Ísafold - 19.03.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.03.1898, Blaðsíða 2
Látinn er að segja Hans Rasmus Astrup, þjóðrækinn mann, er um tíma sat í ráðaneyti Sverdrups og á þinginu. Hann var stórauðugur og mikill hjálp- vættur á marga vegu. England. þing sett 8. febrúar. Af þingsetningarræðunDÍ má skynja, að Bretar halda þar áfram á miðlunar- !eið og friðstillingar, er því má við koma, bæði í vorri og öðrum álfum. þeir hyggja eptir um atferli Rússa og fleiri í KÍDa, en hlutast að eins til ,þar, sem þeir geta styrkt að því, að fleiri höfnum verði upp lokið fyrir allar þjóðir vorrar álfu. Allt um það dylst engum, að Bretar hafa allt undir búið þar eystra, ef hrifsingar Norður- álfumanna eptir löndum eða eyjum drægju til ófriðar við Kínverja eða Japansmenn, til að láta stórflota sinn skerast í leikinn, ef þörfum gegndi.— Við Abessiníukeisara hafa Bretar náð hagfeldum sáttmálakostum, en honum líkar sem bezt, að ríki falsspámannsins líði sem fyrst undir lok. Frakkland. Mál höfðað móti ritböf- undinum Emile Zola. Ákærur sínar hafði hann sent Faure forseta og kraf- izt saksóknar, og því var hún sjálf- sögð, Hún byrjaði 7. febrúar, en lykt- aði 23. dag mánaðanns. Sakargiptir hans voru, að Dreyfus hefði verið sak- laus dæmdur í hermannadómi, en í öðrum dómi hefði Esterhazy hlotið sýknu; en allt bendi þó á, að hann hefði skrifað það njósnarskjal, sem hinum var kenut um. |>etta þótti ekki sannað í kviðdómsmálinn af Zola hendi, eða sóknarmanni hans, Labori, eða Albert Clemenceau, bróður blað- stjórans (blaðsins Aiirore). Dómurinn varð svo harður fyrir Zola, sern lögum gat numið, eða eins árs varðhald og sakarbætur (3000 frankar), en fyrir blaðstjórann 4 mánaða varðhald og sömu sakarbætur. f>að sem hjer þótti þó mest ráða málalyktum, var allt fyrirkomulag og öll einkenni málssóknarinnar. Um Dreyfus-málið mátti ekki tala og dóm- stjórinn þaggaði sífellt niður í Zola og sakvarnarmönnunum, er við það var komið eða minnt var á þann sann- leik, að leyndarskjalið, sem eptir var farið í Dreyfusdóminum, var hvorki honum sýnt nje hans sóknvarnarmanni. Hershöíðingjar og aðrir foringjar, er til vitna voru kvaddir, kölluðu hvað eptir annað fram í og Ieyfðu sjer óra og ólæti. En undir slíkt tók alls konar óþjóðalýður og Gyðingahatendur (Drey- fus er Gyðingur), en hjer fylgdi nær því á hverjum degi skammahávaði og áflog, og stundum varð dómstjórinn að láta ryðja salinn. Verst þótti þó fara á því, er forseti hershöfðingjaráðs ins, Boisdreffe, sneri orðum sínum að kviðdómendunum, og ljet þá vita, að hershöfðingjarnir mundu segjast úr stöðu sinni, ef dæmt yrði Zola í vil. Eptir þessu voru ærslin á strætunum, og lýðurinn æpti eptir Zola sem gífur- legast, og optast varð hann að leita heim til sín huldu höfði. - »Vitu þér enn eða hvat‘?