Ísafold - 11.05.1898, Page 2
110
gerir þekking á tungu vorri og öllum
málefnum þjóðar vorrar að skilyrði
fyrir ráðgjafastöðunni, kemur ráðgjaf-
anum inn á þing, undir áhrif þess og
í samvinnu við það, og lætur hann
bera ábyrgð allrar stjórnarathafnar-
innar—að slík stjórnarskrárbreyting sje
svo einskisverð, að það væri að gera
henni of hátt undir höfði, að bera
hana undir atkvæði þjóðarinnar, enda
þótt allt að helmingi þing^ins, og það
yfirleitt laugtum vitrari og færari hluti
þess, væri henni eindregið meðmæltur.
þá hefðu sömu óvitlausu mennirnir
skirrzt við að skrifa undir fjarstæðuna
um xuppgjöf á kröfum vorum«. Hvsr
meðalgreindur maður, sem nokkurn
Bkapaðan hlut hefði skilið í stjórnarbót-
armáli voru, hefði þá getað komið fyrir
þá vitinu um það, að hjer er ekki
að ræða um uppgjöf á nokkrum hlut,
ímynduðum nje verulegum, hugsanleg-
um nje óhugsanlegum, — að þessi upp-
gjafar-glósa er ekkert annað en aptur-
ganga meinloku nokkurrar, sem hljóp
1 höfuðið á Benedikt Sveinssyni á þingi
1895 í umræðunum um þingsályktun-
ina í stjórnarskrármálinu, meinloku,
sem varð að athlægi jafnt meðal fylg-
smanna hans eins og andstæðinga.
þá hefði ekki heldur verið neinn
hægðarleikur að fá óvitlausu mennina
til að finna að því, að jafn-öflugur
minm hluti eins og var í neðri deild
á síðasta þingi (»ávarpsmenn« (!) eru
þeir kallaðir í skjalinu, hvað sem nú
það á að þýða!) skyldi ekki láta kúga sig
til þess með návist sinni að hjálpa
deildinni til að senda konungi mein-
villandi ávarp, er sarnið var af stæk-
asta hlutdrægnis- og flokksfylgisanda.
|>á hefði verið ljett verk að sýnæfram
á, að sökin lá ekki hjá þeim, sem
höfnuðu slíku ávarpi algerlega, heldur
hjá hinum, sem fyrir hvern munvildu
draga deiluatriði inn í þakkarávarp
til konungsins.
En örðugast hefði samt sjálfsagt
þá orðið að fá óvitlausu mennina til
þess að skrifa undir áskorunina maka-
lausu til þingmannanna 13. Hún er
óneitanlega skemmtilegasta vitleysan,
sem fram hefir komið hjer á landi um
mörg, mörg ár.
f>essir 13 greiða atkvæði með stjórn-
arskrárbreytingu, sem hefði haft þing-
rof í föír með sjar. peir biðja um
nýjar kosningar. Svo segja andstæð-
ingarnir: «Við viljum líka nýjarkosn-
ingar í ykkar kjördæmum! Auðvitað
hreyfum við okkur ekki. Eins og við
förum að eiga það á hættu, að verða
látnir sitja heima!«
»Jeg vil veðja«, sagði Nonni. — »|>að
vil jeg líka«, sagði Sveinki. »Jeg veit að
jeg vinn«. — »Við veðjum þá krónu*.
— »Já, við veðjum krónu. Við veðj-
um samt baraþinni krónu. Jeg veit, að
jeg vinu,en - jeg vil ekkert eiga á hættu
með mína krónu !«
Oss er ókunnugt um, hvað margir
kunna að hafa látið tælasttílað skrifa
undir þennan samsetning. Sjálfsagt
hafa einhverjir gert það. En lán hef-
ir það verið fyrir safnendur undir-
skriptanna, að þeir tóku það ráð, að
rangla heim til manna og tala við þá
einslega.
Blöð
langafa vorra, afa
og feðra,
XI.
Fjölnir — Konráð Gíslason.
