Ísafold - 13.11.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.11.1897, Blaðsíða 2
322 Þrjú guðspjöllin segja frá því, að þegar Jesús hafi mettað 5000 manna, hafi haun farið upp á fjall, og tvö þeirra geta um, að erindið hafi verið að biðjast fyrir. Annað er ekki sagt frá þessari fjallferð hans í guöspjöll- unum. Biflíuljóðin skýra allnákvæmlega frá henni. Grimmustu villid/r skríða að fótum hans, eins og þau beiðist líknar. Náttúran skr/ðist sínum fegursta búningi honum til d/rðar. Og hvert einasta tár hans verður að frjóvgandi dögg, svellköld klöppin, sem hann stendur á, grær á svipstundu, og þar sprettur upp blómlundur á björgunum. Því skal alls ekki neitaö, aö þetta sje allt saman fagurt. En í raun og veru skyrir þaö að engu leyti hugmyndir vorar um Krist. Og það má bjóða manni svo mikið af því tag- inu, aö það hætti að verða hugönæmt. Af þessum dæmum, sem hjer hafa verið til færð, munu lesendur vorir renna grun í, að skáldinu sje ekkert sjerlega annt um að hraða sjer með frásögnina, nje heldur, að það kyn- oki sjer við að bæta /msu inn í frá eigin brjósti. Með allri viröingu fyrir hinum á- gæta höfundi skulum vjer ekki dyljast þess, að við lestur ljóðanna höfum vjer ekki getað varizt þeirri hugsun, að langflest þeirra hefðu orðið áhrifameiri, ef þau hefðvi verið mun styttri. Ekkert þeirra er þó — oss liggur við að segja — jafn-raunalega langt eins og kvæðið: »Jesvís í Getsemane«. Atburðurinn, sem það kvæði er um ort, er nokkurn vsginn svo á- takanlegur, sem unnt er að hugsa sjer, og það enda þótt ekki sje lögð í hann sú sjer- staka þ/Sing, sem hann hefur í augum krist- inna manna. Kristur gengur um garðinn friðlaus, biður guð hvað eptir annað, að þessi kaleikur megi víkja frá sjer og sálarþjáningar hans verða svo ríkar, að sveiti hans verður eins og blóöhnykl- ar. Og á annari eins stund geta lærisveinar hans með engu móti vakað hjá honum! Þrjú guðspjöllin segja frá þessu, öll með fám orð- um. Gullvægara yrkisefni en þetta er ekki til í allri biblíunni. En það virðist liggja í augum uppi, að hjer eiga engar málalenging- ar við. Það er að sjálfsögðu stórskemmd, að skjóta hjer nokkrum atburðum inn í frá eig- in brjósti, af þeirri einföldu ástæðu, að engir slíkir innskotsatl)urðir verða jafnátakanlegir aðalyrkisefninu og geta því ekki orðið til ann- ars en að veikja áhrifin af kvæöinu. Hvað gerir nú höf. Biflíuljóöanna? Hann lætur lærisveinana fara, hvern eptir annan, að segja Kristi drauma rnitt í sálarangist hans, og Kristur fer að ráða þá! Þegar vjer lásunr það kvæði, lá oss við að fara að óska þess að höf. hefði staöiö við þaun ásetning sinn, sem hann tekur fram í formálanum, að semja að eins »biblíusögur í ljóðum<(. Þar sem vjer sögðum hjer að ofan, að n/ja testamentiö sje um Krist, þá eigum vjer auð- vitað við það að hanri sje aðalpersónan þar. En /msir aðrir eru þar, svo sem kunnugt er, •senr þ/ðingarmikil hlutverk hafa af höndum að inna. Nú bætti það nrjög upp fábreytn- ina í Krists-l/singunni, ef jafnframt kæmi fram sk/r og djúpsær skilningur á þeinr stór- memrurn í andans heimi og oss væri s/nt inn í sálir þeirra á þ/ðingarmestu lífsstundun- um. En það veröur naumast sagt að svo sje. Tökum t. d. Jóhannes skírara, apturhvarfs- prjedikarann harðorða með trúarákafann mikla, sem hefst við í óbyggðum, klæðir sig a’llt öðru vísi en aðrir menn og lifir meinlætalífi. Hug- renningum hans í d/flissunni rjett á undan lífláti hans er 1/st í einu kvæðinu, sem er pr/ðisfallegt. En það einkennir svo lítið Jó- hannes skírara. Hann er þar að biðja fyrir Heródesi, Heródías og »gjörvallri