Ísafold - 19.03.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.03.1898, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Eeykjavík, laugardaginn 19. marz 1898. Kemur ht ýmist eimi sinni e(5a tvisv. i viku. Yer'ft árg. (80 arka minnst) 4 kr, e.riemiis 5 kr. e(Ta l'/2 doll.; liorgist fyrir inifTjan júli (erlendis fyrir fram). XXV. ársr. Forngripasafn opift nivd. og ld. kl.ll—12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri vicí ll’/-2—ann- ar gæzlustjóri 12 — 1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag k!. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.il) md., nivd. og ld. til útiána. Póstar fara: austur og vestnr 20. þ. ni., norður 22. Blöó langafu vorra, afa oyr feðra. i. Ólíklega inundi þess hafa þótb til getið fyrir hálfri öld liðugri, aó í lok aldarinnar yrði blaðafji'ddinn af sum- um nsönnum talinn meðmeinum þjóð- ar vorrarogaðstöðugar ráðagerðir kæmu á prent um að stemma stigu við hon- um. |>ví að þá er ekkert blað til á land- inu. í ágætri ritgjörð (eptir Jensrekt- or Sigurðsson heit. og Pál Melsteð) í 6. ári »Nýrra fjelagsrita# (1846), »Um blaðleysi og póstleysi á íslandi«, er meðal annars kveðið að orði á þessa leið: •Enginn í landinu ritar neitt, ekki svo mikið sem meinlausar írjettir; allir þegja, svo ekkert heyrist, hvorki amátt nje stórt, af því sem mönnum ríður á að heyra og tnenn eiga að heyra; almenn tíðindi og merkir við- burðir berast um landið á líltan hatt og bæjarskraf og sveita, á skotspón- um, annaðhvort rnunn frá munni, eða þá í seðlum, er fara einstöku manna á milli og sem þá ekki bera annað t n munnmælgina; þar af leiðir þá, að tíðindin konm brjáluð og bjöguð í næstu sveitir, stytt með gleymsku eða lengd með lygi, því ósjaldan þarf nenia fáeina munna til að aflaga þau«. Eiginleg blaðamennska byrjaði ekki bjer á landi fyr en eptir að þetta var ritað. En um nærfelt þrjá fjórðunga aldar hefur allt af öðru hvoru bólað á visi til hennar. Margt var það, sem olli því, að blaðamennska bjer á landi gat ekki náð neinum þroska á þessu tímabili. lón fyrsta og helzta orsökin til þess var sú, hve þjóðlífið var vesalt, fátæklegt og fjörlaust. því að engin grein bók- menntanna stendur í jafn-óslítandi sambandi við þjóðlífið eins og blaða- mennskan. Jafnframt þeim beinu á- hrifum, sem hitn hlýtur að hafa á þjóðlífið, ef nokkur mergur er í henni, getur ekki h]á því farið, að þjóðlífið skapi hana í mynd sinni og líkingu, setjí að minnsta kosti mót sitt dýpra á hana en nokkuð annað, er að rit- störfuin lýtur. Og þroski þess er ó- hjókvæmilegt skilyrði fynr hennar þroska. •Tafnvel enn í dag þykir fullörðugt suma tíma árs að hafa á boðstólum gott blaðaefni, sem alþýðu manna þyki að sjálfsögðu hugðnæmt og koma sjer við til muna. En hvað ætli blaða- mönnum megi ekki hafa fundizt til um slíka örðugleika, meðan landsmenn hafa engin afskifti af löggjöf sinni, takaölluþví þegjandi, sem að þeim er rjett, meðan þeir hafa engin ráð yfir sameiginlegu fje sínu, meðan verzlun- in er ekki aðeins í hörðum böndum, heldur öll í höndum útleudra manna, meðan svo að segja engir mannfundir eru haldnir til að ræða sameiginleg mál manna, meðfram af þvi, að þeim er ekki ljóst, að nokkurt mál sje sam- eiginlegt velferðarmál þeirra, meðan þjóðin telur flestum bókum ofaukið, nema guðsorðabókum, meðan svo að segja öll öfl þjóðarinnar liggja í dái, önnur en trúin á góð umskipti við andlátið, og svo þau, sem beitt er, án nokkurrar samheldni og fjelagsskapar, á stritið fyrir fyrstu og einföldustu lífsskilyrðunum? Meðan svo' er ástatt er »ekkert að frjetta«, nema konung- legar