Ísafold - 12.02.1898, Side 1
ISAFOL
Uppsögn (sknflegy bunuin vn)
áraraót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er i
Austurstrœti 8.
Reykjavik, laiifíardaffinn 12. febrúar 1898.
S. blaö.
Kemur ut ýniist einu sinni eða
tvi<v. í viku. Verð árg. (SO arka
rainnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 */2 doll.; borgist fyrir raiðjan
júli (erlendis fyrir frani).
XXV. árar.
Forngripasaf opiðmvd.og ld. kl.ll—12.
Lcndsba• kinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri vifl lll/a — l1/2,a.nn-
ar gæzlustjóri 12—1.
Landsbólcasafn opið bvern virkan dag
kl. 12—2, og einni stundu iengur (til kl.3)
md., ravd. og ld. til útlána.
Um gx’óðrar-tilraunir
á íslandi.
Síðastliðið ár var allmikið ritað um
m'slenzka fóðurjurtafraeðin í blöðunum.
St JJn Stefánsson kennari, sem hóf
umræðurnar í »íaafold«, 10., 11. og 12.
bl., komst að þeirri niðurstöðu, að
íslenzk fóðurjurtafræði væri eigi til.
Hann áleit, sem fleiri, að svo búið
megi eigi lengur standa, en að nú
verði þegar að gera eitthvað í áttiua
að búa til fóðurjurtafræði handa ls-
lendingum.
Um þetta verða nú sjalfsagt margir
samdóma; en hitt er eptir að vita,
hvort mönnum getur komið saman
um aðferðina, eða, á hverju eigi að
byrja.
J>að hefir nú verið að nokkru leyti
rannsakað, hverjar plöntur vaxa á Is-
landi, þar á meðal fóðurgrösin. Vita-
skuld eru þessar rannsóknir eigi gerð-
ar til hlítar, og verða ekki fram-
kvæmdar á stuttum tíma. Hitt er al-
gerlega eptir að athuga og rannsaka
vfsindalega, með hvaða skilyrðum þessi
fóðurgrös okkar þrífast og vaxa, hvers
konar jarðvegur er hentugastur fyrir
hverja tegund út af fyrir sig, og
hvaða áburður eigi hezt við, eptir því
sem ýmislega hagar til. En þetta
þarf allt að athuga nákvæmlega.
Ennfremur og þessu jafnhliða þarfað
gera tilraunir með útlendar fóðurjurt-
ir, sem einhver líkindi væru til, að
gætu þrifizt heima, vaxið og öðlazt
þroska.. f>essar tilraunir og rannsókn-
ir með innlendar og útlendar fóður-
jurtir eiga síðan að leggja grundvöll-
inn uvdir ísl nzka fóóurjurtafrœði.
En jafnframt þessum athugunum með
fóðurgrösin þarf að gera tilraunir með
ótal fleira á ýmsan hátt, t. d. með
ýmsar viðartegundir, er gætu orðið, ef
þær næðu vexti og viðgangi —, til
skjóls, varnar og 'prtjði. Sömuleiðis
þarf að gera tilraunir með matjurtir,
blómplöntur, kryddjurtir og fleira. En
þessar tilraunir þarf að byrja, og byrja
sem fyrst.
f>essar tilraunir og rannsóknir, sem
hjer hefir verið minnzt á, geta orðið,
og hljóta að verða, að ákaflega miklum
verklegum notum fyrir landbúnaðinn.
Ef jarðyrkjunni á að miða fljótlega
áfram hjá oss, þá hljótum vjer að taka
upp aðra aðferð en þá, sem hinsað
til hefur við gengizt, því með henni
miðar jarðabótunum afarseint áfram,
Vjer verðum að nota meira plóg og
hesta, en gert hefur verið, og plœgja
jörðiua, og það hvern reit optar en
einu sinni á heilli öld. Jeg skal samt
ekki gera þetta atriði að umræðu-efni
hjer; jeg vil að eins benda :á, hve
gott væri að hafa innlendar athuganir
og rannsóknir við að styðjast, hváð
snertir sáningu á grasfræi, og margt
fleira þar að lútandi, þegar vjer tökum
af alvöru npp þá aðferð að plægja
jörðina, eins og hún kemur fyrir.
Stofnun, sem fengist við alls konar
ræktunartilraunir með plöntugróður,
ætti að geta með tímanum gefið á-
reiðanlegar leiðbeiningar í þessu efni.
Og raeð þetta fyrir augum sjer hljóta
alltr að sjá, hve mikdsverð slík stofn-
un gæti orðið.fyrir jarðræktina. Einn-
ig ætti að vera hægt, að fá þar alls
konar fræ, og leiðbeiningar um sán-
ingu þess, o. s. frv. Með tímanum
ætti svo við hliðina á þessari tilrauna-
ræktunarstofnun að koma fóðrunar-
tilraunir, þar sem gildi fóðurjurtanna
væri rannsakað og reynt á búpeningi
vorum. En þar sem það aðsjálfsögðu
á lengra í land heldur en tilraunir
með jurtagróður, þá fer jeg eigi lengra
út í það efm.
