Ísafold - 16.03.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.03.1898, Blaðsíða 1
Kemur nt ýinist einu sinni eða • tvi-sv. i viku. Verð nrg. (SO arka minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða l1/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis l'yiir frain). ISAFOLD Uppsögn iskrifieg/ bunum við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október, Afgreiðslustofí blaðsins er í Aunturntrœti 8. Reyk.javík, miðvikuda^finn 16. marz 1898. ________ XXV. árg. Fomyripasafn opið mvd. og Id. kl.l 1—1‘2 Landsba- kinn opinn bvern virkan dag kl. 11 -2. Bankastjóri við ll'/s — l‘/i,ann- ar gæzlustjóri 12 — 1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (t.il kl.3) md , mvd. og ld. til útlána. Póstskip (Laura) væntanl. fd. 1 i- marz Póstar fara: austnr og vestur 20. þ. m., norður 22. Áskorun I»ingeyinga. Einkeunileg og eptirtektaverð fund- arsamþykkt er það, sem j>ingeyingar hafa gert að Ljósavatni 3. febrúar síðastliðinn og »Scefnir« skýrir frá. Fyrst samþykkja þeir yfiriýsing um, að fundurinn sje algerlega niótfallinu stjórnarskrárfrumvarpi dr. Valtýs og þeirri meðferð stjórnarskrármálsins, er kemur fram í ávarpi því, er 16 þing- menn hafa sent út um landið eptir síðustu þinglok. í öðru lagi samþykkja þeir áskorun til kjósenda í þeim kjördæmum, ^em á síðasta þingi höfðu þingmenn þá, er skrifuðu undir 16 manna ávarpið frá 26. ágúst síðastl., að leitast við að fá þá til að segja af sjer þingmennsku, nemaþví að eins, að þeir lýsi yfir því ðtvírætt, að þeir verði eigi framvegis fylgjandi líkri stefnu í stjórnarskrár- málinu, sem fram kemur í ávarpiuu. Við þetta er látið sitja, nema hvað eitthvað helmiugur fundarmanna vill hafa þingvallafund fyrir næsta alþingi, sjerstaklega til þess að ræða um stjórnarskrármálið. — -—■ — Hugsum oss mann á leið yfir örð- ugt fja.ll. Hann veit, að gatau, sem hann fer eptir, liggur til byggða, og hann þekkir engan annan veg, sem þangað liggur. Svo mætir hann mönn- um, sem skora á hann að fara ekki þessa leið. — »Hvaða leið á jeg þá að fara?« segir vegfarandinn. — »það ðettur okkur ekki í hug að fara að skipta okkur af«, segja ráðunautar hans. »Okkur hefir ekki dottið í hug, að þú mundirfara að spyrja um það«. Hvernig ætli maðurinn tæki nú ráð- leggingunni? Sjálfsagt nokkuð eptir því, hvað geðprúður hann væri og hveruig hann annars væri skapi far- inn yfirleitt. Svo vanstilltur gæti hann verið, að hann segði mönnunum að fara hoppandi. Svo tortrygginn gæti hann verið, að hann færi að halda, að þeim gengi annað en gott til. Svo brjóstgóður gæti hann verið, að hann kenndi í brjósti um þá fyrir flónskuna. En víst er um það, að hver óvitlaus maður virti ráð þeirra að vettugi. f>ví kynlegra er það, að þingeyinga- fundurinn skuli hafa látið sjer farast nákvæmlega eins og þessum ráðunaut- um. Hann minnist ekki á það með einu orði, hverja leið hann vilji að þing og þjóð stefni í sjálfstjórnarmáli voru. Hann er ánægður með það, að þeirri stjórnarbót sje hafnað, sem vjer eigum kost á. Og hann hefir einurð á, að fara fram á það við önnur kjör- dæmi, að láta sömu nægjusemina í - ljós. það er eins og hann renm’ ekki grun í, að þingi og þjóð geti verið nokkur forvitni á, hverja leið hún eigi að halda. þingeyingum ætti þó að vera manna kunnugast um það, aðleiðirnar, sem mælt hefir verið fram með,. eru fleiri en eiu. því að synd er að segja það, að leiðtogar þeirra hafi venð við eina fjölina felldir. Á þjóðin að hlíta undanfarinni leið- sögn Benedikts Sv inssonar't Sje svo, hvora af götum hans á hún þá að fara? k hún að halda fast við landsstjóra- frumvarpið hans? Eða á hún að fara að ráðum hans á síðasta þingi: þiggja Vay;ýs-frumvarpið, að því viðbættu, að ráðgjafi vor sitji ekki í ríkisráðinu? Eða á hnn að taka strikið eptir