Ísafold - 21.08.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.08.1897, Blaðsíða 2
238 við, að bankastjórinn yrði bendlaður viS at- vinnuríg og flokkadrætti í þeim málum, og gæti það bæSi dregið úr vinsældum bankans og jafnvel valdið rangsleitni í garð þeirra manna, sem bankastjóranum væru andstæðast- ir, og það án þess hann væri sjer nokkurrar hlutdrægni meðvitandi. Sjálfur hjelt bankastjórinn langa ræðu um málið, gerði nokkra grein fyrir hinum miklu framförum bankans síðari árin, og kvaðst ekki geta meira fyrir hann gert en hann geröi. Bankann Ijeti hann að sjálfsögðu sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru, en þann tíina, sem hann hefði afgangs, gæti hann ekki stillt sig um að nota til þess að reyna að kippa því í lag, sem aflaga færi og aðrir ljetu afskiptalaust. Allri hlutdrægni í garð andstæðinga sinna neit- aði hann afdráttarlaust, og eins því, að hann hefði nokkurn hag haft af vörupöntunum, sem hann einstöku sinnum hefði af hendingu feng- izt við. Að lokum var samþykkt rökstudd dagskrá, mjög væglega oröuö, áskorun tii landsstjórn- arinnar um að sjá um, að fyrrtjeöum lagafyr- irmælum yrði framfylgt betur hjer eptir en að undanförnu. En ekki munaði nema einu atkvæði — 11 móti 10. Tr. Gunn. greiddi ekki atkvæði, og einn þingmaður var fjarver- andi. Það er að líkindum heldur vel farið en hitt, að þessar umræður urðu, með því að nokkurt skraf hefur verið hjer í bænum manna á milli í líka átt og spyrjendurnir töluðu, og ávallt er betra, að slíkar umræður verði í heyranda hljóði. En ekki trúum vjer öðru en að allur þorri manna verði landshöföingja samdóma um það, að neyöarúrræði væri það í meira lagi, án brfnustu nauSsynjar að útiloka frá hlut- töku í atvinnumálum vorum einn áhugamesta og nytsamasta framfaramanninn á landinu. Síðar á dagskrá var tillaga til þingsálykt- unar frá Skúla Thoroddsen um: 1., aukabanka eða framkvæmdarstofur, er setjast skyldu á stofn á Akureyri, ísafirði og Seyðisfirði; 2., að bankastjóra skyldi vera að hitta 5 kl.tíma á dag á skrifstofu bankans; og 3., að vara- sjóði bankans skuli varið lögum samkvæmt. Aukabankarnir hafa áður verið til umræðu á þinginu. Bankastjórinn er þeim mótfallinn, kostnaðar vegna, en vill að sparisjóðir fái lán úr bankanum og láni svo það fje aptur út frá sjer. Sá liður þingsályktunarinnar var sam- þykktur. Hina liðina tók flutningsmaður aptur, eptir að bankastjórinn hafði 1/st yfir því, að hann mundi verða á skrifstofu bankans 2 tíma á dag aS minnsta kosti, og gert grein fyrir fast- eignarkaupum bankans, sem 3. liðurinn laut að. Fyrir varasjóð bankans höfðu að eins ver- ið keyptar fasteignir hjer í bænum í því skyni að tryggja væntanlegu bankahúsi grunn, fyrst hús Hannesar Hafsteins með lóð, sem síðan var selt, og svo spilda með húsunum á milli Hafnarstrætis og Austurstrætis. Þar ámótihöfðu Bessastaðir, sem nú eru aptur seldir, verið keyptir fyrir fje úr varasjóöi sparisjóðs Reykja- víkur. Rangstefnt hnútum. Yjer getum fullviss- aðhinnháttvirta »Mýramann«,sem ritað hefir brjef- kafla »af Mýrunum«. er stendur í »Dagskrá« 6. ágúst sem svar upp á grein í sama blaði 17. júlí, um það, að maður sá, er Mýramaðurinn virðist helzt beina sjer að í brjefkaflanum, er ekki höf- undur að greininni í »Dagskrá« 17. júlí og að engu leyti við þessa grein riðinn. Er það því úfyrirsynju gjört að senda honum »hnútur« í þessu sambandi, og jafnframt getum vjer fullvissað Mýramanninn um það, að maður sá ann Mýra- mönnum allt að einu sannmælis og heilla, sem Borgarfjarðarsýslubúum, og hefir þegar