Ísafold - 06.04.1898, Side 2
74
•jpegar vors konungs krýning skeði
og Kvásis æða streymdi flóð
úr öllum áttum, yrkja rjeði
umgetið skáld vort snotran óð,
með rúnaletri ritaðan,
sem ræsir mjög vel álíta vann«.
I »Klausturpóstinum« mun vera
fyrsta kvæðið, sem prentað hefir ver-
ið eptir síra Olaf Indriðason, föður
þeirra skáldanna Páls og Jóns Olafs-
sona. Magnús Stephensen kveðst af
hendingu hafa orðið var við »ungt og
upprennandi, efnilegt skáld í Múla-
sýslu*, og prentar eptir hann þrjú er-
indi uui Starmýrar í Alptafirði, sem
enskt skip hafði þá nýlega strandað
á, Erindin eru bnittileg og verkleg, og
gætu vel verið eptir Bjarna Thoraren-
sen eða Bólu-Hjálmar.
Auglýsingar eru að vonum litlar í
»Klausturpóstinum«, en auglýsiugalaus
er hann þó ekki. I 3. árg. lýsir út-
gefandinn yfir því, að hann hafi þá
enn ekki þegið borgun fyrir neina
auglýsinguna, og líklegast hefir hann
aldrei gert það.
Grafskriptir, erfiljóð og »sjerhver
önnur siðsöm ljóð« hefir hann samt
ætlað að taka borgun fyrir, prenta
þess konar í %’iðaukablöðum sem aug-
lýsingar, eins og útgefandi Norðanfara
gerði. — |>að er að segja, ef því var
ekki svo farið að efni, lengd og frá-
gangi öllum, að honum þætti það eiga
heima í ntinu sjálfu. það leynir sjer
ekki, að hann hefir lengi verið í vand-
ræðum með erfiljóðin, hefir fengið ó-
sköpin öll af þeim og virzt þau »vitna
mega um daufan smekk á snotrum
vísindum«, eins og hann kemst að orði
á einum stað. Og svo tekur hann
loksins það til bragðs, að bjóða mönn-
um þann kost, sem nú hefir verið frá
skýrt. En einhverra hluta vegna hef-
ir ekkert orðið úr prentun þessara
aukablaða, og allt af streyma graf-
skriptirnar til hans. þá býðst hann
til að prenta þær á laus blöð á kostn-
að hlutaðeigenda, eins og nú tíðkast.
Yfirleitt má segja, að vel væri til
»Klausturpóstsin8« vandað. |>ó að
hann væri nokkuð þunglamalegur —
töluvert strembnari en »Maanedstiden-
der« Magnúsar Ketilssonar —, þá var
hann einkar-þarft rit á sinni tíð og
bar á ýmsan hátt vott um elju, vand-
virkni og margháttaða þekkingu þess
merkismanns, sem gaf hann út, um
og eptir sextugs-aldur, og var þó
mörgum öðrum störfum hlaðinn.
Litli-Hvammur.
Eptir
Einar Hjörleifsson.
XIV.
Olaf grunaði, að dóttir sín mundi
helzt vilja jafna sig á þessu í einrúmi,
enda hafði hann ekkert meira aö segja.
Svo hann fór út úr stofunni. Hann
fann Sigurgeir úti fyrir og fór að rabba
við hann um hitt og þetta. Hvorug-
ur þeirra minntist einu orði á erindi
hans.
Solveig sat kyrr á stólnum, krosslagði
handleggina á borðinu, grúfði andlitið
niður í þá og stundi hátt. Grátiðgat
hún ekki og hugsað gat hún ekki.
Sorgin lagðist um stund eins og kol
svört þoka yfir hug hennar og hún
gat ekki áttað sig þar. Svo fór að
rofa til eins og fyrir hvassviðri.
Svona var þá komið — og þetta
átti að verða endirinn á öllum hennar
æskudraumum. Hann Sveinbjörn átti
að verða maðurinn hennar! Hvað það
var viðbjóðslegt — óútmálanlega and-
styggilegt!
