Ísafold - 13.11.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.11.1897, Blaðsíða 3
323 optar en þrisvar; í Hatna og Miðness hreppa átti hann að fara 5 ferðir; en í Bessastaðahrepp kom hann áldrei. Hafa nú ekki þessir hreppar líka ástæðu og Kjósarsýslubúar til að minnast á tillögur sinar til gufubátsins og hera þær saman við gagnið, sem þeir hafa haft af honum? Hess má geta, — þeim til huggunar, sem litið hafa notað þetta samgöngufæri, — að hinir, sem mest hafa notað það, hafa ekki fengið það ó- keypis. — Það er min meining, að gufuhátaferð- irnar um Faxaflóa sjeu þær einu samgöngubætur, sem geti orðið Gullbringu- og Kjósarsýslubúum að verulegu gagni, ef ferðunum er haganlega niður- raðað, og ætti því enginn hluti sýslunnarað telj- ast undan að leggja til þeirra sinn litla skerf, þvi tillögurnar frá hverjum einstökum hreppi geta ekki þunghærar lieitið. (Niðurl. næst). Landakoti 29. okt. 1897. Guöví. Guðmundsson. íúlskipa-afli kaupm. Th. Thorsteinssons i Reykjavik 1897. Hann hafði 5 skip við þorsk- veiðar í sumar og 1 á hákarlaveiðum. Aflinn varð sem hjer segir: Margrjet (skipstj. Finnur Finnsson, skipverjar 20) fekk á 25 vikum 79,217 fiska, er úr varð 478 skpd. 204 pd. af verkuðum fiski,; fóru 165ískpd.; meðaltal á mann 23 skpd. 298 pd. af verkuðum fiski. »City of BristoL (Jóhannes Bjarnason, 16 manns) fekk á 22 vikum 45;540 fiska = 212 skpd. 6 pd. verkuð; 214 skpd; 13 skpd. 80 pd. á mann. »Shakspeare« (Magnús Magnússon, 20 manns) fekk á 13 vikum 43,306 eða 213 skpd. 149 pd.; 203 i skpd; 10 skpd. 215 pd. á mann. »Gylfi« (Ellert Sehram, 12 manns) aflaði á 23 vikum 43,201 eða 226 skpd. 289 pd.; 190 í skpd.; 18 skpd. 291 pd. á mann. »Geir litli* (Stefán Bjarnason, 8 manns) fekk á 13 vikum 17,112. »Matthildur« (Þorlákur Teitsson, 9 manns) afl- aði á 25 vikum 578 lifrar (18 kúta mál). Farsóttír i Reykjavíkurlæknislijeraði. Júli: Taugaveiki 4. Heimakoma 1. Kighósti 2. Lungnakvef 3. Lungnahólga (Pn. croup) 1. Maga- og garnakvef 13. Kláði 1. Agúst: Taugaveiki 3. Lungnakvef 14. Lungna- hólga 5 (Pn. cat. 2, Pn. croup.) 3. Maga- og garnakvef 8. Barnsfararsótt 1. Gkmorrhea 1. íjungnatæring 6. Kláði 3. September: Taugaveiki 2. Kverkahólga 3. Barnaveiki 1. Lungnakvef 13. Lungnabólga(Pn. cat.) 2. Maga- og garnakvef 15. Barnsfararsótt 1. Gonorrhea 2. Kirtlaveiki 5. Lungnatæring 3. Holdsveiki 1. Október: Taugaveiki 2. Kverkabólga 4. Lungna- kvef 25. Lungnabólga (Pn. croup.) 2. Maga- og garnakvef 13. Kirtlaveiki 2. Lungnatæring 4. Sullaveiki 2. Kláði 1. Rv. 8. nóv. ’97. Guðm. Björnsson. ,,t»jóðólfs“-maðurinn dæmdur. Eins og marga mun reka minni til, varð hann fyrir því slysi í vor sem leið, að vera dæmdur í hjeraði í 100 króna útlát fyrir óvandaðan munnsöfnuð um ritstjóra þessa blaðs. Svo hafði honum þar að auki ekki líkað formáli sá, er ísafold hafði fyrir lögsóknartilkynningunni, þar sem hann var kallað- ur meðal annars ljúfmenni, prúðmenni, snyrtimenni og mörgum öðrum fögrum nöfnum, — hann fór i mál til að hrinda af sjer þeim áburði, losa sig undan ]ieim hvimleiðu nafnagiptum; en