Ísafold - 12.02.1898, Qupperneq 2
Litli-Hvammur.
Eptir
Einar Hjörleifsson.
VII.
Hann fjekk hana til að segja sjer,
að einu sinni hefði maður beðið henn-
ar. Sigurgeir þekkti manninn; hann
var efnilegur og efnaður. Faðir henn-
ar hafði fýst hana að taka honum.
Sigurgeir spurði, hvers vegna hún
hefði ekki gert það.
•Auðvitað af því, að mjer þótti
ekkert vænt um hann«, sagði hún.
»Finnst þjer það þá svo óumflýjanlegt
og sjálfsagt skilyrði?*
Hún leit á hann undrunaraugum,
og það var ekki trútt um þykkju í
augnaráðinu.
»Annars er það andstyggð«, sagði
hún.
— Sigurgeir hafði miklu meira
henni að segja. Og þá valdi hann
ekki af verri endanum.
þ>ví að það er einkennilegur munur
á því, sem ungir karlmenn segja vin-
um sínum og vinkonum. Allt af sitja
þeir í raun og veru um það, að segja
eitthvað af sjálfum sjer. Æskunautn-
in — hver sem hún nú er — verður
nokkuð rýr, ef vjer getum ekki marg-
faldað hana með því að gera öðrum
mönuum hana skiljanlega.
Og lagsbræðrum vorum segjum vjer
langmest af ávirðingunum — þeim á-
virðingum, sem mannfjelagið hefur
komið sjer saman um að sje synd, sem
vjer enda sjálfir viðurkennum að sje
synd, en sem vjer samt sem áður —
vísvitandi eða óafvitandi — stærum
oss af innst í hjarta voru og teljum
ekki synd. fað gengur allt örðugar
a‘ð tjá þeim það, sem bezt er í oss,
viðkvæmast, riddaralegast ogkarlmann-
legast.
Vjer geymum það handa vinkonum
vorum — ungum eða gömlum. þ>ær
kunna að hlusta á slíkar frásagnir.
|>ær efast ekki um einlægnina. iþær
trúa því, ef vjer segjum, að vjer elsk-
um eða hötum. þær brosa ekki að
raununum, enda þótt þær sjeu ímynd-
un ein, nje að köstulunum, enda þótt
þeir sjeu loptkenndir nokkuð. f>ær
trúa á æskueldinn, vonareldinn, kær-
leikseldinn heilaga í brjóstum vorum
— að hann slokkni aidrei.
Að minnsta kosti trúði Solveig —
tríiði því afdráttarlaust, að ekki að
eins sín heill, heldur og heill alls
landsins ætti að hvíla á herðum þessa
unga manns, sem svo margt hafði sjeð
ng margt þarft lært, sem elskaði svo
heitt rjettsýni og drengskap og hataði
svo hjarfanlega alla rangsleitni og ó-
dugnað og hræsni.
Sumt skildi hún ekki hjá honum —
sízt það, hvað hann var veiktrúaður
á guð og annað líf. Hann hafði sagt
henni það, enda þótt hann gerði sjer
ekkert far um að halda trúarskoðunum
sínum að henni, því að hann vildi helzt,
að hún hjeldi áfram að vera nákvæm-
lega eins og hún var. Trú h: ns hafði
þoroað upp, gufað burt, næstum því
án þess hann vissi af. Hann taldi
sjer það engan ávinning — eiginlega
hvorugt, því að hann þjáðist ekkert
af heilabrotum um þá hluti — en
henni að sjálfsögðu tjón, ef það sama
ætti fyrir henni að liggja.
Hún skildi ekkert í því, að hann,
jafn-gáfaður maður, skyldi hafa getað
komizt að slíkri niðurstöðu og verið
án þess að biðja guð og trúa á hann.
Henni fannst það svo fráleitt, einhver
undarleg sjervizka. Hún hugsaði um
móður sína, sem ekki átti annað ept-
ir en liggja í rúminu alla sína æfi og
ekkert hafði að hugga sig við annað
en trú sína. Eins, eða þaðanaf verr
og raunalegar, gat farið fyrir hverjum
sem var.
f>ó þótti henni næstum því undar-
legra, að hún fann, að henni þótti
Sigurgeir ekkert lakari fyrir þetta og
var ekki lifandi vitund hrædd um vel-
ferð hans. Hún þekkti ekki muninn
á sjiíkrí trú og heilbrigðri.
