Ísafold


Ísafold - 26.02.1898, Qupperneq 1

Ísafold - 26.02.1898, Qupperneq 1
Kenmr ut ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerí? árg. (80 arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða Í ‘/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn ^sKrifleg, bunuin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrczti 8. XXV. árír. Reykjavik, laugarda^inn 26. febrúar 189S, 10. blaÖ. -—- —É: ...... Forngripasafn opiðmvd.og ld. kl.ll—12. Landsba,nkinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll'/a—l'/2,ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (tfl kl.3) md., mvd. og ld. til útlána. Um saltfisRsverkun. Hraparleg apturlör. ítrekaðar verkunarresrlur. II. (Siðari kafli). Jafnvel þótt reglur hafi verið samd- ar og birtar á prenti þrásinnis fyrir mörgum árum um verkun og meðferð á fiski i salt, þá munu sumir vera farnir að ryðga í þsim, en aðrir hafa að líkindum aldrei gefið þeim gaum. Eu hvort sem er eða þótt allir þyk- ist vita, hvernig eigi að verka og með- höndla fisk í salt, svo hann verði boð- leg verzlunarvara, þá ætla jeg til von- ar og vara að setja hjer reglur um fiskverkurj í salt samkvæmt því, sem jeg vandist að verka fisk á Vestfjörð- um. 1. Skera skal fiskinn og hleypa úr honum blóðinu jafnskjótt og hann er dreginn upp itr sjónum, — láta hon- um blæða út, meðan hann er aðdeyja, og er þá bezt að skera kverkhaptið frá boluum, ásamt kverksiganum (gella fiskinnJ; þá fer nokkuð af hinu fasta blóði með kverkhaptinu, sem er fram- an á þunnildinu. jpetta á að gerast, á meðan færið rennur, svo engin tíma- töf verði að því. Yarast skal að særa fiskinn að öðru leyti, kasta hon- um óþyrmilega eða merja hann. 2. Slægja skal fiskinn, áður en galh ið springur, helzt áður en liðnar eru 6 stundir, eða gera að fiskinum svo fljótt sem auðið er. Gæta skal þess, að fiskurinn morkni ekki, áður en hann er flattur og saltaður. 1 hitatíð þolir hann minni bið en í kuldatíð. 3. jpegar fiskur er afhöföaður, má ekki rífa höfuðið frá bolnum, heldur verður að skera fyrir því á báða vegu, þannig, að nokkuð af vætubeininu fylgi bolnum, skera munnamagann sundur og brjóta sundur hrygginn og láta hnakkakúluna fylgja bolnum, þó svo, að ekki hangi við hann roð af höfðinu. 4. f>egar fiskur er slægður, skal rífa bolhimnuna frá þunnildunum beggja megin og skera endaþarminn þjett við gotraufina, en slíta ekki inn- ýflin úr bolnum. Gaeta skal þess, að þunnildin rifni ekki frá hnakkanum, þegar slægt er. 5. þvo skal fiskinn vel úr hrein- um sjó, áður en hann er tíattur. 6. Vanda skal flatning á fiski, að hann verði svo sljettur, sem auðið er, rista hrygginn frá niður við bakugga- tinda og skera sundur á snið aptan til við þykka blóðdálkinn, og gæta þess að ekki komi skurður í fiskinn, þegar hryggurinn er skorinn sundur. Yarast skalað roðfletja fiskinn, þ. e. ristaekki of djúpt niður í bakuggann. Óhæfa erog aðmænufletja fisk, þ.e. ristahrygg- inn úr eptir mænunni, heldur á að gera það nær bakugganum, þegar rist er aptur úr fiskinum, skal látajremri hluta kviðuggan8 fylgja píkuhelmingn- um, en hinn eptri dálkhelmingnum, og rista alveg aptur að sporðblökunni. Allt fast blóð, sem ekki er gott að ná með þvotti, skal taka burt með hnífn- um, um leið og flatt er, t. d. úr hnökk- um. Óvaningar mega ekki fletja fisk, nema þeim sje sagt vel til þess áður og þeir þyki færir til þess. 7. Fiskinn skal þvo vandlega úr hreinum sjó í keraldi með stórum sjó- vetlingum á höndum ; — skipta opt um sjó; — allt blóð og óhreinindi skal þvo burt bæði úr þunnildum og hnökk- um, strjúka alla himnu iir þunnildum og kreista vel allt blóðið úr, sem eptir er í dálkinum, á þann hátt, sem hjer segir: Taka vinstri hendi yfir um sporðinn á fiskinum að aptan, beygja síðan hrygginn hægt áfram á keralds- barminum, sem þvegið er úr, og strjúka með þumalfingri hægri handar eptir mænunni í dálkinum; rennur þá blóðið úr mænunni, og skal skola það af á eptir; þessú er svo haldið áfram, unz öllu blóði er náð úr mænunni. M]ög er áríðandi að ná öllu blóði vel úr fiskinum, áður en hann er saltaður, og ekki sízt mænublóðinu, því það fer verst með fiskinn af öllu blóði. Gæta skál þess, að fiskurinn losni ekki við hrygginn við þvottinn nje þunnildin rifni frá hnakka. 