bendingu annars mikils háttar þing- eyings, Jón.s Jónssovar í Múla, sem enn á ný virðist setja alla vou sína til miðlunarinnar frá 1889 — eptir að hafa verið kosinn fylgismaður B n. Sveinssonar, síðan gerzt miðlunarmað- ur, þar næst horfið frá þeirri stefnu og inn í fiokk Ben. Sveinssonar af nýju og loks brotizt út úr honum og baldið frám dansk-íslenzku milliþinga- nefodinni? Hvernig stendur á því, að fundúr- inn skuli ekki hafa minnzt á neitía af þessum leiðum? Er það af einfeldni? Hefir hann látið belgja í si^; barna- legum ofsa gegu þeirri stjórnarbót, sem vjer eigum kost á, án þess að hafa haft vit á að hugleiða, hvort nokkuð betra sje fáanlegt? Sje 8vo, þá hggur það í augum uppi, að haun hefir ekki verið svo skipaður, að bann hafi verið fær um að leggja nein heilræði í jafn-mikilsverðu máli og sjálfstjórnarmál vort er. Eða skyldi hann liafa haft veður af því, að þjóðin sje farin að sjá það, að allar aðrar leiðir til sjálfstjórnar þjóð- ar vorrar heldur en sú, sem miðlunar- menn síðasta þings vildn halda, sjeu ófærur, blátt áfram villustigir, sem liggja út í ógöngur, og hafi þess vegna ekki sjeð sjer til neins að mæla moð neinni þeirra? Vjer ætlum þingeyinga svo skyn- sama menn, að það sje einmitt þetta, sem fyrir þeim hefir vakað — þetta, sem nú ætti að vera augljóst orðið öllum skynsömum og hugsandi mönn- um hjer á landi. Vjer höfuru ekkert það um þingeyinga heyrt, er geli oss ástæðu tíl að ætla þeim annan eins barnaskap og þann, að uunt sje, eins og nú er ástatt, að fylkja þjóðinni utan um landsstjóra-frumvarp Ben. Sveinssonar eða miðlunina frá 1889 eða ríkisráðsfleyginn eða milhþinga- nefndina. En sjeu þeir nú slíkir vitmeun, sem vjer ætlum þá vera og orð fer af að þeir sjeu, þá er það í meira lagi torskilið, að þeir skuli með engu móti vilja lofa þingi og þjÓð að fara eina færa veg- nn, sem enn hefir verið á bent, og heimta a þjóðinni, að hún hafni mik_ ilsverðum rjettarbótum, sem hún á kost á að fá. ()g það er auðvitað því þungskildara, sem fundurinn hefir ekki látið svo lít- ið, að senda með áskorun sinni minnstu tilraun til að rökstyðja hana á nokk- urn hátt. það gefur manni meira að segja á- stæðu til að ætla, að honum hafi fund- izt forsendurnar fyrir áskoruninni allt að því eins örðugar viðfangs, eins og samkomulag um það, í hverja stefnu halda skyldi. Sparisjóðurinn á Siglufirði og 1. þm. Árnesinga. 1 Alþingistíðindunum frá síðasta þingi (B. 1752) stendur svolátandi mákgrein í þingræðu hjá 1. þm. Ar- nesinga: »En að veita þeim sparisjóðum al- menn sparisjóðsrjettindi og sjerstak- leg hlunnindi, sem eru gróðafyrir- tæki einstakra manna, finn jeg eoga ástæðu til, — einn slíkra sparisjóða er á Siglufirði — — — — og taka þeir 5°Jo af lánum, en bankinn 4J"/o — beinlínis gróðafyrirtæki einstakra manna« — -— Á aðalfundi sparisjóðsins á Siglufirði 7. þ. m., þar sem viðstaddir voru all- ir núverandi forstöðumenn sjóðsins, 3 í stjórnarnefnd og 5 í gæzluuefnd, — alls 8 — lýstu menn óánægju yfir þessum ummæluni, af því þau væri ekki rjett að því snerti sparisjóðinn á Siglufirði, og væru ómótmælt eða ó- leiðrjett af öðrum á þinginu. þótti fundarmönnum þetta því lakara, sem ummælin komu frá forstöðumanni fyrstu og mestu peningastofnunar landsins, og skoruðu á mig — sem er nu einn eptir í nefndinni af hinum upp.runalegu stofnendum sjóðsins — að leiðrjetta tjeð ummæli, að því er þau færu hjá saunleikanum, og koma því á framfæri í »lsafold«. Eins og sjest af C. deild Stjórnar- tíðindanna 1892, var sparisjóðurinn á Siglufirði stofnaður árið 1872, þannig, að hann byrjaði reikningsár 3Ín 1. jau. 1873, og var þannig uppruni hans hjer um bil samhliða sparisjóðsstofn- uninni í Reykjavík. þessi sparisjóður á Siglufirði var stofnaður sem almenn-■ ings-eign með ábyrgð 8 rnanna, 200 