Svona liðu nokkrar vikur. f>au
höfðu enn ekki talað neitt utn ást sína.
En öll þeirra afskipti voru í rauninni
ástaratlot og hvorugt hafði minnsta
efa um hitt. Sál Sigurgeirs drakk í
sig hina hraustlegu, mjúku, björtu feg-
urð hennar og hún hugsaði um hann
vakandi og sofandi. þau voru að
njóta frumgróðurs ástalífsins, sem ljúf-
astur er af gæðum þessa lífs. |>au
höfðu vakandi auga hvort á öðru,
hverju einasta augnatilliti, hverju ein-
asta brosi, hverri einustu hreyfingu.
Og allt varð það að fögnuði og nautn
og merkari stórviðburðum engerzt höfðu
síðan heimurinn varð til.
Sveinbirni var ekki farið að lítast á
blikuna. Honum þótti þau draga sig
nokkuð mikið saman, sonur hansog Sol-
veig. Hann sá ekki beturen að þau væru
saman, hvenær sem minnRta tilefni var
til þess, og opt endranær. Auðvitað
fór vel á því, að hlýtt væri milli þeirra,
ef Solveig átti að verða stjúpa Sigur-
geirs. En honum var ekki grunlaust
um, að syni sínum mundi vera ljiifara
að hugsa sjer Solveigu enn nákomn-
ari sjer. Og auðsætt var, að henni
var ekkert annt um að bægja honum
frá sjer.
Hvað átti hann að gera? Honum
kom til hugar að láta samdrátt þeirra
afskiptalausan. f>að var ekki nema
eðlilegt, að Sigurgeir færi að svipast
um eptir konuefni. Hann var kominn
á þann aldur. Og Solveig var efnileg
stúlka, þó aö hún væri fátæk. Fyrir-
hafnarminnst var það, að fara nú ékki
að standa í neinu stappi, heldur lofa
þeim að eigast, ef þau kæmu sjer sam-
an um það.
En hann varð ofurlítið að hugsa
um sjálfan sig. f>að var hart fyrir
hann, jafn-efnaðan mann, með anuað
eins heimili, að vera konulaus alla æfi.
Og honum hafði ekki reynzt auðhlaup-
ið að því að kvongast aptur. Hjer
var loksins konuefni, sem hann var á-
nægður með — og gat fengið. Hon-
um datt ekki í hug að hann mundi
fá hryggbrot hjá Solveigu. Auðvitað
var ekki óhugsandi, að hún ljeti sjer
fátt um finnast í fyrstu — ekki sízt,
ef henni skyldi Iítast vel á Sigurgeir.
En hann gerði sjer örugga von um,
að faðir hennar mundi verða á sínu
bandi, og það svp.vel, að dygði. Hann
vissi vel, hvernig hann átti að fá Ólaf
til þess. Og það var heldur ekki svo
sem, að hjer væri um neitt skammar-
boð að ræða. f>að voru engin neyðar-
kjör fyrir bláfátæka stúlku, að setjast
í búið í Stóra-Hvammi. — Auðvitað
mundi Sigurgeir þykja fyrir að hætta
við stúlkuna, ef honum var nokkur al-
vara með hana, sem annars var ekk-
ert víst. CJngir piltar ætla sjer ekki
að éiga allar þær stúlkur, sem þeir
láta líklega við. En hvort sem væri,
þá mundi sú hryggð fljótlega rætast
af honum. Hann var ungur og álit-
legur, og mundi ekki verða á hjarni
staddur, þó að ein gengi úr skaptinu.
Og svo var það ekki nema sanngjarnt,
að hann legði eitthvað í sölurnar fyrir
föður sinn, eptir að hafa verið í öðru
eins eptirlæti og fengið annað eins
uppeldi.
Hann styrktist æ betur og betur í
því, að það væri beinlínis rangt af sjer,
að sleppa þessu tækifæri til að gera
hin efri ár sín ánægjuleg. En hann
vildi fara að öllu með hægð og gætni.