Hún fór að hugsa um sögur af mönn-
um, sem höfðu orðið að samrekkja
huldufólki með óviðráðanlega óbeit í
sál sinni og líkama. — Var hún heill-
uð af óvættum? Eins og það væri
ekki betra að vera heilluð af álfum
inn í hóla og kletta, og geta falið þar
sorg 8Ína og andstyggð og svívirðing
fyrir augum mannanna, heldur en að
dragast með það allt í sólarljósi mann-
heima með Sigurgeir við hliðina á sjer!
Svo kyrrði ofurlítið. Hafði hún
ekki sjálf valið þennan kostinn? Atti
hún þá ekki að reyna að standa við
sinn eigin úrskurð mrð stillingu,
hugprýði og þolinmæði?
Jú, hún hafði valið — valið eins og
ofsótt dýr, sem komið er fram á hamra-
snös og á kost á því tvennu: að steypa
sjer fram af hengifluginu eða láta drepa
8ig uppi á hömrunum. Eins og um
nokkuð væri að velja, þegar átti að
setja foreldra hennar á sveitina, rífa
börnin frá móður hentiar í rúminu,
þeyta þeim úb í tvistinn og bastinn
og ef til vildi hrekja hana sjálfa frá manni
sínurn og hola henni niður sem hrepps-
ómaga í fhtið móti baðstol'udyrum
hjá einhverjum ræflinum, sem vildi
taka hana fyrir minnst meðlag! Ein3
og það væri nokkurt viðlit að lifa með
það á samvizkunni, að hafa getað af-
stýrt öðrum eins ósköpum og hafa ekki
gert það!
En ef þetta var óhjákvæmilegt til
þess að bjarga foreldrum hennar og
systkinum, var það þá ekki guðs
vilji, að hún gerði'það? Atti hún ekki
að beygja sig undir guðs vilja — ekki
á þann hátt, sem hún gerði, með
vonzku og ofsa, heldur með auðmýkt
og undirgefni? Vitaskuld var þetta
hart, en hans vegir voru óranndakan-
legir.
Efinn greip nú sál hennar í fyrsta
sinn með heljarklóm síuum, kreisti
hana, nísti og tætti hana sundur, eins
og mögnuðustu draugarnir gera, þegar
þeír ná í varnarlausar mannskepnurn-
ar í náttmyrkrinu.
Guðs vegir voru ekki betri fyrir það,
þó að þeir væru órannsakanlegir. það,
sem var ljótt og andstyggilegt og
níðingslegt, varð ekki gott, þó að eitt-
hvað gott kynni að geta af því hlotizt —
einhvern tíma. það var guðs að sjá
um, að níðingsverkin væru ekki unnin.
Hann gat ekki þurft neitt á þeim að
halda, og það voru engin útlát fyrir
hann, almáttugan guð, að afstýra
þeim. Hún, sem var ekki annað en
syndug manneskja, mundi afstýra
hverju níðingsverki, sem hún ætti
kost á. Og svo gjörir almáttugur guð
það ekki — hann, sem jafnframt er
algóður! Var nokkurt vit í þessari
kenningu? Nei, annaðhvort var guð
ekki almáttugur, eða hann var ekki
algóður — beinlínis vondur — eða
hann var ekki til.
Hún hafði veður af því, að hugsunin
væri voðaleg. Hún var þá annað-
hvort í höndunum á vondu valdi, eða
hraktist fyrir einhverju, sem hvorki
var gott nje vont — ekkert annað en
afl — eins og reiðalaust og stýrislaust
skipsflak í stórsjó. En henni fannst
einhver friðun í voðanum. Hann stælti
mótstöðuaflið og dró hugann burt frá
andstyggðinni.
Og hún sagði sjer það hvað eptir
annað — eins og móðir hennar hafði
haft það upp fyrir henni hvað eptir
annað, sem hún með engu móti mátti
gleyma, þegar hún var lítil —: ann-
aðhvort er guð vondur, eða hann er
ekki til.
