Ísafold - 16.03.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.03.1898, Blaðsíða 2
50 sem að vísu hvað tölurnar snertir er ekki í öllum atriðurn alveg rjett, en það nounar samt litlu — og svo til Laga fyrir sparisjóðinn á Sigluf., sem 1. þm. Árn. og aðrir geta efiaust fengið að sjá í skjalasafni landshöfð- ingja, og svo einnig prentuð, þó að jeg ekki nú muni að tilgreína staðinn annarsstaðar en í viðskiptabókum við sjóðinn. Að svo mæltu legg jeg undír al- mennings dóm, hvort framangreind ummæli 1. þm. Árn. sjeu á rökuin byggð, og hvort hann hafi haft ástæðu til að draga sparisjóðinn á Siglufirði út úr öðrum framfaratilraunum lands- manna í þessa átt og »stimpla« hann sjerstaklega með þessum orðum: »ef sparisjóð skyldi kallaa. 011 þessi um- mæli þingmannsins komu okkur hjer því undarlegar fyrir, sem við álitum, að þessi þingmaður væri öðrum þing- möcnum kunnugri •sparisjóðnum á Siglufirði; að mÍDnsta kosti fóru æði- mörg brjef hjer á árunum um hann milli mín og fyrverandi kaupstjóra Gránufjelagsins. En það þætti mjer fróðlegt að vita, hvort aðrir sparisjóð- ir eða peningastofnanir í landinu gefa viðskiptamönnum sínum betri kjör en hinn fátæki sparisjóður á Siglufirði, með því að láta vera minna en |°/o vaxtamismun á innieign og útlánum úr sjóðnum. Og til þess að bæði 1. þm. Árn. og aðrfr geti gert nákvæm- ari samanburð á »eigingirni« þeirri, sem sparisjóðsstofnun á Siglufirði stjóm- aðist af og forstaða haus, skal jeg, á- samt því sem er áður greint, geta þess, að allt fram að árinu 1889 var engínn eyrir tekinn fyrir gjaldkera störf við sjóðinn, jafnvel þó að lög sjóðsins heimiluðu það, en þá vai/far- ið að borga 50 kr. fyrir þau og nú næstl. ár var gjald þetta hækkað upp í 75 kr. Sjóðurinn hefur sem sje verið á allgóðum framfaravegi síðan 1892, því þá voru innlög — eins og áður er getið — komiu niður í liðug 10,000 kr. úr 16,500, er þau voru hæst, en nú síðastliðið reikningsár voru inn- lög orðin nálægt 19,000 kr., auk vara- sjóðs, sem orðinn er liðug 2,700 kr., jafnvel þó tekið hafi verið nokkuð af ágóðanum næstliðin ár í verðlaun og styrk þann, er jeg nefndi hjer að íraman, eins og reikningurinn mun sýna, þegar hann nú bráðlega birtist almenningi, eins og vant er. Að lyktum er það mín einlæg ósk, að háttvirtur 1. þm. Árn. líti nnldari augum á sparisjóðsstofnunina á Siglu- firði hjer eptir en hingað til, og að hann leggi nú sín beztu meðmæli fram við bankastjórann í Reykjavík til þess, að bankinn veiti sparisjóði þessum ráð yfir einhverju lítilræði af fje sínu, segj- um 3—5000 kr., með vœgum kjörum, mót handveði í áreiðanlegum veðskulda- brjefuin, sem einmitt var eitt af fund- armálum á sparisjóðsfundinum 7. þ. m. ,og mun verða sótt um beina leið til bankastjórnarinnar. — Jafnvel þótt sparisjóðurinn hafi þróazt vonum fram- ar nú síðari árin í hinum fátæku og afskekktu sveitum hjer, þá hefir þó eptirspurn eptir peningum verið mörg- um sinnum meiri en sparísjóðurinn hefir getað leyst af hendi, og er hjer svo tilfinnanleg peningaekla, að ekkert verulegt verður framkvæmt, er að sóma og gagni mætti verða, ef einhverjir kynnu að hafa áræði og vilja til þess. Svo sem dæini þess get jeg nefnt, að