Ísafold - 20.04.1898, Qupperneq 2
86
ismaður af öðrum bæ heyrir þessar
getgátur. þegar hanu kemur heim, er
hann spurður frjetta, »eins og plagar
að vera«. »Já! þær eru nú fremur
fáar, nema að hann Páll á Sandi var
í nótt, er leið, á Hóli hjá honum
Pjetri. Og þáð er meining manna,
að þeir hafi fengið sjer ueðan í því
um kveldið, drengirnir!« Nú er þegar
farið að lagast; nú er það orðin ')>mnin-
ing mannao. pétta er fyrsta stiybr yt-
ing. Á þessa frásögn hlýðir Jóka frá
Skarði. H* nni fer að smáókyrrast og
hún fer að hafa orð á því, að hún sje
nú »búin að sitja nógu lengi«. þegar
hún er búin að ganga á röðina og
kyssa hvern mann stundarlanga, 3—4
kossa á bæði borð í endilangri bað-
stofunni, þakka öllum »fyrir allt gott
fyr og seínna« og láta í ljós; að hún
vilji sfegin eiga alla að, hvað sem
fyrir kemur«, þá fer hún á stað heim-
leiðis. Á heimleiðinni þarf hún að
koma við í Selkoti; hún mátti til að
»skrafa svolítið við blessunina hana
Sigríði sína«. ' Selkot er að vísn ekki
í stórbæjatölu, en það er samt ekki
þýðingarlaus bær; það er brjefhirðinga-
staður fyrir sveitarpóstana. f>egar
Jóka er komin inn í baðstofu, búin
að kyssa fólkið, búin a.ð hagræða sjer
á innsta rúminu og leysa utan af
kjálkunum á sjer, þá fer fólkið að
fikra utan að því, að hún segiífrjett-
um. Jóka lætur fátt yfir því, en fólk-
ið lítur þó svo til, sem hún mnni ekkí
með öllu kona einsömul. jpegar Sig-
ríður sjer, að Jóka muni ekki ætla að
fæða meðalalauBt, þá sendir hún Tobbu
fram með ketilinn og fer sjálf að
hringla í diskunum á hillunni yfir stofu-
glugganum. ]pá fer fyrirbandið frá
Jóku. »Helztu frjettirnar, blessuð mín,
eru nú það, að ekki er um annað tal-
að hjerna fram á bæjunum en þetta
dæmalausa slark í honum Páli á
Sandi og Pjetri á Hóli. pað er al-
skrafað, að þeir hafi setið jafnvel nótt
eptir nótt drekkandi og drabbandi, og
sumt vill maður nú ekki hafa eptir«.
A þessum bænum er það orðið al-
skrafað; petta er önnur stigbreyting.—
Nú komu stundarlangar hvíslingar
með höfuðhristingum og langdregnu
»ussi« og »sussi« í enda hverrar setn-
ingar. |>egar Jóka er búin að fá vana-
leg sögulaun í mat og kaffi og hæfi-
lega »ballest« í staðinn fyrir vörurnar,
sem hún hafði skipað upp í Selkoti,
þá fer hún leiðar sinnar, og látum við
hana nú »eiga sig«. En — þegar hún
er farin, þá fer Sigríður í Selkoti að
tygja sig til ferðar. »Hvert ætlar þú
að fara?« segir fólkið. Já! Hún þarf
endilega að skjótast upp að Brekku-
koti og finna hann Sigmund ganala
»upp á ýmislegt, sem þeim fer á rnillú.
»það hefir lengi orðið í undandrætti,
en má ekki dragast úr þessu«. Sig-
ríður kastar yfir sig skýlu, styttir sig
og heldur á stað í meira lagi tindil-
fætt, því það er eitthvað innvortis,
sem kvikar og rekur á eptir! Hún
þarf raunar að flýta sjer, því margt
er að snúast heima fyrir; þó kemur
hún við allrasnöggvast á -Yztu-Grund,
Mið-Grund og Innstu-Grund. »það
tefur svo sem ekkert«. jpegar hún
kemur að Brekkukoti, býður Sigmund-
ur henni til baðstofu og spyr frjetta.
»f>ær eru nú fáar nemaþetta, sem all-
ir vita, um draslið í honum Pjetri og
Páli«. Sigmundur kemur eins og úr
álfheimum og hefir ekkert heyrt um
þetta. »Já! það er þó orðið hljóðbærte,
segir Sigríður ))pdr kvað ekki gjiira
annað en ríða hvor til annars og
drekka. Konurnar orðnar úrvinda og
bálfgerðir aumingjar út úr öllu saman.
f>eim er það heldur ekki láandi, ef
surnu má trúa af framferðinu, sem þó
er almennt ta!að«. Laga-t það enu!