« mætti nú mæla til Frakka. Öll frjálslynd blöð á Frakklandi og í öðrum löndum eru þar á einu máli, að engum sje kunnara en fyr um það, er birtu skyldi verpa á áfellisdóm Dreyfus’s. Hver trúir enn sínu, en efinn um rjettdæmið hefir þó aukizt til mestra muna. Allir frjálslyndir, þjóðhollir og mikilmennt- aðir menn á Frakklandi — t. d. allur hávaði háskólakennaranna — þykjast kenna merkja nýs innblásturs í brjóst þjóðarinnar af samverknaði hervalds og klerkavalds. |>að er að skilja: merki drambsemis og hræsni frú fyrri tímum. Margir kveða beint upp úr, að nú hafi myrkva skotið á sæmd Frakklauds af Zola-málinu og þess undanfara, og eins af þeim Gyðingaofsóknum, sem nýlega hafa farið frarn í Alzír og að miklu leyti eru af líkum rótum runnar. Hjer má við bæta, að mönnum hefir verið lengi kunnugt, að Miinster greifi, sendiboði jþýzkalands í París, hefir fyrir löngu tekið öllu sem fjærst um njósnir frá Dreyfus, og sama hefir Biilow stjórnarherra nýlega endurtekið á ríkisþinginu í Berlín. I nálega öllum merkisblöðum álfu vorrar, t. d. »Times« ú Englandi, hefir hart verið tekið á sókn Zplamálsins og hermáladómanna á undan. í Víifarbla'ð- inu »Neue freie Presse« er svo aS orð- um kveði'ð: »,Franska þjóðin hl/tur að vera orðið afarsjúk og sjón hennar á rjetti og sannindum mjög veikluð. Skynj- andi menn og vandlátir verða nú að taka til haröra rnutrnæla gegn slíkri af- skræmislögsókn«. Enn ber við að bæta, að þó Méline, forseti ráðaneytisins, flytti sjer eptir dóminn að fá trausti ti! stjórnarinnar lyst yfii á þinginu og það fengist tneð 2f% atkv., fór hann samt lieldur ávítun- arorðum um aðferð Boisdreffes,. og, tók ekki fjarri nr’jum rannsóknum um Drey- fussdóminn. Þó gaf hann í skyn, að'til slík's væri ekki að' hugsa fyr en eptir þingkosningarn ar(í maímán.). Hanu ótt- ast, að fylgisflokkur stjónmrinnar muudi sundrast, ef fyr yrði við málinu hreyft. Grikkland. Á sunnudaginn var (27. febr.) kom sú voðafrjett frá Aþenu- borg til danskra blaða, að tveir morð- ingjar hefðu daginn áður setið fyrir Georg konungi, er hann ók heim frá bænum Faleron með Mariu dóttur sinni. Frá þéim riðu ekki færri en 6 morðkúlur að vagninum, en hittu hvorki konung nje dóttur hans, og þó stóð hann upprjettur henni til hlífðar. Skotið komst á þjóninn, sem sat hjá ökumanmnum, en hættulegt ekki. Hestarnir runnu sem af tók og einn þeirra meiddist. Báðir morðbófarnir eru nú handteknir, og af sögnum þeirra má ráða, að þeir hafi verið til kosnir af einhverjum launkytruflokki var- menna og samsærismanna, sem hyggja á hefndartilræði við konung, en kenna honum um seinustu raunir Grikklands. Mikill fögnuður í ljósi látinn urn allt land, er þau konungur sluppu heil úr hættunni, þakkarmessur haldnar í höfuðborginni og fleiri bæjum, en gleðikveðjur streymdu að frá öllum höfðingjum álfu vorrar. Skömmu áður hafði það til rauna- bóta borið, að England, Frakklaud og Rús8land höfðu tekið að sjer ábyrgð á fjárláni til bótagjaldsins, er Tyrkjum skal greitt, svo nú má að þeim^þerða tökin um brotthaldið frá þessalíu. Austurríki. Hjeðan svo skemmst að greina, að hatrið og úlfúðin hefir farið vaxandi með J>jóðverjum og hinum slafneaku þjóðflokkum, en þess mest kennt í Böhmen, eða í Prag, þar er hinir þýzku fulltrúar hafa af þingi gengið. Eptir beðið hver úrræði, verða fundin, eða hver fyrir þeim vill gang- ast. Meðan svo brakar í þjóðaskál- anum mikla fyrir vestan Leitha, og allt virðist ætla af göflum að ganga, lýsa Ungverjar fyrir austan engu yfir um neina örvæntingu, en gefa í skyn, að hvernig sem vestra fari, muni þeir halda öllu sínu hyggilega saman, og njóta afreka sinna betur en fyr, eptir allar sínar baráttutilraunir. Krítarmálið. Hjer fer ekki enn allt með felldu, en Rússar halda fram ný- næmisuppástungu, og