Ísafold


Ísafold - 25.05.1898, Qupperneq 4

Ísafold - 25.05.1898, Qupperneq 4
@128 Iðnaður Vesturheimsmanna Yfirkonsúll Bandamanna í Frank- furt segir í skýrslu, sem nýlega er út komin, að nú sje sannað, að Banda- menn standi öllum þjóðum framar í ýmsum mikilvægum iðnaðargreinum, einkum þó í járn- og stáliðnaðinum, og jafnframt fái verkmenn vestra miklu hærra kaup og eigi yfirleitt við betri kjör að búa þar heldur en í Norðurálfunni og sjerstaklega heldur en á f>ýzkalandi. Líka telur hann það sajnnað, að sú vinna, sem hátt er borguð hafi í raun og veru reynzt ó- dýrari en hin, sem lágt er launuð. Til dæmis getur hann þess, að amer- ískur verkmaður, sem fái 60 shillings um vikuna, búi til eina skó fyrir 20 pence, en á J>ýzkalandi kosti það verk 45 pence, og þó fái verkmaðurinn ekki nema 16 sh. um vikuna. Afar- mikið er flutt af smíðatólavjelum frá Bandaríkjunum til Norðurálfunnar; annars væru yfirburðir Bandamanna í iðnaðinum enn rlieiri en þeir eru. Merkilegt er það líka, hvern þátt Bandamenn fá í lagning rafmagns- brautar, sem fyrirhuguð er í Lundún- um. Hún verður lögð í jörðu niðri og á að kosta nálægt 55 miljónum króna. Verkfræðingurinn, sem búið hef- ur til uppdráttinn, er frá Bandaríkj- unum og svo að segja allt, sem til fyrirtækÍ8Íns þarf, er þaðan pantað. Enginn stendur Bandamönnum ásporði, þegar um rafmagnslagningar er að ræða, hvorki í Suðuramerfku, Suðurafríku, Astralíu nje Evrópu. Takið eptir! |>eir menn út um land, sem eiga gamalt silfur, er þeir vilja selja, svo sem: BELTI (helzt með myndum), SPENNUR, SAMFELLUHNAPPA, KÚLUHNAPPA, MlLLURog fl„ geta komið því til undirskrifaðs, sem tekur að sjer að selja það fyrir hæsta verð, sem fáaDlegt er fyrfi' gamalt silfur, fyrir mjög lítil ómakslaun. Reykjavík 25. maí 1898. Magnús Hannesson gullsmiðnr. BergBtaðastræti. (rirðingavír. Beztu og ódýrustu girðingar, sem hægt er að fá, er hinn alkunni og heimsfrægi galvaníseraði gaddavír. Einka-útsölu á íslandi hefir Einar Ftnsnon. Ennfremur miklar birgðir af alls- konar vegavinnu- og grjótverkfærum. Menn snúi sjer til hr. jporsteins Tómassonar járnsmiðs í Rvík, sem hef- ir afgreiðsluna á hendi. Einar Einanon. Hvar er bezt 1 e i r t a u ? í verzl. Jóns f>órðarsonar- 15 sortir af b r a u ð i fást í verzlun Jóns Þórðarsonar. FFNDIZT hefir brjóstnál. Ritst. vís- :o KÍ | 60 g. •s gs s 51 s1 _ 74 S o Í! - Ss i- í>3 -O rtf I ^ .= 8? í, fl —c Oj • ° ð * 3 o QJ ö o* = s 8 s s .2 ■ •T* bo 53 I I I I GÓ c ^3 l> t oi > Co Ct) tX-i s s |o ö —N '|d I I I J X t>- CO ‘° :o SP O o CO C/5 'O 33 °0 < cn 0^5 i co cn :o § ? «3 S I ^ •’§ ÍS I ^ ?5 Einkasölu á smjörliki þessu frá Aug. Pellerin fils & Co. í Kristianiu hefir sunn- anlands kaupmaður Johannes Hansen, Rvik. Merki þau, sem við notum við verzl- anir okkar, sem hafa merkið »PT« annarsvegar, og þá tölu, sem þau gilda fyrir í aurum, hins vegar, eru að eins irmleyst með vitlendum vörum, með okkar almenna útsöluverði. J>etta leyfum við okkur að gjöra almenningi kunnugt með auglýsingu þessari, svo enginn þurfi að vera í vafajum, hvort gildi merki þessi hafa. Jafnframt skal þess getið, að þau merki okkar, sem ekki eru merkt »97«, gildá aðeins til 1. janúar 1899, en eptir þann dag hafa þau ekkert gildi. Bíldudal í desember 1897. P. J. Thorsteinsson & Co. Ullarverksmiðjan Álafoss, vinnur ull fyrir menn fljótt og vel. I Reykjavik er afgreiðsla hjá Jóni kaupmanni Þórðarsyni. Ullarsendingar til verksmiðj- unnar með strandskipunum merkist skýrt: Verksmiðjan Alafoss pr. Reykjavík, auk nafns eiganda. Að kemba 1 pd. kostar 0,30 i in rð — spinna 1 pd.