Vjer komum þá að því verki »Fjöln-
is«, sem lang-ríkasta ávexti hefir bor-
ið í baráttu hans fyrir viðreisn ís-
lenzkrar tungu. En um það efni get-
um vjer verið tiltölulega fáorðir, því
að frá því hefir áður verið rækilega
skýrt, einkum í hinni ágætu ritgerð
dr. B. M. Ólsens í Timariti Bók-
menntafjelagsins, 12. árg.
þar er fyrst og fremst að ræða um
Konrdð Gíslason. Hann hafði, eins
og dr. B. M. O. kemst að orði, einn
af útgefendunum *mdlstrœði>le ;a pekk-
ing, samfara hinni skörpustu dómgreind
og næmustu tilfinniugu fyrir því, hvað
væri rjett mál, ómengað og fagurt«.
Hann hefir vakándi auga á, að ekk-
ert komist inn í »Fjölni«, sem ekki
sje frábærlega vandað að orðfæri. Og
hann dæmir fremur hinum samverka-
mönnum sínum málið á öðrum ritum,
og er frámunalega nákvæmur í að-
finningunum og vandlátur.
Aldrei hefir neinn talað um ís-
lenzkuna á sama hátt og sá maður,
af jafn-mikilli mælsku, jafn-mikilli á-
stríðu. Fagurt mál er trúarbrögð
hans; í hans hug er það grundvallar-
skilyrðið fyrir i'tllum framförum mann-
anna. Til þess að gera lesendunum
þetta sem ljósast, prentum vjer hjer
ofurlítinn kafla úr innganginum að
bókafregnunum í 1. ári »Fjölnis«, jafn-
vel þótt áður hafi verið á þann kafla
bent:
«... engin eudurbót er líkamleg
í raun og veru, þó það kunni að sýn-
ast svo, heldur andleg, Auður og
fullsæla fjár, hreysti og heilsa, fjör og
frjálsleikur líkamans, Rkyn og skýr-
leiki, dáð og dygð, traúst og trú hug-
arins, og í stuttu ínáli: hvers konar
frægð og fremd, yndi og unað — allt
er þetta komið undir andanum. Andi
hvers einstaks, hversu vel sem hann
er af guði gjör, verður að engum þrifn-
aði, nema hann njóti annara að og
taki birtu af hugum annara. En hver
er þá þessi geisli, sem hugur sendir
hug? Hvert er þetta ljós, degi bjart-
ara og sólu varmara, sem skín yfir
lönd og lýði, og sýnir mönnunum, að
þeir eru menn, en ekki skynlaus
kvikindi? Hvað er þáð annað en mál-
ið, Ó8kabarn mannlegs anda? Og sje
nokkur sá, að minnsta kosti í mennt-
aðra manna tölu, að einu gildi, hvern-
ig málið er og hvernig með það er
farið — er honum þá ekki nærri því
ofnefni að heita maður?«
Vjer minnumst þess ekki, að nein
hugsun sje fagurlegar orðuð í íslenzk-
um bókmenntum að fornu eða nýju.
það er ekkert sjerlegt vandaverk að
sýna, hve einhliða hún er; fáum dylst
það — sízt ef þeir lesa sjálfa ritdóm-
ana, sem eptir þessum inngangi fará,
og gæta þess, hve smásmuglegar að-
finningarnar eru. Engum blandast
víst hugur um, að aðrir eins menn og
Baldvin Einarsson, Tómas Sæmunds-
son og Jón Sigurðsson hafi verið full-
trúar verulegra »endurbóta«-hug-
mynda. Enginn þeirra mundi þó til
dauðadags hafa getað ritað svo sjer-
lega margar línur, aó Konráði Gísla
syni hefði ekki þótt málinu til muna
áfátt. En hinu megum vjer ekki
gleyma, sem er aðalatriðið, að fyrir
þessa ástríðuríku einhverfni, þessa efa-
lausu trú á hugsjón sína var það, að
Konráð fjekk unnið það þrekvirki, sem
hann vann.
