Ísafold - 11.06.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.06.1898, Blaðsíða 2
146 tunnur á skipsfjöl, flutt til Danmerkur og svo seld þaðan til Hollands og Belg- íu. Með því að byrjunin tókst svona vel, var útgerðin aukin, 5 skútur alls gerðar út til Jslands árið 1892. Enginn vaíi er á því, að kolaveiðar Dana við laland hefðu nú á skömm- um tíma elfst til mikilla muna, ef þeir hefðu fengið að vera nokkurn veginn einir um hituna. Fin einmitt um- þetta leyti fóru Englendingar að reka fiskiveiðar við ísland af miklu kappi, og afleiðingm af því var sú, að ógrynni afíslenzkum kola voru flutt til Englands og ofl'yhu markaðinn þar. |>að sem ekki seldist í Englandi var flutt til Hollands og Belgíu, og verðið lækkaði svo í þessurn löndum, að verzl- un Dana með íslenzka kolann varð þar fyrir mjög miklum halla. Eftir að samkepnin var orðin svona áköf, lá það í augum uppi, að ættu Danir að hafa nokkurn hag af fiski- veiðum við Íslaud, urðu þeir að kosta kappsum að koma veiðinni nýrri frá ís- landi á enska markaðinn, og þess vegna komst á samningur fyrir árslok 1892 milli nokkurra skútuútgerðarmanna og botnvörpuveiðafélagsins »Dan« um að stunda veiðar við Jsland í fé- lagi. Skyldi »Dan« leggja til flutninga- gufuskip til þess að flytja fiskinn freð- inn á markað í Hull, og kostnaði og útgjöldum skift milli útgerðarmanna allra í hlutfalli víð veiði þeirra. Féiagið »Dan« hafði síðan 1890 stund- að veiðar í Norðursjónum með tveim- ur gufuskipum, »Dania« og »Hafnia«, en ágóðinn hafði verið lélegur, svo að álitlegt þótti að flytja sig til Islands. Var búist við góðum ábata, bæði vegna þess, hve mikið þar er af fiski, og svo fyrir það, að Danir stóðu þar betur að vígi en aðrir, Englendingar sérstak- Iega, þar sem þeim var heimílt að stunda veiðar innan landhelgi. En höfuðstóll fólagsins var ekki svo mikill að það hefði efni á að kaupa flutningaskipið, sem til þess þurfti. J>að hafði verið amíðað á Englandi og átti að kosta um 120,000 kr. Félag- ið sneri sér því til stjórnarinnar og bað um 70,000 kr. lán. Stjórnin og ríkisþingið tóku beiðninni vel og veittu lánið með 3% ársleigu og 8000 kr. af- borgun á ári. jpegar árið 1893 var nýja skipið, »Cimbria« fullgert. þ>að var fyrsta flokks flutningaskip, 150 smálestir, hafði um 11 til 12 mílna hraða og lestarrúm mikið til að flytja fiskinn. 1 júnímán. hélt það til Islands. Ekki var ástæða til annars en að búast við góðum árangri. En svo rak hvert ó- happið annað. Fiskur var yfirleitt með minna móti við Island þetta ár, og einmitt um það leyti, sem gufu- skipið kom þangað, var sérstakur fiski- ley8Ístími. Formennirnir voru ókunn- ugir á Islandi, héldu nú skipum sín- um af einum firðinum á annan og alt af gekk þeim jafnilla. Og að lokum strandaði »Hafnia« á skeri í Reyðar- firði, fór þar í spón; en hin tvö gufu- skipín, »Cimbria« og »Dania«, héldu til Englands, aflalaus. Skúturnar voru kyrrar við Island og söltuðu veiðina eins og árin áður, en fengu lélegt verð fyrir hana. Fyrir óhöpp þessi varð árið 1893 ó- heillaár fyrir fiskiveiðar Dana við Is- land. Félagið »Dan« beið 13,000 kr. tjón við strand »Hafníu«, og af fiski- veiðunum sjálfum varð hallinn 1885 kr. á »Daníu« og 5918 kr. á »Cimbríu«. Skúturnar köfðu svo lítinn ágóða af veiðinni, bæði fyrir samkepnina og fyrir það, hve illa gekk að koma fisk- inum nýjum á markað, að löngunin til að fást við fiskiveiðar við