guðlausri þjóð«. Hann verður nokkurs konar smá-Krist- ur. Jóhannesar-einkennin eru horfin. Og vjer þekkjum ekkert betur eptir en áður þessa stór- skornu mannssál. Nefna má annað dæmi: Nikódemus. Til- efnið virðist þar lagt upp í hendurnar á skáld- inu, til þess að 1/sa manninum með efann og sannleiksþorstann í hjartanu. Langt kvæði, að sumu leyti yndislega fallegt, hefir skáldið ort um fund Krists og Nikódemusar. En þetta tilefni, sem hjer er um að ræða, sálarfræðislega atriðið, hefir höf. látið svo algerlega ónotað, að Nikódemus ávarpar Krist að eins fáum oröum í byrjun samræðunnar, og eptir það segir hann ekki eitt einasta orð. I viðbót við þetta skulum vjer láta oss nægja að benda á afneitun Pjeturs. I stað þess að sk/ra þessa lítilmannlegu hrösun hinn- ar miklu trúarhetju kristninnar, atvik, sem virðist geta verið auðug gullnáma fyrir sálar- fræðing, lendir mest í því fyrir skáldinu, að færa Pjetri þaö til málsbóta, að haun hafi svo opt endranær reynzt vaskur maður og kappi mikill. Nú mun nóg þykja komið af útásetningun- um. Þyki þær of miklar, færum vjerossþað til afsökunar, að Bifliuljóðin eru of viröulegt bókmennta-afreksverk til þess, að menn nenni ekki að reyna að átta sig á þeim — eins torfærunum, sem verða á vegi skáldsnilldar- innar, eins og skeiðvellinum, þar sem hann er greiöfærastur, — og allt lendi í hugsunarlitlu lofi. Það er sjálfsagt óþarfi að segja, að oss virðist hver íslendingur þurfa að lesa þessi ljóð. Það eru sárfá kvæði í bindinu, sem ekki liafa einhverja fegurð að bjóða. Og því opt- ar, sem menn lesa þau, því fleiri verða fögru staðirnir, sem lesandinn mun finna. En — vjer tökum það aptur fram - það þarf að lesa þau smátt og srnátt, ekki vert að herða sig með þau eins og æsandi skáldsögu. Sýsluskipting Kjósar- og Gullbringusýslu. Síra Þorkell prestur á Reynivöllum hefir í 75. tbl. Isafoldar þ. á. leitazt við a'ð sýna þjóðinni og sannfæra hana um, hversu það sje ranglátt, að láta þá, Kjósarsýslubúa, lengur hafa samneyti og sýslufjelag við oss, hina efnaminni ibúa Gull- bringusýslu; en vjer getum ekki af þessari grein prestsins fyllilega sannfærzt um, að þetta sje eins tilfinnanlegt ranglæti, eins og hann lætur í ljósi; og af þeim orsökum mun tnálið hafa fengið þann mótbyr í sýslunefndinni hingað til, sem prestur- inn kvartar undan, þegar hann rekur sögn þess. Sögu málsins sleppi jeg nú með öllu; (hún getur verið rjett í öllum aðalatriðum; en jeg hygg, að hinn fyrverandi sýslunefndarmaður Kjósarhrepps hafi ekki fundið eins sárt til ójafnaðarins, sem sýslusambandið á að valda Kjósarsýslubúum, ept- ir skoðun prestsins, og þess vegna hafi hann ekki framfylgt málinu með neinnm verulegum áhuga þau ár, sem hann var í sýslunefnd. Jeg ætla þá að víkja að ástæðum þeim, sem presturinn telur fram sem meðmæli með sýslnskiptunum. Hann segir að 3 nyrztu hrepparnir (Kjósar, Kjalarness og Mosfells) iifi mest á landbúnaði, og hinn 4., Seltjarnarneshreppur, að nokkru leyti, en 8 »syðstu hreppar sýslunnar lifa mestmegnis á sjávaraflac, segir hann. Þetta er að miklu leyti rjett, að því viðbættu, að allir hreppar beggja sýslnanna, undantekningarlaust, lifa bæði á sjáv- arafla og landbúnaði, þó það sje mjög mismun- andi stj'rkur, sem hver þessara hreppa hefir af þessum tveimur atvinnuvegum. En hvað hina 3 nyrztu hreppa (Kjósarsýslu) snertir, þá er jeg í engum efa um það, að sumir, jafnvel efnuðustu bændurnir, — að minnsta kosti í Kjósar og Kjal- arness hreppum, — hafa til skamms tíma lifað eins mikið eða meira af ’sjávarafla en landbúnaði, enda hafa sumir þeirra viðurkennt, að