Ísafold - 11.06.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.06.1898, Blaðsíða 3
147 hneykslað dr. V. G., af því að hann hefir skilíð það svo seœ það þýddi at- kvæðagreiðsla (Stemrnegivning). Kn þetta er helber misskilningur bæði hjá ritstjóra »Dagskrár«, og dr. V. G. Hefði staðið »atkvæði í ríkisráðinu«, þá hefði skilningur þeirra legið nærri; en þegar sagt er að eitthvað sé lagt und- ir atkvæði ríkisráðsins, þá er ekkert annað þar’með sagt en að málið sé borið undir ríkisráðið til þeirrar með- ferðar, er þar er höfð á málum, eða með öðrum orðum borið upp í ríkis- ráðinu (og af því) fyrir konungi tii úr- slita. Kg neita því að skilningur rit- stjóra »Dagskrár« og dr. V. G. á orð- unum: »lagt undir atkvæði ríkisráðsins« geti á nokkurn hátt til sanns vegar færst, og væri um aðra menn að ræða, teldi óg það bera vott um lítinn skarp- leik og mikla vankunnáttu í íslenzkri tungu, að telja orðin: »lögð undir at- kvæði ríkisráðsins« sönnun um það.að atkvæðagreiðsla fari fram í .ríkisráðinu. Kg vil ráðleggja dr. V. G., að fletta upp orðinu »atkvæði« í íslenzkum orða- bókum og norskum, og mun hanu þá komast að raun um, að orðið »atkv.« getur þýtt annað en danska orðið: »Stemme«, og einmitt fólgið í sér rnsrk- ing þá, er ég vil í það leggja. Dr. V. G. segir, að slept só úr orðinu »því næst« og bætt við orðinu »eftirleiðis«. það er satt, að orðið »dernæst« er eigi lagt vit, enda virðist það óþarft eftir eðli íslenzkrar tungu, og hefði að minsta kosti heldur átt að þýða það með »enn« eða «ennfremur«, en »því næst«. það er og satt, að ekkert orð er í danska textanum, er svari til orðs- ins »eftirleiðis« í þýðingunni, en af því orðalagið á þýðingunni er mjög frá- brugðið dönskunni, var rétt að bæta við orðinu »eptirleiðis«. Mér getur, því er það, eigi skilist, að neinn munur sé á hugsuninni á því, hvort sagt væri t. d. í lögum: »íslenzk mál skulu und- anþegin dómsvaldi hæstaréttar«, eða íslenzk mál skulu igi eftirleiðis lögð undir dóm hæstaréttar. Knn segir dr. Y. G., að upphaf hinnar margumræddu málsgreinar sé óvandvirknislega þýtt, þar sem orðið »það« komi í stað »hér« og orðinu »yderligere« só slept í þýð ingunni. Síðara orðið vill hann þýða með orðskrípinu »ýtarlegri«. Kg verð að játa það, að orðið hér hefir fallið burtu, líklega við prentumna, þótt óg geti eigi nú sannað það, því ég hefi ó- nýtt handritið, en orðið »það« er alls eigi komið í stað hins. »Yderligere Begrundelse« hefi ég þýtt með orðinu »rök«. Af því að engin eiginleg rök- semdaleiðsla var gengin á undan, skildi ég orðið »yderligere« svo, að það ætti að þýðast með frumstigi í íslenzku, og að hugsunin væri hér um bil þessi: það þarf eigi að færa hér fram miklar ástæður o. s. frv., og leit ég svo á og lít svo á enn, sem orðið »rök« inni- bindi í sér eins mikið og staðið hefði »miklar ástæður« eða eittbvað þvílíkt. Dr. V. G. verður að játa, að hér só þó ekki um mikilvægt atriði að ræða, en segir að það gæti staðið svo á, að á miklu riði, að þýðingin væri nákvæm. Athugasemd þessi er alveg rétt, en miður góðgjörn. það sé annars fjarri mér að halda því