Ísafold - 16.03.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.03.1898, Blaðsíða 3
hefðu í engan skóla komið. Við eig- um svo mikið af letingjum, sem ekki vinna nema lítinn part af árinu rjett til að geta lifað,,og ganga annars iðju- lausir; já, mikjnn hóp manna, sem kjósa heldur að ve.ra sveitarlimir og lifa á annara sveita, heldur en að leggja á sig vinnu, og enginn þeirra hefir lært sinn hugsunarhátt í skólun- um. Enda væri það ráð vænlegasi, að leggja gagnfræðaskólana sem fyrst niður, ef þei'r innrættu nemendum sm- um slíkan hugsunarhátt, ef þeir væru gróðrarstía fyrir slæpinga. Letingjana má alstaðar finna. Hjer finnum við þá í bændastöðunni eigi síður en annarsstaðar. Eru ekki dæmi til þess, að bændur, alveg óskólagengn- ir, 8em einhverra bluta vegna hafa talið sig í heldri bænda röð, hafa hætt alveg að vinna, þegar er þeir sáu sjer það fært? jpeir vilja lifa eins og lá- varðar og láta aðra vinna fyrir sjer. — Eða þá allir þeir kaupmenn, sem hafa þotið upp á seinni árum, eins og njólar í hlaðvarpa? . Menn af ýmsu tagi, einkum ef til vill iðnaðarmenn, sem ekki hafa nennt að i£ka iðn sína, þótt náðugra líf að verzla. þessi löng- un eptir næðissömu, hægu lífi, löngun eptir einhverju öðru en líkamlegri vinnu, sýnist vera talsvert almennur kvilli; en það er ástæðulaust að segja, að sú sýki hafi dreifzt út frá gagn- fræðaskólunum, eða sje sóttuæmari meðal þeirra, sem í þá skóla hafa gengið, héldur en annara. J>að væri óeðlilegt, að menn, sem væru vanir líkamlegri vinnu, gætu orðið henni frábitmr af því að fást við bók- nám eina tvo vetrartíma. Hitt er alls- endis eðlilegt, að menn, sem á unga aldri eru settirtil náms, og aldrei læra neitt til vinnubragða, að þeir verði ó- hæfir til líkamlegra starfa, eptir að þeir hafa vorið við nám ein 8—12 ár. Ef slíkir menn eru einhverra hluta vegna taldir óhæfir til embætta, eða embætti eru ekki til hauda þeim, þá eru þeir illa staddir. peir eru venju- lega orðnir frábitnir vinnu, enda ó- gjaldgengir í þá skuld. f>eir eru of fínir til að vinna og verða því opt að vandræðaræflum; fara svo opt f ýmis- legt brall. f>eir hafa opt kostað landið talsvert fje, en verða því aptur að engu liði. f>að, að þeir verða »gagn- laus byrði jarðar«, er þó engan veginn hið versta. Verra er hitt, þegar þeir, án þess að hafa nokkurn hæfileika til þess, fara að gerast leiðtogar þjóðar- innar, t. d. með því að gefa út blöð, sem eðlilega eru til einskis nýt; það væri þakkar vert, að rnaður, sem svo er staddur, lifði á eintómum »plötu- slætti«, og talaði ekki til fólksins um unnað en peninga. Allar líkur eru til þeSs, að vinnu- fólks6klan stafi alls ekki af alþvðu- menntunar-umbrotunum; miklu frem- m er líklegt, að húu eigi að nokkru } ti að rekja rót sína tjl þess, að of margir sækja til embættastjettarinnar. þo að ekki sje enn mjög margt um embættismannaefni hjer á landi, þau, er eugin embætti geta fengið, þá er aðgætandi, að margt af íslenzkum embættismannaefnum fer tiL útlanda, einkum Danmerkur, og hverfa úr sög- unni fyrir ísland, eptir að miklu hefir verið kostað til náms þeirra. Við þessu er ekki gott að gera; hver verður að hafa Ieyfi til þess að ráða sjer; annað væri ekki «frelsi«. En eitt gæti Iandstjórnin gert; hún gæti varast að ginna unga menn að óþörfu til embætti88töðunnar; reyna heldur á einhvern veg að gera verkleg störf fýsileg, og leiðina til nauðsynlegrar undirbúningsmenntunar undir þau auð- sótta. Aðsóknina að • mbættismanna- menntuninni þarf allra sízt að auka; en á verklegri menntun hefir þjóðin mikla þörf. Alþýðumenntunina þarf því enn að auka, bæta og