Ísafold - 19.03.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.03.1898, Blaðsíða 3
og danskan verði löpgilt tunga hjer á landi í stað íslenzknnnar. Margt er að varaet ! jbessi hlið málsins hefir dulizt mönnnm, þangað til nú, að manni er bent á voðann. — Ástandið hjer í landinu telur prófasturinn ann- ars mjög varhugavert, líkast því, sem það var á Sturlungaöldinni. Vonandi skirrast þó norðlenzku höfðingjarnir við a fara að láta hann ríða með sjer úm landið til rána og maundrápa, enda þótt klerkamir kæmust ekki ávallt hjá slíkum ferðalögum á 13. öld. Ketnveiðin i Garðs.jó. »Einn útvegsbóndinn í Garðinum lagði þorskanet, 6. þ. m.«, er ísafold skrifað sunnan núna í vtkunni; »það var í harðasta strauminn, útsynnings- brimhroði var hjér sunnan að síðastl. viku, svo að ekki gaf að vitja um net- in fyr en 10. þ. mán, en þávartross- an öll samansnúin í hnút og enginn fiskur í benni. — Á sömu leið hefði farið, ef fleiri trossur hefði verið lagð- ar, nema hvað þær hefðu verið enn Ver utleiknar; því þá er enginn efi á því, að bær hefði rekið hver á aðra, eins og, fyrri, í brimsjó og stórstraumi, svo( að enginu hefði haft neitt aptur nema duflin, en netin hefðu verið kyrr eptir í botninum. Von er þó menn keppist eptir að koma netunum í sjó- inn, áöur en það er leyfilegt; ekki er lítil gróðavonin. Nokkrir lögðu net aptur 14. þ. m., vitjuðu daginn eptir og fjekk einn 48 fiska í 8 netum; það var hæst; annar fjekk 4 fiska, o. s. frv. f>etta var megringsfiskur, ekki göngulegur. Einn missti heiia þorskanetatrossu með öllu, Ftnnbogi G-. Lárússon ('úr Eeykja- vík)». Botnverpingar. Af Suðurnesjum er ísafold skrifað 1,6. þ. mán: »f>á er að minnast forn- kunningja vorra, botnverpinganna. f>eir komu lijer 3 inn í fióann um síð- astl. helgi og hafa sama siðinn og áð- ur: að halda sig á Sviðinu og norður- miðunum á daginn, en færa sig upp að landinu, þegar fer að dimma, og skafa svo botninn með öllu suðurland- inu alla nóttina. Meira að segja, þeir eru núna, um albjartan daginn, snni Leirusjó, allir í röð, laugsamlega inn- an landhelgi. Meðan þessir vargar hafast hjer við, kemur víst fáurn fiskimönnujn í hug að leggja þorskanet í sjó; því að eptir reynslu undanfarin ár má búast við að missa þau að nokkru eða öllu leyti. Og þó að þeir hverfi trá um tíma, þá má eiga það víst, ef þeir afla kolann, að þeir koma aptur að litlum tírna liðnum með »sjö anda sjer vferri«; því að nú þurfa þeir ekki að óttast »Heim- dall« og Þyí síður yfirvöldin okkar. f>að er allt og sumt, sem þau gera nú í botnverpla-farganinu, að banua fátaekuœ, hungruðum, innlendum fiski- mönnum að þiggja hjá botnverping- nm þann afla, sem þeir bjoða fram og þeir róta í sjóinn aptnr, ef enginn fæst til að þiggja haun hjá þeim. Nærgætnislegar eða nytsamar ráð- stafanir fyrir hag almennings geta þess- ar og þvílíkar fyrirskipanir trauðlega talizt, enda hafa áhrif þeirra sýnt sig ljóslega í vetur á Alptnesingum*. Póstgufusfeipið »Laura«, kapt. P. Christiansen, korn í morgun. Farþegar að eins 4: Gunnar Þorbjarnar- son kaupmaður, Helgi Zoega verzlunar- niaður, hókhaldari (danskur) til Borgar- nessverzlunar Bryde, og frá Vestmanna- 'eyjum síra Oddgeir GuSmundsen. Strandbátaferðirnar. Hið sameinaða gufuskipafjelag hefir, eins og til stóð, keypt 2 gufubáta í Nor- vegi til strandferðanna umhverfis land- iö, fyrir 250,000kr. Bátarnir báðir smíð- aðir 1893. Þeir hafa mi verið skírðir Skál'olt og Hólar. Skálholt á. að fara ferðirnar vestur um laud, en hinn aust- ur. Skipstjóri á Skálliolti verður Aas- berg, fyiyum