Nú kváðu þeir ekki gera annað enn
o. s. frv. petta er þr ðja. stigbreyting.
Sigríður fær mestu góðgerðir fyrir sinn
gleðil. boðskap; þessar frjettir eru fyr-
ir Sigmund gamla betri hressing en
þó honum hefði verið boðið í beztu
erfisdrykkju. f>egar Sigríður í Selkoti
er farin, þá rankar hann við sjer, að
hann þarf endilega að fara út í Heið-
arhverfi til að gegna erindum þar út
á bæjum, sem ómögulega tnega lengur
dragast. Jeg get nú ekki veríð að
rekja þessa sögu lengur; en uokkuð er
það, að með tímanum fer það að verða
fdtalað og því almennt trúað, að Pjet-
ur og Páll sjeu orðmr mestu óreglu-
menn og meira en lítið vondir við
konurnar og börnin. Og tilefnið er
ekkert annað en miður góðgjörn til-
gáta, sem vanalegar kjaptakindur hafa
lagað, aukið og borið út. Á slíkan
hátt myndast almenningsálitið opt hjer
á landi; því er ver og miður.
»-«•«►#---
Sigur vinstrimgima
í Danmörkií.
Kosningasigur vinstriinanna í Dan-
mörku 5. þ. m. mun hafa þótt þar
allmikil tíðindi, — fagnaðartíðindi þeim
til handa og öllum framsóknarmönnum
á Norðurlöndum.
Ekki af því, að það sje beinlínis
nýlunda, að vinstrimenn ajeu í rneiri
hluta í fólksþinginu danska. Heldur
er það hitt, að horfurnar eru nokkuð
öðru vísi nú en áður, meiri von en
áður um tilætlaðan árangur af baráttu
þeirra og sigurvinningum. Enda þar
á ofan liðsmunurinn á þinginu meiri
en dæmi eru til áður.
Tala hægrimanna í fólksþinginu
hefir aldrei áður komizt lengra niður
en í tæpan i hluta þeirrar þingdeild-
ar, 19 af 102 þá (1884). Nú eru
þeir ekki fullur þ hluti, 15 af 113.
það er fullur fjórðungur aldar liðinn
síðan vÍDstrimenn urðu í fyrsta sinn
hinum hlutskarpari í kosningum (1872),
þótt miklu munaði það eigi; þeir urðu
55 af 102. En ekki kunnu þeir vitur-
legar með að fara þann sigur en svo að
þeir sýndu sig þegar í að vilja beitaof-
ríki til þess að hafa úndir sig ráð-
herravöldin. Jpeir felldu í því skyni
fjárlögin frá annari umræðu, haustið
1873. því tiltæki svaraði stjórnin svo,
að hún rauf þingið, — skaut þar með
málinu til kjósendanna. Vinstnmenn
gerðu sjer auðvitað von um aukið
fylgi af þeirra hálfu; en það brást;
þeirra þingliði fækkaði heldur, þótt
lítið væri. þá hægðu þeir á sjer,
veittu enga stóratlögu í 4 ár. þá, 1877,
voru þeir orðnir 74 á móti 28afhinna
liði. þá sprengdu þeir fjárlögin, vor-
ið 1877, þ. e. ljetu fjárlagaárið líða
svo á enda, 31. marz, að ný fjárlög
voru óbúin frá þinginu og aftök um
samkomulag milli þingdeildanna.
þetta átti að vera rothögg á ráða-
neytið. En svarið var þingslit og
bráðabirgðafjárlög.
þegar þing kom saman um haustið
var áform vinstrimanna að synja
þeim staðfestingar af þingsins hálfu;
en þá dignuðu þeir margir, og klofn-
aði flokkurinn í tvennt, svo að hægri-
menn fengu sitt fram og fjárlögunum
borgið. Stóð sá tvístringur í rnörgár,
þaugað til 1885, er vinstriflokkarnir
urðu aptur samtaka um að sprengja
fjárlögin; en ráðaneytið svaraði á sama
hátt og fyrir8árum, — gaf út bráða-
birgðafjárlög og bjargaðist við þau.
Gekk svo ár frá ári, í 10 ár samfleytt.
