Ísafold - 12.02.1898, Side 3

Ísafold - 12.02.1898, Side 3
31 tíma muni guðfræðingarnir fræða oss um það, eins og um svo margt fleira, sem geti komið oss í betri skilning um sálarlíf forfeðra vorra. Eptir því sem jeg kemst næst, haía menn enn þá lagt mjög litla. stund á að skilja þetta sálarlíf. Og einkum virðist mjer, að bæði Sars og margir aðrir hati allt of lítinn gaum geQð til- finningalífi fornmanna. Vitaskuld má segja, að í heimildarritunum sjálfum beri minna á tilfinningalífinu heldur en framl vœmdalifinu, sem lýst er svo frábærlega vel. En jafnvel þó til- finningalífinu sje lýst í fám orðurn að eins, og mönnum sje hætt við að láta sjer sjást yfir það, þá leynir það sjer ekki, að það hefir bæði verið innilegt Og heitt. það er því ekki ólíklegt, að það sje nokkuð í lausu lopti bvggt, sem Sars segir um skilyrðin fyrir kristilcgu til- finningalífi hjá forfeðrum vorum. »Aldai’«-sannlcikur, »Nýja Öldin«, sem, eins og nærri má geta, var eitt af þeirn blöáum, er færðu ramskakkar fregnir af umræðunum um stjórnarmál íslands í Stúdentasam- kundunni í Kaupmannahöfn 6. nóv. síðastliðinn, hefir af nýju fyllzt vand- lætingu mikilli viðísafold. Tiiefnið er í þetta sinn það, að vjer höfum leyft oss að halda því fram, að brjef þau frá dönsku ríkisþingmönnunum, sem prentuð voru í lsafold 2. þ. m., stað- festi fregnbrjefið frá Kaupmannahöfn, sem blað vort flutti 1. des. f. á. það eiga að vera tvö atriði í fregn- brjefinu, sem Octavius Hansen, hæsta- rjettarmálafærslumaður, mótmæli í brjefi sínu. Enda þótt jafn-fánýtu málgagni eins og »N. 0.« sje í raun og veru með því of mikill gaumur gef- inn, skulum vjer taka þessi atriði til íhugunar í sambandi við brjefhr. Han- sens. Til þess að girða fyrir allar stælur um það, hvað hann hafi í raun og veru sagt í þessu brjefi sínu, skulu orð hans hjer tilfærð á frummálinu, enda voru þau óþýdd lö^ð til grúnd- vallar fyrir ummælum vorum. Fyrra atriðið er þá þetta: fregnriti vor hafði það eptir Oct. Hansen, að hann hefði talið það allt of umsvifamikið og dýrt fyrirkomulag fyrir Islendinga, að hafa jarl og ráðaneyti. Orðin í brjefi hr. Hansens, sem eiga að ósanna þetta, eptir kenningu »N. A.«, eru þessi: •Hverken paa egne eller, endnu mind- re, paa noget dansk politisk Partis Vegne har jeg ved hin Lejlighed taget Standpunkt i den islandske Forfatnings- strid«. En því fer fjarri, að í þessum orðum liggi mótmæli þau, sem »N.0.« er aðbullaum. það, að telja eitthvert ákveðið fyrirkomulag óhagkvæmt, er ekki það sama og að #tage Standpunkt«. það verður þá fyrst, er maður fer að halda eínhverju ákveðnu fram sem heillavænlegu. Að minnsta kosti leyn- ir það sjer ekki á brjefi hr. Hansens sjálfs, að það er þetta, sem l.ann skil- • ur v:ð að »tage Standpunkt*. því að þar er ótvíræðlega Ijós látið, að hann telji óánægju íslendinga með nú- verandi stjórnarfyrirkomulag; á rökum byggða, og samt neitar hann því, að hann hafi »taget Standpunkt i den is- landske Forfatningsstrid«. Síðara atriðið, sem hr. Hansen á að hafa mótmælt, er umtnæli þau, sem eptir honum hafa verið höfð um stjórn- málastefnu dr. Valtýs Guðmundssonar. Til þess að fá sakarefni á hendur ísa- fold út úr þeirn ummælum, tekur »N. Ö.