------0,20 ' Tekin innskript, ull, smjör, o. fl. Frekari upplýsingar gefur Halldór Jónsson. Alafossi. ar á. TAPAZT hefir frá Skildinganesi rauð hryssa (mark: biti fr. h. að mig minn- ír), nudduð á hálsi og yfir þvera lend, stór og vökur. Hver sem hitta kynni geri svo vel að skila henni tilErlends Guðmundssonar í SkildÍDganesi. Nöliibúð míu Hafnarstræti 8. var opnuð á mánudaginn 23. þ. m. og selt það sem afgangs hefir orðið frá uppboðinu fyrir innkaupsyerð Rv. 24. maí 1898. Holger Clausen Sundkennsla. Bæjarstjórnin útvegar ókeypis sund- kennslu í 3 vikur fyrir 20 hrausta og nokkuð stálpaða drengi, sem gengið hafaí barnaskólann í vetur. |>eir, sem þetta boð vlja nota, finni skólastjóra M. Hansen, í barnaskólahúsinu, sem fljótast, og mun hann koma þeim á framfæri. Kennsluua verður að nota stöðugt og dyggilega, meðan hún stend- ur yfir. Hún getur byrjað á föstud., 27. þ. máh. Sundpróf fer fram á eptir. Reykjavík 24. maí 1898. Skólanefndin. Uppboð verður haldið föstudag 27. þ. mán. í Aðalstræti 9 á munum og áhöldum Baðlmssíjelagsius: baðofni, baðkerum, s o g d æ 1 u, 3 steypi- baðsáhöldum, gufubaösútbúnaði, stól- um, þurkum, o. fl. NÝTT NAUTAKJÖT, hangikjöt, saltkjöt og nýtt smjör fæst daglega keypt hjá Jóni Magnússyni kaupmanni á Laugaveg 19. í dag og á morgun selur undirskrifaður ágæt kol við nýju bryggjuna. Eyþór Felixson. HÚS með tilheyrandi lóð við Lauga- veg er ti.l sölu. Menn semji við cand. juris Hannes Thorsteinsson. Otto Mönsteds smjörlíki ráðleggjum vjer öllum að nota, sem er hið bezta og ljúffengasta smjörlíki sem mögulegt er að búa til. Biðjið því ætíð um Otto Mönsteds smjörlíki; fæst hjá kaupmönnunum. Uppboðsauglýsing. Mánudagana hinn 13. 27. júníog 11. jiilí þ. á. kl. 6 eptir hádegi verður að undangengnu fjárnámi eptir kröfu frá Landsbankanum við opinbert uppboð seid húseign Pjeturs verzlunarmanns Thomsens í Keflavík til lúkningar skuld, að upphæð kr. 919, með óborg- uðum vöxtum frá 1. okt. f. ár. Hús- eignin hefir verið virt á 3000 krónur. Söluskilmálar verða til sýnis daginn fyrir hið 1. uppboð. Skrifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu hinn 23. maí 1898 Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. brjef. 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á þá, sem til skuldar . telja í dánar-og fjelagsbúi (igmundur Sigurðssonar og eptirlifandi ekkju hans Helgu Arin- bjarnardóttur í Tjarnarkoti í Njarðvík- urhreppi, að tilkynna þær og sanna fyrir undirrituðum skiptaráðanda inn- an 6 mánaða frá síðustu birtingu aug- lýsingar þessarar. Skrifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu hmn 23. maí 1898 Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Að undangenginni fjárnámsgjörð verður eptir kröfu Landsbankans þriðju- dagana hinn 14. og 28. júní og 12. júlí kl. 1 e. hádegi við opinber uppboð seldur 1 Kluti úr Stóruvogum (Garð- hús) með tilheyraudi hjáleigum til lúkn- ingar veðskuld að upphæð kr. 760 með ógreiddum vöxturp og dráttarvöxtum frá 11. júní 1896. Hin tvö fyrstu uppboðin fara fram hjer á skrifstofunni, en hið þriðja- á eigninni. Söluskilmálar verða til sýn- ís daginn fyrir hið 1. uppboð. