Ísafold - 06.11.1897, Page 3

Ísafold - 06.11.1897, Page 3
319 i litlar, og þá fengu menn, að auglýsingum fráskildum, 119 Isafoldarblaðsíður fyrir 3 krón- ur. Þetta blað bauð þá betri kjör eu önnur blöð hjer á landi og þótti ód/rt. Síðasta ár, 1896, fengu kaupendur blaðsius, að auglýsingum frátöldum, 242 ísafoldar-blað- síður fyrir 4 krónur. Auk þess nemur stækk- un blaðsins og aukning leturdrýgindanna, frá því sem var 1875, 60 blaðsíðum. I ofanálag á þetta fengu menn Sögusafn blaðsins, 8 ark- ir. Væri blaðið nú selt tiltölulega með sama verði eins og 1875, ætti það aðkostaað minnsta kosti 8 krónur. Þá, 1875, fengu kaupeudur blaðsins tæpar 40 bls. eða 10 tbi. (arkir) af auglýsingalausu lesmáli fyrir 1 kr., en nú 78 bls., eða rjett að segja tvöfalt, rjett reiknað, þ. e. þegar Sögu- safnið er meðtalið og leturdrýgindin tekin til greina. Og þó er í ráði, eins og áður hefir auglýst verið, að stækka blaðið enn um hjer um bil þriðj- ung frá næstu áramótum, án þess að færa verðið upp ! Einstöku frámunalegir hugsunarlcysingjar hafa heyrzt heimska því út úr sjer, að það væri auman fyrir kaupendurna, að þurfa að vera að borga fyrir þetta auglýsingarusl,—að blaðamennirnir skuli vera þeir okrarar, að selja þeim dýrum dómum það, sem ekki sje nema eintómar auglýsingar, En hver, sem kann að leggja saman 2 og 2, sjer undir eins, að því fer harla fjarri, að kaupendur blaða sjeu nokkurn tíma látnir borga eina gómstærð af auglýsingamáli í þeim. Það eru auglýs- endurnir einir, sem borga þann hluta blaðs- ins. Og þeir borga ekki einungis þann hlut- ann allan, heldur miklu meira. Þeir borga þar að auki svo og svo mikið af lesmálinu,— borga það fyrir kaupendurna ■— gefa þeim það — stundum jafnvel allt (í stórblöðum er- lendis, þar sem kaupendur eru ekki látnir borga nema sem svarar pappírnum). Ætli bverjum meðalgreindum manni fari þá ekki að skiljast það, að það sje í meira lagi varhugavert, einmitt frá sjónarmiði blaða- kaupendanna sjálfra, að bægja auglýsingum frá blöðunum ? Liggur ekki hverjum manni í augum uppi, að það eru betri kaup að fá sem svarar 80 örkum af auglýsingalausu lesmáli,—þó að þess- um 80örkum fylgi þarað auki, kaupendum að kostnaðarlausu einna 20, 30 eða 40 arka við- bætir, af auglýsingamáli, tómum auglýsingum,-— fyrir sama verð og annars, þ. e. ef ekki fylgja neinar auglýsingar, fást ekki fyrir nema 40 arkir 1 Eyrirsamagjald, semkaupendurísafoldar fengu að eins 40 arkir af auglýsingalausu les- máli fyrstu árin, fá þeir nú nærri 80 arkir jafnstórar eða jafn-leturdrjúgar, sömuleiðis af auglýsingalausu lesmáli, — auglýsingamálið þar fyrir utan. Þetta gera auglýsingarnar að verkum. Og er — vjer segjum ekki, sanngjarnt — heldur: er nokkur vitglóra í því, að setja íslenzk- um blöðum, sem eiga að afla sjer kaupenda meðal 70 þúsund manna, strangari atvinnu- reglur heldur en blöðunum í stórlöndunum, sem margar miljónir manna geta lesið. Eimskipaútgerðarlögin og »H,jálmar«. Mikið er búið að víta eimskipaútgerð lands- sjóðs fyrir þá ráðstöfun, að leigja »Hjálmar«. En jeg hef ekki orðið þess var, að neinn hafi enn bent opinberlega á þá hlið málsins, sem varhugaverðust er. Allt hefir lent í því að finna að því, hve »Hjálmar« er ljelegt skip. Hitt er þó eigi síður athugavert, hvort þessi ráðstöfun er ekki með öllu ólögleg. »Hjálmar« var leigður samkvæmt 1. gr. eimskipaútgerðalaganna, eptir því setn auglýst var í sumar. Hvað stendur svo í þessari grein? Þar stendur fyrst, að taka skuli eimskip á leigu á kostnað landssjóðs; þar næst eru nákvæmar reglur um, hvernig það skip skuli úr garði gert; svo ákvæði um, hve hátt leigu- gjald megi vera og kostuaður við útgerð þess; þar á eptir lieimild til »að leigja auk aðal- skipsins antiað skip um nokkurn hluta ársins, ef nauðsyn krefur«, og við það ákvæði mun vera átt í auglýsing farstjóra í sumar. Síðari hluti þessarar 1. greinar er um lcaup á eim- skipi, sem ekkert kemur þessu máli við. Jeg fæ ekki sjeð, að þessi grein veiti neina heimild til þess, sem gert hefir verið, að taka aðalskipið út úr þjónustu landsjóðsútgerðarinn- ar og setja í þess stað annað skip, sem allt öðru vísi er á sig komið. I hverju skyni skyldi lagagreinin líka kveða svo nákvæmt á um það, hvernig aðalskipið eigi að