Ísafold - 21.08.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.08.1897, Blaðsíða 3
239 að það ætti liezt við, að ekki væri fyrst um sinn útvegað hljóðfæri í neina kirkju hjer á landi, nema hann væri hafður i ráðum með. En til þess, að herra Jónas Helgason geti leyst útvegun hljóðfæranna viðunanlega af hendi, þá þarf hann að fá frá hlutaðeigandi sóknarpresti nokkurn veg- inn nákvæmt mál af kirkju þeirri innan veggja, sem hljóðfærið á að notast í, ennfremur fólkstölu í söfnnðinum, og svo að lokum auðvitað nægilegt fje til þess að geta keypt hæfilegt hljóðfæri. Það er mín skoðun, að þegar um útvegun kirkju-harmonia er að ræða, þá verði hysgilegra að fara að minum ráðum en að eiga nokkuð við þessa »harmoníum-agenta«, sem nú úir og grú- ir af um allt land, og auðvitað hugsa mest um sinn hag. Sandfelli í Öræfum í júlím. 1897. Olafur Magnússon. Lanclsspítaiiim. Oli'ðlega í meira lagi tók neðri deild í málið um landsspítalann nú í vikunni. Það var farið fram á það eitt, að þingið skoraði á stjórnina að láta gera áætlun um kostnað og uppdrátt af spítala handa 45 sjviklingum. I því liggur í raun og veru það eitt, að þingið gefur í skyn, að einhvern tíma ætli það að stuðla að því, að slíkur spítali verði reistur — þegar það sjer sjer fært. Og þetta — ekki stórvægilegra en það er nje kostnaðarsamara — fellir deildin. Að eins 8 atkvæði með þingsályktuninni. Það er lítill vafi á því, að hreppapólitíkin hefir þar ráðið nokkru um. Það eru til þing- menn, sem sjá ofsjónum yfir öllum framförum, sem þeir halda að verði að einhverju leyti sjerstaklega hlunnindi fyrir einhvern annan landshluta en þeirra eigin sveit. En undarleg hreppapólitík er annað eins og þetta. Fæstum blandast víst hugur um aðsóknina, er verða mundi að slíkum spítala sem þeim, er hjer hefir verið fyrirhugaður, frá öllu land- inu eða flestum pörtum þess, og haginn, sem landið því mundi hafa af spítalanum frá þeirri hlið. En sleppum því, og segjum, þeir hafi rjett að mæla, sem þykjast gera sjer í hug- arlund, að aðsóknin verði aðallega frá lteykja- vík og suðurlandssveitunum. Ekki á þó Keykjavík nje suðurland lœkna- skólann. Og eins og sýnt hefir verið fram á af þeim mönnum, sem þar eru kunnugastir, er það spítalaleysið, sem framar öðru stendur læknaskólanum fyrir þrifum — girðir fyrir það, að Islendingar geti eignazt jafn-góða og fullkomna lækna og aðrar þjóðir. Erá sjónarmiði þeirra manna, sem vinna að því, að læknaskólinn verði lagður niður, er nokkurt vitíþví, að synjahonum um spítala. En það munu fæstir mega heyrt nefnt af þeim þingmönnum, sem tóku höndum sarnan um að fella þingsályktunina. Enda verður því naumast neitað — það gengur í öfuga átt við aðrar framfara- og sjálfstæði-tilraunir þjóðar vorrar. En miklu myndarlegra væri það, að stytta eymdarstundir skólans eitt skipti fyrir öll en &ð svelta hann á þann hátt, sem gert er. — Það verður ekki varið og þætti vafalaust hneyksli, hvar sem væri í heiminum, að taka á móti 14 læknaefnum til kennslu, eins og nú eru á læknaskólanum, og gera þeim kost á að sjá 11 spítalasjúklinga. Fleiri komast nú ekki fyrir í spítalanum hjer í höfuðstaðn um! 