Ísafold - 16.04.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.04.1898, Blaðsíða 2
82 f>ingræði. »Nýju Öldinni« getur ekki skilizt það, að þingræði geti átt sjer stað hjer á landi, svo framarlega sem ráð- gjafinn sje búsettur í Kaupmanna- höfn. Blaðið gerir ráð fyrir því, að »ósætt- anlegur ágreiningur# komi upp um þingtímanu milli ráðgjafa og alþingis. Báðgjafinn gæti þá hvorki lagt niður völdin nje rofið þing, því að til hvors-1 tveggja þarf hann samþykki konungs, sem er fjarverandi. ()g þó að ráð- gjafinn væri búinn að fá samþykki konungs til að víkja fr.4 völdum, þá yrði svo miklum örðugleikum bundið fyrir konung að velja sjer nýjan ráð- gjafa hjer á landi, að slíkt yrði óhugs- andi í framkvæmdinni. |>etta er mergurínn málsins í rök- semdaleiðslu blaðsins. Og fúslega skul- um vjer við það kannast, aðþað þing- ræði, sem. fyrir »N. 0.« virðist vaka, er óhugsandi hjer á landi með öðru móti en því, að hjer á landi sje mað- ur, landstjóri, jarl, eða hvað menn nú vilja kalla hann, sem hafi með hönd- um vald konungs í verulegustu atrið- unum. A annan hátt getum vjer ekki feng- ið þingræði í þeim skilDÍngi, að ráð- gjafinn verði tafarlaust að víkja, hve- nær sem hann greinir á við meira hluta þingsins í eiuhverju máli. Yjer getum ekki á annan hátt fengið það þingræði, sem t. d. Englendingar og Frakkar hafa nú. Staða ráðgjafans getur ekki með öðru móti orðið háð skyndilegum skapbrigðum alþingis. Ekki svo að skilja, að slíkt þing- ræði leiddi að sjálfsögðu að því fyrir komulagi, að vjer hefðum jarl eða landsstjóra hjer á landi. Síður en svo. En hitt er ekki nema sanngjarnt, að kannast við, að landstjórafyrirkomu- lagið er eini vegurinn til þess. En mundu margir hyggnir og gætn- ir islendingar óska eptir slíku þing- ræði, eins og nú stendur? Dettur nokkrum skynsömum manni í hug, að vjer sjeum því vaxnir, hvort held- ur sem litið er til efnahags þjóðar vorrar eða þroska í stjórnmálum, að færa oss í nyt slíkt þingræði og láta það verða oss til hamingju? Jpað mál er enn með öllu órætt, svo að fullgildar sannanir verða enn ekki fyrir því færðar, hvað vaka kann fyr- ir Islendingum í því efni. En að svo komnu leyfum vjer oss fyrir vort leyti að hafa það fyrir satt, að þeir muni ekki sem stendur hafa trú á slíku þingræði. Vjer göngum að því vísu, að þeir telji það markmiðið síðar meir. En jafn-víst teljum vjer og hitt, að allir hyggnari mennirnir telji langa leið ófarna áður en því markmiði verði náð. Er þá allt þingræði hjer á landi ó- hugsanlegt, þangað til vjer fáum land- stjóra eða jarl? Fjarri fer því. £að er jafnvel sannfæring vor, að mæti ráðgjafi vor á þinginu, þá fari ekki hjá því, að vjer fáum það þing- ræði, sem oss hentar bezt í bráðina. I hverju skyni koma ráðgjafar á þing? Hvert erindí eiga þeir þangað? Erindið er vitanlega það, að semja við þingið, koma sjer saman við það um málefni þjóðarinnar. í>etta er erindið, sem allir ráðgjafar veraldarinnar, sem á þingi mæta, eiga á þingið. Hvervetna er þetta viður- kennt. Og geti þeir ekki komiö fram þessu erindi, þá