Ísafold - 26.02.1898, Síða 2
38
ráð fyrir, að það sje alstaðar kennt,
sem áskilið er til þess, að skólarnir
fái styrk úr landssjóði. Til þess að
fá sem mestan styrk eru margir farn-
ir að rembast við að kenna sem flest-
um börnum allt, sqm áskilið er; það
er verið að reyna að kenna börnum,
sem alls ekki eru fær um að nema
það, bæði landafræði og náttúrusögu.
f>að er ekki gert fyrir börnin, heldur
til þess að afla fjár úr landssjóði.
f>annig fer mikið af tíma og feröptum
kennarans til crnýtis, jafnvel til ills
eins, auk þess sem börnin missa dýr-
mætan tíma frá öðru námi, sem þeim
lá nær, og þau hefðu getað haft gagn
af.
|>etta er satt, og er illt til þess að
vita. Svo heiifiskulegu skilyrði fyrir
styrknum sem þessu er nauðsynlegt
að breyta. J>að getur þó ekki verið
tilætlan þingsins eða stjórnarinnar að
gera alla barnakennslu í skólunum
rjett að gamni sínu að hjegóma. Sum-
staðar er verið að kenna diinsku í
barnaskólum, og er ólíklegt að ekki
mætti verja tímanum betur; einkum
þegar litið er til þess, að móð-
urmálskennslan er víðast naumasmíði,
og aðrar eins námsgreinar og sungur,
dráttl st og leikfimi eru alls ekki
kenndar.
Nú, svo að alþýðan hjerna á Islandi
ætti þá að fara að lifa á söng og pent-
list og leikfimi!
Nei, ekki bókstaflega. |>að á ekki
að skammta þessar námsgreinar í ask-
ana, — fremur en kristindóminn, skript-
ina eða reikninginn. En ætlí skólinn
sjer að hafa áhrif á sálarlíf barnsins
og á líkama þess, sem enginn efast
um að hann eigi að gera, þá munu
þessar námsgreinar vera vel til þess
fallnar og því mjög æskilegt, að þær
væru kenndar í öllum barnaskólum.
|>að mun víða standa á kennaran-
um, því að margir fást við barna-
kennslu, sem ekki geta kennt þessar
námsgreinar. Og að því er snertir
leikfimina, vantar hús, er hún yrði
bennd í.
Sem stendur erþessi kennsla ómö’gu-
leg, — það er auðvitað. En rneð
tímanum verður það gert; fyrst og
fremst þurfa kennararnir að verða
undir það búnir, og þó að æskilegast
væri, að til væru góð leikfimishús, þá
er ekki svo að skilja, að ekki megi
kenna talsvert í leikfimi í skólastof-
unum, ef þær eru eins og þær eiga að
vera. Opt er og svo gott veður að
vetrinum, að leiki og líkamsæfing-
ar mætti hafa úti, ef þær stundir væru
notaðar. Ef kennarinn kann til þeirra
hluta sjálfur, og hafir trú á gagnsemi
þeirra, mun hann sjá ráð til að sigr-
ast á mörgum torfærum. Reynslan er
þegar farin að sýna það, þó að í smá-
um stýl sje.
Miðstöðvar-hitun í barna-
skólanuni.
Formaður bæjarstjórnarinnar biður
Isafold fyrir svo látandi leiðrjettingar
athugasemd við smágrein um barna-
skólann fyrirhugaða hjer í bænum í
blaðinu 12. þ. m.
»Herra ritstjóri !
I seinasta tölublaði ísafoldar erþað
ranghermt, að bæjarstjórnin hafi greitt
atkvæði ofan í sjálfa sig um gufuhit-
un í barnaskólanum fyrirhugaða hjer
í bæ. í desembermánuði var samþ.
hitun með þurru lopti, eí hún fengist
fyrir tiltekna upphæð, sem hún þó
ekki fjekkst fyrir, og var auk þess
talin óheppileg hjer. Engin önnur at-
kvæðagreiðsla um hitun skólans hefir
farið fram í bæjarstjórninni fyr en á
hinum síðasta aukafuudi, sem þjer
kallið »skyndiráðstefnu«.