Island rénaði til mikilla muna. Arið eftir, 1894, var »Cimbria« ein send til Islands til heilagfiskiveiðar og svo ein skúta. Arangurinn var mjög lélegur, og yfileitt lá það í aug- um uppi, að allri útgerð frá Danmörku til fiskiveiða við lsland, mundi innan skamms verða hætt. Að hinu leytinu var þeim það ljóst, er stóðu fyrir þessum fyrirtækjum, að það~væri ekki óhöppin ein, sem vald- ið hefðu tjóni tvö árin undanfarin, heldur væri fleiru um að kenna, sem mönnum var ekki fullkunnugt um. |>ess vegna sótti ég um bráðabirgða- lausn úr þjónustu sjóliðsstjórnarinnar sumarið 1894 og steig á skipsfjöl í Cimbríu í Hull, í því skyni að kynna mér ástandið. Kg dvaldi á skipinu nokkurn tíma við strendur Islands, meðan það var að veiðum, og eins á landi í ýmsum fjörðum og í Reykja- vík, og þá varð mér það ljóst, að það var alveg rétt stefna, sem tekin hafði verið, og líkleg til góðs árangurs, að flytja fiskinn nýjan til markaða með sérstökum flutuingaskipum. En jafn- fratnt var óhjákvæmilegt að búa að ýmsu leyti í haginn fyrir þessar| fiski- veiðar. I fyrsta lagi (;varð að leita öflugri ráða en áður til þess að girða fyrir samkepni við útlendinga með því að reisa skorður við hinni miklu veiði þeirra í landhelgi. Til þess að fá því framgengt varð að endurbæta löggæzl- una með/stróndum fram til muna, með því að senda þangað eitt eða fleiri hrað- skreið herskip. Svo varð og að færa niður ýmsa meiri háttar útgjaldaliði, einkum ábyrgðargjald skipa, sein stunda fiskiveiðar við ísland. Keppinautar vorir, Englendingar, borga að meðal- tali 2 til 3%, en fyrir ábyrgð á dönsk- um skipum varð að greiða 8h(0; á- byrgðargjald »Cimbríu« einnar nam 10,000 kr. eða þar um bil. Annað- hvort urðu menn því að vátryggja skipin hjá einhverju útlendu félagi, sem báuð góð kjör, eða ríkið varð að veita styrk til ábyrgðar gufuskipa, eins og það hafði um mörg ár styrkt þilskipa- ábyrgðina. Til þess að fá góða skip- stjóra, varð að gera dönskum fiski- mönnum, sem tekið höfðu enskt fiski- mannapróf og lært á enskum fiskiskip- um, auðveldara að komast að skip- stjórn á dönskum skipum. Til þess að sjá um söluna á ensku mörkuðun- um þurfti að setja vel færan, danskan umboðsmann ; á þann hátt höfðu ýms önnur lönd farið að. Og loks þurfti að útvega nóg af skipum til þess að taka þátt í fiskiveiðunum, því að alt fyrirtækið þurfti að vera nokkuð víð- tækt, ef það átti að geta borgað sig, og til þess að draga úr útgjölduuum, sem voru töluverð, þurfti að koma upp ísgeymslu á Islandi. Fyrir alúðarfylgi stjórnar og ríkis- þings og stuðning þann, er stjórn fiski- veiðafélagsins »Dan« veitti málinu, fekst öllum þessum ráðstöfunum fram- gengt. Arið 1895 sendi stjórnin varð- skipið »Hejmdal«, eitt af nýjustu varð skipum hennar, til Islands; til bráða- birgða veitti hún styrk til ábyrgðar á fiskiveiðagufuskipum, en sameinaði hana síðar ábyrgðinni á öðrum fiski- skipum, sem stendur undir stjórn fiski- veiðafélagsins danska og nýtur styrks af ríkinu. Hún skipaði umsjónarmann á Englandi og leyfði að veita prófs- vottorð öllum dönskum fiskimönnum, sem enskt vottorð höfðu. J>á var það eitt eftir, að fá nægan skipafjölda til að reka veiðarnar. Vantraustið á þessum veiðum var svo mikið í Danmörku, að ekki virtist '0 ’ vinnandi vegur að vekja áhuga á þeim. »Dan« gerði því samning við enskc fé- lag, sem átti að stunda veiði utan landhelgi með þremur gufuskipum. »Dan« átti