sýnt það í verki, og þykist hann eiga annað skilið fyrir það en »skósur« og slettur, sem, hvað sem öðru líður, útaf fyrir sig geta ekkiverið nema í með- allagi traustur grundvöllur til að byggja á sam- heldni og fjelagsskap hjeraða á milli. Annar Borgfirðingur. Inn 1 islenzka landhelgi leikur ýmsum útlendingum hugur á að komast, fleirum en botnvörpuskipunum ensku. Dönsk blöð skýra frá fyrirætlunum og til- raunum Þjóðverja nokkurra og Hollendinga til þess að svíkjast inn í landhelgi við Island með fiskiveiöar sínar undir dönsku flaggi. — Fyrst var reynt í janúar í vetur að stofna hlutafjelag í Kaupmannahöfn með peningum frá Danmörk, Englandi, Hollandi og Þýzka- landi. Skyldi höfuðstóll dönsku deildarinnar fyrst um sinn vera 750,000 krónur, en aðal- stjórnin vera í Ymuiden á Hollandi. Einkum var reynt að fá danska fiskiveiðafjelagið »Dan«, sem rekið hefir fiskiveiðar hjer við iand, til þess að ganga inn í þetta fyrirhugaða fjelag, með því skilyrði, að framkvæmdarmagnið yrði aukiö með útlendum peningum og skipastól. I Kaupmannahöfn duldist mönuum ekki, hvar fiskur lá undir steini; fyrirtækið þótti ljótt og því var ekki sinnt. I marzmánuði var þó stofnað fiskiveiða- hlutafjelag á Faney, og sannaðist bráðlega, að það hefði gert verið í þeim tilgangi, að gera annara þjóða mönnum kost á að stunda fiskiveiðar í landhelgi hjer við land (ísland) undir dönsku flaggi. Það voru þýzk blöð, sem komu þessu upp, og mælist hið versta fyrir í dönskum blöðum. Þar er hrósað happi yfir því, að ekki sje sopið kálið, þótt í ausuna sje kotnið, fyrir þessum svika-fjelagsskap, því að íslenzk lög- gjöf banni veiðar i landhelgi, þegar þær sjeu reknar af fjelögum, er utanríkisþegnar eigi hlut í. Yæri þessum dönsku blöðum kunnugt um þær ítrekuðu bolialeggingar og enda löggjaf- artilraunir, sem komið hafa fram meðal ís- lendinga sjalfra og ekki hafa sýnilega stefnt að öðru en því að fá teymt útlendinga með lagabreytingum inn á fiskimið vor, þá mundi þeim hafa þótt slíkt frásagnarvert — jafn- kuldalega og talað er um þennan Faneyjar- fjelagsskap. Hver útvegar liarinonia til landssjóðskirknanna? Dví verður ekki neitað, a(5 það er gleðilegt tákn timanna, hversu mikill áhugi er vaknaður hin síðustu árin á þvi, að bæta kirkjusönginn hjer á landi, sem allt til skamms tima var í herfi- legasta ólagi, og er jafnvel enn þá á sumum stöð- um. Það er auðvitað, að víðast hvar er útvegun hljóðfæra í kirkjuna aðalskilyrðið fyrir þvi, að kirkjusöngnum geti nokkuð farið fram, vegna þess, að þeim verður ætíð að fyigja einhver maður, sem einhvern dálítinn snefil hefur af söngfræðis- legri þekkingu og getur því dálitla leiðbeiningu gefið öðrum. Því til eru þau prestaköll enn þá hjer á landi, og þau ef til vill ekki svo fá, þar sem enginn maður getur byrjað óskakkt lag í kirkju, og er það engin furða, þar sem prestur- inn sjálfur — sem ekki er óalgengt — er gjörsneydd- ur allri sönglegri menntun og sönglegum bæfi- leikum. Það segir sig sjálft, að úr þvi að einstakir kirknaeigendur og fátækir söfnuðir hafa brotizt í að útvega kirkjum sinum hljóðfæri, þá muni lands- sjóðurekkiláta standa á hljóðfærum i sinar kirkjur. Mjer er líka kunnugt um, að þingið 1895 veitti fje til hljóðfærakaupa í tvær slikarkirkjur, Bjarna- ness og Prestsbakka kirkjur. Hljóðfærin eru nú komin í þessar kirkjur, þótt ekki sjeu þau notuð enn þá. Jeg hef nokkuð reynt bæði þessi hljóð- færi, leikið á annað við kirkjulega athöfn, en á hitt í tómri kirkjunni. Og mjer varð fyrst fyrir að spyrja: hverjum hefur landssjóður falið, að út- vega