gera S'3m almennasta. Hinir fullkomnari al- þýðuskólar, gagnfræðaskólarnir, sem svo eru kallaðir, eru að engum veru- legum notum fyrir þetta land, öðrum en þeim, að veita þa almenna menntun, setn bæði hverjum bónda er nauðsyn- iegt að hafa, til þess að geta tekið sæmilega þátt í stjórn sveitarmálefna, og leysa vel af hendi önnur störf, sem þjóðfjelagið« legsur bændum 4 herðar — og hverjum ungum manni ernauð- synlegt til þess að geta aflað sjer verulegrar sjermenntunar, hvort heldur er til búnaðar eða sjómennsku, verzl- unarstarfa, kennslustarfa, eða annara starfa, sem ekki heimta þó vísindalega menntun til undirbúnings. f>etta hlýtur að vera ætlunarverk þeirra; en þetta ætlunarverk er líka afar-mikilsvert fyrir framtíð þjóðar- innar, og því er það fje allra síztept- ir teljandi, sem til þeirra er varið. f>að er illa á haldið, ef það ber ekki eins góða vexti til handa þjóðfjelaginu og hver önnur fúlga, sem greidd er úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar, landssjóði. ------■ I ^ - - Verzlanir Thomsens og' Fiscliers. Mjer var það sönn ánægja að sjá það af 85. tölubl. »ísafo]dar« þ. á., að hr. kaup- niaður H. Th. A. Thomsen hafði rækilega íhngað greinar þær, er jeg ritaði um verzl- un hans og hr. Fischer’s, þó hann sæti nú í Kaupm.höín. Að visu skerðir það nokkuð ánægju mina, að hann í þessari siðari gréin sinni sviptir mig aptur skáldaeinkunuinni, sem liann skenktimjer í fyrri greinioni, en það verður að taka því eins og hverju öðru mótlæti, með þögn og þoiinmæði. Það var alilrei við þvi að bnast, að sú einkunn yrði endingargóð, því jeg hef aidrei feng- ið orð fyrir að hafa þegið til mnna af þeirri gáfu (skáldskapargáfunni), svo það var þess vegna nauðalitið af mjer að taka. Hitt kann jeg mætavel við: að hr. Thomsen kallar hina síðari grein mina »bull« og »lokleysu«, því þess háttar vottorð eru menn æfinlega vanir að gefa þeim ritsmíð- um mótparts sins, sem þeir ekki treysta sjer til að andmæla með gildum ástæðum. i’eirri »skynsamlegu áiyktun«, sem herra Thomsen þykist draga af spurningu minni, læt jeg hann ráða; jeg get ekki verið að mótmæla hénni, og ekki get jeg heldur verið að senda honum vottorð til Kaiuun.- liafnar, sem sanni sögu mina, þó jeg gæti fengið það, ef jeg vildi. Að siðustu vill þó herra Thomsen gleðja mig með þvi að tileinka mjer »spá- dómsgáfu«, sem jeg man samt ekki eptir að hafa orðið var við, en honum þykir hóla á hjá mjer, að likindum i grein minni, hinni síðustu. Jæja. »Lítið er betra en ekki neitt«, segir mál- tækið. Hann nefnir það liklega »spádómsgáfu« að jeg gat þess til, að hr. Thomsen mundi nú sem fyrri fylgja fiskprisum Fischer’s- verzlunar, þó hann ekki hefði lofað því. Þessi tilgáta min var byggð á reynsln. Þetta hefir hr. Thomsen ávallt gjört áð- ur, þó honum hafi máske ekki ætíð' fallið það ljúft. — Jeg veit að hann man það, þegar jeg, sumarið 1890, varð að sýna honum reikning minu fra Fischer s verzlun, til ]ws8 að eiun af Thomsens betri við- skiptamönnum fengi hjá honum sama verð fyrir saltfisk sinn og jeg fekk lijá Fischer s verzlun árið áður; en |»að stóð þá heldur ekki lengi á þvi, að hann fengi 50 kr. fyrir hvert skpd. af nr. 1, eins og jeg hjá Fiseher. Þetta veitir mjer þó hægt að sanna, því maðurinn lifir enn, sem upphótarinnar varð aðnjótandi. Og svo fer jeg nú elcki longra út i þetta efni, en vona að hr. Thomsen misvirði það ekkí við mig, þó svar mitt verði stntt í þetta sinn; jeg þykist hal’a svo fáu að svara. Auk |iess veit, jeg ekki nema honum kunni að mislíka eitthvert orð, ef jeg rita lengra, en það vildi jeg varast, að styggja