geta- þeir ekki heldur verið ráðgjafar. það virðist vera stök fyrirmunuin, að geta ekki látið sjer skiljast jafn- einfalt og sjálfsagt mál eins og þetta. Að líkindum stafar það af því, að mennirnir hafa glápt á ólagið í Dan- mörku, þangað til þeir hafa orðið blindir af að góna þangað. Og þeir hafa ekki einu sinni haft þann hag á því, að þeim hafi getað skilizt, af hverju það ólag var sprottið — að bað stafaói ekki af ágreiningi um ráð- herravald og þingvald, heldur af því, að ríkisþingi Dana er svo óviturlega háttað, að það er ekkki á nokkurrar stjórnar valdi að koroa á samkomulagi milli þingdeildanna, ef verulegur á- greiningur kemur upp milli hinna auð- ugri og efnaminni stjetta þjóðarinnar, milli íhaldsmanna og framsóknar- manna. I þessu efm á ekki stjórnar- fyrirkomulagið í Danmörk sinn líka nokkursstaðar í veröldinni — hvorki á íslandi nje annarsstaðar. En þrátt fyrir þetta er nú svo lcomið í Dan- mörk, að engri stjórn kemur til hug- ar að sitja við völdin, nema hún nái viðunanlegum samningum við báðar þingdeildirnar. Með stjórnarfyrirkomulagi voru er girt fyrir það ólag, sem Danir áttu við að stríða frá 1885 til 1894. þess vegna eru líka þeir Danir, sem láta sjer annast um vald þingsins, að vinna að því, að fá það leitt í lög hjá sjer, sem einkennilegast er við stjórnarfyr- irkomulag vort: sameinað þing. Með setu ráðgjafans á þingi — þar af leiðandi viðurkenndri skyldu hans að vinna saman við þingíð og með því þÍDgfyrirkomuIagi, sem vjer höf- um, hefðum vjer alla þá trygging fyrir þingræði, sem framsóknarmenn Dana eru að sækjast eptir og telja fullgilda. Og svo halda menn, »Nýja Oldin« og fleiri, að ráðgjafi mundi samt sem áður leika sjer að því að sitja í trássi við alþingi! Gerum ráð fyrir, að vjer íslending- ar værum ekki þess megDugir, að hrista slíkan ráðgjafa a-f oss, enda þótt þing vort gæti neitað honum um öll skilyrðin fyrir að geta stjórnað þjóðinni, svo nokkur mynd væri á. Hvers vegna í ósköpunum ætti heil- vita konungur að láta honum hald- ast uppi að hleypa óllum málefnum þjóðar vorrar í slíkt óefni, sem af því hlytist, ef hann hjeldi í völdin í óþökk og fjandskap þjóðarinnar? Eða halda menn, að það sje gert rjett til dægrastyttingar, að láta stjórn og þjóð ganga í berhögg hvort við annað um svo og svo langan tíma?------- Hvernig verður þá háttað því þing- ræði, sem fengizt getur og fást hlýt- ur, ef ráðgjafinn mætir á þíngi, en er búsettur í Kaupmannahöfn? því verður svo háttað, að enginn snöggur óvildar-þytur verður ráðgjaf- anum að falli. En þegar full raun hefir á því orðið, að ágreiningurinn sje »ósættanlegur« (sem »N. 0.« svo kallar, enda þótt venjulega sje talað um að sætta málsparta, en ekki ágrein- ing), þá verður raðgjafinn að víkja. Með öðrum orðum: sakir fjarvistar konungs neyðist þingið til að hugsa sig vel um áður en það heimtar ráð- gjafaskipti. Meðan á þeim umhugs- unartíma stendur, getur svo farið, að ráðgjafinn nái aptur hylli þingsins, ekki sízt, ef hann er mikilhæfur mað- ur. En takist hon m það ekki, þá á þingið sinn rjett óskertan til að segja honum allt, sem því býr í brjósti. »Nýja Oldina gerir ráð fyrir, að »ó- sættanlegi'i ágreiningurinn komi upp fyrstu dagana í júlí, rjett skömmu eptir að þing er sett«, og stafi af því, að ráðgjafinn hafi gert eitthvað það, er berlega stríði »gegn vilja og áliti beggja þingdeildanna«. Já, gerum svo ráð fyrir. Hyggið þing hleypir ekki öllu þá þegar í bál og brand, eins ög »N. 0.