að gera út »Daníu« og leigja annað gufuskip í viðbót, og auk þess var það sér í útvegum um barkskip, sem lagt var við akkeri á Onundarfirði til ísgeymslu. »Cimbria« og annað gufuskip enskti áttu í viku hverri að koma veiðinni á en3ka markaðinn. f>essi fyrirætlun komst í framkvæmd 1895. Að eins ein seglskúta fór til Is lands það ár, og átti fiskiútflutninga- félag Vendils hana. fað félag hafði fengið ríkis8tyrk til þessa fyrirtækis, og þar sýndi það sig, hve mikið gagn get- ur verið að aðstoð ríkisins, þegar rétt er með hana farið; því að hefði ekki þessi skúta baldið veiðunurn áfram, hefði að líkindum verið algerlega hætt við þær á seglskipum. Arið 1895 áttu sér stað töluverðar framfarir. I stað tjónsins, sem verið hafði árin áður, varð nú 2961 kr. hag- ur á »Cimbríu« og 5010 kr. hagur á »Daníu«. Agóðinn af seglskips-útgerð- inni varð 6,300 kr., sem útgerðarmað- urinn hefir í skýrslu sinni tjáð sig á nægðan með. Sagt er, að þessi góði árangur sé einkum að þakka eftirliti »Hejmdals« með fiskiveiðum útlendinga og svo vikulega sambandinu við enska markaðinn. Af því að svona vel bafði nú gengið 1895, voru 6 skútur gerðar út árið eftir til fiskiveiða viðjlsIaDd : »Prins Valdé- mar«, »Prinsesse Marie«, »Nordvest« og • Emilie Franziska«, öll frá Frederiks- havn, »Maagen« frá Hol'oæk og »Kristine« frá Esbjerg. Barkskipið •Roraai sendi »Dan« til ísgeymslu og auk þess »Cimbríu«, »Daníu« og leigu- gufuskip til fiskiveiða. Félag eitt í Esbjerg gerði og út gufuskipið »Mel- pomene«. Otgerðin hafði þannig rétt við aftur, en nú henti »Dan« það ó- happ, að Englendingar neituðuað senda veiði sína með »Cimbríu«, af því að þeim leiðst ekki lengur að vera að veiðum í landhelgi. Fyrir útgerðina í heild sinni var þetta ekki mikill bagi, því að nú voru svo mörg dönsk skip farin að stunda veiðina, en fyrir »Dan« var þetta tjón, því að ísgeymslan varð nú óþörf. Félagið varð að 'selja bark- skipið, og tapaði auðvitað á því. En danski flotinn rak veiðina öfluglega og ágóðinn fór mjög vaxandi. A »Cimbríu« varð hann 8422 kr., á »Daníu« 1490 kr., en á seglskipunum frá 12 til 15/ af kaupverðinu. Síðastliðið ár voru jafnmargar segl- skútur og gufuskip frá Danmörk að fiskiveiðum við Island eins og árið áð- ur, og jafnvel þótt ekki hafi verið nema eitt flutningaskip á ferðinni, »Cimbria«, og sambandið því hálfsmánaðarlegt að eins við enska markaðinn, þá hefir á góðinn af seglskipunum orðið tnjög vel viðunanlegur. Af gufuskipunum hefir ágóðinn orðið nokkru minni en árið áður, sem eink- um er því að kenna, að flutningaskipið var ekki netna eitt, því að gufuskip, sem ekki hafa útbúning til að geyma veiðina, þurfa að geta komið henni frá sér í hverri viku, ef hún á að koma óskemd til markaðar. A »Dauíu« varð því dálítið tjón við ísland 1897, 1680 kr., en hún vann það vel upp við fiski- veiðar annarsstaðar og hafði við árslok allmikinn ágóða. »Cimbria« fékk 5°/o eða 6070 kr. í ágóða við ísland, og hinn hluta ársins var henni lagt upp. Ein seglskútan, »Emilie Franziska«, bilaðist til muna 1897, rak sig á sker í Lónfirði, var flutt þaðan til Seyðis- fjarðar, höfð þar um veturinn, og svo var henni komið heim til sín. Síðastliðið ár hefir veiðin mikið verið stunduð í fjörðum og flóum austan- lands. Arin áður höfðust menn ein- göngu við fyrir norðvesturlandinu. En í júlí og ágúst fer fiskurinn út úr fjörð- unum þar, og þess vegna hafa