stýrimaðut á »Laura«, en á »Hóhnn« Jak-obsen, fyrrum stýrimað- ur á »Thyra«. Ferðirnar byvja, eins og kunnugt er, í' miðjum næsta mánuði. Afgreiðsluma ður gufuskipanna hjer, fyrrr »hið Sameir- aða gufuskipafjelag«, er konsúll C. Zim- sen orðinn. Kaþólwka trúboðið. Bráðum eru þrjú ár liðin, síðan kaþólska trúboðið hjer í bænum var hafið á ný. Isafold fann þessa dag- ana presta þess að máli, til þess að geta fært frjettir nokkrar af þeirra starfsemi, og fjekk alúðar-viðtökur. I söfnuðinum eru auk prestanna, hr. Osterhammal og hr. Kemp, og nunnanna, tvær íslenzkar fjölskyldur að eíns. Engir hafa tekið kaþ. trú hjer. En kirkja þeirra er stöðugt vel sótt. Nunnurnar hafa haft mikið að starfa í vetur við hjúkrun sjúkra; af sumum hafa þær þegið borgun, en svo hafa þær og stundáð fátæklinga án nokk- urrar þóknunar. þær tvær, sem fást við hjúkrun sjúklinga í heimahúsum þeirra, hafa nú um langan tíma vak- að að minnsta kosti aðra hvora nótt. þær eru lærðar hjúkrunarkonur, og allir, sem til þekkja, ljúka víst upp einum nionni um það, að þeim fan starf sitt snilldarlega úr henai. Ekki virðist illa til fundið, að rnenn færðu sjer nú í nyt veru þeirra hjer, meðal annars á þann hátt, að fá þær til að kenna einhverjum íslenzkum konum að stunda sjúklinga, jafn-tilfinnanleg- ur skortur og annars er hjer á þeirri kunnáttu. Auðvitað er þessi athuga- semd frá brjósti ísafoldar einnar, en ekki trúboðanna. Skóla er haldið uppi fyrir börnin frá kaþólsku heimilunum. Nokkur fleiri börn hafa og sótt skólann, og njóta sömu tilsagnar í sömu fræði- greinum sem hin, að trúarbrögðunum undanteknum. Eins og áður hefur verið frá skýrt í Jsafold, var hin nýja kirkja trúboðs ics vígð á jólunum í vetur. Mikið vantar enn á, að hún sja fullger. Eink- um vantar að miklu leyti skraut það innau í hana, sem tíðkast í kirkjum kaþólskra manna. þó er þar komið vandað altari, með ýmsum biblíu- myndum, útskornum í trje og gyllt- um. Yndislega falleg Kristsmynd, brennd í gler, er og komiu í kirkjuna, en er enn þá geymd bak við altarið. Hún á að greipastinn í austurgaflinn. Svo raunalega hefir til tekizt, að lista- verk þetta hefir skemmzt í flutningn- um hingað, sprunga komið í andlitið. Orgel, sem nýlega er fengið, hefir og skemmzt; en gera má við það. Kirkj- an verður veglegt hús, þegar hún verður fullger, þó að hún sje ekki stór. Kostnaðarupphæðin fer eðlilega mjög eptir því, hvað mikið verður vandað til skrautsins, efe gizkað á, að 10—12 þúsund krónur muni ekki fjarri sanni. Einkum og sjerstaklega hefir starf- semi kaþólsku kirkjunnar hjer verið hafin af nýju veena franskra fiski- manna, sem hingað koma. Gömlu kirkjunni hefir verið breytt í spítala handa þeim, en er óhæfileg til fram- búðar til þeirra nota. Ovíst enn, hvort nýr spítali verður reistur eða sjúkum mönnutn verður sjeð fyiir hæli á annan hátt. F.ngin ákvörðun hefir enn verið um það gerð, hvernig varið vcrði fje því, er safnazt hefir meðal kaþólskra manna t!l holdsveikraspítala hjer á laudi. En á einhvern hátt verður því vavið í þarfir holdsveikra manna hjer. Frederiksen prestur, sem fór hjeðan í fyrra smnar, hefir verið í Bonn 1 vetur, sjúkur af brjóstveiki. Nú er fiann á góðiun oatavegi og væntanleg- ur hingað aptur í sumar, að líkindum í júnfmánuði. 