Ísafold - 13.11.1897, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.11.1897, Blaðsíða 4
324 ,,Ingólfur“ og„Isafold“ sem komu með ,»HJALMARI«, »hafa svnt sig« að vera hinar beztu stein olíumaskinur sem hiugað hafa flutzt, og fást þær að eins hjá Johannes Hansen. Loksins — .já loksins er hin nýja og: snotra sölnbúð undirskrifaðs, í Hafnarstræti nr. 6, fullgjðrð, og; verður hún oprmð NÆSTKOMANDI I»RIÐJUDAG, 16. þ. m. Eins og óður lrefir verið auglýst, fást þar: Kornvörur, nýlenduvörur, kryddvörur, niðursoðið kjöt- og flskmeti, ávextir, syltetau, saft, söltuð og reykt matvæli, ostur, smjör, margarine, margar tegundir af brauði, vindlar, reyk- tóbak, rulla, rjól, vínföng. Plet- og nikkelvörur, glysvarningur, leikföng, smíðatól, jarðyrkjuverkfæri, eldhúsgögn og fleiri járnvörur, sópar, burstar, penslar, gólfmottur, hattar, húfur. Stærsta úrval af reykjarpípum og göngustöfum. Allt tilheyrandi lömpum, svo sem lampaglös, kúplar, beholdarar, reykhettur o. fl. Miklar birgðir af hengi- borð- og eldhúslömpum koma með póstskipi næst. Kurteisleg og fljót afgreiðsla! Virðingarfyllst Johannes Hansen. Vantar af fjalli rautt mertryppi, vetur- gamalt, vak’irt, mark: gat í hægra eyra og biti fr. vinstra; hver sem finnur tryppi þetta er góðfúslega beðinn að koma því sem fyrst til mín, eða gjöra mjer aðvart. »Hotel Reykjavik* 12. nóv. 1897. E. Zoega. Uppboðsauglýsing. A opinberu uppboði, sem haldið verður í Skólastræti nr. 3 í'östudaginn 19. þ. m. kl. 11 f. hád. verða eptir beiðni Arinbjarnar Svein- bjarnarsonar bókbindara seld húsgögn, reið- tygi, sængurfatnaður, úr, klukka, vatnsstig- vjel, bækur, bókaskápur o. fl. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 12. nóv. 1897. Halldór Daníelsson. Þarfanauti, sem útvegað hefir verið til bæjarins eptir ráð- stöfun bæjarstjórnarinnar, hefir verið fenginn staður hjá Sveini bónda Ingimundarsyni á Stóraseli. Hjá undirskrifuðum er óútgenginn þessi flutningur, sem komið hefir með gufu- bátnum »Reykjavík«: 1 pakki merkt O. E. Reykjavík, 1 — — Asta Jónasdóttir, 1 — — Böðvar Jónsson, Rvík, 1 ómerktur, 2 ljáir samanbundnir, ómerktir, 1 fiskabaggi, merkt S. S. L. B. Eigendur ofannefndra hluta eru beðnir að vitja þeirra sem allra fyrst og verða þeir að borga allan áfallinn kostnað. Reykjavík, 10. nóv. 1897. Bjtírn Guðmundsson. Stór og góður ballance-lampi til sölu. Ritstj. vísar a. Tilboða um tilhöggna stjettarsteina óskar ^rzlun H. Th. A. Thomsen’s. Jörð til sölu. ÖNDVERÐARNES í Grímsnesi fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1898. Jörðunni fylgir töluverð laxveiði í Hvítá, skóglendi og góð hagabeit. Túnið gefur af sjer í meðal- ári 130 hesta. Frekari upplýsingar gefur Gunnl. J’orsteins- son á Kiðjabergi, sem hefir söluumboð og byggingarráð á nefndri jörð. Þar eð Merkurlaut er mín eina kúabeit og opt góð slægja, þá hlýt jeg að biðja góða menn að hafa hana ekki fyrir áfangastað, eins og geit var í sumar. Þá sem nauðsyn knýr til að nátta sig í mlnu landi, bið jeg að gjöri svo vel að koma heim til mín og fá leiðbein- | ingu þangað sem betur hagar. Skálmholti 29. okt. 1897. Sveinn Teitsson. Alþýðufyrirlestrar S t ú d e 111 a fj e 1 a g s i 11 s, á morgun kl. 6. J ón Ólafssonar talar um verzlunarfrelsi og verndartolla. Haustbirgðir mínar fjekk jeg með gufuskipinu ))Mercur«, þær helztu vörutegundir sem komið hafa eru: Steinolía, Kaffi, Kandís, Exportkaffi, Reyk- tóbak, Bankabygg, Hafrar, Sago, stór og smá Hveiti, Kex, margar tegundir, Epli, ; Vínber, Laukur Lampar margs konar, og margt fleira, er síðar mun nákvæmar verða auglýst. Ásgeir Sigurðsson. Nýja Testamentið, enska útgáfan, fæst í bókverzlun ísafoldar, kostar 1 kr. Aukanæturvörður í Reykjavík verður skipaður í næsta mánuði í stað Arna Zakaríassonar, sem hefur fengið lausn frá þeirri sýslan. Aukanæturvarzlan stendur yfir frá 1. október á haustin til 15. marz á vorinu og kaupið er 43 kr. (ekki 45) á mánuði. Þeir sem vilja sækja um sýslan þessa sendi bónarbrjef sín, stýluð til bæjarstjórnar- innar, hingað á skrifstofuna fyrir lok yfirstand- andi mánaðar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. nóvember 1897. Halldór Daníelsson. Auglýsing. I sambandi við proclama dags. 19. þ. m., er hjer með skorað á þá, sem áttu óborgaðar skuldir til Sigurðar heitins Jónssonar á Stóru- Vatnsleysu, að borga þær hingað innan sama tíma; að öðrum kosti verða þeir lögsóttir. Skiptaráðandinn í Kjósar- og Gullbringusýslu, 30. okt. 1897. Franz Siemsen. Veðurathuganir íReykjavik, eptir Dr. J. Jónassen okt. (A Hiti Celsius) Loptþ.mælir ímillimet.) V eðurátt. á nótt um hd. Im. em. fm. em. Ld. 6 + 8 + 9 764.5 762.0 a hv d a hv d Sd. 7. + 8 + O 762.0 762.0 a hv b Sa hvd Md. 8. + 7 + 8 762.0 759.5 Sah d Sa h d Þd. !). + 7 + 9 756.9 754.4 Sa h d 0 d Md.10 + 2 + 5 754.4 754.4 0 b 0 h Fd. 11. + 3 1 756.9 756.9 N h h Nhvb Fd. 12. 4 -L- 5 756.9 762.0 Nhvb Nhvb Ld. 13. - 6 764.5 N h b Hefir verið við austanátt opt hvass þar til 10. er lijer var logn og hjart veður allan daginn, en gekk svo til norðurs með vægu frosti. I morg- un (13.) enn á norðan, hvass úti fyrir. Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson. Meðritstjóri Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.