kr. (100 rd.) frá hverjum, að hann stæði í skilum. Fyrstu árin blómgað- ist stofnun þessi allvel, eptir því sem líkur voru til, enda lögðu menn dálít- íð fje í hann bæði úr Eyjafirði og Skagafirði, meðan engir sparisjóðir voru þar til, svo að hann liafði í vörzlum aínum árið 1886 ínulög, er námu rúmum 16,500 kr., og var þá búinn að eignast varasjóð um 1540 kr. En árin þar á eptir minnkaði innieign í sjóðnum, mest vegna þess, hve aðþrengdir menn voru af harðær- inu þann áratug, en meðfram af því, að þá voru komnir á fót sparisjóðir bæði í Ejyafirði og Skagafirði,svo að þeir menn, sem voru í meiri grennd við þá, tóku fje sitt, til að ávaxta það þar eða verja því til sinna þarfa, án þess nokkuð kæmi í staðinn til að halda jafnvæginu. þegar nú þessir spari- sjóðir voru stofnaðir, bæði fyrir aust- 13. blað. an og vestan, lá beinast við, að álíta 8parisjóðinn á Siglufirði eign þeirra sveitarfjelaga, er höfðu stofnað hann, borið ábyrgðina, meðan hennar þurfti við, og annazt hann að öllu leyti frá upphafi hans fram á þennan dag, en sveitir þessar eru Siglufjörður og Fljót, eða sveitarfjelog þau, er teljast til þessara byggðarlaga. Af þessu stafaði það, að aðalfundur sjóðsins samþykkti fyrir nokkrum árum, að veita mönn- um í þessum sveitum dálítil verðlaun fyrir nnnar jarðabætur, sem hann og hefur gert, til að reyna að vekja menn og hvetja í þeim atriðum. Emnig hefur hann veitt dálítinn árlegan styrk til kirkju, er reist var fyrir nokkrum árum á Siglufirði og var mikilli fjárþröng, til þess að ljetta dálítið undir vaxtagreiðslu af skuldum hennar. Eins og áður er á minnzt, eru nú flestir af stofnendum sjóðsins dánir, án þess nokkur þeirra b ær nokkurn eyri upp af ágóða hans, eða erfingjum þeirra hafi dottið í hug að gera tilkall í þá átt; og svo hef jeg og heldur ekki notið nokkurs eyris af sjóðnum — og mínir ættingjar eiga heldur enga von til þess —, jafnvel þó jeg hafi stundum haft nokkurt að- kall fyrir hann, sjer í lagi á árunum í kringum 1890, því þá þurfti »á roðum og uggum að halda« við forstöðu sjóðs- ins. þá fór nefnil. innieign manna í 8jóðnum niður í rúm 10,000 kr. úr áðurnefndri upphæð, sem hún var komin í. Af þessu framanritaða vona jeg að mönnum verði Ijóst, að sparisjóðurinn á Siglufirði er ekki »gróðafyrirtæki einstakra nianna«, eins og 1. þm. Ár- nesinga kunngjörir, svo að sjóðurinn þarf ekki þess vegna að fara á misvið nein hlunnindi, ef hann ætti kost á að njóta þeirra úr einhverri átt. Tvö fyrstu æfiár sín tók ekki epari- sjóðurinn á Sigluf. hærri vexti en étf af útlánum, enda gat það ekki, þegar fasteign var að veði, og þau árin borgaði hann 3% af innlögum. En síðan fjekk hann 10. októbr. 1875 »sparisjóðsrjettindi« samkvæmt lögum 5. jan. það ár, og hækkaði hann þá vexti af útlánum upp í 5%, en setti leiguburð af innlögum fyrst upp í 3£%, þá upp í 3þ% og árið 1879 upp í 4%. Hærri vexti en 5% hefur sparisjóður þessi aldrei tekið af nokkru láni, hvorki bráðabirgðalánum nje öðrum, jafnvel þó jeg viti til þess, að aðrir sparisjóðir hafa gert það. Og nu fyrir 2 árum lækkaði hann vexti f útlánum ofan í 4^%, og hefir engan eyri meira tekið af þeim lánum, er hánn hefir sfðan veitt, svo ummæli 1. þm. Árn. eru ekki helduríþessu atriði rjett. þessa vexti tekur líka sparisj. á Sigluf. eptir d (þegar árið er liðið), en landsbankiim vexti af sínum lán- um fyrir Tram, og vil jeg biðja menn athuga, þegar þessa er gætt, hvort sparisjóðurinn á Sigiufirði af fátækt sinni veitir viðskiptamönnum sínum mikið lakari kjör en hinn stórauðugi landsbanki í Reykjavík, fyrst þing- maðurinn er að gera samanburð á því í ræðu sinni. Að öðru leyti leyfi jeg mjer að skír- skota til áðurnefndrar skýrslu í Stjórn- artíðindunum C. 1892 bls. 48—83 —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.