En Sveinbjörn var til — því miður
— og hún átti að verða konan hans.
Nú fór hún að svala sjer á honum í
huganum. Hún fór aptur að hugsa
um dýrið á klettasnösinui. Hraust
dýr búast til hefnda, þegar ekki verð-
ur undankornu auðið. Skyldi hún ekki
geta látið hann iðrast þess arna?
Hvað hún skyldi kvelja hanu! Hvað
hún skyldi eitra fyrir honum lífið!
Hvað hún skyldi eyða og spenna fjár-
munum hans, af því að hann elskaði
þá! Hvað hún skyldi svívirða hann
napurtí annara viðurvist, hve nær sem
hún kæmist höndunum undir! Hvað
hún skyldi hella yfir hann miklu af
brigzlyrðum, þegar þau væru tvö ' ein
saman! Hvað það skyldi vera henni
mikill fögnuður að lúta niður að hon-
um á banastund hans og orga inn í
eyrað á honum, að hann væri níðingur!
Hurðinni var lokið upp og Sigur-
geir kom inn í stofuna. Solveig sat
þá upprjettvið borðið móti glugganum,
lagði handleggina fram á það og
kreppti hnefana.
Sigurgeir gekk inn fyrir borðið og
leit á hana. Hennivar mjög brugðið.
Andlitið hálfgrátt og kinnarnar sýnd-
ust rýrari en þær áttu vanda til. Hún
einbl/ndi út í gluggann. Hann hafði
aldrei sjeð hana neitt líka þessu, og
það datt ofan yfir hann.
»SoIveig«, sagði hann heldur lágt, en
með öndina í hálsinum. Hún leit
ekki við, sat grafkyrr eins og áður.
• Solveig, Solveig — hvað gengur að
þjer? Er þjer i!lt?« sagði hann nokkru
hærra og tók utan um aðra höndina
á henni.
Hún hrökk við og kippti að sjer
hendinni.
Hann laut niður að henni og ætl-
aði að kyssa hana. Hún ýtti honum
frá sjer og sagði:
»þú mátt ekki snerta mig«.
það var ekki þykkja í röddinni og
ekki heldur minnsta blíða — ekkert
nema bláköld alvara.
Sigurgeir þótti atferli hennar æ und-
arlegra og óskiljanlegra. Var hún
fárveik eða var hún orðin brjáluð?
»Hvers vegna má jeg það ekki ?«
spurði hann vandræðalega.
Hún þagði við nokkra stund, og
sagði svo:
»Af því jeg ætla ekki að verða kon-
an þín, heldur stjúpa þín«.
Sama þykkjuleysið í röddinni, sama
blíðuleysið, sama alvaran. Og ekki
leit hún við enn, heldur einblíndi út
í gluggaun.
Leikirnir
í Iðnaðarmannahúsinu.
Frænka Charleys.
Skrípaleikur þessi er afar-hlægilegur,
euda hefir hann verðið leikinn víðs-
vegar um heim. það er engin fegurð
í honum og hann setur ekkert í hreyf-
ingu hjá nokkrum manni annað en
hláturvöðvana. En það gerir hann
líka svo um munar. Sjerstakt íag
þarf til þess að gera hann nokkra
stund leiðinlegan á leiksviðinu.
Ekki er trútt um það lag hjá Leik-
fjelagi Reykjavíkur. ílkki fyrir það
— sum hlutverkin eru þar vel við-
unanlega leikin, og það ekki svo örfá.
það væri dauður maður, sem ekki
hlægi að þeim Sigurði Magnússyni og
Kristjáni þorgrímssyni. Og frk. Gunn-
þórunn Halldórsdóttir og frú Stefanía
Guðmundsdóttir leika láglega. þá er
nú í raun og veru upp talið það, sem
er vel ánægjulegt.
