen.
1. og 2. heptið er þegar útkomið og 3. hept-
ið væntanlegt í haust. Hvert hepti kostar 20
a. Fæst hjá bóksölum og hjá
Morten Hansen.
Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jóiinnoii.
Meðritstjóri Einar Hjörleifsson.
Isafoldarprentsmiðja.