Heppilegast virtist honum að byrja á
því, að gera Sigurgeir henni afhuga,
og bezt var, að Solveig gæti sjálf sjeð,
að því væri svo farið, áður en bónorð-
ið væri hafið. Og einfaldasta ráðið
til þess var að segja honum hrein-
skilnislega, hvað sjer byggi í brjósti
— eða að minnsta kosti nokkurn veg-
inn hreinskilnislega.
Kristindómup forfeðra
vorra.
Eptir Chr. Brunn.
I tímaritið »For Kirke og Kultur«
hefir Chr. Bruun ritað all-langa grein
um Noreg8sögu Sars prófessors, og
lýkur, eins og allir aðrir, mjög miklu
lofsorði á hana. Að því, er eitt at-
nði snertir — þýðingu kristindómsins
fyrir þjóðlíf Norðmanna —, greinir hann
þó afdráttarlaust á við Sars. Sars ger-
ir tiltölulega mjög lítið úr henni. f>að
má lesa á milli línauna hjá honum í
öllu hans mikla riti, að hann telur
Norðmenn ávallt hafa verið óvenju-
lega lítið guðrækna þjóð. Bruun kann-
ast að sönnu við það, að kristindóm-
urinn hafi verið veikur hjáNorðmönn-
um á miðöldunum, á siðbótartímunum
og enn í dag. En hann leiðir samt
sem áður ýms rök að því, að Sars
geri of lítið úr honum. Síðari hluti
ritgerðar hans er um hina fyrstu
kristni á Islandi og í Noregi, og göng-
um vjer að því vísu, að lesendum Isa-
foldar muni þykja hann bæði fróðleg-
legur og skemmtilegur. Vjer prentum
hjer þýðingu af honum — að örhtlum
úrfellingum undanskildum.
I.
Ef guðhræddur og íhugunarsamur
tilfinningatrúmaður(»pietistií),tekursjer
í hönd rit Snorra Sturlusonar eða Njálu,
fer að lesa um siðaskiptin í Noregiog
á Islandi og sjer, hve sverðannaer að
mörgu getið í því sambandi, þá er
ekki að kynja, þótt glampandi stálið
skrámi svo í 'augu honum, að hann
sjái ekki annað en vopnin og stjórn-
arbt-ellurnar. En mjer finnst næstum
þvi sem prófessor Sars hafi farið á
sama hátt. f>að er sannarlega annað
að segja um siðaskipti þjóðflokks vors
en það, sem hann leggur áherzluna á.
f>að er sagt um hinn vitrasta og göf-
ugaata mann á Islandi, Njál þorgeirs-
son, að þegar hann frjetti, að von væri
á hinum Dýja sið, hafi hann opt farið
frá öðrum mönnum eiun saman og
þulið — talað við sjálfaD sig um þetta
þýðingarmikla mál. Og þegar menn
mæltu svo, að það væru firn mikil að
hafna fornum átrúnaði, þásagði hann,
að sjer litist svo, sem hinn nýi á-
trúnaður mundi vera miklu betri, sá
mui di vera sæll, er þann fengi heldur,
og ef þeir menn kærau til Islands, er
þann sið byðu, þá mundi hann fyrir
sitt leyti það vel flytja. Ef vjer nú
viljum komast að raun um, hve ríkur
kristindómurinn hafi verið í sannfær-
ing og hugarfari Íslendinga, þá er
þetta eina atriði þýðingarmeira heldur
en öll sagan um »miðlun« f>orgeirs
Ljósvetningagoðá á alþingi milli kristn-
innar og heiðninnar, enda þótt Sars
sje svo mikil ánægja að því að fara
mörgum orðum um hana setn sönnun
fyrir því, að siðaskiptin hafi í heild
sinni vantað trúarlegt gildi. Af þessu
sjáum vjer, að göfugasta sálin og á-
gætasti vitmaðurinn á Islandi hneigð-
ist fyrir fram að kristindóminum og
þráði hann, enda fetuðu og margir af
landsins beztu mönnum bráðlega í fót-
spor Njáls í þessu efni. Allir mennt-
aðir menn á þeim tímum höfðu auð-
vitað nokkra spurn af hinum nýja
sið.
f>angbrandur hefir að Hkindum ver-
I ið mestur ofsamaður af öllum trúboð-
n m á þeitn tímum. Hann tók sjer
fyrir hendur að sýna það á Islandi, að
kristnir riddarar stæðu að engu leyti
heiðnum köppum á baki — alveg eins
og konungur hans, ólafur Tryggvason,
lagði stund á þetta í Noregi. En jafn-
vel þótt hann væri ótrauður til að-
færa áþreifanlegar sannanir fyrir því,
að Kristur gerði sína menn eins vopn-
djarfa eins og hinir fornu æsir, þá
voru þó vígaferlin jafnvel ekki hjá honum
aðalatriðið. f>angbrandur boðaði orðið.