fram, að þýðingar á ráðgjafabréf- um þeim, er birt hafa verið í B-deild Stjórnartíðindanna, sé alstaðar nákvæm- ar. f>að má eflaust finna villur í þeim, bæði í þýðingum þeirra ráðgjafabréfa, er birt hafa verið þar þau tvö ár, er óg hef haft ritstjórn B-deildartíðind- anna á hendi, sem og í þýðingum þeim, er birtar hafa verið í Stjórnar- tíðindunum áður. Kg held að ég megi fullyrða, að svo hefði farið, þótt dr. Y. G. hefði sjálfur haft ritstjórn þá á hendi, enda munu flestir verða að játa, sem við þýðingar hafa fengist á íslenzka tungu eða úr íslenzku, að þýð- ingarnar séu stundun ærið örðugar. Ur því að ég hefi á annað borð farið að hreyfa við grein dr. V. G. í framannefndu tölublaði »Isafoldar«, get ég eigi bundist þess, að minnast á þýðinguna á orðinu »iðnaðarmaður« í fjárlögunum. Orðið »iðnaðarmaður« eða »iðnarmaður« er í öllum íslenzkum- döuskum eða norskum oröabókum þýtt með orðinu »Haandværker«, enda hefir íslenzka orðið iðnaðarmaður venjulega í daglegu tali sömu merking sem danska orðið »Haandværker«, og í fjárlögunum getur það vel þýtt hið sama. Að vísu skal því eigi neitað, að vel megi vera, að alþingi hafi viljað leggja yfirgrips- meiri merking í orð þetta; en það er þó engan veginn víst. Annars skal ég eigi fara frekara útí það atriði. þeir sem þar eru til andsvara, eru sjálfir menn til að svara fyrir sig, ef þeim þykir það þess vert. Með því að ég þykist hafa sýnt fram á það, að aðfinslur dr. V. G. eru á engum rökum bygar nema að því leyti sem orðið »hér« hefir fallið burtu, og það játar hann sjálfur, að só fremur lítilsvert, virðist fremur lítil ástæða fyrir hann að hrópa, að föður- landið sé í voða út af þessu. K.g hefi leitað atkvæðis herra rekt- ors dr. phil. Bjarnar M. Olsens um það, sem okkur dr. V. G. ber einkum á milli, og get ég látið mér það vel lynda. 9. júní 1898. Virðingarfylst Jón Magnússon. Orðið »atkvœði« þiðir oft í fornmálinu hjer um bil sama og úrskurður eða álit og í likri þiðingu hef jeg lika heirt það í daglegu máli nú. 1 Njálu (útg. 1875, k. líiD8 stendur: »þá eggjuðu margir, at fara skyidi til Fljótshlíðar ok taka upp bú þeirra allra, er at þessum verkum höfðu verið, enn þó var þvi vikit til atkvœða (= úr- skurðar eða álita) Marðar. Hann kvað þat vera hit mesta úráð«. Sbr. Fms. VI. 1 í>2: »er þat mitt ráð, at vór bíðim bændrn ir atkvœða (— úrslcurðar, álits) Magnúss konnngs um álögur ok pyndingar Haralds konungs«. I þingmáli voru hefur orðið atkvœði nú fengið sömu þiðing ok danska orðið fstemme«. Ef hjer, í þiðingu ráðgjafa- brjefsins, hefði staðið: »lögð (eða: borin) undir atkvæði í rikisráðinn« þá hefði legið næst að skilja orðið »atkvæði« í þessari merkingu. Enn hjer stendur: »lögð undir atkvæði ríkisráð.víns (o: ríkisráðsins í heild sinni), og finst mjer því eðlilegast að skilja orðið á sauia hátt og í Njálu og Forn- mannasögum á þeim stöðum, er áður vóru greindar, og þarf að minsta kosti ekki að felast i þessum orðum nein vishending um, á hvern hátt málum er ráðið t;l likta i rikisráðinu, einkum þar eð þau eru lika skirð með viðbótinni: »eða borin upp i þvi« — sem auðsjáanlega á að þíða hið samu. lleikjavik 10. júní 1898. Björn M Olsen. Farsóttir í Beykjavík í maímán. 