því að í raun og veru fekjk hann
afarmiklu framgengt. það er allt ann-
að mál, sem ritað er af öllum þorra
Islendinga, er við ritstörf fengnst,
fyrir og eptir daga »Fjölnis«. Vita-
skuld voru til þeir menn hjerá landi,
áður en »Fjölnir« kom til sögunnar,
sem kunnu að rita íslenzku, og fram-
ar óðrum má þar uefna Sveinbjörn
Egilsson, En áhrif þeirra náðu svo
skammt. þeir voru ekki gæddir þess-
ari brennandi vandlætingasemi, þess-
ari megnmiklu andstyggð á sþilltu
máli, sem Kouráð Gíslason hafði svo
mikið af. Sveinbjörn Flgilsson get'Ur
fengið af sjer að yrkja í »Klaustur-
póstinn« og »Sunnanpóstinn«, láta kvæði
sín standa innan. um málleysurnar og
dönskusletturnar.
Ekki getum vjer minnzt svo á starf
Konráðs Gíslasonar við Fjölni, að
vjer ekki getum um ræðu hans áhrær-
andi íslenzkuna í 4. árg. ritsins, þó
að hún sje sjálfsagt flestum kunn og
allir íslenzkir menntamenn ættu að
kunna hana nokkurn veginn, jafn-ynd-
islega og hím er orðuð. Hann er þar
að svara mótbárunum gegn íslenzk-
unni, mótbárum, sem sumar hverjar
má heyra enu í dag.
Fyrsta röksemdin er sú, hvað málið
*
á að vera »ósveigjanlegt« og óhæfilegt
til að taka á móti skáldskap og vís-
indum. Að því er skáldskapinnsnert-
ir, er sigurinn, eins og nærri má geta,
auðunninn. »8ýnir ekki öll saman
Sæmundaredda og Ragnars kviða loð-
brókar og Hákonarmál og kvæðin
hans Egils Skallagrímssonar og vís-
urnar hans Gests Illugasonar og hans
Ivars Kolbeinssonar og Lilja og sum-
ir sálmarnir bans sjera Hallgríms
Pjeturssonar og Sigrúnarljóð — sýnir
ekki allt saman þetta og margt ann-
að fleira, að það er ekki málinu að
kenna, heldur skáldunum, ef það sem
þeir yrkja er bæði sjálfum þeim til
minnkunar og landinu r,il svívirðingar ?»
Jafnauðvelt verður honum að sanna,
að íslenzkan sje hæfileg fyrir sagna-
fræðina.
En svo koma önnur vísindi, og þá
einkum heimspekin. þar eru sannan-
irnar fyrir ágæti íslenzkunnar ekki
jafn-auðfengnar, af því að hún hafði
ekki verið notuð til þeirra hluta. f>að,
sem örðugleikunum veldur, er tvennt:
menn »vantar ekki nema það sem við
á að hafa — þá vantar ekki annað
en hugmyndírnar. f>að getur vel ver-
ið, að hugskotið sje fullt (og meira en
því sætir) af því sem þeir hafa lært.
En þessi lærdómur er þá ?. . . . eins
og útlend bók, sem þeir skilja ekki
öðruvÍ8Í en svo, að þeir hafa flett upp
orðunum, svo þeir skilja orðin
eða finnst þeir skilja þau — en ekki
greinirnar«.