tilskipanir, embættaveitingar, misjafna tíð, mannalát og slysfarir. j>að liggur í augum uppi, hver jarð- vegur muni vera fyrir efling og þro.ska blaðamennskunnar í slíku þjóð- lífi. (lg svona var þjóðlífið þá þrjá ald- arfjórunga, sem hjer er um að ræða. En svo bætist annað við. Engar samgöngur eru um landið. j>ó að eitt- hvað beri við, sera í frásögur sje fær- andi, þá frjetta blaðamennirnir það ekki. Og þó að þeir frjetti það og þó að þeir prenti það, þá geta þeir ekki komið því frá sjer út meðal al- mennings. Jafnvel um miðbik þess- arar aldarvorupóstgöngurum landiðekki teljandi, nema í Sunnlendingafjórðungi. T m hina fjórðungana fór póstur að eins tvisvar á ári. I ni þetta samgöngur leysi segja ritgerðar-höfundarnir i »Nýj- um Fjelagsritum«, sem vjer höfum þeg- ar minnzt á: »|>að semvið ber í éinhverjum ladns- fjórðungiþarf... misserieðaártilaðkom- ast í hinn.og það er ekki allsjaldan, að tíðindiberast fyrstfrá K lupmannahöfn r næsta landsfjórðunginn, svo að það er orðið rnáltæki hjá öðrum þjóðum, að skemmsta leiðin milli fjórðunganna á íslandi liggi um Kaupmannahöfn. Póstarnir milli Kalkútta á Indlandi og Lundúnaborgar fara þar 12 sinnum á án fram og aptur yfir hálfan jarðar- hnöttinn, sem póstar á íslandi iara ekki nema tvisvar um einn fjórðung eyjarinnar, og tíðindi heyrast tólu- vert fyr til Lundúnaborgar úr Kín- landi en til Reykjavíkur úr Norður- landi, hvað þá af Vestfjörðum eða Austfjörðum. Alþingistíðindiu hefur orðið að senda til Kaupmannahafnar til að koma þeim sem fljótast norður f Skagafjorð, eða austur, eða vestur*. |>að væti því ósanngjarnt mjög að dærna hart um blaðamennsku-við- leitni þá, er aíar vorir og langafar verða að notast við. jpað gegnir engri furðu, hvað hún var ljeleg. Hitt er naastum því merkilegra, að hún skyldi nokkur vera. II. Islandske Maanedstidender. Hundrað árum og þremur mánuð- um áður en konungur skrifar undir stjórnarskrá vora kemur út fyrsta tíma- ritið á Íslandi, tlslandske Maaneds- tidender«, ofurlítil örk á mánuði liverj- um, með álíka miklu lesmáli, hvert tölublað, eins og nú er á einni Isafold- arhlaðsíðu. Allt árið jafngilti ritið því hjer um bil 4 tölublöðum ísafoldar, að auglýsingum hennar fráskildum. f>að var prentað í Hrappsey og rit- stjóriun var Magnús sýslumaður Ket- ilsson, bróðurson Skúla Magnússonar landfógeta. f>að varð þriggja ára gam- alt, kom fyrst út í október 1773 og síðasta blaðið í september 1776. Eðlilega rekur lesandi rits þessa fyrst af öllu auguri í það, að það er‘ — á dönsku! Skýrari bending um þjóðlífið hjer á landi á þeim tímum er ekki auðfengin, heldur en sú, að þegar manni hugkvæmist fyrst að gefa hjer út frjettablað, ætlar hann það engum alþýðumanni, heldur eingöngu embættis- mönnum og svo líklegast einhverjum örfáum mönuum í Danmörku. Geta má nærri, að það stafar af því, að hann hyggur, að það mundi alls ekki verða keypt af öðrum. Og líklegast hefir hann haldið, að embættismenn- irnir mundu kunna betur við það á döusku en ísl nzku. I fjórða tölublaðinu lætur ritstjórinn þe88 getið, að örðugt sje að fá efni í þetta rit, ekki stærra en það var; »því að það væri fífldirfska«, segir hann, »að eyða títna annara með fánýtu eða óáreiðanlegu hjali; og naumast er unnt að fá hjer á landi áreiðanlegar frjett- ir, sem verðskuldi eptirtekt alrneuu- ings og fylla megi með heilar 12 ark- ir á einu ári«. Að sumu leyti ber nú ritið vitanlega vitni um þessa frjetta- örbirgð og skort á umræðueíni. Við ber það, að heilt tölublað, eða allt að því, er fyllc með skýringu á efni, sem blaðamenn vorra tíma mundu tala um í örf J&m