1 næsta mánuði fara nokkrar af nunnunum og annarhvor presturinn austur til Fáskrúðsfjarðar. Kaþólska kirkjan á þar spítala fyrir fiskimenn. Aflabrögð. Nógur fiskur nú við Reykjanes, ný- genginn. Eða svo láta skútumenn, er inn komu 1 gær. Ein skútan hafði fengið 3000 á skammri stundu — »Guðrún«, fra Gufunesi, skipstj. Krist- inn Magnússon. Mjög lítið næði samt og stopult, fyrir illviðrum. Sagður og ágætisafli í Grindavík. Verðlagssferar 1898—99 Meðalalin sem hjer segir: Austur- skaptafellssýsla 41 eyrir. Árnessýsla 50 a. Barðastr.s. 55. Borgtrfj.s. 54. Dala 53. Eyjafjarðarsýsla (með Akur- eyri) 45|. Húnavatns 51. ísafjarðar (m. kaupst.) 56. Kjósar- og Gullbringu- sýslu (með Reykjavík) 52. Mýra 54. N.-Múlá (með Seyðisfj.) 50. Eangár- valla 47. Skagafjarðar 48. Snæfells- nes- og Hnappadals 56. Stranda 51. Suður-Múla 51. Vestmannaeyja 42. Vesturskaptafells 46. þingeyjar 47. Sýsluskiptingin í K.jósar- og Gullbringusýsln. Presturiun á Reynivöllum, sira Þorkell Bjarnason, hefir í 3. tbl.. Isaf. |j. á. ritaö nokkur orð um sýsluskiptin, sem andsvar gegn grein þeirri, er jeg ritaði nm sama efni í 81. og 82. tbl. ísafoldar f. á. Jafnvel þó presturinn segist, — i upp- liafi greinar sinnar, — eigi taka annað til skoðunar en það, sem honum annaðhvort sýnist gjörsamlega rangt eða nauðavillandi í grein niinni, þá virðist mjer hann minnast á ýmislegt fleira, sem — eptirmín um skilningi — ekkert snertir það málefni, sem við höfuin tekið tíl meðferðar. Hann talar um amasemi við inntökumenn hjer syðra á fyrri tímurn, um ólag það, sem komið sje á fiskiveiðarnar i Faxaflóa, hverj- um það sje aðkenoa, og margt annað þessu líkt. Letta kalla jeg nú útúrdúra eða »túra«, sem ekki snerta múlefnið, og get jeg þvi ekki verið að eyða orðum að þeim, en læt prestinn ráða, hverja skoðun hann hefir öllu þessu viðvikjandi, enda tel jeg vafasamt, hvort hann breytti skoðun sinni, þó jeg færi að gefa honnm upplýsingar um þessi atriði, sem hann minnist á. Jeg ætla þá að taka aðalumtalsefnigrein- arinnar til íhugunar. Presturinn vill bera það til baka, að Ivjósarsýslubúar lifi af sjúvarafla, og þvi til sönnnnar segir hann, að landshagsskýrslur Í877 segi tölu opinna skipa þar í sýslu 13. Bkýrslur þessar kunna nú að vera orðnar áreiðanlegar, en stórlega efast jeg um, að þær hafi verið það þetta umrædda ár, og veit jeg ekki nema mjer gefist kostur ú að geta sannað það, þó langt sje um liðið. En hvað sem því liður, þú virðist nijer að presturinn hefði mátt hæta tölu opinna skipa í Seltjarnarneshreppi hið ofannefnda úr við tölu þeirra í Ivjósarsýsln, fyrst hann ætlast til, að sú hreppur sameinist henni nú við skiptin. Ennfremur mætti geta þess, að það hefir ekki svo sjaldan borið við, að Kjósarsýslu- húar, sjerstaklega Kjalnesingar, liafa aflað vel heima hjá sjer, auk þess sem margar jarðir í Kjósarsýslu hafa bæði grúsleppu- veiði og beitutekju, sem jeg tel hvorttveggja tilheyra sjúvarafla, en ekki landbúnaði. Jeg taldi heldur aldrei sjúvaraflann aó- alatvinnuveg Kjósarsýslahúa; en að þeir bafi opt haft góðan styrk af honum, likt og vjer af landbúnaðinum, þvi mun enginn neita, sem satt vill segja. Jeg sagði hvergí, að presturinn hefði ■slátió það i Ijási«, að hvötin til sýslu- skiptanr.a hefði -verið eða vævi »kviði fyr- ir ókomna tímainnn«. jÞaðhefði heldur ekki verið prestlegt, ef hann, sem sjúlfsagt einu sinni ú ári, og vnáske optar, áminnir sókn- arbörn sín um, »að liera ekki áhyggjn (kviða) fyrir morgundeginuni«, heíði látið okkur veiða vara við þess kyns sálarveik- leika hjú sjer. Þetta var tilgúta úr mjer i fyrstu; en að hún væri ekki með ölln ástæðulaus, þóttist jeg sjá lítils háttar vott uni ú siðasta sýslu- fundi. Sýslunefndarmaöur Bessastaða- hrepps fór þess á leit við fjórmenningaua, að fa þann hrepp sanieiuaðan við Kjósar sýsln, ef sýsluskiptin