það reynd- ist árangurslanst. Þangað til nú i yfirrjetti. Þeir hafa miskunnað sig yfir hann, hinir háu yfirdóm- arar landsins, og láta áminnzt ummæli, tilnefndan formála, varða 40 króna sekt, — án þess þó að dæma þau dauð og ómerk. Maðurinn er þessum dómi fegnari en frá megi segja. Hann leikur á als oddi. Það gengur næst ) þvi, sem hann hefði nýhrundið af höndum sjer meiri háttar uppsagnar-atlögu, með harðfengilegu fulltingi Skjaldvarar. Hann lýsir innilegri velþóknun sinni á yfirdóm- urunum, en veitir undirdómarannm þungar átölur; þykir hann auðsjáanlega hafa stórum inisgert við sig. Þannig lagað hugarfar, — að láta sjer vera skapraun í gullhömrum um sjálfan sig, — hefir ef til vill eugan veginn verið dæmalanst i kristninni fyrir mörgum öldum, þegar andlegar og líkamleg- ar meinlætingar voru metnar með mestu yfirburð- um frægra trúargarpa, og má vera, að guðsmaður þessi hafi tekið sjer einhvern slíkan til fyrirmynd- ar. En nú á thnurn mun slikt í meira lagi fágætt, ef eigi eins dæmi. Afreksmenn vorrar aldar eru yfirleitt allt öðru visi skapi farnir. Má mikið vera, ef þeir treysta sjer einu sinni til að hugsa sjer það sem óumræðilega sálarkvöl, að verða fyr- ir maklegu lofi með viðeigandi íburðarmiklum kenningum, eða þá hitt sem frámunalegt fagnaðar- efni, að vera dæmdur af öðrum eins fríðindum. Messufall á morgun í dómkirkjunni; ekki full- þurr orðin innan. Hjálmar« komst á stað á Sunuud. 7. þ. m. Skipstj. Guðmundur Kristjánsson fór með skipinu, til að bæta úr ókunnugleika skipverja hjer við land. Annars fór fátt farþega. Sumir settust aptur. Gufuskipið „Merkur“ (244 smál., skipstj. Kvindesland) kom liingað aðfaranótt 11. þ. m. frá Leith með vörur til Ásgeirs kaupm. Sigurðssonar hjer og Pöntunarfjelags ísfirðinga. Hefir verið von á skipi þessu frá því snemma í haust. Það var 5^/ss sólarhring á leiðinni. Það er eign hins sameinaða gufuskipafjelags í Kaupmh. Með því komu farþegar þeir, er eptir urðu af »Hjálmari« i Leith og nefndir eru i síðasta blaði. Staðarbruni. Staðurinn að Kirkjubæ i Hró- arstungu, þar sem síra Einar próf. og alþm. Jóns- son er prestur, brann snemma í f. m., nýtt timb- ur íbúðarhús vænt m. m., fjós með 6 nautgripum, er köfnuðuðu. Fólki bjargað, en litlu öðru. Skað- inn metiun að sögn 10,000 kr. Allt óvátryggt, hús og munir. Sigling. Hjer kom í nótt eptir 16 daga ferð frá Liverpool skipið »Hermod«, 96 smál., skipstj. Petersen, með salt og steinolíu til W. Fischers. Hafði legið 2 daga inni á Tálknafirði vegna storms. Siys. Eldri sonur Balds timburmeistara, W. Bald timbursmiður, er ásamt bróður sinum stjórn- ar verkum við grunnhleðsluna að holdsveikraspí- talanum í Laugarnesi, varð fyrir því slysi fyrir nokkrum dögum, að grjótsprengingarhleðsla rauk framan í hann og særði hann til muna, einkum augu og enni; þó von urn, að hann haldi sjón. Unglingspiltur íslenzkur, er var í verki með honum, fótbrotnaði — annar leggurinn á liægra fæti. W. CHRISTENSEN verzlun Nýkomiö: Corued Beef. Liaiubatuiiga. Nautatunga. Kipp. Hennings. Anchovis. Sardinur. Fiskaboilur. Fiskabúðingur. Fedsiid í olíu. Leverpostej. Holl. ostur á 55, 70, 75, 80 a. pd. Sveitzerostur, mej.ostur, Vínber o. m. fl. RJÚPUR eru keyptar ,í vezlun G. Zoega. EIMREIÐIN I.