vera, ef setja má í staðinn fyrir það eitthvert annað skip, hvenær, sem ' farstjórn- inni ræður svo við að hafa? En næsta greinin, 2. gr., finnst mjer taka af allan vafa. Þar stendur: »Eimskip það, sem um ræðir 1. gr., skal haft í förum milli Islands og annara landa og kringum strendur landsins, til að flytja póstflutning, fólk og varning samkvæmt ferðaáætlun, er farstjóri ákveður með ráði fargæzlumanna og lands- höfðingi samþykkir«. Mjer virðist það liggja í augum uppi, að ferðalag Vestutil Frakklands í haust komi í bága við þessi fyrirmæli lag- anna. Það má að minnsta kosti mikið vera, ef þetta er ekki hrein og bein lögleysa. Jeghefhugs- að um málið frá fleiri hliðum en jeg hef hjer minnzt á, og komizt að sömu niðurstöðu. En mjer finnst þetta nægja til að vekja máls á því, sem fyrir mjer vakir. Vitaskuld getur mjer skjátlazt. Þess vegua þætti mjer mikils um vert að læyra, hvað mjer lögkænni menn segja um þetta. Verði nú niðurstaðan sú, að lögin hafi ver- ið brotin, varðar það þá ekki neinni ábyrgð fyrir fargœzlnmann, sem settur er af þinginu til þess að sjá um að allt fari fram sem hag- anlegast og lögum samkvæmt, að verða til þess að ráða skipið úr þjónustu landsstjórn- arinnar í sína eigin þjónustu? Skattþegn. Tapazt hafa lyklar á götum bæjarins. Finnandi skili á afgreiðslustofu Isafoldar gegn fundarlaunum. Gnissvöröur í túni síra Eiríks Briem, á hinu fyrirhugaða barnaskólastæði, verður seldur, og risti kaup- endur ofan af og flytji burt. Þeir sem kaupa vilja, komi ástaðinn mánu- dagsmorguninn 8. þ. m. kl. 9. Reykjavík 6. nóvember 1897. Skó labyggingarne, fndin. Ferðataska er í óskilum úr farangri sem fluttur var í land úr »Thyra« (siðustu ferÖ). Rjettur eigandi vitji hennar í húð H. Helga- sonar. Hjá undirskrifuðum fæst þarfanaut, fyrir 3 kr. Nest 1. núvenber 1897. Sigurður Olafsson. Góð rnjólk' fæst keypt í Þingholtstræti nr. 22, hjá Sig. Þórólfssyni. — Helzt óskast að menn vildu hafa mjólkina pantaða yfir lengri eða skemmr tima. Danskar kartöflur fást hjá C. Zimsen. Aukanæturvörður í lieykjavík verður skipaður í næsta mánuði í stað Arna Zakaríassonar, sem hefur fengið lausn frá þeirri sýslan. Aukanæturvarzlan stendur yfir frá 1. október á haustin til 15. marz á vorinu og kaupið er 45 kr. á mánuði. Þeir sem vilja sækja um sýslan þessa sendi bónarbrjef sín, stýluð til bæjarstjórnarinnar, hingað á skrifstofuna fyrir lok yfirstandandi mánaðar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. nóvember 1897. Halldór Daníelsson. Auglýsinfr. I sambandi við proclama dags. 19. þ. m., er hjer með skorað á þá, sem áttu óborgaðar skuldir til Sigurðar heitins Jónssonar á Stóru- Vatnsleysu, að borga þær hingað innan sama tíma; að öðrum kosti verða þeir lögsóttir. Skiptaráðandinn í Kjósar- og Gullbringusýslu, 30. okt. 1897. Franz Siemsen. OFNAÍL 2 smáofnar eru til sölu hjá J. Nordmann. Hollenzkar laukplöntur sem hlómgast haust og vetur, o. fl., selur Guðm. Guðinundsson læknir. Fundur verður haldinn í Framfarafjelagi Reykjavikur kl. 4 e. m. á morgun, og fram- vegis á hverjum sunnudegi á samatíma. St j ór nin. Harðfiskur góður fæst hjá C. Zimsen Kennsla. Eins og að undanförnu tek jeg að mjer að kenna stúlkum alls konar hannirðir, þar á meðal maigt nýtt, er jeg hef numið erlendis síðastliðið sumar; öllu verkefni, sem þarf til hannirða og ýmislegu fleiru er kvennfólk þarfn- ast, hef jeg útsölu á fyrir Brynjólf bróður minn. Sömuleiðis tek jeg að mjer áteiknan á alls konar tau og ljerept og annað þess konar. Inugangur um austurdyr hússins nr. 7 Aðal- strceti. I. Bjarnason. Ullarkambarnir góðu og ódýru komnir til C. Zimsen. aptur Seld óskilahross í Mosfellshr. haustið 1897. 1. Jarpur foli 2 v. mark: sneitt fr. v. 2. Grásokkótt hryssa 3 v. mark: sneitt a. h. 3. Rauð hryssa 1 v., mark: stig fr. h. Álafossi 31 okt. 1897. B. Þorláksson. Nýjar rúsínur Og svezkjur eru komn- ar til C. Zimsen. Fundizt hefur budda með peningum í. Rjettur eigandi vitji á afgreiðslustofu þessa blaðs. Falleg og ódýr kort, kveiinhanzka, mjög hentug efni í jóla og afmælis gjafir Og fl. I. Bj arnason. Spilin góðu og ódýru eru nú komin til C. Zimsen. Messufali í dóinkirkjunni enn á morgun vegna aðgerðar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.