þá, 1894, ko.mst á sætt með hægri-
mönnum og hinum hóglátari flokk
vinstrimanna, meðalhóísmönnum, er
studdu hina til þess að fá regluleg
fjárlög samþykkt á þingi og gáfu ráða-
neytinu upp sakir fyrir undanfann
gjörræðistiltæki þeirra, er svo voru
kölluð, — ýms strembin bráðabirgða-
lög, víggirðing Kauprnannahafnar, m.
m. En það kom í móti af hinnahálfu,
að Estrup gaf upp völdin, eptir 19 ára
harðfengilega vörn. Ekki greiddist þó
leiðin fyrir raeðalhófsmönnum að ráð-
herratigninni, heldur tóku nokkrir hóg-
látari hægrimenn við, og hefir allt far-
ið skaplegar með þingflokkunum síð-
an, regluleg fjárlög kornizt fram ár-
lega o. s. frv.
I fyrra vor þokaði eptirmaður Est-
rups, Beedz-Thott, úr sessi, og er
það margra manna mál, að þá hafi
viustrimenn átt kost á að skipa ráða-
neyti, en færzt undan, með því að
þeim þótti liðskostur sinn á þingi of
rýr, ekki meiri hlutur atkvæða öðru
vísi en með fylgi meðalhófsmanna eða
sósíalista.
En nú er það fengið, sem þá skorti.
Nú skipa þeir, hinir eindregnu vinstri-
menn, fullkominn meiri hluta þing-
deildarinnar, 63 sæti gegn 50; fleiri
sæti en það (50) hafa ekki hinirflokk-
arnir allir 3: meðalhófsmenn 23, hægri-
rnenn 15 og sósíalistar 12.
Eyrir því má nú ganga að því hjer
um bil vísu, að forkólfar vinstrimantia
á þingi verði kvaddir til aðskipanýtt
ráðaneyti einhvern tíma fyrir haustið,
áður en þirig kemur sarnan þá.
þeir eru hyggnari orðnir, ráðnari
og rosknari og þar rneð stilltari og
spaklátari en þeir voru fyrrum. jpví
þykir miklu minni ábyrgðarhluti að
sleppa við þá völdum nú en meðan
þeir geipuöu og gjálfruðu sem hæst.
því hóglegar sem menn láta sjer ura
upphefðina, því líklegra er vanalega,
að þeir hugði meira um vandann
en vegsemdina, — eins og á að vera.
þeir hafa óefaö rnargt. þarflegt numið
í hinDÍ löngn baráttu, þar á meðal
gætni og forsjálni, að vonandi er.
Hverjir helzt skipa iuudí hið nýja
ráðaneyti, er til kemur eða ef
til þess kemur, — um það er
ekki gott áreiðaulegum getum að
leiða hjer, í fjarska. Hinir görnlu,
nafnkenndustu leiðtogar vinstrimanna
eru dauðir eða úr sögunni. Berg er
dauður; Holstein-Ledraborg úr sögunni,
hálfgenginn í klaustur, og Horup hætt-
ur þingmennsku. Hogsbro orðinn
fjörgamall, — mun jafnvel eigi hafa
gert kost á sj r til þingsetu framar;
hann hefir verið forsetí fólksþingsins
síöustu árin.
Sjálfsögð ráðgjafaefni mun mega telja
þá Cþristopher Ha.ge kaupmann og Oct.
Hansen hæstarjettfir-miílfærslumann;
hann er einn hinna fáu vinstrímanna
í landsþinginu. Hage er mikilsmetiun
atgervismaður, sonur Alfr. Hage, er
var nafnkendur þingskörungur fyrir40
árum og mikill auðmaður. Hefir C.
Hage verið framsögumaður í fjárlaga-
nefnd hin síðari áriu, en til þess verða
þar ekki nema mestu atkvæðamenn
þingsins. Pleiri mætti nefna sem lík-
leg ráðgjafaefni, t. d. Er. Bojsen, >f
meðalhófsmenn verða látnir skipa ein-
hvern minni hluta í ráðaneytinu, sem
ekki er óhugsanlegt; en hann er aðal-
leiðtogi þess flokks. En anðvitað þýð-
ir litið að fara mikið út í þá sálma.
Aðalatriðið er hin væntanlega stjórn-
arstefnubreyting, í fyrsta skipti um
meira en heilan mannsaldur. Er ó-
líklegt, að vjer förum alveg hlutlaus-
ir af henni hjer á landi, og því hljóta
áminnzt tíðindi í Danmörku að vekja
miklu meiri athygli vora en vandi er
til um það, sem við ber um stjórnar-
hagi bræðra vorra við Eyrarsund.