það, sem því að minni hyggju ligg-
ur næst að gera í þessu efni, er þetta,
að koma á fót tilraunastofnun, stofn-
un, sem fáist við tilraunir með alls-
konar plöntur, líkt og tíðkast erlendis.
Til þess að fá þessu framgengt, þarf
að útvega stað (jörð), þar sem hægt
sje að gera þessar tilraunir og halda
þeim áfram. |>á kemur spurning um
það, hver eigi að koma upp og kosta
slíka stofnun.
Einhverjum kann ef til vill að
detta í hug, að Búnaðarfjelag Suður-
amtsins eða hið tilvonandi allsherjar-
búnaðarfjelag landsins kosti þetta
fyrirtæki. En án þess jeg ætli að
nberja lóminn« fyrir ‘búnaðarfjelagið,
þá álít jeg, að naumast geti komið til
mála, að það leggi frara fje til slíks
fyrirtækis. j>að yrði því ofurefli. Enda
hefir það í mörg horn að líta. En
hugsazt gæti, að það gæti með tíman-
um tekið þátt í viðhaldskostnaðinum,
um leið og það að sjálfsögðu eða rjett-
ara sagt stjórn þess hefði umsjón með
stofnuninni eða fyrirtækinu.
Mín skoðun er sú, að alþingi eigi
næst að leggja fram nægilegt fje til
þess, að fyrirtækið komist til fram-
kvæmdar, ogútvega, —helzt að kaupa
— jörð handa stofnuniuni. Jörðin,
sem valin væri, þyrfti að vera á hent-
ugum stað. Mjer hefir komið í hug,
að fyrir margra hluta sakir væri Viðey
hentug undir slíkan tilraunajurtagarð.
Nú mun því svo farið, að eigendur
Viðeyjar vilji gjarnan selja hana, og
ætti þá þingið eða landssjóður að nota
það tækifæri, og kaupa eyna. Viðey
er góð eign, og landssjóður þyrfti ekki
að skammast sín fyrir að eiga blett-
inn. J>egar fjeð er fengið og staður-
inn, —hvort heldur það or nú Viðey eða
önnur jörð — útvegaður, og hæfur mað-
ur f nginn til að standa fyrir tilraun-
unutn, þá ætti að byrja á þeim tafar-
lausc.
þessi maður þarf að haía kynnzt
sviþuðum tilraunum erlendis, og vera
að öðru leyti þeim hæfileikum búinn,
sem til þess þarf, að verkið — rann-
sóknirnar og tilraunirnar—fari vel úr
hendi og beri góða ávexti.
J>að skal tekið fram, til vonar og
vara, af því mönnum hættir opt við,
að vera dálítið tortryggnir, að sá,
sem ritar línur þessar, hefur alls eigi
í huga, að gerast forstöðumaður fyrir
slíkum tilraunum, því til þess vantar
hann flest eða jafnvel öll skilyrði.
Sigurður Sigurðsson
(frá Langbolti).
Alþýðumenntunin.
I»að sern Pjetur og Páll segja
um hana..
Eptir alþýðukennara.
II.
|>að má væntanlega gera ráð fyrir
því, að flestum, sem láta sjer annt
um velferð þjóðar sinnar, komi sam-
an um það, að hollt og gott barna-
uppeldi sje meginskilyrði fyrir hag-
sæld hennar. Sjeu heimilin nú eigi
einfær um að veita hagfelt andlegt
og líkamlegt uppeldi börnunum, þá
eru engin önnur ráð til en þau, að
útvega þeim kennara á annan hátt.
f>etta hefir auðvitað vakað fyrir þing-
inu, þegar það byrjaði að miðla fje
úr landssjóði til barnaskóla og um-
ferðarkennslu. jþað verður því ekki
annað sagt, en að þingið hafi farið þar
rjetta leið.
Svo er víst. Og þökk sje þinginu
fyrir það, að það sá þessa nauðsyn
og vildi bæta úr þörfinni. En hefði
þinginu í engu missýnzt, og væru að-
gerðir þess hinar hyggilegustu, þá
væri nú allt meðfelldu, og ekkert óá-
nægju-efni út af menntun alþýðunnar.
En nú er ekki því að heilsa.
Hverju er þá einkum ábótavant, og
hvað mætti gera til lagfæringar?
Lítum á fáein atriði.
Unigangskonnslan,
J>að er að svo stöddu ekki við öðr-
um eða betri kenuslukröptum að gera
en þeirn, sem til eru. En mætti þó
ekki ýmislegt betur fara?
Jú, sjálfsagt margt í lag færa, ef
góðir menn hafa hug á því og eru
samtaka um það. En örðugleikarnir
eru margir. f>að er t. d. afar-torvelt
að safna börnum saman nokkuð mörg-
um á einn stað, svo að kennarinn geti
haft heldur fleiri en færri undir í einu
við kennsluna. Víðast hvar svo langt
milli bæja, að börniu geta ekki gengið
til kennarans og heim aptur daglega.