Eins er mishermt um tilefnið til
þessarar ráðbreytingar byggingarnefnd-
arinnar, sem bæjarstjórnin aðhylltist
með miklum meiri hluta. f>að var
grein í mjög merku sænsku skólablaði
(Svensk Láraretidning), ný-útkomnu
(24. nóv. f. á.). þ>ar segir svo: »Hjer
er sú sannfæring æ meir og raeir að
ryðja sjer til rúms, að ofnhitun sje
hentugust í skólastofum . . . Rann-
sókn hefir leitt til þess, að hitaieiðslu
frá miðstöð (Centralvarmeapparat) hef-
ir verið hafnað við skólahitun ....
Ofnhitun veröur og töluvert ódýrari í
skólum, sem eigi eru meira en í með-
allagi stórira. Meðalstóra skóla telur
höfundurinn þá, er taka nál. 650 börn,
en skólinn hjer er ætlaður 350 börn-
um.
Reykjavík 18. febr. 1898.
Hulldór Danielsson«.
það getur meir eu verið, að með-
ferð málsins í bæjarstjórninni sje þann-
ig bókuð í fundarbók bennar, sem hr.
bæjarfógetinn skýrir frá, — honum er
langsamlega til þess trúandi, að fara
alveg rjett með það, svo greinagóður
maður sem. hann er og áreiðanlegur.
En mergurinn roálsins er eigi að síð-
ur sá, að bæjarstjórnin var cvívegis
áður, fyrir þennan óhappa-skyndifund
síðasta, búin sama sem að samþykkja
miðstöðvarhitun í barnaskólann fyrir-
hugaða, með þeim fyrirvara í fyrra
skiptið, að kostnafarmunurinn á við
ofna færi eigi fram úr 5000 kr., en
í síðara skiptið þannig, að hún fól
barnaskólahúsnefndinni, sem þá var
enn sem fyr með hitavjelinni, að ráða
því — taldi óþarft að greiða atkvæði
um það aptur, það ætti að vera á
valdi nefndarinnar, úr því að henni
hafði verið málið á hendur falið. Að
vísu fór áætlunin eitthvað 85 krónur
fram úr hinum tilteknu 5000 kr., en
enginn heyrðist vilja gera neitt úr því,
enda hefðislíktverið beinlfnis hlægilegt.
f>ar með munu utannefndar-bæjarfull-
trúarnir að minnsta kosti hafa skoðað
málinusem fullráðið til lykta frá þeirra
hendi. J>angað til þessi skyndifund-
arboðun kemur yfir þá nærri því eins
og þjófur á nóttu, ekki 1£ sólarhring fyrir
burtfarartíma pÓ3tskipsins. Og tilefrrið
var þetta makalausa sænska kennara-
blað, frá því í haust. En í bæjar-
stjórninni og á fundi þessum var
maður, sern fynr fám vikum, miklu
8i'ðar en þessi grein kom út, hafði
kynnt sjer rækilega þetta mál, mið-
stöðvar-hitunina, á miklu betra stað en
í hinum sænska smábæ, sem blaðið á
heimaí, nefnil. í Kaupmannahöfn, mann
sem auk þess er miklu sýnna um allt,
sem að húsagerð lýtur, heldur en hín-
um bæjarfulltrúunum öllum saman-
lögðum, að þeim alveg ólöstuðum, og
því virðist hefði átt að vera sjálfkjör-
inn í barnaskólahúsnefndina; en hans
áiic var eindregið með miðstöðvar-hit-
uninni.
Aðalatriði málsins er það, hvort
rjett hafi verið af bæjarstjórninni að
hafna miðstöðvarhitun (gufuhitun) í
barnaskólanum.
Eigi að líta á þetta brjef bæjarfó-
getans sem vörn fyrir frammistöðu
bæjarstjórnarinnar í málinu, verður
naumast annað sagt en að sú vörn
sje furðuveik.
|>að er þessi grein — sem ekki er
einu sinni ritstjórnargrein, eptir því,
sem vjer höfum sannspurt, heldur að-
send — sem hefir kollvarpað fyrirætl-
unum bæjarstjórnarinnar. I því á-
gripi greinarinnar, sem bæjarfógetinn
tilfærir, er allt órökstutt og í meira
lagi óákveðið. Að hverju leyti er ofn-
hitunin hentugri í skólastofum heldur
en gufuhitunin? Hverjir eru það, sem
hafa hafnað hitaleíðslu frá miðstöð við
skólahitun? Af hverjum ástæðum hafa
þeir gert það? Og hvað munar miklu
á dýrleikanum?
