Ísafold - 23.04.1898, Side 3

Ísafold - 23.04.1898, Side 3
91 »|>etta er kláritan minn, Sigurgeir«, kallaði hann til hans. »Já, jeg kem undir eins aptur«, sagði Sigurgeir og reið tafarlaust af stað. Hann fann Guðríði heima og sagði hcnni alla málavexti. Henni fjellst rnjög um. >»Guð minn góður!« sagði hún. »0g þetta er allt mjer að kenna. Að jeg skyldi skjóta þeirri fl ugu að honum Sveinbirni, að fá sjer hana V7eigu fyr- ir bústýru!« Hún lagði af stað með honum inn að Stóra-Hvammi. Hann g kk við hlicina á henni og teymdi hestinn. Hún var orðfá mjög á leiðinni, var auðsjáanlega hugsi. Húti fann <daf utan Stóra-Hvammshúsið. Hann va»' þar að bíða eptir hesti sínum. •Farðu ekki.fyr en jeg geri þjervið- vart#, sagði hún, þegar hún var búin að heilsa honum. — »þjer er annars bezt að bíða, þangað til Sveinbjörn ketnur heim. Hver veit, nema þúget- ú' fært konunni þinni eitthvað greini- legri frjettir, ef þú bíður, heldur en þú getur nú«. (Mafur lofaði því, og Gnðríður fór upp á lopt til Solveigar. Hún lauk upp, þegar hún heyrði, hver koniin var. Sveinbjörn kom heim um kveldið. þau Guðríður og Ólafur voru bæði úfi til þess að taka á móti honum. Guðríður sagðist hafa beöið eptir hon- unt dálitla stund, því að hún þyrfti að tala við hann dálítið, en nú væri sjer farið að liggja á að komast heim. Svo þau fóru bæði inn í stofuna ■settust þar. og "Þig grunar auðvitað, hvaða eriudi ]eg á við þig«, sa^ði Guðríður. »Jeg er búin að tala við þau Sigurgeir og Solveigu«. Sveinbjörn svaraði engu, en beið á- tekta. »f>ú veizt, það ef til vill, að jeg hef beldur haldið 1 hönd með henni Yeigu, síðan hún var lítil. þess vegna er íeg að skipta mjer af þessu. — Henni er það mjög nauðugt«. »það lagast, vona jeg«, sagði Svein- björn. *Það lagast ekki, Sveinbjörn. þú Jrðir ekki öfundsæll af henni nauð- ttbn- þú sagðir mjer einu sinni, að þú efðir beyrt hún væri stórlynd. Jeg, (,f samfærzt um það í dag, að það sje eitthvað hæftí því. þ>ú veizt ekki, vað örðug kona getur verið manni sínum, ef hún er staðráðin í að leggja sig í fratnkróka með þaö«. »það lagast, vona jeg«. "Heldurðu ekki, þetta sje synd af þjer að neyða svona unga, sak- lausa stúlku, sem elskar anuan mann - og það son þinn? þetta er glæpur, bvembjörn. Og það verður þjer bæði 11 skammar og óláns«. E “t' 'r það glæpur að ganga eptir sínu? Jl Þú ekki vön að ganga eptir þínu? <')fDfiað Seri jeg ekki. Og jeg býð enda a 1 a áta skuldina standa — standa von ur viti, ef ^ann 0R dóttir ^ans VI aia að rnínuin ráðum. F.r það g æpur? þú fjgfgjj. annars getað afstýrt þessu í vetur, Guðríður. f>jer áðist það þá. Ná er það um seinan. , , S'tUr ei§lnle2a ekki á þjer, að s ip a þjer af þvf^ hver verður konan rnm. Og það er ekki til neins fyrir þig að tala frekara um það mál«. »Jæja þá. Jeg býst við að það sje ekki til neins. - þú erfir ekki þetta hjal við gamla grannkonu þína, Svein- björn?« “Nei, jeg held síður en svo. Allr Þar sem jeg á það / raun og vei lei að þakka, ef Solveig verður ko au mín«. ób Sveinbjörn hló við einstaklej anægjnlega 0g á9túðlega. jD su blessuð tíð«, sagði Guðríðu »það er þó satt, að þetta hefur verið gott og hagstætt sumar. þú munt vera búinn að fá inn heytuggu?