hún er: að gera Georg Grikkjaprins að landstjóra eyj- arinnar. J>eim fylgja Englendingar, Frakkar og ítalir að rnáli, en J>ýzka- land og Austurríki hafa til þessa þrætt á móti og statt mótbárur soldáns, sem nú heimtar landstjóra, tr sje af sínu þegnaliði. Ekki ólíklegt talið, að tíð- indin semustu frá Aþenuborg flýti fyr- ir rnálinu. Skólarðð i Beykjavíkiif iærða skóla 1. imti z 1898. Ölmusustyrkur, fyrir allt skólaárið, aptan við nöfmn, í krónum. Allir í I. bekk nýsveinar, os' auk þess 2 nýsvein- ar í II. b. og 1 í IV. b. (stjörnumerkt- ir). j>eir piltar eru upprunnir úr Rvík, sem ekki er annars um getið. Með því að ekkert varð af miðsvetrarprófi, sakir veikinda, var piltum raðað í þetta sinn eptir meðaltali einkunna þeirra, er þeir höfðu við 2 síðustu rað- anirnar á undan (nóvbr.lok og jamíar- lok). Alls í skólanum 103 (í fyrra 106). VI. bekkur. 1. Magnús Jónsson (Grafningi) 150. 2. Halldór Hermannsson (f sýslum. J.) 200. 3. Jón Hjaltalíu Sigurðsson (kaupm. Magn.), umsjónarm. við bæn- ir, 175. 4. Bjarni Jónsson (Árn.) 200. 5. Ari -Jónsson (Barðastr.) 150. 6. Sigurður Jónsson (Eyrarb.) 175. 7. Matthías Emarsson 100. 8. Bjarni þorláksson (Johnson, kaupmanns). 9. Eiuar Jónasson (Skarði) 75. 10. Matt- hías J>órðarson (Borgarí.), umsjónarm., 100. 11. Valdimar F. Steffensen (f kaupm.). 12. Tómas Skúlason (Skarði) 100. 13. Guðmundur H. Tómassou (f læknis) 50. 14. þorvaldur Páls- son (trjesm. Halldórss.) 100. 15. j>or- steinn Björnsson (Borgarf.). V. bekkur. 1. Guðmundur Benediktss. (Skagaf.) 200. 2. Hinrik Erlendsson (gullsm.) 100. 3. Guðm. Bjarnason (Húnav.) 150. 4. Stefán G. Stefánsson (Grund- arf.), umsjónarm. úti við, 175. 5. Sig- urður Kristjánsson 150. 6. Karl Torfason (Olafsdal) 50. 7. Sigurður Sigurðsson (f adjunkts). 8. Kristinn Björnsson (múrara). 9. Jón N. Jó- hannesson. 10. Kristján Linnet (Hafnarf.) 25. 11. Jón Róserikranz (kennara). 12. Guðmundur Grímsson (Árn.). 13. Sigurmundur Sigurðsson. 14. Jón Brandsson (ý pr. Tómass.) 50. 15. Sigurður Guðmundsson (Gnúpv.hr.), umsjónarmaður. 16. Kristján Thejll (Stvkkish.). IV. bekkur. 1. Rögnvaldur A. Olafsson (ísafj.s.) 200. 1. Páll Sveinsson (pr. Eiríkss., Ásum) 200. 3. Sveinn Björnsson (nt- stjóra). 4. Jón H. Stefánsson (Sauð- árkrók). 5. Páll Egilsson (Árn.) 50. 6. Ásgeir Asgeirsson (Isafj.s.) 100. 7. Stefán Björnsson (Fáskrúósf.) 100. 8. Lárus Fjeldsted (Borgarf.). 9. Páll Jónsson (V.-Skaptf.) 125. 10. Jón H. Isleifsson (f pr. Einarss.) 75. 11. Guð- mundur J>orsteinsson (verzlm.). 12. Lárus Scheving Halldórsson (Snæf.), umsjónarm., 100. 13. *Adolph H. F. Wendel (Dýraf.). 14. Vernharður Jó- hannsson (dómkirkjupr.). 15. Guð- mundur Jóhannsson (br. nr. 14). 16. Sigurjón Markússon (skólastjóra). III. bekkur. 1. Jón Jónsson (Rangv.s.) 200. 2. Jón Ófeigsson 175. 3. Jóhann Sigur- jónsson (Laxamýri). 4. Sigurjón |>. Jón8son (Skagaf.) 150. 5. Böðvar Jónsson (Húnav.) 150. 6. Skúli Boga- son (f læknis). 7. Gunnlaugur Claes- sen (Skagaf.). 8. Björn Líndal Jó- hanne8Son (Miðf.) 125. 9. Böðvar KristjánssoD (yfirdómara). 10. flauk- ur Gíslason (f>ing.) 150. 11. Jakob R. V. Möller (Sauðárkr.). 12. Benedikt Sveinsson (Húsavík) 100. 13. Magn- ús Sigurðsson (br. VI. 3) 100. 14. Lárus j>. Thorarensen (t pr. J. Th.), umsjónarm. 