—III. ár, á 6 kr. 50 au.; sjerstök hepti á 1 kr. selur hókbindari Sigurður Jónsson Rvik. Ung kýr, helzt borin fvrir jól, óskast til kaups. Semja má við Jón Valdason, Skóla- bænum. Dúkstrangi- stór gólfábreiða, ofin í hegningarbúsinu, er til sölu fyrir mjög væga borguu. Ritstjóri vísar á seljanda. Lóðin í Þingholtsstræti fyrir sunnan húsið nr. 17 er til sölu uú þegar ágætt; bygg in arstæði, götur á 3 vegu. Listhafendur snúi sjer til hr. Þórðar Guðmundssonar frá Glasgow og semji við hann um kaupin. Nýkoinið ineð »Hjáiinar« og >Mercur« í Ensku Wunina. Hindber Syltetöi og fleiri tegundir Ananas. Perur. Apricoser. Sardinur og margt niðursoðið. Margs konar kaffibrauð og kex. Pipar. Canel. Allehaande. Kardemommer. Succat. Citronolía. Gærpulver. Eggjapulver. Muskatblóm. Te, þrjár tegundir. Hollenzkur ostur. Lemonade. Kola. Ginger-Ale. Ginger-beer Cocoa. Chocolate. Cadbury’s Coeoa. Bollapör. Diskar. Skálar. Könnur. Vaskastel. Tarínur. Sósuskálar. Kartöfluföt. Steikaraföt, o. fl. Ostakúpur. Smjörkúpur. Sykurker. Regnlcápur, mjög ódýrar, handa konum og körlum. »Sport«, húfur. Sjómanna-húfur. Vefjargarn. Prjónagarn. Galoscher handa herrum og dömum. Bollabakkar. Bindingssporjárn. Hefiltannir, axir, sagir o. fl. W. G. Spence Patei'son. Fyrir margvislega sæmd og vinarhót mjer auð- sýnd af sveitungum mínam í haust i minningu þess, að jeg hefi haft hjer hreppstjórn á hendi í 28 ár. votta jeg þeim mitt innilegasta þakklæti. Skal jeg sjerstaklega minnast fjölmenns samsætis mjer til virðingar að Álafossi 24. þ. m. (40 manns), þar sem mjer var afkent sæmdargjöf, silfurbúinn stafnr með nafni minn á og dagsetningu, og konu minni Bifliuljóðin í skrautbandi. Miðdal í Mosfelksveit 10. nóv. 1897. Guðm. Einarsson. Tryppi. Þrjú tryppi, — eitt dökkjarpt 2 v. mark: gagnbitað hægra, — eitt móbrúnt 2 v., og eitt rautt vgl. — töpuðust úr port- inu hjá C. Zimsen vikuna sem leið. Sá sem hitta kynni þessi tryppi, er beðinn að koma þeim til C. Zimsens, Reykjavík I?aö ódýrasta liús eptir stærð og gæðum er húseign Samúels Olafssonar í Vesturgötu. Mjög stór lóð fylgir. Fæst keypt nú þegar. Jörðin Meðalfellskot í Kjósarhreppi er til kaups og laus til ábúðar i næstkomandi fardögum 1898. íbúðarhúsin á jörðinni eru nýleg loptbaðstofa, portbyggð, 12 ál. á lengd og 6 ál. á breidd með kjallara undir; fjárhús fyrir 150 fjár, 6 kúa fjós, hús fyrir 14 hesta, 2 heyhlöður með járnþaki sem taka um 500 hesta heys báðar. Landsnytjar sem jörðinni fylgja; eru: móskurðir, torfrista, lax og silnngsveiði itak í skógarliöggi Semja má við ábúanda jarðarinnar, Einar Brinj- ólfsson. sem gefur nánari upplýsingar. Jörðin Aðalból í Húnavatnssýslu er til sölu og ábúðar frá næstu fardögum. Semja má við óðalsbónda Björn Jónsson á Barkarstöðum i Mið- firð! eða Sigurð Benediktson i Skildinganesi fyr- U' árslok.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.