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu hinn 23. maí 1898. Franz Siemsen Apturköllun Samkvæmt ósk hlutaðeiganda apt- urkallast hjer með proclama það, sem jeg hinn 28. f. m. gaf út í búi Guð- rnundar Jónssonar á Brekku í Vogum, og er því búið fengið honum aptur í hendur. Skiptaráðandinn í Kjósar-og Gullbringu- sýslu h- 21. maí 1898. Franz Siemsen. Styrktarsjóéur W. Fischers- |>eir sem vilja sækja um styrk úr þessum sjóði, geta fengið sjer afhent eyðublöð í verzlun W.Fischers í Reykja- vík og Keflavík. Styrkurinn er ætlað- ur ekkjum og börnum, er misst hafa forsjármenn sína í sjóiun, og ungum Islendingum, er hafa í tvö ár verið í förum á verzlunar- eða fiskiskipum, sýnt iðni og reglusemi, og eru verð- ir þess, að þeim sje kennd sjómanna- fræði og þurfa styrk til þess. I. m ekkjur er það haft í skilyrði fyrir styrkveitingu, að þær hafi verið bú- settar 2 síðustu í Rvík eða Gullbringu- sýslu, og um sjómenn og börn, að vera fæddir og að nokkru leyti uppaldir þar. Bónarbrjef þurfa að vera komin til stjórnenda sjóðsins (landshöfðingja og forstöðumanns Fischers verzlunar í Reykjavík) yrir 16. júlí þ. á. feir sem þurfa að fá sjer f ö t og fataefni getað sparað 25/» við að, kaupa þessk. í verzlun JonS jþorðar- sonar. Komið og skoðið; þá munuð þið sannfærast um, að þetta erekk- ert skrum. Allsk. kryddvörur fástíverzl. Jóns Þórðarsonar. Alle dem der skylder Penge til af- döde Capt. N. T. Nilsen fra Mandal bedes godhedsfuldt indbetale deres Gæld til Hr. Kjöbmand Asgeir Sigurðs- son i Rvik, der har Fuldmagt til at modtage og kvittere for de Belöb, der maatte indkomme. Det bemærkes, at hvad som ikke rnaatte være betalt til 15de Juli d. A. vi! blive indfordret ved lovlig Retspleie, da Dödsboet skal opgört s i Sommer. 0. Th. Simonsen. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 innkallast bjer með allir þeir er til skulda eiga að telja í dánarbúi dbrm. Gísla sál. Bjarnasonar frá Ármúla, til þess að lýsa kröfum sínum fyrir und- ir8krifuðum einkaerfingja hans, að viðlagðri fyrning, innan sex mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þess- arar. Ármúla 7. maí 1898. Bjarni Gfíslason. Proclama. þar sem Árni Þórðarsson frá Haust- húsum í Rosmhvalaneshreppi hefir framselt bú sitt til opinberrar skipta- meðferðar sem gjaldþrota, er hjermeð eptir lögum 13. apríl 1894 sbr. op. br. 4. jau. 1861 sjtorað á alla þá, sem til skuldar telja í tjeðu þrotabúi, að til- kynna og sanna þær fyrir undirrituð- um skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtÍDgu auglýsingar þessarar. Sýslumaðurinn í Kjósar-og Gullbringu- sýslu 17. maí 1898. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla þá, sem til skuldar telja í dánar- búi Jóns Pálssonar frá Lónshiisum í Rosmhvalaneshreppi, að tilkynna og sanna þær fyrir undirrituðum skipta- ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Sýslumaðurinn í Kjósar- og Gullbringu- sýslu 17. maí 1898 > Franz Siemsen. f>eir, sem sækja um að njóta kennslu í Flensborgarskólanum á kom- andi vetri, hvort heldur er { gagn- fræðaskólanum eða kennara- deild, eru beðnir að senda umsókn- arbrjef sín svo tímanlega, að þau sjeu komin til skólastjórnarinnar fyrir lok ágústmánaðar. þeir, sem sækja um heimavist, verða að hafa með sjer rúmföt. Allur kostn- aður fyrir hvern heimasvein er um 100 kr. í 6 mánuði. Hver sem v*k getur lagt á borð með sjer kindur, kjöt, vel verkað smjör eða harðfisk. Sæki fleiri um heimavist en rúm er fyrir í skólahúsinu, verður þeim ut- vegað hentugt húsnæði, þar sem þeir geta búið á líkan hátt og heimasvein- ar. — Jóhannes Sigýússon kennari veitir umsóknum viðtöku og svarar fyrir- spurnum í fjarvist minni. Flensborg 14. maf 1898. Jón f>órarinsson Utgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson. Meðritstjóri: Elnar Hjörleifason, Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.