8. jpegar fiskur er saltaður, skal bera mest salt í hnakkana, en minna þar sem fiskurinn er þynnri; hafa jafnþykkan fisk í sama lag. svo að siður sje hætt við að stakkurinn verði holóttur, leggja fiskinn vel sljett og gæta þess, að ekki sje lagt ofan á ósaltaðan fisk. Verði lautir í stökkunum, skal fylla þær með fiski, þar til stakkurinn er orðinn jafn, áður en farið er að leggja næsta lag, og gæta þess að stakkurinn dragist hæfilega mikið að sjer. þar -em flattur fiskur er lagður á þil- farið, verður það að vera vel hreint, og skal ávallt þvo skipslestina, ef með þarf, þar sem hreinn fiskur er látinn niður. 9. Ohreint salt má ekki nota í þann fisk, sem á að verða verzlunarvara eða jafnvel í neinn fisk, en þó mætti fremur hafa það í óvandaðan fisk, sem minna tjón gerði, þótt óhreinn yrði úr saltinu; því þótt fiskurinn sje hreinn undir, þá verður hann blakkur og slæmur, ef hann er saltaður úr óhreinu salti; og þar kendur enn þáeitt atriði, sém styður að því, að fiskurinn verður að vera hreinn, þegar hann er saltað- ur, því annars verður saltið óhreint og óhafandi í fisk aptur; að öðrum kosti er það alveg jafngott og óbrúkað salt. 10. Alla varkárni skal hafa á að fiskurinn merjist ekki í meðferðinni; það má ekki ganga á fiskikösum eða sparka fiski til með fótunum og ekki henda honum langt, sízt flöttum fiski, og ávallt skal leggja hann á roðið. t ---1------ Jeg hefi hjer að eins tekið fyrir þann kafla fiskverkunarinnar, sem of lítill gaumur hefur verið gefinn og öll góð fiskverkun byggist á, því þurkun og meðhöndlun á fiski úr salti virðist mjer óaðfinnanleg, að minnsta kosti hjer í Rvík hjá flestum, sem jeg hef sjeð verka fisk; en það er engin leið til þess að búa til góðan fisk úr þeim fiski, sem einu sinni er búið að skemma með illri verkun í saltið. Jeg verð þó að gjöra dálitla athuga- semd við þurkinn á fiskinum. Hún er sú, að sumur saltfiskur er að minni hyggju langt of mikið hertur og fergð- ur. Með því að grjótherða fisk og láta hann standa jafnlengi undir fargi eins og sumir gera, þá er vökvi úr fiskinum kreistur burt og útgufaður, en vökvinn gjörir fiskinn gómsætan og þægilegan á bragðið ; með því lagi verða ekki nema þur hörzl eptir og fiskurinn slæmur til matar; í annan stað missir fiskurinn fyrir það mót- stöðuafl gegn ytri áhrifum loptsins, verður blakkur og geymist lakar en ella. Verður því að varast að þurka fisk meira en svo, að hann sje að eins hráalaus, nfl. ekki sjáist í honum vætu- blettir, og fergja hann ekki meira en svo, að hann verði vel sljettur. « Jeg býst við að menn almennt í- myndi sjer, þegar þeir sjá þessar svona langorðar bendingar mínar um meðferð á fiski í salt, að það taki svo langan tíma að verka nokkur hundruð af fiski á þennan hátt, að fiskiveiðatlminn gangi allur í það og mikið af tíman- um verði þeim að engu; en jeg get sannfært alla hlutaðeigendur um það, að svo er ekki. f>að er ekki hm minnsta töf að því, þegar allir eru samhentir í því og finna ástæðu til þess. Maður kemur alveg eins fljótt fiskinum frá sjer á þennan hátt, eins og að vöðla honum í saltið með öll- um óhreinindunum í; og þótt það kynni að tefja fyrir, sem engin ástæða er til, þá væri það betra heldur en að skila svikinni vöru, sem á endanum hlýtur að loka útlendum mörkuðum fyrir sölu á fiski hjeðan; og til hvers er sá útvegur, sem allur aflinn