15. Sigurður Guðmunds- son (Húnav.). II. bekkur. 1. Einar Arnórsson (Árn.) 200. 2. þorsteinn þorsteinsson (Árn.) 100. 3. Olafur Björnsson (br. IV. 3). 4. Magnús Guömunds-son (Húnav.). 5. Bjarni Jónsson 50. 6. .Jón Magnús- son 50. 7. Jónbjörn þorbjarnarson (t kaupm. Jónass.) 25. 8. *þórður Sveinsson (Geithömr., Húnav.) 25. 9, Brynjólfur Björnsson (RangárvA. * 10. Valdimar Erl-ndsson (Garði í Keldu- hv.). 11. Björu þórðarson (Kjósars.), umsjónarm. 12. Eiríkur StefáDsson (prests á Auðkúlu), 13. Hall- dór Stefánsson (Húrmv.;. 14. Björn Stefánsson (br. nr. 12). 15. Halldór Jónassorr (skólastj., Eiðum). 16. Sturla Guðmundssou (Arn.). 17. Pjetur Boga- son (br. 11J. 6). 18. Sigvaldi Ste- fánsson. 19. Vilhjálmur Finsen. 20*. Jón Benedikts Jónsson (Isaf.). 21. Sigurður Sigtryggsson. I. bekkur. 1. Júlíus Stefánsson (faktors Guð- mundssonar á Djúpavog). 2. Geir Zoéga (adjunkts). 3. Guðmundur H, Lúter Hannesson (Stað í Aðalvík). 4. Gísli Sveinsson (br. IV. 2). 5. Guð- mundur Ólafsson (prests í Arnarbæli). 6. Han8 Guðmundsson (bóksala á Eyr- arb.) 7. Stefán Sveinsson (Húnav.). 8. Lárus Sigurjónsson (N.-Múlas.). 9. Hreggviður þorsteÍDSSon (Gullbr.s.), umsjónarm. 10. þórarinn B. jþórar- insson (faktors á S .yðisf.). 11. Guð- mundur Guðmundssou (Kollafjarðar- nesi). 12. Sigur.ður G. Guðmundsson (br. nr. 6). 13. Bogi Brynjólfsson (pr. á Olafsvöllum). 14. Ólafur þoisteins- son (járnsmiðs Tómass.). 15. Jóhann Briem (pr. í Hruna). 16. Jóhann Möller (kaupm. J. M. á Blönduós). 17. Guðmundur Guðmundsson (Kirkju- bóli í ísafj.s.). 18. Haraldur Sigurðs- son (fangavarðar). 19. Georg Olafs- son (gullstn. Sveinssonar). 20. Otto Jacob Havsteen (amtmanns J. H.). Islenzk blaðameunska. í þessu tölublaði flytur Isafold les- endum sínum upphaf dálítillar ritgerð- ar um blaðamennsku hjer á landi, og er ætlazt til að frásöguin nái fram að árinu 1874. Enda þótt hjer geti ekki, rúmsins vegna, verið að ræða nema um tiltölulega stutt ágrip, vonum vjer samt, að öllum þorra lesenda vorra þyki greinin ekki ófróðleg, og byggj- um vjer þá von eigi hvað sízt á lof- orði um aðstoð, sem vjer höfum feug- ið frá hinum þjóðfræga fræðimanna- öldungi, hr. Páli Melsted, — manni sem auk annara starfa, er þjóð vor fær aldrei fullþakkað honum, hefir átt einna mestan og beztan þátt í að ryðja blaðamennskunni braut hjer á landi. Getið skal þess jafnframt, þó að þess sje naumast nein þörf, að hann ber enga ábyrgð á ófullkomleikum ritgerð- arinnar, nje heldur á dómum þeim, er kveðnir verða upp um það, hveruig ætlunarverk blaðanna hefir verið af liendi leyst. Síra Árna Jdnssyni, prófasti á Skútustöðum, er meinilla við »valtýskuna«, eptir því sem stend ur í blaði einu hjer í bænum, er flyt- ur langt ágrip af umræðunum á Ljósa- vatns-fuDdinum. það tekur prófastinn sárast, að sögu vorri og tungu standi svo mikil hætta af henni. því miður er engin grein fyrir því gerð, í hverju sú hætta sje fólgin. En helzt virðist tiltök að gizka á, að prófasturinn muni telja það óhjákvæmilega afleiðing af því, að landið fái íslenzkan ráðgjafa, er mæti á alþingi og beri ábyrgð allr- ar stjórnarathafnarinnar, að öll eintök af helztu sagnaritum landsins, svo sem Landnámu, Sturlungu, Biskupa- sögunum og Árbókunum, verði brennd

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.