Sigling.
Tvö kínipfi'.r nvkomin, í g*r og í fyrra
d:ig: »R*gnheiftnr« (73 smál, kapt. Bönne-
lykke) til W. Christensens verzlnnar og
»Augnst« (78 smá!.. kapt. Breyö) til Eyþórs
FeliXsonar. Bæði hlafJin ýmsum vörum frá
Khöfn. »Ragnh.« var mánuð á leiðinni,
var nærri komin i strand i Helsingeyri,
nvissti liæði akkeri; gnfuskip bjargaöi.
»August« var ekki nema 10 daga.
Skipstrand,
Enn er nýlega striinduð, ló. }i mán.,ein
frönsk fiskiskúta, »Isabelle«, við Stokks-
eyvi i Árnessýslu. Hafði laskast nðnr aust-
nr við Meðatland. Bjargað varð öllu úr
skipinu á Stokkseyri og óskemmdu.
Dáin
10. þ. m. (páskadagmn) sýslumannsfrúin
i Vestmannaeyjum (Magnúsar Jónssonar),
Kirstin Sylvia, dóttii L. E. Sveinbjörns-
sons háyt'irdómara, — eptir barnsburð,
gáfuð kona og vel að sjer, um 27 4r,«, að
aldri.
Fjárkláða
kvað vart hafa orðið í Kjósiuni fyrir
skemmstu, á 3 nágrannabæjum Morastöð-
nm, Kiðjafelli og Utskálahamri. Annars
ekki orð haft á um kláða hjer í nærsveit-
unum.
Vinstrimenn og-
Islendingar.
Engin ástæða er til annar3 en gera
sjor góðar vouir um sjálfstjórnarmál
vort, ef vinstrimenn skyldu komast til
valda í Danmörku á þessu ári. Óhætt
ex að fullyrða, að síðan hin síðari
stjórnarbótarbarátta vor hófst, hafa
vonirnar un: viðunanleg iirslit hennar
lengst af verið byggðar á þeirri trú,
að einhvern tíma hlyti að því aðreka,
að vinstrimenn kæmust til valda..
Samkomulags-horfurnar við hægrimenn
voru, eins og að líkindum ræður, allt
annað en ríkar, rneðan kröfum vorum
var ekki svarað neinu öðru en blá-
köldu, órökstuddu nei-i úr þeirra flokki.
Og, svo sem kunnugt er, var það ekki
fyr en 1 fyrra sumar, að þeir ljetu
nokkurn bilbug á sjer finna.
Eyrst og fremst styðjast vonirnar,
sem menn hafa gert sjer um samkomu-
lag við vinstrimenn og eðlilega gera
ajer enn, á þeirri aðalstefnu, sem
flokkurinn hefir jafnan haldið fram.
það er þjóðarvaldið, sem hann hefir
barizt fyrir öllu öðru fremur — rjett-
ur þjóðarinnar til að fá vilja sínum
framgengt, eins og sá vilji kemur fram
í þeim hluta ríkisþingsins, sem kosinn
er ttf öllum atkvæðisbærum mönnum í
landinu. þess er með engu móti tilget-
andi, að flokkurinn vilji ekki unna oss
sama þjóðfrelsis, sem hann jafnan hef-
ir talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir
sannri menning og frarnbúðar-framför-
um sinnar eigin þjóðar.
Ekki virðist heldur ósennilegt, að
flokknhm rnuni þykja sinn vegur að
meiri., ef honum tækist að leysa fljót-
lega þann hnút, er andstæðingarnir
gengu frá ráðlausir á annan áratug.
En ekki er nema rjett að hafa það
hugfast þegar frá byrjun, að engin
líkindi eru til þess, að vinstrimenn
hallist að landstjóra-frumvarpi Bene-
dikts Sveinssonar, nje heldur að
miðlunarfrumvarpinu frá 1889. A það
benda skýrt ummæli hr. Oct. Hans-
sens, — mannsins, sem lang-líklegast-
nr er til að verða dómsmálaráðgjafi í
ráðaneyti vinstrimanna og þá um leið
íslandsráðgjafi —, bæði í Lögfræð-
ingafjelaginu haustið 1895 og í Stú-
dentasamkundunni siðastliðið haust.
Og á hið sama banda, að því er oss
er frekast kunnugt, ummæli allra