Ísafold - 13.11.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.11.1897, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.íviku. Yerð árg.(90arka minnst)4br., erlendis 5 kr.eða l*/« doll.; borgist í'yrir miðjan júlí(erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD o Uppsögn (skrifieg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda. fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIV. árg. Reykjavík, laugardaginn 13. nóv. 1897- 81. blað. Frjettaþráðurinn til tslands. Blaöið »Dannebrog« í Kanpmannahöfn hefir sent mann til forstöðumannsins fyrir mikla norrœna frjettaþráSafjelaginu,kommandör Suen- sons, til þess að fá að vita, hvernig gengi lagning frjettaþráðarins til Islands. Vjer get- om hjer aðalatriðanna úr skýringum forstöðu- mannsins. Fjelagið hefir um nokkur ár haft fyrirtækið í huga og gert áætlanir um það. En vegna þess, hvað kostnaðurinn er mikill og væntan- legar tekjur í aðra hönd litlar, hefir ekkert orðið úr framkvæmdum. Nú er þó veruleg von um, að fyrirtækinu muni borgið. Alþingi hefir þegar veitt, eins og kunnugt er, styrk þann, er fram á var farið við það, 35,000 kr. á ári í 20 ár. Svo er ætlazt til að ríkisþingið danska leggi til að minnsta kosti 54,000 kr. árlega. Enn fremur, að Frakkar og Englendingar leggi fram álíka mikið eins og Danir. Fastlega er búizt við því, að ekki standi á þessum fjárframlögum. Danska stjórnin hefir heitið sinu fylgi. Og með því að Frakkar og Englendingar hafa svo miklar fiskiveiðar hjer við land, gera menn sjer von um, að þeim muni þykja tilvinnandi að leggja til sinn skerf. Auk þess lagði veðurfræðingafundurinn, sem haldinn var í Bern 1880, mikla áherzlu á það, aö hinn menntaði heimur kæmist í frjettaþráð- arsamband við Island og Færeyjar, til þess að unnt væri að fá daglega fregnir þaðan um veðráttuna. Með því móti yrðu allar ágizk- anir um veðráttu í norður- og vesturhluta Norðurálfunnar roiklu áreiðanlegri en nú, og það yrði aptur til mikillar nytsemdar bæði fyrir siglingar og landbúnað. Frjettaþráðinn á að leggja frá Hjaltlandi til Færeyja og svo þaðan til eiuhvers staðar »nálægt Reykjavík«. Kostnaðurinn er gizkað á að muni nema nálægt 2 miljónum króna. Ekki segir kommandör Suenson, að það geti komið til nokkurra mála, að fjelagið leggi frjettaþræði hjer um landið. Eðlilegast sje, að talsímar (telefónar) verði lagðir um það og settir í samband við frjettaþráðinn. Fjelagið ætlast ekki til að fá meira en 4% í leigu af höfuðstólnum, og svo á hann að af~ borgast á 20—30 árum. Það kveðst geta látið vintia verkið og stjórnað fyrirtækinu með miuna kostnaði en nokkurt annað fjelag. Þess vegna byst það ekki við því, að enska fjelag- ið, sem boðizt hefir til að leg'gja þráðinn, verði erviður keppinautúr; ólíklegt jafnvel, að þetta enska fjelag geti fengið menn til þess að skrifa sig fyrir hlutum, þar sem ágóðinn verði svo lítill. Það er ekki fyr en sumarið 1899, að gert er ráð fyrir að fyrirtækið komist í framkvæmd. 1 vetur á að semja við stjórnir hlutaðeigandi | ríkja um styrkveitingarnar. Að sumri á að panta þræðina og annað sem til þarf. Bóknienntir. Valdimar Briem: Biflíu- Ijóð. II. 1897. Kostn- aðarm. Sigurður Krist- jánsson. 448 bls. Hálft fimmta hundrað blaðsíður af frum- kveðnum íslenzkum ljóðum í viðbót við þær fjögur hundruð blaðsíður — og þó rúmlega það — sem áður eru komnar ! Og þetta er ekki samtíningur af sundurleitri ljóðagerð, eins og kvæðabækur aunara íslenzkra skálda, heldur samstæð ljóðaheild, aðallega út af mannkynsins æðsta, dýpsta og örðugasta um- hugsunarefni, sambandi þess við guð, þó að ýmislegt ljettvægara hafi slæðzt með. I sinni röð á þetta stórvirki skáldsins vitanlega eng- an sinn líka í íslenzkum bókmenntum. Það þarf naumast að taka það fram, að margt sje fagurt í þessu síðara bindi Biflíu- Ijóðanna og vel Kveðið. Frásagnirnar eru ylir- leitt einkar-ljósar og kröptuglega orðaðar, og viðburðunum lýst af óvenjulega ríku hugsjóna- afli. Það