afer verð- laus? þetta ættu menn vel að athuga og að minnsta kosti rísa ekki upp á móti því eða öðru, sem er aðalskil- yrði fyrir að útvegurinn þrífist. Markús F. Bjarnason. • ^ ■ m • Alþýðiimenntunin. Það sem P.jetur og Páll segja u m hana. Eptir alþýðukennara. IV. Barnaskólarnir. f>eir munu vera rúmir tuttugu alls á landinu; en víða er víst auðvelt að koma við föstum skólum, þan- sem menn láta sjer enn nægja umferðar- kennslu. En er nokkuð unnið við það, að hafa fasta skóla? Jpeir mættu að minnsta kosti vinna rniklum mun meira gagn en umgangskennslan, því að miklu eru þeir dýrari. f>að eru þeir, ef til vill; en þeir vinna — að öðru jöfnu— rneira gagn, og því ættu menn að kappkosta að koma þeim á fót, þar sem hægt er, og það er víða hægt, ef menn vilja nokk- uð í sölurnar leggja. f>ar gæti lands- sjóður hlaupið undir bagga og lagt fje til að yeisa skólahúsin, gegn skuld- bindingu frá hreppunum (eða skóla- svæðunum, hvort sem þau væru stærri eða smærri) að halda þeim við og nota þau. Svo hefir verið gert í Færeyj- um, og hefir að góðu haldi komið. f>á gæti landsstjórmn sjeð um, að húsin væru myndarleg og hentug til kennslu. Ætli það væri va'riþörf á því, að sumar þær sveitir, sem nú hafa skóla- hús, nytu góðs af þeirri hjálp? Sjálfsagt væri, að allar sveitir væru þar jafn-rjettháar, eins þær, sem þeg- ar hafa einhverja skólahúsnefnu, ef full þörf er á að reisa annað betra. Og sú þörf er víða fyrir hendi. f>að er hörmulegt, að efni skuli ekki vera eða vilji til þess að reisa nægilega stór og vönduð skólahús; en hörmu- legra er það þó, þar sem bæði vilji og efni eru fyrir hendi, að þar skuli þó vera reist skólahús, sem alstaðar annarsstaðar í heiminum mundu talin algerlega óhæf til að hafa skóla í. En þess eru mörg dæmi. Kennslustof- urnar eru of litlar, birtan of lítil; kemur þar að auki úr öllum áttum, í stað þess að koma á eina hlið (vinstra megin að börnunum) o. s. frv. Eins er um borð og bekki og allan aunan aðbúnað í kennslustofunni; ekkert ber vott um að það sje skólastofa, nema manni skyldi detta það í hug af þvi, að maður sjer einhversstaðar úti í horni hanga svolítið svart trjespjald, sem sumstaðar er þó ósýnilegt. Allt þetta fer að líkindum, því að þeir einir segja fyrir um smíðar þess- ara hluta, sem enga hugmynd hafa um, hvernig það á að vera. f>að má víst óhætt bæta því við, að kennslu- áhöld barnaskólanna sumra taki ekki mikið fram því, sem sveitakennararn- ir eiga við að búa. Hjer þarf ekki að fárast um flutning á þeim. Köld eru framhýsin á sveitabæjun- um, en kalt er líka í sumum barna- skólunum, og það þó að börnin sjeu svo mörg inni í stofukytjunni, að 45 teningsfet af lopti vsrði handa hverju barni, í stað þess, að 130—150 ten- ingsfet af lopti er talið hæfilegt. Lopt- ið yrði þannig baneitrað á hálfri klukku- stund, ef hjer væri ekki lögð sú líkn með þraut, að skólahúsið er eins og hjallur, sem blæs út og inn um. Svo ramt hefir sumstaðar kveðið að þessu, að skript hefir ekki orðið kennd dög- um sarnan, af því að börnin voru fyr- ir kulda sakir svo loppin, að þau gátu ekki haldið á pennastöng. Ekki svo að skilja, að loptið sje gott, þó að súgurinn sje mikill; nei, það fylgist að, eitrað lopt og kuldi. Til slíkra skóla ætti ekki að leggja fje úr landssjóði, nema svo sje að landssjóðinn skyldi hafa til þess að glata heilsu landsins barna. Ekki gott við að eiga I jþví að þing- ið og stjórnin vita ekkert um þetta; hjer vantar nauðsynlegt eptirlit; en minnumst síðar á það. Vonandi eru svona skólar undantekningar, en hitt aðalreglan, að þeir sjeu nokkurn veg- inn, enda þó að alstaðar muni vera meira eða minna ábótavant. Margir finna það að barnaskólunum, að of margt sje kennt þar, og verði því ekkert lið að neinu. Gera má

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.