Ísafold - 25.09.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.09.1897, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.i viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr., erlendis 5 kr.eða l*/a doií.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Dppsögn (skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda f'yrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 25- sept- 1897- XXIV. árg.l Nýiega prentiið: STUTT ÁGRIP AF PRJEDIKUNARFRÆÐI. HÖFUNDUE HELGI KÁLFDÁNARSON Rvík 1896. IV+ 84 bls. VerS: 60 aurar. ^ýlPSít prentað: HUGSUNARFRÆÐI. EPTIR EIRIK BRIEM. Rvík 1897. 11 + 72 bls. Verð: 50 aurar. Ýmsar kennslu- og skólabækur, til sölu í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Austurstr. 8. Balslevs Biflíusögur, í b............kr. 0,75 Dönsk lesbók eptir Svb. Hallgríms son, í bandi ...................... — 1,30 Dönsk lestrarbók eptir Þorleif Bjarna- son og Bjarna Jónsson, í b..... — 2,00 Enskukennslubók, ný, eptir H. Briem iunbundin.......................... — 1,00 Fjörutíu tímar í dönsku, eptir Þ. Eg- ilsson, innb....................... — 1,30 íslands saga, eptir Þorkel Bjarnason inub............................... — 1,25 Landafræði Erslevs, hin stærri ib.... — 1,50 Latnesk orðmyndafræði, ib............. — 2,50 Lisco, postuleg trúarjátning, ib.... — 2,60 Mannkynssaga, ágrip, eptir Pál Mel- sted, ib........................... — 3,00 Saga fornkirkjunnar, eptir H. Hálf- dánarson, í kápu................... — 4,00 Fornleifarannsóknir. Hr. Daniel Bruun, lautinant, sem fór rann- sóknarferð hjer um land í fyrra sumarog rit- að hefur um það ferðalag sitt merka bók, er síðar mun minnzt á nákvæmar hjer í blaðinu, hefur haldið rannsóknum sfnum áfram í sumar bæði sunnanlands og norðan. Hingað til Reykja- víkur kom hann snemma í þessum mánuði úr ferð sinni og lagði af stað hjeðan með »Vestu« á sunnudagskveldið. Hann flutti erindi um rannsóknir sínar á aðalfundi Fornleifafjelagsins á laugardaginn. Auk þess höfðum vjer tal af honum einum, til þess að fræðast um ferð hans. Hjer koma á eptir aðalatriði þess, er hann hefir uppi látið. Nákvæmari skyrsla frá honum mun væntanleg í árbók Fornleifafjelagsins. Hann lagði af stað hjeðan frá Reykjavík 25. júlí í sumar með aðstoðarmanni sínum, dönskum, íslenzkum fylgdarmanni og fjölda hesta,—enda ferðalagið alldyrt—og hjelt aust- ur í Arnessýslu. Þar hitti hann Brynjólf fornfræðing Jónsson frá Minnanúpi og starf- úði hann að rannsóknunum sunnanlands með honum. Eptir rústagröpt í Hreppunum hjeldu þeir upp að Hvítárvatni austanverðu og grófu þar í fornar bæjarrústir. Einkennilega fagurt þótti hr. Bruun þar utn að litast, græn engi fram með vatninu, en skriðjöklar og svanir úti á því. Frá Hvítárvatni fóru þeir upp að Kerling- arfjöllum og höfðust þar við nokkuð, fóru það- an í smáleiðangra til þess að rannsaka forna vegi þar um slóðir. Hr. Bruun þótti þar einkar-skemmtilegt. Þar eru ógrynni lauga, sem dr. Þorv. Thoroddsen hefur lýst. Af- bragðs-útsýni er þaðan norður yfir Kjölinn, sem sýnist þaðan eins og flöt mikil. En í norðri gnæfa tindar Skagafjarðarfjallanna. Mikill fjöldi sauðfjár var þar og gerði dvölina þar uppi í óbyggðum fjörugri og viðkunnan- legri. Hr. Bruun hjelt því næst norður Kjalveg og starfaði talsvert að rannsóknum á fornum rústum f Skagafirði, einkum í Vesturdal og Austurdal. Innst í Vesturdalnnm eru 11 rústir eptir bæi, sem þar hafa áður verið; allar þær jarð- ir nú í eyði, flestar komnár það fyrir löngu. Þó hefur eiti jörðin, Þorljótsstaðir, eyðzt á síðustu árunt. Sumir eyddu bæirnir hafa ef til vill eingöngu verið ætlaðir þrælum, enda bendir á það nafnið á einum rústunum, Þræls- gerði. En hvað sem þvf líður, er apturförin augljós. Rústir sjást langt inn í dalnum ept- ir klaustur, sem munnmæli segja, að þar hafi verið; en ekki fjekk hr. Bruun rannsak- að þær að þessu sinni. I Austurdal hafa áður verið 25 