« til þess ráðs, að hafa þau rangt ept r, fella aptan af þeim síðari liðinn, sem að minn-ta kosti er jafn-þýðingar- mikill hinum fyrri. IJmmælin voru á þessa leið: »Aleit stefnu dr. V. G. heppilegasta; en rdðgjafinn cetti ckki að sitja i rikis- ráðinu, spurði, hverjar ástæður stjórn- in fixrð< fyrir pví, eða hvers vcgna dr. V. G. hcfði áð því gengið, hvort þa' vœri ekki fijótrœði og hvurt ekki mundi betra að hafa þolinmœði, þangað til stjórn kœmist til valda í Danmörku, sent gerði Islcndinjum rjett til í þessu efni samkvœmt 1. gr. stjórnarskrárinn- ar og 6. gr. stöðulacjanna«. Ollu þessu, sem hjer er prentað með breyttu letri, sleppir »N. Ö,« alger- lega! Hvað segir svo hr. Hansen umþetta í brjefi sínu? Orðin eru þessi: »Jeg har íkke udtalt nogen Tiltrædelse el- ler Billigelse af Dr. Gudmundssons Politik, saa lidt som det kuude falde mig ind at misbillige den«. Getur nú nokkur maður sagt, að í hinum tilvitnuðu ummælum felist »Billigelse« eða »Misbilligelse« á stjórn- málastefnu dr. V. G.? Nei! í síð- ara liðnum, þeim orðum, sem »N. Ö.« sleppir, er sleginn sá varnagli, að les- endurnir eru jafn-nær eptir sem áður viðvíkjandi því atriði, hvort ræðumað- ur fallist á þá stefnu eða ekki. Sam- kvæmt brjefi hr. Hansens er það líka einmitt það, sem hann hefir til ætlazt. Hann »tók þátt í umræðunum eingöngu fyrir þá sök, að hann langaði til að fá nákvæmari skýringar . . . viðvíkj- andi þeim atriðurn, sem stjórnarmáls- barátta Islands lýtur að á þessum tím- um«, en ekki í því skyni, að veita neinni ákveðinni stefnu fylgi sitt. Vjer efumst ekki um, að af því, sem hjer að ofan er sagt. muni hverj- um óhl utdrægum manni verða það Ijóst, að brjef hr. Oct. Hansens kem- ur ekki að neinu leyti í bága við fregn- brjef Isafoldar. Um dóm ritst. »N.A.« hirðjjm vjer ekki — hvorki í þessu efni nje öðrum. þeir fáu, sem lesa blaðsnepil hans, eru fyrir löngu komn- ir að raun um, af hverjum toga það er sponnið, sem hann segir í ísafold- ar garð. Og þeir taka álíka mikið mark á því, eins og nafntoguðu rit- gerðunum, sem hann stöðugt er að semja um sjálfau sig. David Östlund, trúboði sjöunda-dags aðventistanna, hjelt fyrirlestur á íslenzku á sunnu- daginn var í leiksal Iðnaðarmanna- hússins, talaði einkum um ágreinings- atriðin milli trúarflokks síns og lút- erstrúarmanna. Helzt þeirra eru þessi: Sjöunda-dags aðventistar trúa því ekki að sálin sje ódauðleg að eðlisfari, held- ur öðlist hún ódauðleikann að eins með því að gera guðs vilja. þeir sldra ekki börn og þeir halda helgan 7. dag vik- unnar. Guðfræði þeirra leggur hina rík- ustu stund á bókstaf ritningarinnar Hr. Ostlund hlýtur að hafa óvenju- lega miklar gáfur til að læra útlendar tungur. Hann kom hingað í áliðnum nóvember síðastl., hafði lesið lítið eitt í íslenzku biblíunni, tilsagnarlaust, áð- ur en hann lagði af stað, en hafði enga hugmynd um, hvernig nokkurt íslenzkt orð væri borið fram. Nú flytur hann erindi á íslenzku, eigi að eins svo skýrt og skilmerkilega, að hvert einasta ís- lenzkt mannsbarn skilur hann, heldur og ótrúlega villulítið, bæði að því, er orömyndir og setningaskipan snertir. Hann talar góðlátlega, stillilega og ofsa- laust. Samkomur þær, sem hann hefir haldið hjer í vetur, hafa verið svo fjöl- sóttar, að vandræði baía verið