þessi áhöld? Mjer blandast sem sje ekki hug- ur um það, að þessi tvö hljóðfæri eru öldungis óhæf í þær kirkjur, sem þau eru ætluð, Bjarna- ness-harmoníið meira að segja að mínu áliti ó- hæfilegt i hverja einustu kirkju. Það er að vísu fjarri mjer að álíta, að hljóðhrri í kirkjum þurfi eða eigi að vera svo hljóðmikil, að þau kæfi mannsröddina, sem með þeim syngur, eða deyfi öll orðaskil — ef annars um nokkur slík væri að ræða i kirkjum hjer á Islandi —; en svj hljóð- mikil verða þau þó að vera, að þeir sem syngjar hafi verulegan stuðning af hljóðfærinu, liversu margir sem í kirkjunni eru, og hversu margir sem í hvert skipti syngja með. Hljóðfærisröddin verður, ef svo mætti að orði kveða, að vera sá »rauði þráður«, sem gengur i gegnum kirkju- sönginn alstaðar þar, sem þau á annað borð eru notuð. En það er siður en svo, að hin áðurnefndu har- monia i Bjarnaness og Prestsbakka kirkjum hafi svo mikil hljóð, að þau fullnægi framangreindum skilyrðum. Jeg er viss um það, að þegar óvanir organleikarar eiga að fara að nota hijóðfæri þessi og nokkuð til muna af fólki safnast í kringum hljóðfærin til að syngja, eins og sjálfsagt er að jafnaðarlegast verði, þá verða þeir í hreinustu vandræðum með að heyra til hljóðfæranna, að jeg ekki tali um, þegar kirkjurnar að öðru leyti eru vel skipaðar af fólki. Hinn eini maður, sem landssjóður kostar i kirkjusöngsins þarfir hjer á landi, herra organ- leikari Jónas Helgason, er sá maður, sem ekki að eins hefur sýnt allra manna mestan áhuga á fram- förum sönglistarinnar hjá oss, og það með fremur öllum vonum góðum árangri, heldur er hann einn- ig sá eini maður á landinu, sem hefur þekkingu á þvi, hvernig hljóðfærin þurfa að vera »byggð«, svo að þau gjöri fullt gagn í kirkjunum. Hann hefur um fjöldamörg undanfarin ár haft viðskipti við hina áreiðanlegustu hljóðfæraverksmiðju er- lendis, enda jafnan fengið hin vönduðustu hljóð- færi; um það ber harmoníið í Beykjavikur-dóm- kirkju meðal annars ljósan vott. Hann er enn- fremur sá maður, sem stöðu sinnar vegna ekki mundi útvega nokkurri kirkju neina brúklegt hljóð- færi. Hversvegna notar nú ekki landssjóður þennan þjón sinn, ef jeg mætti svo að orði kveða, til þess að útvega hljóðfæri í kirkjur sínar, þar sem hann þó fyrir allra hluta sakir virðist manna bezt til þess kjörinn? Mjer er sem sje fullkunnugt að Jónas Helgason hefur alls engan þátt átt i útveg- un hinna fyrnefndu hljóðfæra i Bjarnaness og Prestsbakka kirkjur. Og þvi verður þó ekki neit- að, það er í meira lagi ókurteisi, að ganga alveg fram hjá þeim manni, þegar um slíka hluti er að ræða. Jeg þykist raunar vita, að hr. Jónas Helgason muni ekki treysta sjer til að útvega kirkjum hæfileg hljóðfæri fyrir jafniítið fje og veitt hefur verið til þessara kirkna; en það er þá betra, að landssjóður veiti ekkert fje til hljóðfæra- kaupa i kirkjur sinar, en að það sje svo litið, að ekki fáist fyrir það hljóðfæri, er allir hlutaðeig- endur megi vel við una. Það er þá min tillaga i þessu máli, að hinar fyrnefndu kirkjur reyni að selja þessi harmonía, sem þær hafa fengið, fyrir sama verð og þau voru keypt fyrir, og ætti slíkt, að minnsta kosti hvað Prestsbakka harmoníið snertir, ekki að verða neinum sjerlegum vandkvæðum bundið, því það harmoníum er að minu áliti bæði mjög laglegt og vel fallið til brúkunar í heimahúsum. Siðan ætti að fela herra Jónasi Helgasyni að útvega hljóðfæri hæði í þessar og aðrar þær landssjóðskirkjur, sem hljóðfæri eiga i vændum, já, jeg vil bæta því við,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.