J>á eru ekki önnur Ýáð en að koma
nokkrum börnum fyrir á þeim heirail-
um, sem kennslan fer fram á; en það
er dýrt fyrir bændur, og þó er annað
verra: húsakynnum hagar víðast svo,
að ekki er um annað að velja en bað-
stofuna eða kalt framhýsi. I baðstof-
unum er ilit að kenna — innan um
baðstofuhjalið —, og framhýsi eru ó-
hæfileg til að kenna börnum í þeim
sakir kuldans, þó að annar aðbúnaður
væri eptir þörfum, svo sem sæti og
borð o. s. frv.
Hverju orði sannara, að hjer er við
margt að stríða; en hjer er og til
mikils að vinna; og eiga má það víst,
að góð barnakennsla fæst ekki án ó-
maks eða fyrirhafnar; hún fæst, rneira
að segja, ekki nerna fyrir peninga.
J>egar menn eru komnir almennt í
skilning um það, að hún sje peninga
virði, þá verður það og almennt, að
menn vilji borga hana með peningum,
og fyrirhöfn. Víða er það sjálfsagt
nauðsynlegt að koma börnunum fyrir
tíma og tíma á öðrum heimilum. En
sá kostnaður er fæstum foreldrum ó-
kleyfur, og þar sem foreldrarnir gætu
það ekki af eigin ramleik, ættu sveit-
arsjóðirnir að koma til hjálpar.
Húsakynnin er örðugra að útvega.
Skiljanlegt er því, að kennslan verði
í molum, þar sem hún fer fram innan
um margt fólk í baðstofunni; og í
framhýsum, óhituðum, ætti alls ekki
að leyfa að kenna börnum; það er
blátt áfram banatilrœði við þan. J>egar
kuldinn er svo mikill, að kennarinn,
fullhraustur, fullorðinn maður, getur
ekki notið sín fyrir kulda, þó að hann
gangi um gólf og berji sjer, vel klædd-
ur og með trefil upp fyrir eyru, þá
má nærri fara um það, hvernig bless-
uðum börnunum muni líða, sitjandi
hnepptum á kistu eða bekk, og það
misjafnlega hlýtt búnum.
En er ekki hreinn óþárfi að mis-
bjóða heilsu kennara og barna á þenn-
an hátt? Vissulega! J>að er engin vor-
kunn að hita upp herbergi, sem kennt
er í, þar sem herbergin eru til. Ofn
og eldiviður í hann part úr vetri er
engin ofætlun fyrir nokkra bændur í
samlögum. En skyldi ekkert viðun-
anlegt »stofuhús« vera til í sveitinni,
— er þá ofætlun að koma því upp
þar, sem hentugast þykir settur skóli?
Hvað gera Good-Templararnir? Fá-
mhnn fjelög, sem enginn efnamaður
er í, reisa helmingi stærri og dýrari
hús! En þeir erulíka að berjast fyr-
ir málefni, sem þeir hafa trú á. Eng-
in sveit eða hreppsfjelag, sem er al-
vara, sem hefur trú á verðmæti barna-
uppfræðingarinnar, verður í vandræðum
með hús og hita handa börnunum,
meðan þau eru við nám.
J>etta kann satt að vera; en það er
þá áhuginn, sem vantar. Væri hann
nógu mikill, mundi getuna líklega ekki
vanta til þess. En það er fleira, sera
stendur umferðarkennslunni fyrir þrif-
um. Við nefndum áður þetta tvennt;
Ijelegir kennarar og kennsluáhalda-
leysi.
J>að er satt, og hvorugt fæst mema
fyrir peninga, hvorki góðir kennarar,
nje kennsluáböld. A kennarana skal
síðar minnzt. En áhöldin er hægð-
arleikur að útvega, svo að engri sveit
sje tilfinnanlegt. Ætli flestir hrepp-
sjóðir stæðu ekki jafnrjettir, þó að úr
þeim væri lagt svo sem 20 kr. á ári
til áhaldakaupa? Sveitarútsvörin
mundu ekki hækka tilfinnanlega fynr
það. Hver sem vildi reyna þetta,
mundi eptir fá ár hafa þá ánægju, að
sjá álitlegt safn af kennsluáhöldum,
og verða bráðlega var við miklu betri
árangur af kennslunni. Ekki er ann-
að en að snúa sjer til skólastjóra
Mortens Hansens í Rvík; hann útveg-
ar hentug kennsluáhöld og með vægu
verði.
En nú þarf kennarinn að ferðast
railli 3 eða 4 kennslustaða að vetrin-
um. J>að verða heilar lestaferðir, ef
kennslu-áhalda-safnið skp.1 flytja með
honum.
Sjálfsagt er að flytja það með hon-
um; en ekki verður það stór lest.
Nauðsynleg áhöld, sem vel er um bú-
ið, væri erfitt að bera með sjer; en
líklega væru einhver tök til þess fyr-
ir sveitarfjelagið að leggja til einn á-
burðarhest 2 eða 3 bæjarleiðir.
J>að er margt, margt fleira athuga-
vert við umferðarkennsluna, sem þó
vonandi lagfærist með tímanum; en
minnumst mi á skólana.