með húsrúm. I samtali, sem vjer höfum átt við hann, bað hann þess getið, að það væri ekki eptir sjer haft, sem fullyrt hefir verið í blöðum hjer, að síra Lár- us Halldórsson væri trúbróðir hans. Sfra Lárus hefir ekki sagt sig í lög með þeiin trúflokki, en aðhyllist vrtan- lega rnargar kenningar haus. Trúflokkur þessi er um 50 ára gam- all og upprunninn í Bandaríkjunum. Fyrir eitthvað 25 árum fór hann að breiðast út um öonur lönd, og eru á- hangendur hans nti í flestutn löndum heimsins. |>eir voru fvrir nokkrum árum um 50,000. þar af eru um 1,700 á Norðurlöndum. Prestaskóla á íiokk- urinn í Battle Creek í Michigan, og undirdeild þess skóla er í Frederiks- havn í Danmörku. Heilbrigðisstofn- anir (Sanatoria) á hann hjer og þar. Hin stærsta þeirra er í Michigan. Eina er verið að reisa í Skodsborg á Sjálandi og háitir forstöðurnaðurinn Dr. J. C. Ottosen. Samskonar stofu- anir á hann í Suður-Afríku og Sviss. Hann hefir kostað og kostar enn út- gáfu heilbrigðisritsins norska »Sund- hedsbladet«, sem nú er líka farið að koma út i Danmörk og kunnugt mun vera mörgum íslendingum. Flokkur- inn fæst og mjög við útgáfu trúboðs- rita. í preritsmiðju hans í Battle Creek hafa 400—500 manns atvinnu og í Kristjaníu starfa um 50 menn í prentsmiðju, sem hann á þar. þar hefir hann fengið leyfi til að vinna á sunnudögum. Trúboðið hjer er kostað af hinni dönsku deild flokks þessa, en Norð- maður valinu trúboði í þeirri von, að honúm mundi veita ljettara en dönsk- um manni að læra íslenzku, eins og raun hefir á orðið. Hr. Östlund er kvæntur maður, sæk- ir fjölskyldu sína í vor til Kristjaníu og ætlar að setjast hjer að. Barnaskóliun nýi eða fyrirhugaöi í Reykjavík, sem minnzt hefir verið á nokkrum siunum hjer í blaðinu, síðast nú fyrir viku, af pví, að til stóð að hann yrði með fyrirmyndarsniði að mörgu leyti, á nú að þokast það niður á við aptur frá því, sem ráðgert var og tví-samþykkt í bæjarstjórniuni, að það á ekki að hafa í honum gufuhitun, eina hitavjel í kjallaranum fyrir allan skólann, held- ur — ofna, lopthreinsunarofna, sem svo en^ kallaðir, eitthvað 14 að tölu eða svo. þetta gerðist á skyndiráðsstefnu í bæjarstjórninni í fyrra dag. Mikill meiri hluti bæjarstjórnarinnar, 7 af 10, greiðir þar atkvæði ofan í sjálfan sig, ofan í það, sem eindreginn mciri hluti hafði verið með tvíregis áður í vetur, og það siðast nú fyrir 1 viku! Og tilefnið? Tilefnið er að sögn 1 númer af sænsku kennarablaði, sem einum bæj- arfulltrnanum berst í hendur af tilvilj- un, og þar sem sagt er frá, að þar hafi einhversstaðar verið reistur nýlega meiri háttar barnaskóli ún hitunarvjel- ar! Minni hlutinn, sem var eindreginn á að halda í hitunarvjelina, voru þeir Eiríkur Briem, Halldór Jonsson og Tryggvi Gunnarsusn. Búnaðaríjelag: Suðuramtsins hjelt fyrri ársfund sinn 5. þ. m. Samkvæmt prentaðri, fram- lagðri skýrslu fjelagsins fyrir árið sem leið á fjelagið í sjóði nær 29,400 kr. Endurskoðunarmenn voru endurkosn- ir þeir Björn Jónsson ritstjóri og Jón Jensson yfirdómari. — Tala fjelags- manna nú, eptir skýrslu forseta 317.