liann. Jeg vona að hann kippi þá ekki af mjer aptur »spádómsgáfunni«, sern hann til- einkar mjer í þessari sinni s'ðustu grein. MjtT hefir ávallt þótt, fróðlcgt og skemmtilegt að eiga tal við hr. Thonisen uni verzlunarefni, og ]i«> jeg okki ætið liafi trúað sem hezt því, sem hann hefir viljað fra*ða niig á, uiii verzlunarganginn hjer og erlendis, |iá er það engan veginn honuni að kenna, hehlnr sjálfsagt fáfræði minni. Landakoti H. des.hr. 1897. Guðmundur Gudmundn.son. f Sieniundur Guðim ikI-soh prentari andaöist 12. þ. mán. úr lungnatæring, ekki hálffimmtugur, f. í Olafsdal í Dalasýslu 18. okt. 1854. Nær tvítugsaldri komst hann í læri hjá Einari heítnum prentara, sigldi haustið 1876 til Hafnar sjer til frek- ari frama að undirlagi Jóns heit. land- ritara Jónssonar og útgefanda ísafoldar, er höfðu í ráði að koma hjer upp nýrri prentsmiðju, kom með hana vonð eptir, Jsafoldarprentsmiðju, og var yfirprent- ari við hana næstu árm. Tveirn árum síðar, 1$79, sendu eigendnr prentsmiðj- unnar hann til Lundúna, að kaupa hraðpressu og læra á hana, hina fyrstu braðpressu hingað til lands (nú á Isa- firði), og leysti hann það vel af hendi. Vorið 1883 ætlaði hann alfarinn til Vesturheims meðfólksitt, en hvarf aptur í Skotlandi, útvegaði sjer þá um haust- ið nýja prentsmiðju þar og rak hjer prentiðn fyrir sjálfan sig hin næstu missiri; seldi síðan áhöldin; það er Ejelagsprentsmiðjan, sem nú er. Lagði þá niður iðn sína og stundaði eingöngu vesturfaraerindrekamennsku, fyrir An- chorlínuua, f>á varð hann brátt al- tekinn af hinu alkunna, illkynjaða meiui, áfengissóttinni, sem opt leggst hvað þyngst á atgervismennina, og mátti heita að hann bæri ekki sitt bar upp frá því, — komst til Ameríku (New York) 1891, í bjargráða skyni, en hvarf von bráðar aptur, — þangað til fyrir fám missirum, veturinu 1895 —96, að hann komst fyrir góðra manna tilstilli í drykkjumannahæli á Jótlandi í lækninga skyni; var hann þar nokkra manuði, með svo góðum árangri, að hann mátti heita albata eptir. J>á um sumarið seinna 1896 gekk hann enn í þjónnstu Isafoldarprentsmiðju, var í ráðum um útvegun á nýjum hraðpressum handa henni og steinolíu- gangvjel til að hreyfa þær, í stað hand- afls, hinni fyrstu þess kyns vinnuvjel hingað til lands, sem reynzt hefir ágæt- lega. Leysti það starf allt mikið vel af hendi, stýrði hraðpressum prent- smiðjunnar upp frá því, þangað til hann lagðist banaleguna nú fyrir nokkrum vikum. jþað er ekki ofmælt, að Sigm. heit- inu var framúrskarandi gáfumaður. Hann var í smni mennt, 1 prentiðn, langfiemstur allra sjer samlendra manna, bæði að því er verklega kunn- áttu snertir og bóklega þekkmgu, hafði framazt í henni ekki einungis í Danmörku, heldur einnig á Englandi (Lundúnum, Edinaborg og Glasgow) og í Ameríku, og var auk þess vel að sjer í ýmsu öðru, er leikmönnum er ótítt, þar á meðal 3 — 4 höfuðtungumálunum uýju, einkum ensku. Honum lá að kalla hvað eina í augum uppi, er hann gaf sig eitthvað við. Hann var gleði- maður mikill, skemmtinn og fyndinn. — Hann lætur eptir sig konu (dóttur Torfa heit. prentara) og 5 börn í æsku — elztu synirnir 2 farnir að nema prentiðn (í Isafoldarprentsm.). LandNgufuskipsútgerðin. A þinginálafniuli, sem haldinn var að Heydalsá í Strandasýslu 30. des. f. á. — en þann fund sóttu auk þingmannsins um 20 kjósendur, — var að loknum umræðum um samgöngumálið samþykkt svolátandi fund- arályktun í einu hljóði: »Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir álasi því, er alþingi hefir- orðið fyrir í ýmsum hlöðuni fyrir landssjóðsútgerðina og metur ]iað ástæðulaust og markleysu eina. Telur fnnduriun, að alþingi eigi miklu fremur þökk skilið og viðurkenningu þjóð- arinnar fyrir öll afskipti sín af þessu máli«. Þjóðvinafjelags-almanakið og túnasljettun. I athugasemilum viö skýrslurnar um túna- sljettnn, sem prentaðar eru í Þjóðv.fjel.