Hann kom til Islands við annan mann.
Og enda þótt hann kynokaði sjer ekki
við að vega heiðingja í einvígjum, þá
liggur það í augum uppi, að ekki hefir
hann getað kúgað menn til kristni.
Hann fór úr einni sveit í aðra og
•boðaði kristni«, eins og svo opt er
um hann sagt, og sneri því i villu, er
heiðingjar mæltu í móti honnm. Og
margir hinna beztu manna og ríkustu
höfðingja á Islandi voru fúsir á að
þiggja skírn af hans hraustu hönd-
um.
Og hvað sannar nú »miðlun« f>or-
geirs Ljósvetningagoða? I raun og
veru sannar hún ekki annað en það,
að engum hugsandí mönnurn á íslandi,
hvorki heiðingjum nje kristnum mönn-
um, duldist það, að þótt kristindóm-
urinn hefði færri áhangendur, þá væri
hann þó heiðninni fremri að andlegum
mætti, og að ekki væri unnt að afstýra
því, að hann bæri hærra hlut. Og
heiður sje þá gámla. lögsögumanninum,
sem lætur þokast fyrir kristindóminum,
en notar jafnframt leifarnar af afli
he.iðninnar til þess að brjóta oddinn
af umburðarleysi kristninnar, sem ef
til vill hafði átt mestan þátt í að fæla
bæði hann og aðra frá hinum nýja
sið. Mikil hamingja hefði það verið
fyrir Noreg, ef Olafar vorir hefðu haft
aðra eins hyggni og annað eins frjáls-
lyndi til brunns að bera.
það er sarna að segja urn Sars eins
og guðfræðinga vora — hann skortir
allt of mikið bæði vilja og hæfileika
til að komast vel í skilning nm, hvern-
ig hugsunum og tilfinningum manna,
að því er trúarmál snerti, var farið á
þeim tímum.
Arnljótur gellini kom til Olafs helga
á Stiklastaði að morgni dags, orustu-
daginn sjálfau. Konungur* ljet bisk-
up skíra skógarmanninn, en sjálfur tók
hann að sjer að veita honum fræðslu.
»Kendi konungr hánum þat af trúnni,
er hánum þótti skyldast vera, og skip-
aði hánum í öndverða fylking ok fyrir
merki sínu«, þar sem honum var vís-
astur baui búinn. Sjálfsagt hefir sú
fræðsla verið mjög fáorð. En jeg er
ekki viss um, að hver einasti yfirhers-
höfðingi hefði gefið sjer tímatil hennar,
ekki lengri en hún hefir verið, fáein-
um augnablikum áður en teningunum
átti að varpa um kórónu hans og líf.
Og hafi Ólafur þennan morgun komizt
til þess að veita heiðingja, sem skír-
ast átti, tilsögn í kristnum fræðum,
þá er ástæða til að ætla, að hannhafi
ekki heldur endranær verið með öllu
áhugalaus í því efni. Og hann hefir
naumast; haft mjög ljelegan jarðveg í
að sá hjá þessum Arnljóti, sem er orð-
inn þreyttur á sjálfum sjer og því lífi,
sem hann hefir lifað, og hlustar á orð
trúarinnar á sömu augnablikunnm,
sem hann er að ganga út í dauðann.
Áður en Olafur Tryggvason lætur
pynda Eyvind kinnrifu, bað hann hann
»blíðum orðum at taka við kristni ok
sagði hánum marga skynsemi ok svá
biskup«. Jeg get ekki neitað því, að
mjer þætti fróðlegt að vita, hvernig
sú »skynsemi« hefir verið, sem á þeim
tímum var haklið að þverúðarfullum
heiðingjum. Jeg vona, aðáókomnum