« ».Jeg? það er nú helzt að segja. Hvernig ætti jeg að fá inn hey — engjalaus maður? það er eitthvað öðruvísi en í Litla-Hvammi«. »Já, ekki er að vanþakka það. þar veröa tnikil hey í haust. Jeg vona. að minnsta kosti, að við fáum tólf hundr- uðin fyrir rjettirnar. það hefur verið mikið gras hjá mjerí sumar. það h fur ekki óvíða svona hjer um hil fiekkjað sig á engjunum. ]-!n ekki fyrir það — það hefur ekki verið mikið meita gras en vant er. það er svo fyrir þakk- andi — þær er ekki vanar að bregð- ast, engjarnarí Litla ílvatnmi. — Jeg sj eptir að þurfa að selja kotið«. »Sel-ja«, sagði Sveinbjörn, eins og hann stæði á öndinni. »Já, jeg er að hugsa um að selja það. Jeger orðiu þreytt og ónýt, og jeg er að hugsa um að fara að hvíla mig. Jegbýst við að selja það f vetur. Jeg á vísan kaupanda«. Sveínbjörn fór að eiga örðugt með að setja kyrr á stólnum. »þú lætur vonandi gamlan nágranna þinn og kunningja sitja fyrir kaupun- um«, sagði haun. »Já, hvers vegna ættu ekki þíuir peningar að vera eins góðir og annara, Sveinbjörn?« »Hvað hefurðu hugsað þjer að fá fyrir jörðina?« Guðríð,ur nefndi npphæðina. — »Jeg vona, þjer þyki það ekki of mikið«. »Jeg býst við, það sje sánngjarnt«, sagði Sveinbjörn. Sannleikurion var sá, að honum þótti það meira en sanngjarnt, — hreint og beint gjafverð. »Má jeg þá retða mig á það, að þú seljir mjer Litla Hvamm fyrir þetta — nú í haust eða vetur — einhvern tíma fyrir næstu fardaga?« Heimskringla Snorra Sturlusonar er ttýkomin út á norsku í Kristjaníu í tveimur tit- gáfum, alþýðuútgáfu og skrautútgáfu. þýðingin er eptir Dr. Gustav Storm, prófessor, sem sjálfsagt er manna fær- astur til þess verks. þrjú hundruð myndir eru í hókinni eptir fjóraeinna frægustu málarana í Noregi : Chr. Krohg, Gerhard Munthe, Eilif Peter- sen og Erik Werenskjold. Myndirn- ar eru gerðar í gömlum stíl, eptir fornum trjeskurði, og nú má vera að 8utnum getist síður að þeim fyrirþað. Neðanmáls er aragrúi af skýringar- greinum. Alþýðuritgáfan kostar 13,50, skrautútgáfan kr. 24,00. Búast má við, að mörgum íslend- ingum mundi þykja gauian að eignast þessa bók, jafn-prýðilega og hún lítur út, enda mikið gagn að skýringunum, þó að textinn verði þeim auðvitað kærastur á frumtungunni. það væri líka ánægjulegt, ef menntamenn lijer á landi yrðu til að sýna fyrirtækinu þann sóma, að kaupa bókina. Engir ættu að fagna því eins og vjer íslend- ingar, að haldið sje uppi frægð Snorra Sturlusonar. það liggur annars við, að Norðmenn geri oss skömm til, að því er Heims- kringlu snertir. þeir sjá sjer fært að gefa út þetta frægasta snilldarverk ís- lenzkra bókmennta í tveimur dýrum útgáfum samtímis. Hjer á landi var farið að gefa þessa bók út fyrir nokkr- um árum, og verðið var haft svo lágt, a.