- alm. 1898. snuprar útgefandinn báðar Skapta- fellssýsiurnar, eða sjerstaklega þó eystri sýsluna, fyrir, hvað lítið þar sje unnið að túna .siljettun. Það ec leiðinlegt, þegar inn i jafn-fróð- legar og þarflegar skýrslur slæðast slikar staðleysur. Utge'f. hefir sjálfsagt ekki vitað það, að '‘þýfð tún«, eptir því sem það orð er ískiiið t. d. í Arness- og Rangárvallasýslu, eru ekki til milli Jökulsár og Lónsheiðar. Jarðlag er hjer svo, að vaillendis-jörð er mestmegnis sljett frá náttúrunnar hendi, og þó að suinstaðar votti fyrir þýfí, þá hefi jeg þó hvergi í túnum hjer sjeð neinn þann þúfnareit, sem ekki væri kailaður vel »högg- fær«, þar sem nm veruiega þýfð tún er að ræða, og þúfnareitir í túnum held jeg, sem sagt, ekki að sjen tíí, nema ef til vill á stöku stað austast og vestast, en flatarmál þeirra samanlagt er hvvrfandi stærð í saui- anbnrði við [iað, seni sijett er. Um þetta hefði útgefandinn átt að geta, sem ástæðu þess, að sijettun er litil i þess- um sýslum, og hefði hann verið gagnkunn- ugur, þá gat hann iíka get.ið um, að mikið af því, sem talið er túna-sljettun i vestri sýslunni, er útgrœðala, gjörð á svipaðan hátt og túnin við Reykjavík, en er talið sem sljettun i húnaðarský’rslunnm, af því þær hafa ekki sjerstakan dálk fyrir út- græðslur. Að ætla sjer að sljetta tún, sem frá nátt- úrunnar hendi er rennsljett, mundi [iykja hjákátlegt, liklega viðar en í Skaptafells- sýslu. Kirkjub.kl. la/i 1898. Guðl. Guðmundnson. Veðnrathugranir i Reykjavik eptir landlækni Dr. J. Jónas- sen. . N ■- í+ -O £ £ S Hit.i (á Celsius) Loptvog (millimet.) Veðurátt. á nátt(um hd. árd. siðd. árd. slðd. 5. 0 + 1 734 1 718.8 Sv h bSvhv d 6. 0 0 7-6.4 73o.6 Sv h d;Sv h d < . -f-1 0 741.2 744.2 v h biv h d 8. 1 -f- 1 744.2 7.3.9 0 b Sahvd 9. -r4 — 4 726.4 72,9.0 Svhvd Svbvd 10. — 4 - 4 729 0 729.0 SvhvdiSv h d 11. — 4 — 3 72 .0 729.0 Sv h d Svhvd 12. -ú-5 +- 3 ,23 9 723.9 a h diSv h d 13. — 8 -f- 4 726.4 731.5 Nabvdi 0 d 11. "h 9 0 L 4 1 713.1 Sv h djSv h d 15. -f- 4 ■+ 8 718.8 744.2 Sv h b Nvhvd 16. ~r ° • «,I 756.9 762.0 0 b 0 b -- 7 — 2 762 0 767.1 a h dl 0 b 18. 19. — 10 — 5 4- 3 764.1 759 5 759.5 v h bv h d N h b 20. “ ö -í- 3 767.1 767.l|N h blN h b 21. -6 3 767.1 7620 0 b 0 b 9*2 ___ 9 4- 3 • 56.9 751., Sa h dHv h d 23. — 2 0 746.8 739.1 Sv h dl 0 d 24. — 3 0 736.6 734.1 a h bla h d 25. — 2 0 734.1 741.<ía h b a h b 26. — 2 0 746.8 749.3|Sv h di 0 b 27. -h 4 0 74*>.8 711.7lSv h bla h d 28. -r- 8 -+ 3 741.2 756.9 0 b N h d 1 — 2 — 1 762.0 767.1|N h h N h b 2. -L3 _i_ *2 769.6 772.2ÍN h h.N li h 3. - 10 + 5 774.7 772.2 0 b 0 b 4. “5- 5 0 764.5 749..) a hv d Salhvd 5. 0 + 1 751.8 754.4 0 b 0 d 6. 0 + 4 <62 0 764.5 0 h | 0 h 7, + 1 + 3 759.5 751.8 Sa hvh Sv h d 8. 0 0 749 3 736.6 Sv h djSv hvd 9. -r-b 4 741.7 749.3 SvhvdjSv h d 10 -r 3 -+ 1 751.9 736 (5 a hv d|a hv d 11. -r 2 -L 1 734.1 734.1 Sv h djSv h d Banatilræði á Georg ^Grikkjakonungi^ að hafa verið veitt eigi alls fyrir löDgu, að því er frjetzt hefir uaeð enskum botnverping, er kom inn á Akranes fyrir fáum dög- um. Konungur var að aka í vagni fyrir utan borgina (Aþenu) með dóttur sinni. f>á veittust að honum 3 bófar með skammbyssur í höndum og skutu á vagninn. En hvorugt þeJrra feðgina sakaði, euda flýðu bófarnir óðara, er þeir höfðu hleypt úr byssum sínum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.