f>essu verða nú sjálfsagt allir sara-
þykkir. En ekki getum vjer varizt
þeirri skoðun, að Konráð hafi nokkuð
dregið fjöður yfir örðugleikana með
sinni frábæru rökfimi. Hann bætir
sem sje þessu við:
»1 öðru lagi þá er ekki ævinlega ein-
hlítt, að. þekkja (eða vita) vel hug-
myndir, sem teknar eru úr öðru máli,
til. að geta skýrt þær á sína tungu,
hversu fullkomin sem hún kann að
vera; og þá liggur á að muna eptir
þessu: hver hugmynd er partur af hug-
myndaveröldinði (ef jeg má svo að
orði komast), álíka, að sínu leyti, eins
og hvert svið eða svæði á jarðarhnett-
inum er partur af hinni líkamlegu ver-
öldu. Nú eins og litmyndamaðurinn
(pentarinn) er sjálfráður að því, hvar
hann sézt að, og hvaða iitsýni hann
dregur á spjaldið sitt, eins, og öllu
fremur, eru þjóðirnar sjálfráðar að þyí,
iiverja sjónarhóla í hugmyndaveröld-
inni þær kjósa fyrst — það er sama
og jeg segði: hvaða hugmyndum þær
fyrst veita móttöku; því hugmyndirn-
ar eru ekki annað en ýmisleg útsýni
í veröldu hugmyndanna. Sá sem ekki
vill aflaga málið, hann þarf að vita
þetta, hann þarf að geta áttað sig í
hugmyndunum og má ekki verabund-
inn eins og þræll við þær, sem hann
hefir íundið í tungum annarra þjóða«.
þetta frelsi þjóðanna til að velja
úr hugmyndunum, veita þeim móttöku
eða hafna þeim eptir eigin geðþekkni,
er naumast eins mikið eins og Konráð
gerir ráð fyrir. I skáldskapnum á það
sjer vitanlega stað í ríkum mæli. En lítið
er um það í ýmsum greinum vísind-
anna.svosem stærðfræðinni, hugsunar-
fræðinui, eðlisfræðinni, stjörnufræðinni.
I því er hinn æðsti fullkomleiki máls
fólginn, hve auðvelt það á með að
veita nýjum hugmyndum móttöku,
án þess að afskræmast. Og í því efni
stendur íslenzkan ýmsum öðrum
tungum á baki. Með því er ekki sagt,
að hún þurfi að gera það — að hún
hafi ekki í sjer skilyrðin fyrir jafn-
háu*tullkomnunarstigi.
Auðvitað heldur Konráð Gíslason
því afdráttarlaust fram, að henni sje
svo farið. »íslendingar þurfa að kunna
íslenzku; og þá vonar mig að dugi —
þá vonar mig hver og einn sanni, að
klaufadómur þjóðleysingjanna er ekki
sjálfu málmu að kenna«. »Hvernig
ætti naálið okkar að vera óhæfilegt
handa heimspekinni?«. Hún heyrir
til hinni miklu cungna ætt, sem flest-
ar heimspekilegar bækur eru ritaðar
á. Og »það er alkunnugt, hvað hægt
er að búa til ný orð á íslenzku, bæði
samfellinga og allskonar nýgjörvinga«.
Gerum ráð fyrir, að þetta væri al-
veg rjett — íslendingar þyrftu ekki
annað en kunna íslenzku til þess að
hafa alveg sömu not af henni eins og
hver önnur þjóð hefir af sinni tungu. því
verður að minnsta kosti ekki neitað
með rjettu, að til þess þurfum vjer
tiltölulega meiri kunnáttu en flestar
aðrar menntaþjóðir. En svo er þetta
ekki einu sinni alveg rjett. Tunga
vor er enn ekki — var það því síður
á »Fjölnis« dögum — komin svolangt,.
að þekkingin sje einhlít til þess að
hafa henuar full not, þegar út í vís-
indin kemur. Hún þarf enn alveg ó-
venjulega málsnilld, ef vel á að fara,.
miklu meiri snilli en aðrar tungur.
Og það kemur af því, að hún er enn
mjög svo ófullkomið vísindamál.
þá svarar höf. þeim mönnum, sem
»kalla það nokkurs konar harðstjórn,
ellegar, að minnsta kosti, heimsku-
lega vanafestu, að láta ekki málið fara
s nna ferða, og byltast og breyta sjer
eins og það vill; því það sje eðli þess
að vera ekki alla jafna eins«. þá
mótbáru gegn viðleitninni við að halda
málinu sem hreinustu hafa víst allir
heyrt. Hann kannast við það, að
málið eigi að sjálfsögðu að takabreyt-