sjávaraflinn, fremur en landbúnaðurinn, hafi sett fæturna und- ir bústofn þeirra. Það er kunnugra en frá þnrfi að segja, að mjög mörg undanfarin ár gjörðu Kjósarsýslubúar og Kjalnesingar út skip og báta til fiskiveiða hjer í Gullhringusýslu hæði vetrar- og vorvertlðir, og sóttu hjer sjó með engu minna kappi og fylgi en sjávarhændur. Yið þessu amaðist enginn, og, á meðan afli var hjer nokkur, óskuðu Kjósarsýslubúar ekki eptir neinum sýsluskiptum, en þegar þeir þykjast sjá fram á, að þeir vegna aflaleysis geti ekki lengur haft gott af því að nota suðurhreppa Gullhringu- sýslu fyrir selstöðu, þá vilja þeir fegnir skilja fjelag við oss, að minnsta kosti sumir þeirra. Enda veit jeg það mikið vel, að það eru allt aðr- ar ástæður, sem knýja prestinn til að fylgja þessu máli fram, heldur en þær, sem hann minnist á í grein sinni. Það er, i stuttu máli, kvíði fyrir ó- komna tímanum. Hann hýst nefnil. við því að sumir sjávarhrepparnir, út af langvinnu fiskileysi, verði svo armir, að þeim verði að skipta upp á hina efuabetri hreppa sýslunnar, enda veit hann að sýslan hefir nú þegar tekið lán handa einum þeirra, Undan þessum ófögnuði vill presturinn flýja með sína sýslubúa og skal jeg ekki lá hon- um það; því svo munu fleiri vera. Bresturinn segir, að af því að nyrztu hrepparn- ir lifi mest á landbúnaði og suðurhrepparnir mest- megnis á sjávarútvegi, leiði það, að hagsmunir suður- og norðurhlutans sjeu ólikir og geti »ein- att komið í bága í sýslunefndinnic. Þvítilsönn- unar telur hann það, að gufubáturinn »Eeykja- vík« hafi komið Kjósarsýslubúum að litlum not- um i samanburði við tillagið, er þeir lögðu til hans, og, að sýslunefndarmenn Kjósarhrepps hafi undanfarin ár haft ofmikil áhrif á fiskiveiðamál suðurhreppanna. Áður en jeg tek þessi tvö dæmi til ihugunar, skal jeg leyfa mjer að leggja fyrir prestinn, og jafnframt fyrir almenning, eina spurningu: Hvað skyldu það vera margar sýslur á landinu, sem ekki hafa bæði sveita- og sjávarbúnað? Skyldu þær ekki vera nokkuð margar, sýslurnar þær, þar sem sumir hreppar »lifa mestmegnis á sjávar- afla«, en nokkrir »hrepparnir mest á landbún- aði«? Öllum þeim sýslum ætti, — eptir kenn- ingu prestsins — að skipta i tvennt; fiokka sjávarhreppana saman og landhúnaðarhreppana sjer. Þessi flokkaskipting gæti samt orðið óþægileg, þar sem svo stendur á, að nokkur liluti eins hrepps lifir nær eingöngu af sjó, en liinn hlutinn af landbúnaði, eins og t. d. Grindavíkurhreppur. Krisuvíkurhverfið með Vigdísarvöllum ætti þá að fylgja Kjósarsýslu!! — Hví skyldu þeir ekki hafa sama rjett og Kjósarsýsluhúar til að losa sig úr sambandi við hina hættulegu sjávarhreppa sýsl- unnar? Mig furðaði stórlega, þegar jeg sá, að sýslu- nefndarmaðurinn fór eins og að telja eptir þann styrk, sem Kjósarsýslubúar leggja til samgöngu- bóta hjer um Faxaflóa, af því að gufuháturinn kom þar (í Kjósina) ekki nema 4 ferðir 1 sumar. En hver rjeð því, að hann kom þar ekki optar? Sýslunefndarmaður Kjósarhrepps, ef jeg man rjett. Hann mun hafa látið í Ijósi við þá, sem sömdu ferðaáætlunina, að Kjósarmenn [>yrftu hans ekki fleiri ferðir. En þó að gufubáturinn kæmi þar ekki optar, þá efast jeg stórlega um, að nokkur einstakur maður hafi haft jafnmikið gott af ferð- um hans og einmitt sýslunefndarmaðurinn sjálfur, og ætla jeg ekki að útskýra það frekar hjer. En hvað mættu þá 3 syðstu hreppar sýslunnar og Bessastaðahreppur segja í þessu efni? í Grinda- vik átti gufubáturinn að fara 4 ferðir — jafnt og i Kjósina, — en mun ekki hafa komið þangað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.