« getur til. það notar ráðgjafann að svo miktii leyti, sem því er unnt, það, sumárið. En hafi ágreiníngurinn í raun og veru reynzt »ósættanlegur« þá lætur það afdráttarlaust í ljós í þinglok, að ráðgjafinn eigi ekkert er- indi við það framar. Bugsum oss, að hann taki ekki mark á slíkri yfirlýsiny, að hann komi sem ráðgjafi á næsta þing og að gremjan hafi ekki gufað burt milli þinga. f>á er tíminn kominn fyrir þingið til þess að heyja stríðið með öllum þeim vopu- um, sem því er í hendur fengin. En hvernig á þá konungur að fá sjer nýjan ráðgjafa hjer úti á Islandi? því skal alls ekki neitað, að það er miklum örðugleikum bundið — það er að segja, ef konungur á að geta haft sjerstaklega ríka hliösjón á sinni eigin geðþekkni í því efui. Hann ætti örðugt með að boða til sín marga menti til viðtals, mörg hugsanleg ráð- gjafaefni. Afleiðingin af því er auðsæ. I stað þess að hafa fyrst og fremst hliðsjón á sínum eigin geðþótta í ráðgjafavalinu, yrði hann að sætta sig við að hafa vilja þingsÍDS framar öðru fyriraug- um. Fjárvist konungsins yrði í þessu efni bersýnilega koDungsvaldinu hnekk- ir, en þingvaldinu styrkur. Og ekki að eins þingvaldinu, held- ur og eigi síður þingábyrgðinni. Af því að að því mundi reka, sökum ó- kunnugleika og fjarvistar konungs, að þingið rjeði langoptast mestu um það hver ráðgjafi yrði, þá neyddist það, líka til í allri sinni móitspyrnu gegn ráðgjafa að hafa sífellt þessa spurn- ing fyrir augum: Höfum vjer völ á nokkrum öðrum, sem vjer erum sannfærðir um að mundi leysa starf sitt betur af hendi? ómælt er tjónið, 3em þjóð vor hef- ir hingað til af því beðið, að þingið hefir enn aldrei haft tilefni nje ástæðu til að spyrja sjálft sig að þeirri spurn- ingu. • • Heybjavík. Dágott vorveðnr síðan fyrir páska, opt- ast fagurt. Virðist jörð nú Iiljóta að vera komin upp hvar sein er i liyggð, lijer sunn- anlamls. Aflatregt mjög, eða rjettara sagt, enginn afli hjer á inn-miðum. Að eins vart á Akranesi i vestustu ieitum. Austanfjalls einnig nær aflalaust, enda gaeftaiaust optast fyrir brimi. »Skálholt og »Hólar« farin sína leið, í gærmorgnn og i morgun, með fáeina far- þega, en varning nanðalítinn. »Heimdallur« losnar úr læðingi í dag,— sóttvarnarhaldinu, sem hann hefir verið { frá þvi hann kom; legið hjer á höfninni þann tíma; róið út að horði með það sem hann hefir þarfnast úr landi, en enginn mátt fara frá borði. Lilli-Hva mmur. Eptir Einar Hjörieifsson. XVI. Sigurgeir fór aptur til móður sinnar og sagði henni sáttargjörðina. — »Nú áttu eptir að biðja guð að íyrirgefa þjer«, sagði hún. — Hoaum fannst þesa ekki þurfa; áverkinn væri bættur að fullu. »Strák8kömmin tók alít, setn jeg átti — líka hörpudiskana -— og hann er búinn að fyrirgepa. mjer«. — »En ef einhver meiðir þig og er svo góður viö þig á eptir og þú fyrirgefur honum, 4 jeg þá ekki líka að fyrir- gefa honum?