Ísafold - 16.04.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.04.1898, Blaðsíða 1
Kermir iit vniist einn sinni eSa t'isv. íviku. Yer(5 árg. (SO arka iiiinnst) 4 kr., eriendis 5 kr. e'Öa 1 ’/« doll.; borgist, fyrir mi'öjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifieg; bunum vni áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaösins er í Austurstrœti 8. XXV an Reykjavík, íaugardaginn 16. apríl 1898. 21. blaö. Tvisvar í \ iku kemur Isafold út upp frá þessn að staðaklri 4 —Ománuði, miðvilíudaga oy lansrardatra. Forngripasafiiopiðmvd.og ld. kl.l 1—1'2. Lanctsbankinn opinn livern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll'/a— l'/a.ann ar gæzlustjóri'12—1. Landsbólcasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl 3) md., mvd. og ld. til útlána. Blöð langafa vorra, afa osr feðra. íslenzk Sagnab öð og Skirnir. Ár- mann á Aiþingi. Sunnanpósturinn. V-II. íslenzka Bókmenntafjelagið var stofn- að 1816. f>egar ú næst.a ári fór það að gefa út ársrit fyrir frjettir, sem nefnt var "íelenzk Sagnablöði. Svo inun hafa verið til ætlað í öndverðu, að ritið flytti innlendar frjettir jafnt útlendum, yrði þannig að öllu fram- bald af »Minnisverðum Tíðindum«, enda er í öðrum árgangi þess ágrip af Islands-frjettUDu frá því er Tíðindin þraut (1804) til ársins 1816, eptir Arna Helgason og Bjarna Thorsteinsson. En svo var »Klausturpósturinn« stofn- aður 1818, og þá. varhættvið ísla.nds- frjettirnar. Útlendu frjettirnar ritaði Finmir Magnússon. í ritinu voru jafnframt skýr-lur um hag og starf- semi Bókmenntafjelagsins og nokkuð af grafskriptum og Ijóðmælum. Arið 1827 var skipt u'm nafn og brot á ritinu og var nú kallað »Skírn- ir«, Kins og allir vita, kemur það rit útenn. VIII. Arið 1829 fóru tveir Islendingar í Kaupmannahöfn, porgeir Guðmundsson, guðfræðingur og Baldvin Einarsson, lög- fræðingur.að gefaút ársrit .fyrirbúhölda og hændafólk á Islandin og kölluðu »Ár- mann á Alþingi«. Bitið var um '200 bls. á ári i 8 blaða broti og kom út 4 ár sarnfleytt, hefðj sjálfsagt komið lengur út, ef Beldvin- Kinarssonar, sern bjó ritið úr earði svo aíy kalla einn, hefði eigi tnisst við svo snemma,. því er eins farið um »Armann á Alþingi" eins og Laerdómslistafjelags- ritin, að hann heyrir ekki eiginlegri blaðamennsku til. T'rjettir voru þar engar. Bitgerðirnar voru flestar í samiæðuformi og efnið ýmsar frain- farirí atvinnugreinunum. það, gein frainar öðru einkennir »Ár- mann á Alþingi« frá tímaritum þeim, er á undan voru komin og minnzt hef- ir ver ð á f þáttuni þes-um, er þjóð- ernistilfinningin. Hún er ljós og ó- tvíræð, og að því leyti t,r rit þetta fyr'nennari »Fjölms«. tíaldvin Einarsson vakti, fyrstur manna, í riti þessu iiiíiIs á endurreisn alþingis, í líking við fu Itrúaþingin f Danmörku. Alþingi vill hann fyrir hvern mun hafa á fungvelli, en með engu móti í Reykjavík, með því að hún væri svo óþjóðleg. Svo sem kunnugt er, varð alþingisrtaðurinn að megnu deiluefni síðar, meðal ann- ars á embættismannafundinum í Reykjavík 1841, og þá ekki síður með- al Islendingaí Kaupmannahöfn. Bald- vini Einarssyni hefir farið líkc og »Fjölnismönnum«, Bjarna Tborarensen og fleirum, sem að sönnu unnu ís- lenzku þjóðerni af alhug, en höfðu þó ekki svo mikla trú á mætti þess, að það mundi nokkru sinni fá bolmagn til að vinna sigur á höfuðstað þjóðar- innar. IX. Frá árinu 1828, er Klausturpóstur- inn líður undir lok, og þangað til 1835 kemur ekkert tímarit út hjer á landi. En með ársbyrjun 1835 fara »nokkr- ir raeðlimir Bókmenntafjelagsins« að gefa út »SunnanpÓ8tinn«, og fyrsta ár- ið var pórður Sveinbjörnsson yfirdóm- ari ritstjórinn. Með byrjun næsta árs tók síra Árni HeLgason víð ritstjórn- inni, og hjelt rit.inu út tvö ár — með eins árs millibili þó — 