ð varla var ábata von fyrir kostn aðarmanninn, þótt hvert eintak seld- ist. En viðtökurnar hjá þjóðinni hafa verið svo dawfar, að enn hefir ekki verið lagt út j að koma út þriðja bind- inu. Oneitanlega virðist það bendaá, að eitthvað sje bogið við stefnu þá.er lestrarfýsn ísletjzkrar alþýðu hefir tek- ið upp á síðkastið. Sigurður Kristjánsson bóksali hefir aðalútsölu-umboð norsku útgáfunnar. Hr. Carl Kiicliler hefir nýlega ritað tvær ritgerðir urn bókmenntir Islendinga. Onnur þeirra er í mánaðarritmu »Der Bote fur- deutsche Literatuj-*, heitir »Skáld- þjóð við heimskaut8bauginn« og er rit- uð út af hinni ágætu bók Poestions um síðari alda bókmenntir Islendinga, sem áður hefir verið minnzt á í Isa- fold. Hin ritgerð Kiichlers er í »Zeit- schrift fiir vergleichende Litteraturge- schiclite« og er um leikrítaskáldskap íslendinga. I báðum ritgerðunum kenn- ir hinnar sömu góðvildar þjóð vorri og bókmenntum til handa, setn áður hef- ir komið fram í svo ríkurn mæli hjá þessum höfundi. Meiðyrðamál, sem Etnar ritstj. Hjörleifsson höfð- aði í vetur gegn Jóni ritstjóra Olafs- syni fyrir ummæli í »Nýju 01dinni«, var dæmt 21. þ. m. af bæjarfógetan- um í Reykjavík. Verjandi var dæmd- um í 40 kr. sekt til iandssjóðs, og skyldi auk þess borga 20 kr. í máls- kostnað og 8 kr. sekt fyrir að mæta ekki fyrir sáttanefnd. Fjögur botnvörpuskip hitti »Heimdallur« í fyrra dag, sum- ardaginn fyrsta, innan landhelgi. Hann sá fyrst tvö nærri landi við Njarðvík, og lá annað við akkeri, eD hitt var á skt-iði, nýkomið fyrir Skaga. |>au voru bæði tekin fyrir, og reyndist þá, að þau höfðu botnvörpur sínar al- veg þurrar innanborðs. Báru skip- stjórar fyrir sig, að þeir hefðu orðið að leita sjer hælts undan stórviðri á sunnan, þaðan sem þau væru við veiði, fyrir sunnan land. Með því að enginn efi þóttivera á, að þeirhefðu rjett að mæla, var þeim lofað að vera þar kyrrum, þangað til veður lægði, og lagðist herskipið við akkeri skarnm frá þeim, til þess að hafa gætur á þeim. Að áliðnum degi komu þangað tvö botnvörpuskip enn; og með því að eins stóð á ferðum þeirra, voru þeim gerð sömu skil. I gærmorgun í dögun ljettu öll 4 botnvörpuskipin akkerum, og «Heim- dallur« sömuleiðis, og fylgdi hann þeim út fyrir landhelgi. Veðurathugauir í Reykjavík eptir lamllækni Dr. J. Jónas- sen. Z2 I íliti pL, 1 (A Celsius) Loptvog ('iHÍliimot.) Yeðuráit. á nótt ;um hd. árd. síDd. árd. siðd. 16. -f 1 + 5 1 '<41.7j74l.7la li b a h b 1 <• — 1 4 5 734.1; 736.6 0 d 0 b 18. +1 4 7 V39.1 736.6 Nah 1) a h d 19. +1 + 7 714 2 744.2+ h bja b d 20. +1 + 10 73.1.1, 736.6,Sa bv b+aliv d 21. 4- 6 + 9 141.2! 736.6 S hv djS h d 22. + 4 + 10 751.8 749.3 S b bja b d 23. +4 749.3; Sa b dj Hefir verið við austan og sunnanátt fyrif' faramli tlag tneð hlýindum. Stýrimannaskólinn. Burtfarpróf — stýrimannapróf hið minna — var haldið það dagana 20— 22. þ. mán. í prófnefnd með hinum fasta kenn- ara skólans, M. F. Bjarnasyni, voru skipaðir af landshöfðingja, eptir uppá- stungu stiptsyfirvaldanna og bæjar- stjórnarinnar hjer, premierlautenant S. V. Hansen, fyrirliði á strandgæzlu- skipinu »Heimdal«, og prestaskólakenn- ari síra Eiríkur Briem, og var fyrir- liðinn jafaframt skipaður oddviti próf- nefndarinnar. Ellefu