Ollum þessum spurmngum er látið
ósvarað í brjefi bæjarfógetans, og
undir þeim er þó óneitanlega að
nokkru leyti komið gildi röksemda
þeirra, sem ráðið hafa að lyktum
niðurstöðu bæjarstjórnarinnar í mál-
inu.
Að nokkru leyti — en alls ekki að
öllu leyti. |>ví að þótt aldrei nema
Svíum hafi gefizt hitaleiðsla frá i±,ið-
stöð lakar en ofurhitun, þá er ekki
sjálfsagt, að reynsla þeirra hafi al-
mennt gildi.
Og nú vill svo til, að reynsla ann-
ara þjóða er vitanlega alveg gagnstæð
því, sem haldið er fram í þessu
sænska blaði. J>að er ekkert leynd-
armál, að hr. Tryggvi Gunnarsson fór
ferð sÍDa til Danmerkur í vetur með
frara í því skyni að kynna sjer,
hvernig miðstöðvar-hitaleiðsla hefði
gefizt í Kaupmannahöfn. Og hann
komst að raun um það, að hún hefir
reynzt ágætlega, að minnsta kosti
gufuhitunin. . Allir barnaskólar þar
eru hitaðir annaðhvort með htitu
lopti eða gufu, og yfirleitt hús, sem
reist eru á kostnað almennings, sömu-
leiðis ný íbúðarhús, þegar nokkuð
verulega er vandað til þeirra.
J>á má benda á reynslu Ameríku-
manna. Hjá þ'eim eru ofnarnir óðum
að hverfa, ekki að eins að hitaleiðsla
frá miðstöð sje notuð í vönduðum
stórhýsum, heldur er hún og komin í
fjölda íveruhúsa, sem ekki hafa nema
5—6—7 herbergi. Og þar reynist hún
snöggt um ódýrari.
Eyrir oss er vitanlega nokkru dýr-
ara að koma henni upp í fyrstu, að
minn8ta kosti með þeim kaupum,
sem komizt verður að í Kaupmanna-
höfn. En svo endist sá útbúnaður
margfalt betur en ofnarnir. Elds-
hættan er og margfalt minni. Og —
það sem mest er um vert — sú hit-
un er margfalt hoilari. það er ekki
að eins, að hitinn geti allt af verið
afn, heldur má og stöðugt haldalopt-
inu nákvæmlega mátulega röku — að
því ógleymdu að vera laus við allt
ösku- og kolarykið.
I vorum augum er það sorglegt, að
heilnæmisatriðið skuli ekki hafa verið
ríkara í huga bæjarstjórnarinnar en
raun hefir á orðiö — jafnmiklum
vandkvæðum og það hingað til hefir
verið bundið að varðveita heilsu barn-
anna í skólanum hjer og annað eins
sjúkdómabæli og Reykjavík nú er orð-
in.
Bæjar8tjóruin átti í þetta sinn kost
á að láta bæinn stíga mjög mikilsvert
spor í menningaráttina. f>að er ill-
þolandi, að hún skuli hafa hafnað því
tækifæri. En meinslysalegt að hún
skyldi býrja á því að samþykkja tví-
vegis þessa miðstöðvarhitun, svo að
engan uggði annað en að hún væri
fullráðin, öllum framfaramönnum til
mikillar ánægju; en laumast svo til í
allra-síðustu forvöðum, og öllum á ó-
vart og — hættir við allt saman. Og
það fyrir eina sænska blaðagrein, sem
þeir vita ekkert urn, hvernig er undir
komin, og vita ekki nema kunni að
hafa verið hrakin gersamlega í næsta
núnieri blaðsins.