« sagði móðir hans. — »Jú, en guð er ekki mamma bans Sveinka*. »Jú, aumingja Sveinki á hvorki pabba nje mömmu, svo guð verður að vera bæði pabbi hans og mamtna bans. Heldurðu þá ekki, að hann hafi tekið sjer það nærri, að þú skyldir meiða hann?» ;— Jú, fyrst guð var mamma hans Sveinka, þá mátti hanu líklegast t-il með að biðja hann að fyrirgefa sjer. Og svo gerði hann það. Og svo þótti honum svo merkilegt, hvað guð Ijet sjer annt um Sveinka, að hann sá ekki lengur ept- ir hörpudiskunum. Eptir nokkurn tíma var svo þetta, sem móðir hans ætlaðist til, komið upp í vana fyrir honum. þe8sar endurminnimrar runnu sam- au við hugsunina um Solv igu, þar sem hún sat úrvinda af sorg og hann hafði atyrt hana og móðgað. Honum fannst ekki verða bætt fyrir þá synd. þó að hann bæri hana á höndum sjer allt lífið, þá var það ekki annað en sjálfsögð skylda, enda þótt ekkert hefði í 3korizt. Hann fór að hugsa um blekklessur á hvítuin, tárhreinum papp- ír — klessur, sem drápu í gegn, með- ýmislega löguóum, andstyggilegum öng- um út úr sjer. Ohæfubletturinn var eptir, kolsvartur, viðbjóðslsgur, óaf- máanlegur. það var ekki nóg að hún fyrirgæfi honum — bletturinn var ept- ir samt. Og svo var það, að hann fjekk ó- viðráðanlega löngun til að bjðja guð að fyrirgefa sjer, eins og hann hafði gert, þegar ha.nn var lítill, »úthella. hjarta sínu«, biðja af öllum kröptum sálar sinnar. Og svo gp.rðí hann það- — afdráttarlaust, efalaust, skynsemis- la.ust. Hann 'var orðinn barn afnýju. Lindir efasemdanna höfðu urn stund þornað í eldi ástríðunnar. Ef einhver hefði sagt honum um morguninn, að slíktmundi hendahann um daginn, þá hefði honum fráleitt þótt sá maður spámannlega vaxinn. En sjálfsagt hefði honum samt þótt það enn ótrúlegri spádómur, að unnusta hans yrði áður búin að afneita guði og staðráða með sjálfri sjer að verða svo vond kona, sem henni yrði unnt. Apturkastið kom vcm bráðara, og þar með jafnvægi í hug hans. |>að var ekki trútt um, að hanu skamm- aðist sfn. Oddborgaraeðlið er orðið svo ríkt í oss, að oss hættir við að fyrir- verða oss, hvenær sem vjer gefum oss eitt augnablik á vald einfaldri, sterkri tilfinning, — enda þótt enginn hafi oröið þeirrar yfirsjónar var netna vjer 8jálfir. Og svo stóð þetta ástand, sem liarin hafði verið í, ekki f neinu sambandi við lífsskoðun hans. |>að var eins og eitthvert hálf-veiklað, hálf-hlægilegt aðskotadýr, sem villzt hafði inn lff sálar hans. Hann fór nú að geta bugsað um það með stillingu, hverníg ástatt var fyrir þeim Solveigu. Honum varð ljósara og ljósara, í hvert óefni var komið. 1 fyrstu sá hann engin ráð. f>að var ekki von, að Solveig gæti til þess hugsað, að foreldrar gfnir og systkin færu á sveitina —, en fynr btagðið var hún á valdi föður hans. Sjálfur gat hann ekki hjálpað. Ekki gat hann borgað skuld Ólafs.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.