lærisveinar gengu undir próf- ið og leystu úr 4 skriflegum spurn- ingum, sem búnar voru til af stýri- mannakennsluforstjóranum í Kaup- mannahöfn og seudar landshöfðingja í lokuðu umslagi, og kom amtmaður J. Havsteeu rneð þær í skólann þegar prófið átti að byrja; ennfremur voru þeir prófaðir í 4 munnlegum spurn- ingum, sem prófnefndin valdi, og auk þess mælmgum með sjöttungsmæl- um. þessar einkunnir fengn þeir, er und- ir prófið gengu: Jón Arnason 61 stig Guðlaugur íngimundarson . 60 — Jón Pjetursson 59 — Magnús Jónsson .... 59 — þorbergur ingjaldsson . . 57 — þorsteiun Egilsson 56' — Jón Steinason 55 — Pjetur Olafsson .... 55 — þórður Gíslason .... 52 — Vilhjálmur Gíslason 51 — Helgi Gíslason 32 — Jón Arnason, sá er hæsta fjekk ein- kunntna, hefir ekki gengið í skólann nema þennan eina vetur. Hæsta einkunnin við þetta próf eru 63 stig, og til að standast prófið þarf 18 stig. Skólanutn vav sagt upp í gær, er prófinu var lokið. Sigling. þessi skip hafa korr.ið hjer frá því um daginn: 19. »Ellida« (153 srnál., skipstj. H. Hansen) frá Khöfn með ýmiskonar vörur til W. Fischers. S. d. »Elni« (168, Cederquist) til H. Th. A. Thomsens með ýmsar vörur frá Khöfn. S. d. »Waldemar« (89, Albertsen) með kol frá Dysart til W. Fischers. í dag »Solid« frá Mandal með við til lausakaupa. Uppboðsaiig-lýsing-. Samkvæmt lögum 16. desbr. 1885 verður, að undan gengnu fjárnámi, jörðin Snjallsteinsböfðahjáleiga í Land- mannahreppi, 10,64 hdr. n.m., sem er eign Ingvars bónda Ingvarssonar á Kalmanstjörn, seld til lúkningar veð- skuld landsbankans á opirtberum upp- boðum, sem haldin verða kl. 5 e. m. laugardaginn 30. apríl og 14. maí þ. á. á skrifstofu sýslunnar og 28. maí s. á. á hinni veðsettu fasteign. Uppboðsskilmálar verða birtir við uppboðin og til sýnis hjer á skrifstof- unni sama dag og fyrsta uppboðið verður baldið. Skrifst. Rangárv.sýslu 12. apríl 1898. Magnús Torfason. Frá 1. maí næstkomandi byrja jeg flutuingaferðir hjer ura Faxaflóa og víðar, ef flutningur býðst, á »SLANG- EN« og fer á hvevn þann stað og höfn, sem eitthvað er að flytja til og veður leyfir, og tek bæði farþega og vörur. þeir sem nota vilja þessar sam- göngur geri svo vel að gera mjer við- vart um það í tíma. Afgreiðsla á »Slangen« er hjer í Reykjavík hjá herra kaupm. Helga Helgasyni, dbrm., og verður auglýst á bitð hans, hvernig ferðunum verður háttað, allt eptir því, sem flutningar falla. Rvík 23. apríl 1898. Markús F. Bjarnason. Merki þau, sem við notum við verzl- anir okkar, sem hafa merkið »PT« annarsvegar, og þá tölu, sem þau gilda fyrir í aurum hins vegar, eru að eins icnleyst með útlendum vörum, með okkar almenna útsöluverði. þetta leyfum við okkur að gjöra almenningi kunnugt með auglýsÍDgu þessari, svo enginn þurfi að vera í vafa um, hvort gildi merki þessi hafa. Ja nfrarot skal þess getið, að þau merki . okkar, sem ekki eru merkt »97«, gildá aðeins til 1. janúar 1899, en eptir þann dag hafa þau ekkert gildi. Bíldudal í desember 1897. /’. J. Tliorsteinsson & Co.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.