1836 og 1838. Svo er »Sunnanpósturinn« úr sögunni. »SunnanpÓ8turinn« var mánaðarrit, á stærð við »Klausturpóstinn«, átti að feta í fótspor hans, enda vera nokk- urs konar framhald af honum. Frjett- ir hans byrja þar, sern »Kl.póstinn« þraut. En að öllu er hann tilkomuininni en »Kl.pósturinn«. Frjettirnar erulitl- ar og stundum dregið von úr viti að segja þær. Til dæinis má geta þess, að ekki er sagt frá því fyr en 1838, hverjir útskrifazt hafi úr skóla árin 1833—1836. Nokkuð skoplegt mundi slíkt sinnuleysi þykja nú á dögum. En einua einkenuilegast við litið er það, hve fátt útgefendunum virðist hafa til bugarkomið. Frá eigiri brjósti hafa þeir engan skapaðau hlut að segja þjóð sinni. Aldrei verður þeim að vegi að ræða nokkurt atvinnumál hennar, nema hvað þórður Sveinbjörns- son ritar fáein orð um ullarverkun. Ekki tala þi-ir heldur um hin mikil- fenglegri áhugamál veraldarinnar. Og þegar þeir segja frá láti merkismanna, dettur þeim ekki í hug að leitast við að gera neina grein fyrir, hvað í þá menn hafi verið varið. í fyrsta tölu- blftðiti er t d. geiið andláts Magn- úsar Stephensens konferenzráðs, auk annara þjóðkunnra manna. Uinhann er það eitt sagt, að líf hans hafi verið »!ramkvæmdasamt og merkilegt«, og hann er lalinn mi ðal þeirra manna, sern makl gt væri að einhverjir segðu eitthvað um; »en það stendur þeim næst, sem mest vita um þeirra verk«. Engtnn þeirra sem að ritinu standa, finn r köllun hjé sjer til þess. I stað þess að ræða það fáa, sem þjóðin er að hugsa og tala um, eða þá brjóta upp á nýjum umtalsefnum henni til vakningar og leiðbeiningar, er þetta örlitla rit opt hálf-fyllt tneð ómerkileg- urn smasógum eða þá þýddum hug- leiðingum um hinar og aðrar mann- dvgðir, helzt iðnina og sparsemina, og svo lækningagreinum, sem auðvitað hala veii þarfar, en heyra ekki blaða- tnenriskimni til nema í fremur óeigin- legum skiln ngi. í síðasta tölublað- inu, sern þórður Sveinbjörnsson veitti forstöðu, er svo að segja ekkert nema niðurlag af grein um beinbrot eptir Jón Thorstensen landlækni. Hvernig mundi íslendingum lítast á aðra eins blaðamennsku nú? Landsyfirrjettardómar, sem skýrt hafði verið frá svo greinilega í »K1,- póstinum#, eru ekki fyr eu í síðasta árgangi »Sunnanpóstsins«. Frá nýrri löggjöf er sagt í fyrsta og síðasta ári hans, en stjórnarbrjef eru að eins í fyrsta árinu. Lang-hugðnæmast af því, sem í »Sunuanpóstinum« stendur, er deilan við »Fjölni«, sem háð var af tveim merkismönnum, Eirfki Sverrissyni sýslu- manni og Sveinbirni Egilssyni. Síra Árni Helgason leggur að eins einstaka sinnum orð í belg neðanmáls, einkum til að herða á aðfinningunum eða gera þær neyðarlegri. »Fjölnir« verður um- ræðuefnið í næsta kafla þessarar rit- gerðar, og í þetta sinn er því að eins skýrt frá þeirri hlið deilunnar, erkom fram í »Sunnanpóstinum«. Eiríkur Sverrisson (»Borgfirðingurinn«) ritaði langan ritdóm um 1. ár »Fjöln- is«, og kemur þar fram flest það, er honum var til foráttu fundið hjer á landi, að minnsta kosti af þeim, er hugsuðu og töluðu af nokkuru viti. Höf andmælir því fyrst afdréttarlaust, að »Fjölnir« gerir svo mikið úrfornmönn- um hjer á landi 1 samanburði við Is- jendinga á síðari öldum. Alla áherzl- una leggur hann á gallana á háttsemi fornmanna, en finnur nútíðarmönnum sem flest til afsökunar, og niðurstaðan verður sú, að vjer eigum að láta víti fornmanna verða oss að varnaði, í stað þess aó taka þá oss til fyrir- myndar. — A tímarítum yfirleitt hefir höf. ímugust, þykir veraldarsagan, einkum saga Frakklands, bera þess vott, að þau sjeu viðsjárverð. »Tíma- ritin eru skaðleg«, segir hann, »þá þau hvetja menn til óánægju yfir trúar- bragðanna ' sannindum, góðri lands- stjórn og hlýðni við lögin. Onýt eru þau, þá þau segja einungis frá