1898. Tauga- veiki 3. Heimakoma 2. Bráð liðagigt 6. Hálsbólga 19. LungDakvef 7. Lungnabólga 6 (Pn, cr. 5; Pn. cat. 1.) Garnakvef 6. Lungnatæring 4. Holds- veiki 1. Samtals 54. G. B. Tvede lyfsali ðáinn. Emil Hans Uhristian Tvede, iyfsali hér í bænum, andaðist úr taugaveiki 8. þ. mán. að kveldi, 34 ára gamall. Hann keypti lyfjabúðina hér af N. S. Kriiger 1891 og fluttist þá hingað til bæjarins. Danskur var hann í báðar ættir; afa-bróðir hans var Morten Hansen Tvede, sem sýslumaður var í Suðurmúlasý8lu 1817—1836 og þar á eftir land- og bæjarfógeti í Beykjavík nokkur ár. Hann var ljiifmenni og prúðmenni hið mesta, og einkar-vel látinn maður, Jarðarför hans verður frestað, þangað til ættingjarnir skipa fyrir um hana. Prestsvígsla. Cand. theol. Sigurður P. Siverts-n hefir verið settur piestur að Utskálum árlangt, í stað nábúaprestanna tveggja, sem þar hafa þjónað síðan í fyrra sumar, og verður vígður af herra bisk- upinum á morgun. Veðurathuganir í Reykjavik eftir landlækni l)r J. Jónas- sen. c- Hiti (á Cftlsius) Loftvog (millimot.) Veðurátt. á nótt um lni ánl. SÍð'l. á.d. siðd. 4. + 5 +1- 762 0 1 762,0 N h h 'v li h .") + 5 + 12 759,7 759.5 v li 1> O 1) (i. + 5 + 12 759.5 754 4 X h h N li h 7. + 8 -7 12 (54.4 751.4 Sa li d 8 1, d 8 f + 13 .59.5 7i.2,0 Sa h h A h d 9 + 8 |-f 12 . 62 0 764,5io b O 1) 10. + 8 +12 767.1 767.1 a h d O 1) 11 Undanfarna vikn hezta veður og hlýindi með miklum regnskúrum með köflnm. Hvað segir Dagskrá nú? Anægja er oss auðvitað að því, að láta Isafold flytja hina ljósu og stilli legu greiu frá landritaranum, hr. Jóni Magnússyni, sem prentuð er hér í blaðinu. Vér göngum að því vísu, að aðrir verði oss samdóma um, að hann hafi varið mál sitt á þann hátt, að hann megi vel við una að því var hreyft. Fyrir þá lesendur Isafoldar, sem ant er um að skilja til fulls stjórn- málaumræður blaðanna síðan í fyrra vor, er þessi stutta deiia þeirra V. G. og J. M. allfróðleg — deila, sem nú er vonandi vinsamlega til lykta leidd. »Dagskrá« hafði haldið því fram, að bréf Jslandsráðgjafans til landshöfðingja 29. maí f. á. -sannaði, að »Corpus juris« hafði farið með vitleysu, þar sem hann hélt því fram, að eugin atkvæða- greiðsla færi fram í ríkisráðinu. þetta ráðgjafabréf Atti að sanna þá atkvæða- greiðslu svo skýlaust, að blaðið neitaði að taka nokkurt mark á því, þó að fyrverandi og núverandi ráðgjafar kon- ungs tækju í strenginn með »Corpus juri8«. Grein dr. V. G. saunaði ómótmæl- anlega, að til þessarar þrákelkni »Dag- skrár« væri ekki minsta átylla í ráð- gjafabréfinu, eins og það ér orðað í frummálinu. Grein landritarans sannar, að sú átylla er ekki lieldur til í íslenzku þýð- ingunni. þeir lesendur »Dagskrár«,—ef nokkr- ir eru — sem ekki stendur alveg á sama um, hvað hún segir, fara nú líklegast að verða forvitnir eftir, t.il liveira ráða hún muni grípa næst, til þess að geta haldið áfram að villa stjórnarhugmyndir landsmanna og troðið í þá rangfærslunum. Fiskigufuskip nýfct hefir hinn þjóðkunni, framkvæmdar- mikli