— Forseti skýrði frá störfum búfræðinga í þjónustu fjelagsins árið sem leið og las upp skýrslu frá Einari Helgasvni garðyrkjut’ræðing um nám hans og ferðir erlendis. Ennfremur skýrði hann frá ferð sinni og skrifara fjelagsins (Eir. Briem) austur í Rangárvallasýslu síðastl. sumar, — til að skoða Safar- mýri, Hólsá í Landeyjum og þverá. Fjelagsstjórnin vildi fá til umráða 1200 kr. þetta ár handa umferðabúfræð- ingum og Einari garðyrkjufræðing Helgasyni. Sumir fundarmenn lögðu á móti umferðabúfræðingum, töldu mál til komið, að fjelagið ’j hætti að kosta þá. því máli lauk svo, að með sjer- staklegu tilliti til Einars voru veittar í því skypi 1500 kr. Beiðni frá Vigfúsi búfræðing Guð- mundssyni í Haga um ferðastyrk á Björgvinjarsýninguna á sumri kom- anda var eigi veitt, með því að vitn- eskja kom fram um það á fundinum, að þangað mundu fara með landssjóðs- styrk samkvæmt fjárlögunum nýju 2 af búnaðarskólastjórum landsins, auk Sigurðar Sigurðssonar biifræðings, sem nú er utanlands, Endurkosnir í verðlaunanefnd: Arni Thorsteinson landfógeti, Björn Jóns- son riistjóri og dr. J. Jónassen land- læknir. Loks bar forseti upp málið um stofnun allsherjarbúnaðarfjelags fyrir landið, og var samþykkt að fela stjórn fjelagins að semja til fulinaðar um það — við amtsráð hinna amtanna—, svo að því geti orðið ráðið til lykta á sumarfundinum. Fram undir 30 fjelagsmenn á fundi. Eúnaðarbálkur. Að standa yfir fje á vetrum er mikilsverður starfi, og er áríðandi að leyáa þann starfa vel og dyggilega af af hendi. Látið ekki fje síðar út í atlbærilegu veðri en um hálfbirtu. Rekið það hægt í haga og lofið því að bíta á leiðinni, e£ hægt er. Ef langt er til beitar, þá hvílið fjeð á leiðinni, helzt þar sem það getur bitið. Lang- ur rekstur hvíldarlaus, einkum sje hart rekið, háir fjenu meira en nokkur getur ímyndað sjer. Látið fjeð dreifa sjer, þegar í haga er komið, og sje krapsjörð, er bezt að haga svo til, að fjeð færi út krapsturinu undan veðrinu, en ekki á móti. J>á er mál komið að haldalieim á leið, þegar ekki er hægt að halda lökustu kindunum að jörðu. Fjeð má aldrei liggja, í haga, fromur en við hús; slíkt veikir það. Má og reyna stundum, að reka fjeð hart spöl- korn í haganum, til þess að hlýja því, en vilji það ekki samt sem áður halda- sjer að beit, verður tafarlaust að reka það heim, en þó með hægð. Sje mjög kalt, og einkum ef hrakviðri er, ætti arf? ekki að halda fje í haga, Að beita út lömbum að vetrinum á inuigjafarjörðum er ekki ráðlegt, að minnsta kosti ekki fyr en um eða undir sumarmál, eða útlit er fyrir að jarðbönn eða illviðri þurfi ekki til muna að óttast. — En þá verða þau að vera ullarheil og vel alin, og gefið með útbeitinni framan af, einkum sje útbeitin ljett. Aptur á móti má hirða lömb á útbeitarjörðum eins og roskið fje, svo að þau verði harðgjörv- ari til útibeitar með aldrinum. Beita þeim út, þegar veður leyfir og jörð er, og gefa þeim með útibeitinui. Mátulega þurr hús eru hollust. Moldtaðið, sem svo er nefnt og safn- ast ofan á í garðana, þegar fje stend- ur inni og hefir fremur ljett hey,. verður að óþrifaefni í fjenu. Er því gott að bera, með gætni þó, vatn eða snjó inn í húsin, svo mylsnan sam- la sig skáninni. Sjeu húsin of blaut, sem vanalegt er, þegar fje er beitt út, einkum hafi það góða beií eða fjöru, ætti að safna saman afrakstr, all 8*

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.