því, sem menn hafa lesið í öðrum bókum, og jeg hefi sjeð, að margir lærðir menn álíta þau tímaspillir fyrir þá, sem iðka bóknám«. Ekki lætur hann þess að hinu leytinu getið, að hann hafi orðið þess var, að tímarit hafi orðið til neÍDS gagns fyrir þjóðirnar, nje hafi neina þá kosti, er vegi upp á móti göllunum. — Að því, er ís- lenzkuna snertir, þykir honum kenna allt of mikillar vandfýsi hjá »Fjölnis«- mönnum. Honum finnst allt fengið í því efni, ef menn kunna móðurmál sitt svo vel, »að ei tapist sú upplýs- ing, er finnst í þeim bókum, sem á því eru ritaðar« og »þankar og hug- myndir verða gjörðar skiljanlegar fyr- ir þeim, sem ritan eður tali er snúið til«. í kaflanum um íslenzkuna tekur hann það fram, að »við nú valla meg- um lengur heita þjóð út af fyrir okk- ur«, og er það skoðun, sem hann vit- anlega stóð ekki einn uppi með (sbr. kaflann um »KIausturpóstinn«). Eðli- leg afleiðing þeirrar skoðunar er það, að honum er ekki ríkt í hug að vanda fslenzkuna. Kvæðið, »lsland, farsælda frón« þykir honum fallegt, kveðst ekk- ert hafa um það að segja, »utan mjer er mesta mein að því, að það, eptir þess innihaldi, virðist að vera rjett- nefnd: »Grafskript yfir Island«. — Mjög hneykslast hann á ritgerð L. Kr. Möllers: »Athugasemdir um ís- lendinga, einkum í trúarefnum«, sem heldur því fram, að skyusemistrúin sje einkar-rík hjer á landi. — Langt mál ritar hann um sjávarútveginn hjer á landi úfc af ritdómi »Fjölms« um bækling Bjarna Thorsteinsons amt- manns, sem heldur því fram, að ekki væri æskilegt að fólksfjöldihn hjer á landi færi vaxandi, og að sjávarútveg- urinn hjer sje miður góð atvinna, á- góðinn stopull, mannhætta mikil að stunda hann, og þó meiri hætta á, að þeir, sem við hann fáist, verði letingj- ar og óreglumenn. Sunnanpósts-höf- undurinn haldur fram sama málstað sem amtmaðurinn. Líkrar skoðunar virðist Magnús Stephensen hafa verið; og er það nokkur bending um, hverja trú menn höfðu á þessu landi á fyrstu áratugum aldavinnar. — jfpýðingunum eptir Heine og Tieck gezt honum mjög illa að; í Heines- kaflanum segir hann að dyljist »hættu- legur sjálfræðisandi og mótþrói gegn löglegum stjórnendum«, en ævintýn Tiecks metur hann »sem hjegilju og andlega volaða kellingabók*.—Rifchátt «Fjölnis«-manna þykir honum skorta »nærgætni, siðsemi og varbygð«, og gefur hann í skyn, að þeir fari að mönnum »'með drambsemi og harð- ýðgi«. Aðfinningar Eiríks Sverrissonar við Fjölni hafa með tímanum borið lægra hlut hjá þjóðiuni, þó að vafalaust hafi mikíll meiri hluti verið á hans máli á þeim tímum. Sama verður ekki sagt um það, er Sveinbjörn Egilsson ritaði (»Arnabjörn og Jeg«). |>að var stafsetningarkenning Konráðs Gíslason- ar, sem hann barðist á móti, sú ný- breytni, að rita orðin eptir framburði eingöngu. Svo sem kunnugt er, hefir sú kenning, sem óneitanlega virðist nokkuð sjervizkublandin, aldrei rutt sjer til rúms, enda hvarf og Konráð frá henni, þegar frá liðu stundir. Eins og áður er á vikið, kemur ekki mikið fram í »Sunnanpóstinum« af skoðunum á þjóðmálum nje á deilumftl- um veraldarinnar. |>að lítið, sem það er, verður lesandinn þó íhaldsandans var. Apturkastið frá sfcjórnarbyltin^a- öldu aldamótanna er sýnilega ríkast í hugum heldri mannanna hjer á landi um þær mundir. |>egar vel er að gætt, er það auðsætt, að »Sunnan- pósfcurinn« hefir meiri beyg af sjálfræð- inu en ófrelsinu. Á einveldinu hefir hann trú, en ótrú á köppum frehsis- ins. Um ljóðmælin er hið sama að segja og »Klausturpósts«-kvæðin; þau eru harla misjöfn. Sveinbjörn Egilsson, Bjarni Thorarensen og Hallgrímur Sckeving ljetu prenta þar kvæði. En svo eru önnur f lakara lagi. Báðir ritstjórarnir fengust við ljóðagerð, og ljet hvorúgum vel.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.