atorkumaður P. J. Thorsteinsson á Bfldudal útvegað sér, látið smíða það handa sér í fyrra í Noregi (Pors- grund), fyrir að sagt er nær 60,000 kr. það er 80 smál. brutto (20—30 netto) og heitir Mujgur, kom hingað til lands fyrir sumarmálin í vor og lagði út í fyrstu veiðiför sína 25. apríl, með 6 báta með amerfsku lagi og lóðir — bátarnir svo gerðir, að hafa má þá hvern innan í öðrum á þilfarinu, tekn- ar úr þófturnar. Tveir menn eru á hverjum bát, annar norskur, en hinn íslenzkur; veiðarfærið lóðir. þá er skipstjórinn norskur, Asbjörnsen, bú- settur órðinn á Bíldudal, og sömuleið- is stýrimaður og gangvélarmenn þrír. Eftir rúmar 5 vikna útivist, laust eftir síðustu mánaðarmót, hafði »Muggur« fengið um 60,000 af fiski, en um þriðj- ung af því ýsu og yfirleitt heldur smá- an fisk; ekki getað verið á djúpmiðum með bátana, þar sem vænna fiskinn er að fá, vegna stormanna í vor. Kostn- aður er mjög mikill á svona gufabát, og þykir vafasamt, hvort ekki þarf meiri afla en þetta til að standa straum af honum. BALDURSBRÁ eftir BJARNA JÓNSSON frá Vogi. Bókin er 13(1 bls. -þ b með 4 myndum, frágangur allur vandaðnr; kostar 2 krónur. Fæst í livik hjá höfundinutn og bóksölun- u m. fást í verzlun H. TH. A. Thomsens 5 aura stykkið. GARDÍNUTAU hv. misl. mikið úrval í verzl. »EDINBOBG». MOLSKINN í eríiðisbuxur, fl. teg- undir í verzl. »EDINBOBG«. Tuborg Pilsneröl sem, sórstaklega í Kaupmannahöfn, hefir rutt sér rúms, fyrír sitt þægi- lega og væga bragð; fæst aftappað héðan og frá útlöndum. Gamii Carlsberg Lageröl WIENER — EXPORT — KBONE- og PORTERÖL Sodavatn Limonade. Tli, Thorsteinsson. Reykjavík. Til byggingar alls konar trjáviður. Hinn alþekti PANEL-PAPPI 2 tegundir. MÚRSTEINN, þykkur. Hurðarskrár. -- Húnar. Alls konar SMÍÐATÓL, stifti og fl. hjá Tli. Thorsteinsson (Liverpool). Hið velþekta Enska vaðmál fæst nú af 3 mismunandi tegund- um á 1.00, 1.50, 1.80. Ennfremur alls- konar Prjónles svo sem nærfatnaður fyrir börn og fullorðna og fi. fæst hjá Tli. Thorsteinsson (Liverpool). 500 kr. verðlaun. Stolið hefur verið frá undirskrifuð- um litlum revolver (Smith & Wesson). Verðlauuin greiðast, er brotið sannast. Reykjavík 11. júní 1898. T. G. Paterson. 'British Consulate. TIL SÖLU utan uppboðs fallegur Mahogni-buffet og annar húsbúnaður. Til sýnis hjá mér daglega kl. 10—12 árdegis. T. G. Paterson. British Consulate. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeyp- is hjá ritstjórunum og hjá <lr. med. J. Jón- assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar upplýsingar. »SAMEININGIN«, mánaðar rit til stuðnings kirkju og kristindómi fslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufjelagi í Yesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstjóri JónBjarna- son. Verð i Vesturhehni 1 doll. árg., á ís- landi nærri þvi helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og allri útgerð. í>rett- ándi árg. byrjaði í marz 1898. Fæst i hóka- verzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reykjavik og hjá ýmsum bóksölum víðsvegar um land allt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.