'Vestmannaeyjum 14. ágúst. Veður- átta í umliðnum júlímánuði var mjög votviðra- söm, og þokur í tíðasta lagi; úrkoman 121 milli- meter; mestur hiti þann 20.: 18°, minnstur aðfara- nótt 6. og 31.: 6°. 10.—12. þ mán. komu loks 3 þurrir dagar, og náðist þá nokknð inn af töðum, meiri hlutinn óhrakinn, því menn drógu að byrja á slætti að nokkrum mun fyrri en um 15 vikur af sumri. Hey í úteyjum hefur skemmzt mjög, sumt orðið ónýtt. Tvö norsk hvalveiðaskip frá Stixrud á Tálkna- firði, >Egil« og »Leif«, komu hingað 23. f. mán. til hvalveiða, og hafa síðan skotið hjer 32 hvali, sem þeir hafa náð, og 4 að auk, sem þeir hafa misst, hefur það þó tafið mjög fyrir þeim, að þeir hafa orðið að flytja alla hvalina vestur, nær 50 mílur vegar, sýnir þetta, hve mikil gengd af hvöl- um hjer er, og hversu ábatavænlegt mundi vera að hafa hjer hvalveiðastöð. Verð á fiski er hjer við Brydes verzlun: harð- fiskur nr. 1 80 kr., nr. 2, 50 kr., saltfiskur nr. 1 og langa 40 kr., smáfisknr 32 kr., ýsa 25 kr. Grisli kaupmaður Stefánsson hefir gefið sama verð sem Fischer í Reykjavík: fyrir saltfisk nr. 1 og löngu 48 kr., smáfisk 40 kr., ýsu 30 kr. Fyrir hrogn söltuð er verðið 75 aurar 16 pd., fyrir sund- maga nr. 1 35, nr. 2 25, livíta ull 55, lambskinn 30. Á útlendum aðalvörum mun verðið sama sem almennt er í reikning í Keykjavík; kaffi er í reikn- ing 75 aurar. Mannslát. Hinn 24. júní siðastl. andaðist á heimili einkasonar sins síra Brynjólfs á Stað í G-rindavík sæmdarkonan Haldóra Brynjólfsdótt- ir, f. 19. júni 1812, ekkja Gnnnars hreppstjóra Halldórssonar i Kirkjuvogi, en systir síra Sigurð- ar B. Sivertsen ridd. á Utskálum; fyrirtakskona að menntun og mannkostum. J. P. Frá alþingi. Lög frá alþingi. 9. Um viðauka við l g nr. 3 2. febrúar 1894 um breyting á tils kipun um lausamenn og húsmenn á lslandi 26. maí 1863. 1. gr. Þeir karlar eða konur, sem stunda nám í föstum skólum að minnsta kosti 6 mánuði af árinu, skulu undanþegnir vistarskyldunni það ár. 2. gr. Skyldur skal bver lausamaður, þegar þess er krafizt, að hafa til sýnis auk leyfisbrjefs- ins skírteini það, sem ræðir um í 3. gr. laga nr. 3 2. febr. 1894, staðfest af hlutaðeigandi hrepp- stjóra eða bæjarfógeta, i hvaða hjeraði sem hann er staddur; einnig skal hver húshóndi skyldur, að láta hjú sitt, er hann lætur stunda atvinnu í ann- ari sveit, hafa samskonar staðfest skírteini um stöðu þess og heimili. Brot móti þessari grein varðar sektum, 5—20 kr., sem renni i fátækrasjóð þess hrepps, sem brot- ið verður uppvíst i. Húsbóndi endurborgi hjúi sekt og málskostnað, er það verður fyrir sökum vanrækslu hans. 3. gr. Engum lausamanni skal heimilt að taka nokkurn mann sem hjú. Brot gegn þessari grein varða 10—100 kr. sekt, er renni i fátækrasjóð þess hrepps, sem brotið verður uppvíst í. 10. Um breyting á lögum um styrktarsjóði 'handa alfýðufólki. 