menn nú reynt ýmsa firði frá Seyðisfirði og norður eftir. En mælingar voru ó- fullkomnar og menn ókunnugir botnin- um, og af því stöfuðu miklir örðugleik- ar og tímaeyðsla. Eftir lok veiðitím- ans komu því áskoranir til stjórnar- innar um að bæta úr þessu, og afleið- ingin varð sú, að í fjárlögunum 1898- -—99 var veitt fé til mælinga og veiði- rannsókna við Island, og er svo ráð fyrír gert, að á þeirn verði byrjað sumarið 1898. A þessu ári verða víst gerðar út til Islands töluvert fleiri skútur en áður, og öll líkindi til, að tvö flutuingagufu- skip verði á ferðinni, svo að til enska markaðarins náist í viku.hverri. Seglskipin, sem eru við íslandávorin og sumrin, stunda ostruveiðar fyrir ströndum Hollands og Englahds á vetrum. Höf. leggur að lyktum mjög mikla áherzlu á þýðingu þá, er það hafi fyrir Dani, að leggja rækt við fiskiveiðarnar við Island. Dr. Valt. Guðmundsson Og rangar þýðingar. Mucli ado about uothing. það hefir verið svo frá því fyrsta, er Stjórnartíðiudin fóru að koma út, að ritarinn við landshöfðingjaembættið hef- ir haft á hendi ritstjórn B-deildar þeirra, og því jafnan þýtt eða þýða látið þau ráðgjafabróf, er þar hafa veriðj birt. Eg verð því að taka til mín ávítur herra dr. phil. Valtýs Guð- mundssonar í tölublaði Jsafoldar, því er út kom í gær, út af rangri þýðiug á ráðgjafabréfi frá 29. maí 1897, sem prentað/er í Stjórnartíðindunum 1897,. B. bls. 119—125. En af því ég þyk- ist ekki eiga að öllu skildar ávítur dr. Valtýs Guðmundssonar, leyfi ég mér að beiðast upptöku á eptirrituðum at- hugasemdum í heiðrað blað yðar, herra ritstjóri. Eftir því sem kent var við báskól- ann í Kaupmannahöfn síðast, er ég vissi til, fer meðferð mála í ríkisráð- inu þannig fram. Mál þau, hvort lög: eru eða önnuKmál, er koma eiga til umræðu í ríkisráðinu, eru borin þar upp af ráðgjafa þeim, er málefnið heyr ir undir verksvið hans. Ráðgjafi þessi skýrir frá skoðun sinni um málið og. leggur til um það, gefur atkvæði sitt (votum). Ef hinir ráðgjafarnir hafa ekkert sérlegt að athuga við tillögur þess, er málið flytur, eigi óska frek- ari skýringa, eða konungur eigi óskar að heyra álit hinna ráðgjafanna um málið, situr við atkvæði tillögumanns- eins, og hinir ráðgjafarnir leggja ekk- ert til málsins; og það er það venju- lega. Síðan leggur konungur rirskurð sinn á málið. J>ótt hinir ráðgjafarnir þannig oftast nær eigi leggi neitt til þess mál8, er einn þeirra hefir fram að flytja, þá er seta þeirra í ríkisráð- inu eigi þýðingarlaus fyrir því, því að svo er litið á, að et' þeir eru eigi sam- þykkir tillögum þeim, er koma frá einum þeirra í ríkisráðinu, þá séu þeir skyldir til að hefja mótmæli; sé því þögn þeirra samþykki, epda skuli þeir jafnt ábyrgjast ráðstöfun þá, er um en að ræða, og sá, er málið ber upp. þ>essa meðferð mála hafði ég í huga, er ég þýddi málsgrein þá, er dr. V. G_ tilnefnir. f>að er aðallega orðið »For- handling«, sem hann telur rangt þýtt. * Að þýða það með orðinu »meðferð«, eins og dr. V. G. gerir, datt mér að vísu í hug, en hætti þó við það, af því að orðið »meðferð« svarar alls eigi til »Forhandling« heldur »Be- handling«. Eg tók því það ráð, að byggja á því sem mér hafði verið kent um ríkisráðið, og segja með eigin orð- um hugsun þá, er ég hélt að lægi í hinu umþrætta orði. J>að virðist vera orðið »atkvæði«, er sérstaklega hefir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.