hefðu framgang. En það ljek ekkort gleðihros um varir prestsius nje fjelaga hans. þegar þessari beiðni var stuniðj npp. Hreppurinn er fá- tækur. eins og flestir vita, enda var beiðn- inni euginn ganhiur get'inn. Ekki var þvi heidur sinnt, þó nokkrir i sýslunefndinni ljetu í ljósi, að þeir mundu aðhyllast sýslu- skiptin, ef jafnuiargir hreppar (6) að tölu væru látuir vera í innri og syðri hlutan- urn. • Prestur gefur í skyn, »að þessi kvíði«, sem jeg tali um hjú sjer, muni liafa haft ú- ,hrif ú atkvæðagreiðslu mína. Látum það svo vera. En þá hafa líka fleiri í sýslu- nefndinni fundið' snert af hinu sama, þvi ’{ greiddu atkvæði um sýsluskiptin einsogjeg nefnil., á móti þeim, en 4 með. Prestur minnist þess, að sýslunefndin hafi samþykkt sýslnskiptin 31. mal 1880. Þetta getur rjett verið. En ]>á voru þau horin upp í allt öðru formi en nú. Þá var beöið um þau með því skilyrði, að hin fornu sýslumörk (Elliðaárnar) þjeldust óbreytt, en ekki farið fram ú, að t'æra þau suður í Kópavogslæk. Þegar svo múlið þar ú ept- ir var borið upp ú alþingi, þú hafði einhver skeytt Seltjarnarneshieppi við Kjósarsýslu, og fyrir þann viðauka var múlið fellt ú þinginu, ]>ví það bafði aldrei verið sam- þykkt af sýslunefndinni. Hvað kemur til að prestur minnist ekki á þetta i grein sinni? Ekki er þetta »að breiða ofan yf- ir«? Nei, öðru nær. En svona getum við leiðbeint livor öðrum i bróðerni. Það skal jeg fúslega játa yfirsjón mína, að jeg taldi sýslusjóðinu hafa borgað 420 kr. á ári fyrir tóvinnuvjelina ú Álafossi. Jeg, hafði heyrt, að sýslusjóður stæði í úbyrgð fyrir 4000 kr, lúni til fyrirtækisins — cg, það mun rjetX vera —; en hitt vissi jeg ekki, að forstöðumaðurinn hefir til þessa greit* vexti og afborganir af lúninu. Það gleður mig mikið, að presturinn tel- ur fyrirtækið gróðavænlegt; en skyldi þú ekki sú gróði, sem af þvi flýtur, heldur lenda fyrir norðan en sunnan Elliðaárnar? Ekki neita jeg því, að eins þurfi að »kemba og spinna í föt handa sjúvar- sem sveitamanninum«, eins og prestur segir; en til þess að vjelin bæði kemhi og spinni, hygg jeg að þurfi að leggja ull tíl hennar. Nú eru mörg lieimili til i Gullbringusýslu, sem engau ullarlagð eiga, og þeim heimil- um er hætt við, að tóvinnuvjelin ú Alafossi komi að nauðalitlum notum. Þar sem mikil ullarvinna er stunduð, eins og víða í sveit- um, þykist jeg vita, að vjelin geti flýtt svo fyrir, að færra kvennfólk þurfi til tóvinnn ú þau lieimili, sem nota aðstoð hennar. En við sjóinn er ullin óviðast meiri en svo, að hún verði unuin upp af því fólki, sem heimilin verða að halda yt’ir veturinn, og þá er líttil liagur að því að kaupa út vinn- una, ef fólkið þyrfti í þess stað að vera iðjulaust nokkuð af vetrinum. Þú minnir presturinn mig ú fjúrframlög- in úr sýslusjóði til eflingar sjúvarútvegnum, seni mjer kom mikið vel að heyra. Yitan- um okkar Strandarmanna var líklegt að ieg hefði mnnað eptir, þvi jeg þarf ekki að koma »út ú kvöldin« til að sjú hann; ljósið sjest úr glugganum hjú mjer, og í hvert skipti, sem jeg lít það, minnist jeg sýslunefndarinnar með innilegu þakklæti fyrir að hafa stntt að þvi, að koma vitan- um upp og lagt til hans ljósker. En skamma stund hefði Ijó.s logað ú vitanum, ef hann ekki hefði fengið styrk annarsstað- ar að, en úr sýslusjóði. Þess mú og geta, að af ljósinu hafa not jafnt allir sjófarend- ur, sem eiga leið um suðurhluta flóans, eins ]>eir, sem eiga heimili lengst npp i sveitnm. (Niðurl). Lanáakoti 3. fehr. 1898. tíuðm. tíuðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.