bæir, en eru þar nú að eins 4. I Eyjafirði var dvölin stutt, en viðdvöl nokk- ur í Bárðardalnum. Þar eru rústir eptir eitt- hvað 20 bæi og sel, sem eyðzt hafa, flestar mjóg gamlar. Einn bærinn, íshóll, hefir þó eyðzt í ár. Fyrir einum mannsaldri var all- mikill skógur umhverfis þann bæ, en er nú allur farinn. Ur Bárðardalnum fór hann upp á Öskju, og var bóndinn, sem í ár varð að flytja sig frá Ishól, Jón Þorkelsson, bróðir síra Jóhanns prófasts Þorkelssonar, leiðtoginn. Niðaþoka var á Öskju, og komust þeir áður en þá varði og áttu von á ofan í gíginn þar, sem Jobn- strup lýsir, eptir Jónsskarði svo nefndu, sem heitir í höfuðið á Jóni þessum Þorkelsyni. 1 norðvesturhluta Öskjuhraunsins hefir áður ver- ið bær og mikil jörð. Þar grófu þeir í bæj- arrústirnar. I byrjun septembermánaðar hjelt hann af stað suður Sprengisand, og hafði fyrir fylgdar- mann Jón nokkurn Oddsson, ferðagarp mikinn, sem margsinnis hefir farið einn yfir sandinn. Hr. Bruun hugði miður gott til þeirrar f.erðar, því að misjafnt hafði honum verið af sandin um sagt. Eji leiðin sóttist svo óvenjulega fljótt, að þeir komust yfir sandiun á 972 kl.tíma. Áttu þeir það að þakka frosti, sem gerði sandinn hestheldan. Snjókomu fengu þeir þar nokkra, en vissu ekki, hve mikið 69. b!að. frostið var. Niðri í Þjórsárdrögunum varþað 10 stig að næturþeli. Sunnan undir Sprengisandi skoðuðu þeir kofa Fjalla-Eyvindar. Honum hefir verið skipt í 3 herbergi, og hvert þeirra ekki nema 2 skref á breidd, vegna þess, að timbur vantaði alger- lega til að repta, svo að þröngt hefir verið um þau Höllu. Eptir að suður var komið, fengust þeir Brynjólfur Jónsson enn við nokkrar rannsókn- ir í Árnessýslu. Hr. Bruun skoðar rannsóknir sínar hjer á landi sem nokkurs konar áframhald af Græn- lands-ferð sinni, er hann fór 1894. Það var svo margt í athugunum hans viðvíkjandi lífi norð- urlandamanna á Grænlandi, sem ekki varðskilið til fulls, nema með samanburði við rannsóknir í öðrum löndum. Sjerstaklega hefir augnamiðið að þessu sinni verið það, að komast að fullri niðurstöðu um, hvernig íveruhúsum hafi verið háttað hjer á landi í fornöld og hvernig afstaða þeirra livers við annað hafi verið. Alls hafa fundizt í sumar rústir eptir að minnsta kosti 50 bæi og sel, sem ekki hafa verið rannsakaðar áður. Hr. Bruun þakkar það ekki dugnaði sínum, heldur bendingum og liðveizlu landsmanna; kveðst ekki geta nóg- samlega þakkað þeim, hve ótrauðir þeir hefðu verið til hjálpar og leiðbeiningar, og hve mikla góðvild og gestrisni þeir hefðu sýnt sjer yf- irleitt. Flestar eru rústir þessar gamlar, frá fornöld latidsins, og mjög eptirtektavert, hve langt byggðin hefir áður náð upp í landið. Auðsætt er, að býlunum hefir mikið fækkað, og stafar það langmest af eyðing skóganna og svo eptirfarandi uppblástri landsins. Þó hafa eldgos átt nokkurn þátt í því á Suður- landi. Að hinu leytinu þótti hr. Bruun merkilegt, hve mikið væri í raun og veru notað af land- inu — svo að segja allt nema jöklarnir. Sauð- fjeð sæist hvervetna annarsstaðar, og allt landið, nema jöklana, smöluðu gangnamenn. Kæmi það alls ekki heint við þær ímyndanir manna erlendis, að afrjettirnar sjeu ekki nema jaðrarnir á óbyggðunum, en annars sjeu þær ónotuð og ónýt öræfi, sem íslendingar þekki ekki einu sinni sjálfir. Niðurstaðan viðvíkjandi húsaskipun hjer á landi til forna hefir orðið sú, að elztu bæjun- um hafi verið eins háttað og vestan til í Noregi og í Færeyjum í fornöld — íveruhús verið á víð og dreif um túnið. Töluvert hefir hr. Bruun fundið af fornum munum í sumar og líka keypt nokkuð. Þeir fara allir á Forngripasafnið hjer. Með sönn- ununum, sem nú hafa fengizt fyrir því, að byggðin hefir náð langt upp í landið til forna, telur hr. Bruun skýringu fengna á því, hve margir forngripir hafa fundizt uppi í óbyggð- um. Hingað til hefir það þótt nokkuð kyn- legt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.