Eins og vjer höfum áður tekið fram,
er Friðf. Guðjónssoo ávallt snotur á
leiksviðinu. þeim, sem þetta ritar,
finnst allt af, að sá leikari mundi geta
staðið sig betur með góðum undirbún-
ingi. Skerpuna vantar auðvitað; það
er eins og hann draii stöðugt af sjer.
Og að”óreyndu verður ekki sagt, hvort
það getur lagazt. En að öðru leyti
er það, sem einkum er ábótavant hjá
honum í þessum leik, fólgið í smá-
munum, sem laga má. Rjett til dæm-
is skal þess getið, að þagar hann sazt
við borðið í leikbyrjun og feraðskrifa,
þá sjer hver glöggskygn maður, að
hann er ekki skóla- og háskólageng-
inn maður, sem hann þó á að vera.
Um þorvatð þorvarðarson er það
að segja, að hann leikur ifimmtugan
hermann og er prýðislaOegur á leik-
sviðinu. Elann ætti sjálfsagt fremur
að l--ika aldraða menn en unga, sem
hann hefir hingað til optast neyðzt til
að gera. En þetta hlutverk misskildi
hann frá upphafi til enda og þess
vegna mistókst honum algerlega. Allt,
sem hann segir og gerir, þessi her-
maður, bendir ótvíræðlega á, að hann
sje æringi. Hann var leikinn með
hátíðlegu þunglyndi, og varð furðu-
leiöinlegur.
Borgþór Jósepssyni varð svo sem
ekkert úr þjóniuum, sem hann ljek,
En margfalt myndarlegri var þó hans
leikur en þeirra þriggja, sem nú eru
ótalin.
Kynleg ráðgáta virðist það vera,
hvernig því víkur við, að Davíð Heil-
mann skuli hafa villzt inn í nokkurn
leikflokk, og það hvað eptir annað.
Hann hefir aldrei sýnt, að hann ætti
þar heima. Hæfileika-skortur hans
sem leikanda er víst svo augljós flest-
um, sem hafa sjeð hann á leiksviðinu,
að það tekur því ekki að fara fleiri
orðum um hann hjer.
Svo eru tvær stúlkur, sem ljeku ung-
ar og auðugar heimasætur enskar-.
þær hafa ekki leikið áður r fjelaginu
og leika að líkindum ekki optar, nema
þeim auðnist að taka sjer fram til
muna. þess vegna er sanngjarnt að
nefna þær ekki. Osagt skal látið, að
hve miklu leyti það var að kenna ti
sagnarskortí, að þeim tókst ekki bet-
ur. Til annarar þeirra heyrðist e.kk-
ert orð framan af, í œiðju húsinu, og
eptir að til hennar fór að heyrast, var
grandvart um, að liún segði nokkra
setningu neitt líkt því, sem nokkur
rnaður mundi segja hana t samræðu.
Sama stúlkan óð með stóran hníf of-
an í humrafat við morgunverðinn.
það að minnsta kosti hefði mátt
banna henni, ef hún befur gert það á
æfingunum.
Hinni tókst ekki jafn-ófimlega; en
fjarri var hún því, að geta nokkuð
leikið, svo mynd væri á.
jpað er illa farið, að fjelagið skuli
ekki vanda betur til leika sinna.
Reykjavík er að komast á það stig,
að góðir leikar ættu að geta þrifizt
hjer nokkurn veginn vel, og það mundi
hafa talsverð menningar-áhrif, eigi
að eins á bæinn, lieldur og allt landið
— mundi meðal annars að öllum lík
indum verða til þess, að þjóð vor
auðgaðist að innlendum leikritum.
Eins og nú stendur, er fjelaginu ekki
fáandi neiun góður leikur í hendur.
|>ví miður er það auðsætt, að fjelagið
hefur enn ekki gert sjer ljóst, að þaú
hafi tekizt neinn vanda á hendur; að
því finnst, sem ekkert geri til, hvað
bæjarbúum er boðið, ef leikendur fá ein-
hverja þolanlegaþóknun fyrir ómak sitt.