er óvíst, hvort nokkurt íslenzkt skáld hefir haft meira af þeirri gáfu en Valdimar Briem. Heimfærslan frá viðburðunum og kenningunum til lífsins er optast gáfuleg og lijartnæm, Og skýringarnar á trúarlegumorða- tiltækjum stundum tærasta snilld. Vjer tök- um t. d. niðurlagið á sonnettunni, sem byrjar á orðunum: »Guðsríki er súrdeign: »Eiim geisli lýst upp getur myrkan klefa, einn gneisti kveikt í heilum birkilundi, einn dropi vatns sjer dreift um víðan geiminn. Ein hugsun getur hurt rýmt öllum efa, eitt orð í tíma vakið sál af blundi, einn dropi líknar drottins frelsað heiminn*. Það er fullt af náttúrulýsingum í bókiuni, mörgum einkennilegum. Hjer koma sem sýn- ishorn tvær lýsingar á nóttunni: Bls. 71. »Af vesturhimni var hnigin sól; — þar himindrottning af gullnum stól var stigin í bláa silkisæng, þar sveipaði nótt yfir dökkum væng; en bak við hin svölu sængurtjöldin í salnum stóra skein ljósafjöldinn; þar logaði guðs á liljum hljótt, svo ljúft og íagurt um þögla nótt«. Bls. 101. »Dagur er í djúpið siginn, djúpið kalda; eins og sveinn á helbeð hniginn, hann er stiginn svalt í djúp; svipuð dökkum dauðahjúp breidd er yfir bládimm alda. .Törðin eins og ekkja grætur, einkason er tregar sinn. Eins og titra tár á kinn allt hún döggum laugað lætur. Eins og likfylgd dökk og döpur, dimm og nöpur skuggar yfir foldu fríða fölvir liða. Eins og sorgaróp og vein ómar næturvindar kvein. Þá skal þess og getið, ljóðum þessum til lofs, að í þeim ríkir svo mildur og umburð- arlyndur andi, sem framast verður á kosið. Kristur er almáttugur kœrleikur — það er ekki að eins frumtónninn, heldur svo lang- sterkasti tónninn, að annara tóna gætir í raun og veru lítið. Og þess vegna er sýnilega svo rík von skáldsins um það, að Kristur dragi alla að sínu landi, þótt síðar verði, og frá- sagan um ófarir ríka mannsins verður hjá honum að myrkri rún og draumi, cg —■ »Enn er oss ráðning draums þess dulin, því dauðlegum sjónum er eilífð hulin«. En — þrátt fyrir alla kosti þessa síðara bindis Biflluljóðanna, leyfum vjer oss að ráða mönnum til að lesa þau ekki í striklotu, heldur með hvíldum. Annars er hætt við, að mönnum finnist lesturinn nokkuð þreytandi. Það stafar meðal annars af því, að tilbreytn- in virðist vera nokkuð lítil í jafnstórri bók. Bókin er um Krist. Og vitanlega er nýja testamentið það líka, svo að það er svo sem sjálfsagt, að hann verði aðalefnið í ljóðum, sem ort eru út af nýja testamentinu. En vitanlega getur verið mjög mikill mun- ur á því, hvernig menn skilja Krist, og það þótt vel kristnir sjeu, — á hverjar hliðar á til- veru lians þeir leggja aðaláherzluna. Leggi skáld hana á hið mannlega eðli hans, er til- breytinga-tilefnið yfirfljótanlegt. Sje það apt- uv á móti guðdómseðlið, sem aðallega vakir fyrir skáldinu, er tilbreytnin allt örðugri, þótt ekki væii nema fyrir þá sök eina, að þar þrýtur mannlegan skilning. Og í Kristslýsing síra Valdimars Briems er guðdómseðlið mjög svo yfirgnæfandi. Hjá honum er Kristur í raun og veru allt af með geislakórónuna um höfuðið. Að líkindum er það í því skyni, að festa þá mynd af Kristi sem bezt í huga lesandans, að skáldið segir frá undrum í lífi hans, sem eugin heimild er fyrir í guðspjöllunum. Vjer skulum nefna tvö dæmi. Allir þekkja frásöguna í 2. kap. Lúkasar- guðspjalls um fæðing Jesú. Höf. Biflíuljóð- anna lætur sjer ekki nægja þau stórmæli, sem þar er sagt frá. Þegar hjarðmennirnir hafa fundið barnið, sjá þeir nýjar dásemdir. Dýrin í gripahúsinú lúta barninu með lotningu. Rjáfrið lyptist upp af kofanum og verður að skærri hvelfingu. Kofinn verður að musteri, sem nær upp í skýin, og jatan að altari. Svo breytist sýnin: Hvelfingin verður að »himin- festing«, musterið að »miklum undrageim« og þar er saman kominn söfnuður úr öllum heimi og heyrist »einum syngja rómi, svo unaðsblítt í þesSum helgidómi». Og enn breytist sýnin. Þá koma englafylkingar og syngja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.