jeg veit til, að 2 síðustu árin hefir verið fengið lán hjá prívatmönnum, er nemur 4500 kr., er sparisjóðurinn gat ekki veitt vegna peningaleysis; en hlutaðeigendur kusu heldur að snúa sjer að privatmönnum með þetta held- ur en bankanum, af því að þá hefði þurft ef til vill margítrekuð brjefavið- skipti og þeir hefðu þurft að vera von, biðlar að láni úr honutn hálft eða heilt ár. Samkvæmt áðurnefndri sparisjóðs- fundarályktuu leyfi jeg mjer að biðja hinn háttvirta ritstjóra »ísafoldar« að ljá línutn þessum rúm í blaði sínu. Hraimum 11. febr. 1898. E. B. Guðmundsson (pt. form. sparisj. á Siglufir()i). Litli-Hvammur. Eptir Einar Hjörleifsson. XI. Solveigu hafði ekki orðið svefnsamt um nóttia — ekki fremur en Sigurgeir. það hafði ekki leynt sjer, að hann bjó yfir einhverju daginn áður. Hún gat ekki á heiili sjer teiiið. Hvað gat það verið? Hvers vegna mátti hún ekki fá að vita það? jbað er æfinlega hart fyrír konur að 8pyrja og fá ekk- ert svar, enda þótt þær spyrji um það, sem þeim ketnur ekkert við. En þetta kom henni við. Henni kom allt við, sem hryggði Sigurgeir. En auk þess var enginn vafi á því, að þetta snerti hana sjálfa beinlínis — hún var al- veg sannfærð um það. Sigurgeir hafði næstum því sagt það kveldinu áður, þegar hann skildi við hana í stofunni. Hvað gat það verið? Hafði Sigurgeir sagt föður sínum það, sem hún hafði nú um stuqd vonað, að hann mundi s_egja henni sjálfri, og faðir haDS svo lagt blátt bann fyrir? þaðvar Svein- birni líkt, að þykja hún of fátæk handa syni sínum. En það var ekki það. Sigurgeir var ekki sú rola, að láta hug- fallast út af öðru eins. f>að var eitt- hvað annað. Hvað gat það verið? þessu var hún lengi að velta fyrir sjer um nóttina. Og þegar Sveinbjörn kallaði á hana um morguninn, þóttist hún vita, að dú væri ráðning gátunnar í vændum, og var heldur en ekki for- vitin. Hvað gat það verið. Sveinbjörn var sýniiega í geðshrær- ingu. það voru rauðir flekkir um and- litið á honum og svo mikill óstyrkur var í höndunum á honum, að hann ætlaði ekki að geta tekið utan um lykilinn til að tvilæsa. Jafn-auðsætt var, að hann reyndi að leyna þvi og fara að öllu sern stillilegast. »Jeg ætla ekki að hafa langan for- mála að þvi, sem mig langar til að segja þjer, Solveig mín«, tók Svein- björn til máls. »Jeg er orðinn svo gamall, að jeg hef lært að fara styztu leiðina, þegar jeg rata hana. Allt af, síðan þú komst hingað í vor, hef jeg hugsað mjer, að þú ættir ekki að þurfa að hrekjast hjeðan#. Svo þagnaði hann drukklanga stun’d. Solveigu fór að verða heittum hjarta- ræturnar. Hún hjelt, að Sveinbjörn ætlaði að fara að flytja mál sonar síns. En hvers vegna í ósköpunum sendi Sigurgeir föður sinn? Gat það verið, að hann hefði ekki einurð á að nefna það sjálfur? »Og eini vegurinn til þess er auð- vitað sá, að þú verðir konan mín«, bætti svo Sveinbjörn við. Solveig ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum. Hún starði á Sveinbjörn eins og tröll á heiðríkju. Hún hjelt sjer hefði hlotið að misheyrast. »Að jeg verði hcað'! sagði hún svo nokkuð hvatskeytlega. «Konan mín«, sagði Sveinbjörn hálf-kindarlegur. Honum fannstnæstum því, hann heyra hryggbrot í málróm hennar. »Er þjer alvara, Sveinbjörn?