línum, ef þeir minntust á það á annað borð. En yfirleitt hefir ritið tekizt furðuvel, þegar gætt er að á- stæðum öllum, og ólíkt meiri blaða- mennsku-hæfileikar koraa þar fram heldur en í »Sunnanpóstinum«, sem kemur út nálægt 60 árum síðar og minuzt mun verða á, áður en langt um líður. Eptir því, sem búast má við á þ.itn tímum, er viðleitnin mjög mikil að afla sjer frjetta og segja þær ekki óskemmtilega. Og allmikið er þar af ritstjórnargreinum um lands- mál. Einkum er verzlunin gerð að umtalsefni, og vill ritstjórinn leysa af henni böndin og leyfa landsmöunum viðskipti við alla, sem flytji henni vör- ur. Svo eru og ritgerðir um búnað landsmanna — hvað eptir annað kem- ur þar fram ótfci um, að fólk muni flosna upp hópum saman, og mest kennt atorkuleysi —, um sjávarútveg, kjör presta, afnám helgidaga, o.s.frv. Einnar ritgerðar skal getið bjer sjer- staklega, því að efnið er svo einkenni- Uppsögn (skrifleg/ bunum við áramót, ógild nema koinin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er i Austurstrœti 8. 14. blað. legt: afnám íslenzkunnar hjer á landi. Blaðið segir, að sumir góðir menn og þjóðhollir sjeu farnir að halda því fram, að hentugast mundi að leggja niður íslenzkuna og koma dönsku inn í staðinn. Ritstjórinu andmælir þeirri skoðun afdráttarlaust, og aðalástæður hans eru þær tvær; að ekki mundi reynast vinuandi vegur að láta þjóð- ina skipta um tungu, og að það væri tjón fyrir vísindin, að íslenzkan hætti að vera til sem lifandi mál. Fróðlegt væri það mjög, ef unnt væri að fá einhverja hugmynd um, hvort margir málsmetandi menn muni hafa haft aðra skoðun en ritstjórinn á þessu rnáli. Yfirleitt er ritið frjálslegt og mann- úðlegt, þegar það er borið saman við þá tíma hjer á landi; því að þá vott- aði enn ekki nema örlítið fyrir frelsis- og maunúðaranda 18. aldarinnar hjer. Einna þröngsýnastur er hann, þegar hann er að tala um lausamennskuna. En slíkt er varlega láandi; því að það eimir eptir af skoðunum hans á því efni enn í dag. íslendingar virðast eiga örðugt með að komast í skilning um það til fulls, að hver maður eigi rjett á að leita sjer heiðarlegrar at- vinnu á þann hátt, sem hann sjálfur vill. Útlendar frjettir. Khöfn 4. marz 1898. Veðrátta. Sífellt þíðviðri í mestum hluta álfu vorrar og snjókomu lítið kennt, en rigniuga að staðaldri. — Af vorblíðu víða sagt á Suðurlöndum. Voðaviðburðir. Tveggja skal getið. í fylkinu Kharkow á Rússlandi fórust af kveikjugosi í kolanámu hátt upp í hundrað manna. — I miðjum febrúar- mán. sprakk mikill bryndreki, Maine að nafni, frá Bandaríkjunum, í lopt upp á höfninni við Havanna. Hjer féngu 260 manna bana (af hjer um bil 400), en ýmsum getum leitfc um uppkomu eldsins, eða hvernig hann náði púður- og tundurhirzlum skipsins. Vandlegarrannsóknir frammi, en fle8tir kalla þann grun manna í Bandaríkjunum úr lausu lopti þrifinn, að Spánverjar hafi kornið tundurvjel undir skipið. Danmiirk. Flest fer skaplega á þinginu, og ýms uýt nýmæli þegar fram gengin, t. d. vátrygging fyrir verkamenn, er fyrir áfellum verða. — Annars er nú minna talað um þing- störfin en þingkosningarnar nýju, sem fram fara í lok aprílmán. Kristján prins hefir um tíma gist Cannes, eða tengdamóður sína og unnustu, er þar bua. Hingað von á honum eptir nokkra daga, seinna heldur hann suður aptur, því í Cannes á vigslan fram að fara í næsta mán- uði. Frá Noregi. Við stjórn hafa tekið skörungar vinstrimanna (16. febr.); forseti Steen aptur. Seiuna í þ. mán. verða niðurstöðugreinir aam- ríkjauefndarinnar lagðar fram fyrir þingin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.