1. gr. Hreppsnefndir skulu fyrir lok janúar- mánaðar ár hvert semja skýrslu um alla þá, sem gjaldskyldir eru í hreppnum eptir lögum 11. júlí 1890 um styrktarsjóði handa alþýðufólki. I kaup- stöðum semja 3 menn, er bæjarstjórnin kýs úr sínum flokki, skýrslur þessar. Skulu skýrslur þessar liggja almenningi til sýnis á hentugum stað 1.—14. febr., og álíti einhver sig ranglega talinn á gjaldskránni, er honum heimilt að kæra það mál innan 21. s. m. fyrir hlutaðeigandi hreppsnefud eða bæjarstjórn, er hefir fullnaðar-úr- skurð í því. Síðan skulu skýrslurnar sendar hlut- aðeigandi sýslumanni eða bæjarfógeta innan loka febrúarmánaðar. 2. gr. I kaupstöðum skulu bæjarfógetar, en í sveitum sýslumenn innheimta gjaldið á manntals- þingunnm og koma því á vöxtu i aðaldeild Söfnunarsjóðsins. Fyrir ómak sitt ber þeim 4°/o af hinu innheimta gjaldi. 3. gr. I kaupstöðum skulu bæjarfógetar, en i hreppum sýslumenn hafa á hendi reikningshald sjóðanna og geyma eignarslcilriki þeirra. Reikn- ingar sjóðanna fyrir hvert ár skulu fyrir lok jan- úarmánaðar sendir hlutaðeigandi hæjarstjórn eða sýslunefnd, og kýs bæjarstjórnin eða sýslunefndin 2 menn til að endurskoða þá, en hinir kosnu meðlimir bæjarstjórnarinnar eða sýslunefndarinnar fella úrskurð um reikningana. I kaupstöðum sendir bæjarstjórnin amtmanni árlega skýrslu um hag styrktarsjóðanna; samskonar skýrslu sendir sýslunefndin formanni amtsráðsins. 4. gr. Amtmenn hafa i kaupstöðum og amts- ráðin i hreppnnum eptirlit með, að ákvæðunum um styrktarsjóði handa alþýðufólki sje hlýtt. 5. gr. Landshöfðingi skal eptir tillögum amts- ráða semja reglur, sem skulu birtar í B-deild stjórnartíðindanna, um úthlutun á helmingnum af hinu árlega gjaldi og hálfum vöxtunum, sem út- hluta her samkvæmt lögum 11. júli 1890 um styrktarsjóði handa alþýðufólki. 6. gr. 4.—6. og 8.—9. gr. í lögum um styrkt- arsjóði handa alþýðufólki 11. júlí 1890 eru úr lögum numdar. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1899. I.r|- -||h | i „I iMi , iii, i l l lll IHP | u l | » l 111 n I .I i I ■1«—— Ölið Ný Carlsberg fæst hjer eptir keypt í verzlun Eyþórs Feiixsonar. HúsgögTL (meubler). Stórt úrval af alls konar stoppuðum(polstrede) húsgögnum. Húsgögn í sali, borðstofur og svefnherbergi. Járnrúm með heydýnum og fjaðramadressum, kommóður, servantar, sofar og chaiselonguer. Nægar birgðir af alls kon- ar húsgögnum, lágt verð. Allt er selt með fullkominni ábyrgð. H- G- Petersen, Nörregade 17, Kjöbenhavn K. Peter Olsens hilligste Forretning i Olietryk og Malerier med og uden Rammer samt billigste Lager af SPEJLE. Frederiksborggade 42. Kjöbenhavn. Brandassurance Compagni for Bygninger, Yarer, Effecter, Creaturer og Höe &c., stiftet 1798 i Kjöbenhavn, modtag- er Anmeldelser om Brandforsikring for Sysler- ne Isafjord, Bardastrand, Dala, Snæfellsnes, og Hnappadal, samt meddeler Oplysninger om Præmier &c. Islanske Huse (bæir) optages ogsaa i Assurance. N- Chr- Gram-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.