« »Já, víst er mjer alvara«, svaraði hann hálf önuglega. »Er jeg sá gár- ungi, að þú hafir ástæðu til að halda, að jeg segi þetta í galsa?« Svo honum var alvara! Solveigu lá við að fara að hlæja. Henni fannst það eitthvað svo skoplegt, hvernig hún hafði misskilið hann. og bónorðið sjálft svo kátlega fráleitt. íjún svaraði samt kurteislega: »það getur ekki orðið«. »Gættu nú að, hvað þú segir, Sul- veig mín«, sagði Sveinbjörn. »það munu flestir kalla, að þú neitir gæfu þinni, ef þú tekur þvert fyrir þetta. Og ekki mundi faðir þinn ætlast til þess. Jeg mun reyna að gjöra mitt tíl, að þú svarir þessu á þá leið, sem mig langar til. Svaraðu ekki í fljót- ræði. Hugsaðu þig vel um«, »Jeg þarf ekkert um það að hugsa, og jeg vona, að þú misvirðir það ekki við mig. það getur ekki orðið -— al- drei nokkurn tíma« »Hvers vegna ekki ? Efþað ervegna Sigurgeirs, þá er þjer óhætt að trúa því, að það verður aldrei neitt úr neinu ykkar á milli. Er það hans vegna?« »Jeg er frjáis manneskja«, svaraði Solveig, og var ekki trútt um þykkiu í rómnum, »og er ekki skyldug til að færa ástæður fyrir öðrueins og þessu. þjer er nóg að vita það, að þetta, sem þú fer fram á, verður aldrei —; hvernig sem allt veltist, þá er ekkí til neins að nefna pað«. Svo lauk hún upp hurðinni og fór út og ofan stigann. Sveinbjörn kom á hælana á hetini, en hann fór út úr húsinu. Reiðhestur hans var rjett við túnið. Sveinbjörn fór rakleiðis til hans, hnýtti snæri upp í hann, tevmdi hann heim og lagði á hann. Svo fór hann inn og hafði fataskipti. »,Jeg ætla að skreppa út í kaupstað«, sagði hann við Solveigu, þegar hann kom út aptur ferðbúinn. »Jeg býst við, jeg korni við í Holti. þú munt ekki vilja, að jeg skili neinu til for- eldranna þinna?« »Nei — ekki nema jeg biðji að hedsa«. »Jeg kem heim aptur annað kveld, ef guð lofar«, sagði Sveinbjörn svo, kvaddi Solveigu vingjarnlega og agði af stað. Solveig mætti Sigurgeir í anddyrinu og hann bað hana að koma með sjer inn í stofuna. »Hvað vildi pabbi þjer?« spurði Sig- urgeir, þegar þau voru komin þangað inn. »Hvað heldurðu?« sagði hún bros- andi. Enn fannst henni þetta vera hlægilegt. •Biðja þín?« sagði Sigurgeir. • Hvernig vissirðu það?« »Hverju svaraðirðu?# »Ja — hverju heldurðu, jeg hafi svarað? Jeg hjelt, þú vildir ekki eiga mig — fyrir stjúpu, — svo jeg —« Hann tók utan um hana undir hönd- unum og hún vafði handleggjunum um háls honum — —. Góðri stundu síðar fóru þau hvort til sinnar vinnu, ljett í lund og fagn- andi, eins og ung hjónaefni eiga að vera. Lífið var bjart eins og heið- skír sumardagur og ekkerfe var til í öllu sólskininu nema þau ein. Morguninn eptir var sunnudagur, og þá var Solveig komin í allt annað skap. Hún var farin að hugsa urn það, sem Sveinbjörn haföi sagt, að hann ætlaði að koma við í Holti. Hún bjóst við óánægju, vafningum og bar- áttu. Hún gat ekki hugsað sjer, að neitt gæti orðið til þess að svipta þeim sundur — hún sá engin ráð til þess. það var enginn minnsti slæðingur í huga hennar af efa um það, að Sigurgeir sæti við sinn keip. En samt varhún hrædd — hún vissi ekki við hvað. það vareinhvern veginn orðið dimmt í hug hennar, og hún hafði veður af vofum