Langlíklegast er, að innan fárra miss-
ira treystist enginn til að mæla í móti
miðstöðvarhitun í barnaskólanum, held-
ur heimti bæjarmenn hana beinlínis
sem ómissandi heilnæmisskilyrði, auk
margra kosta annftra, og þá verði
hún útveguð, með ærnum kostnaðar-
auka vitanlega þá, auk þess sem
hjúpofnarnir geta verið orðnir ónýtir
þá og óseljanlegir, því þeir þurfamjög
aðgætna meðferð.
Gaman og aivara
»Nyju Ald.arixmar<.
Mönnuin virðist kotna næstum því
átakanlega vel saman um það, að
»Nýja 01din« sje furðu- leíðinlegt blað.
En ekki er það alveg sanngjarn dóm-
ur. f>að eru til skemmtilegir, sjálf-
sagt í sumra augum óstjórnlega hlægi-
legir dálkar í því blaði. Og það er
því meira í þá skemmtun varið, sem
hún er ávallt óviljaverk, veitt lesend-
unum í hjartans einfeldni, eins og
barn væri að tala, eða þá háaldrað-
ur maður, sem er orðinn barn í ann-
að smn.
f>etta á ekki að eins við þær nafn-
toguðu greinar, sem ritstjórinn skrif-
ar um sjálfan sig, heldur og ýmsar
fleiri.
Vjer getum, til dæmis að taka, ekki
hugsað oss áhrifameiri gamanleik á
nokkru leiksviði veraldarinnar heldur
en prjedikunina í síðasta blaði»N. A.«
»til ísl. þimimanna og blaðamanna«,
aðvörunarorðin hátíðlegu um, að tala
ekki illa um náunga sinn, þó að hann
kunni að vera í flokki andstæðinganna,
og að segja ekki frá því, sem gerist
»bak við tjöldin« á alþingi. .
Að heyra slíka prjedikun flutta af
ritstjóra »N. A.«, hr. Jóni Olafsyyni
sjálfum — það er fagurfræðileg nautn,
sem óhugsandi er að nokkur maður
gleymi, hve gamall sem hann verð-
ur. f>að gerir ekkert til, þó að leik-
urinn sje nokkuð hrottalega skringi-
legur. f>að eru surnir leikir þeirra
Molöires og Holbergs líka.
Og það er eins með þennan gaman-
ieik eins ;Og ýms önnur hlægilegustu
snilldarverkin: f>að er djúp alvara í
honum, þegar farið er að athuga hann
grandgæfilega.
íslenzka blaðalesendur, sem komn-
ir eru til vits og ára, rankar sjálfsagt
marga við brjefi, sem herra Jón O-
lafsson skrifaði kjósendum sínum í
»Fjallkonunni« eptir þing 1889. f>ar
var flett svo ofan af því, sem »bak við
tjöldinw hafði gerzt á þinginu, að
slíks eru ekki dæmi í íslenzkri blaða-
menDsku. Svo mikil var afhjúpunar-
áfergjan í manninutn, að hann gat
ekki einu sinni buDdizt þess að gera
það landsmönnum vitanlegt, að sjálf-
ur hefði hann um langan tíma verið
að sitja um að koma leiðtoga sínum.
í opna skjöldu.
Og nú lýsir hann yfir því í »N. 0.«,.
að líkurnar sjeu »eíns sterkar og 9
móti 1 fyrir því«, að sá nsegi ósatt«,.
sem fari að skrifa um það, sem ger-
ist bak við tjöldin á alþingi! .
Já! Hr. Jón Ólafsson er maðurinn,
sem ætti að fara nær um þetta en
nokkur annar Islendingur. Og eng-
íim dylst það víst, hvílíkum alvöru-
svip önnur eins yfirlýsing og þetta frá
lionum varpar yfir skrípaleikinn.
Hjálpræðisherinn
í
Danmörk.
»Illustreret Tidende«, helzta mynda-
blaðið í Danmörk, flytur nýlega all-
rækilega grein um Hjálpræðisherinn
og ýmsar myndir af leiðtogum hans
og stofnunum. f>ar er meðal annars
bent á, hvernig herinn hafi hvervetna
átt sömu viðtökum að mæta í fyrstu,
fjandskap, ópi og óhljóðum, en unnið
sigur samt sem áður.
í Kaupmannahöfn hjelt Hjálpræð-
isherinfc fyrstu samkomu sína 8. dag