allt í kring um sig. AlþýðumenntunÍK. I»að sem P.jetur og Páll segrja um liana. Eptir alþýðukennara. VI. Gajgnfræðaskólariiir. Misjafnlega er um þá dæmt, og ó- mildir eru dómarnir ástundum. Ekki eru þeir neitt svipaðir realskólum í öðrum löndum. það er ofur-eðlilegt, því að svo nefndir real-skólar í öðrum löndum hafa allt annað markmið en vorir gagn- fræðaskólar, sem svo eru nefndir. Menntunarkröfur þeirra (o: realskól- anna) hafðar la,ngtum hærri en vorra gagnfræðaskóla. Einmitt það. þesair gagnfræðaskól- ar okkar eru hvorki heilt nje hálft; þeir veita bara hálfmenntun, sem ekki er til annars en ills eins, hún kemur inn þeirri hugmynd hjá ungum mönn- um, að þeir sjeu orðnir lcerðir; lær- dómshugmyDdinni fylgir aptur það, að þeir þykjast ekki þurfa að vinna ær- leg verk, þeir verða of »fínir« til þess- þessir svo kölluðu real-stúdentar ganga fínni en presturinn sjálfur, stundum bágt að sjá mun þeirra og Mmervu- sonanna, sem einir eru rjett bornir til »stúdents«-nafnsins. það er ekki von, að bændum gangi vel að fá vinnufólk, ef þessu vindur frsm með aðsóknina að gagnfræðaskólunum. Hvar lendir. það, ef allir verða lærðir og enginn vill vinna? Já, það mundi vafalaust lenda í mestu varidræðum, ef svo færi að allir hættu að vmna: en við því er varla hætt, og allra sízt mundi gagnfræða- skólunum gefandi sök á því. það má vel vera, að sú alda, sje nú að ganga yfir landið, að mörgum ungum mönn- um þyki flest annað fýsilegra en al- menn líkamleg vinna. Embættafýsn- in er víst eigi minni nú en áður. enda er hún alin upp í ungum mönnum bæði af foreldrum, sem þykir sú staða eptirsóknarverðust fyrir sonu sína, og af landsstjórninni, sem veitir svo auð- veldan aðgang að því að »stúdjera«. Enn sem komið er standa þó eigi mjög mörg embættismannaefni iðjulaus á torginu. það getur vel verið, að ýmsir, sem í gagnfræðaskólana ganga, misskilji svo tilgang þeirra, að þeir ímyndi sjer, að skólarnir eigi að vera verksmiðja til að búa til slæpinga, sem hvorki eru hæfir til andlegrar nje líkamlegrar vinnu; en hitt er eins víst, að margir haía allt annan skilning á þeiin, skilja þá svo, að ætlunarverk þeirra sje það að gera nemendurna að hæfari til vinnu, um leið og þeir gjöra þá næm- ari við andlegum áhrifum af lestri bóka og hæfari til að mennta sig sjálfa, eptir því sem tími vinnst til og atvik leyfa. því fer svo fjarri, að hjer á landi sje of rnikið af nokkurn veg inn menntuðum alþýðumönnum, aó enn eru í mörgum sveitum vandræði að fá menn í sveitarstjórn og til að sitja í sýslunefndum t. d., sem til þess sjeu sæmilega hæfir, ekki at því að menn vanti greínd og lífsreynslu, heldur af því, að þá skortir almenna menntun til þess, einmitt- þá þekkingu, sem gagnfræðaskólarnir veita. Aðsókn- in að þessum skólum má því gjarna haldast að skaðlausu. það er ekki hætt við, að þeir ungu meun, sem skilja rjett tilgang skólanna,— ogþeir eru margir — leggi úrftr i bút, eptir að þeir koma heim. þó að benda megi á einhverja ónytjunga, sem ein- hvern tíma hafa gengið í skóla, þá sannar- það ekki, að óbeit á viunu sje skólanum að kenna; þeir hinir sömu hefðu verið ónytjungar, þó að þeir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.