Ísafold - 11.06.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.06.1898, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1'/» doll.; borgist fyrir uiiðjaw júli (erlendis fyrir fram).j ISAFOLD. Uppsögn ^skrifleg; bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 11. júní 1898. XX Y. ár^. Fyrir 2 krónur geta nýir kaupendur ísafoldar fengið liálfan yfirstandandi' ’árgang blaðsins, frá júlíbyrjun til ársloka 1898, 40 tölublöð, og að auki ,þ. á [sögu- safn blaðsins sérprent- að ókeypis, þ. e sem kaupbæti. Ekkert blaðlhér á- landi býður nándar- nærri önnur eins vild- arkjör gpgr' Tvisvar í viku kem- ur Isafoldnú út, miðviku- daga oi? lauirardaga. Forngripasafn opið mvd. og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 11'/2t—l'/zjann- ar gæzlustjóri 12—1. Landjsbókasafn opið hvern virkan dag kl, 12—2, og einiii stundu lengur (til kl .1) md , mvd. og Id. til útlána. Strandferðabáturino »/S'kdlholt« fer 12. júni vestur um land og norðnr (íladstone. Gladstone var elztur allra frægra stjórnmálamanna í ISiorðurálfunni, á 89. ári, þegar hann lózt. Og þrátt fyrir þessa háu elli, er eins og menn furði sig á því, að hann skuli v ra dáinn ; svo mikið var starfsþrekið næstum því fram í andlátið, svo óslít- andi fanst alþýðu manna hann vera. Að öllu leyti var Gladstone búinn frábærilega miklum skilyrðum þess. að verða afburðamaður. Efuaraaður var hann ; alt frá æsku hafði hann hlotið þá beztu mentun, sem ágætustu skól- ar þjóðarinnar höfðu á boðstólum; sálin var hraust og líkaminn eins; gáfurnar voru að öllu miklar, að sumu leyti frábærar; og svo var hann einn hinna mælskustu sinna samtíðarmanna. jþað var því eins og honum væri fyrir fram«ætlað sæti meðal helztu þjóð- málaskörunga veraldarinnar. Og fáir hafa fært sér þessi skilyrði jafn-vel í nyt. í ár eru 66 ár síðan hann var kosinn þingmaður; 27 ár gegndi hann ráðherrastörfum samtals «og fjórum sinnum var hann formaður Bretastjórnar, oftar en nokkur annar hefir enn orðið það. Og þessum tign- arembættum gegndi hann svo vel, að hann verður ávalt talinn með fremstu stjórnvitringum nýju sögunnar, og um mörg ár hefir hann um allan hinn siðaða heim alment verið nefndur »mikli, gamli maðurinn«. Gladstone var í flokki íhaldsmanna, þegar hann fór fyrst að eiga þátt í stjórnmálum. Bæði ætt hans og upp- eldi var þann veg farið, að það var ekki nema eðlilegt,|;að hann hallaðist að íhaldshliðinni.P Ihaldsflokkurinn gerði sér miklar vonir um hann; hann varð undirríkisritari á unga aldri og fáeinum árum'j’síðar komst hann 'inn í stjórnina. _En hann var svo Jgerður, að kyrstaðan var honum ekki lagiu. Hugur hans hneigðist brátt tii hins flokksins, umbótarmanna, frelsismanna. Breytingin gerðist ekki með skjótri svipan, en jafnt og stöðugt. Og hún átti ekki að eins rót sína að rekja til þess glögga skilnings, sem Gladstone fekk á kröfum tímans, heldur og eigi síður til réttlætistilfinningar hans, samvizku og~hjartagæzku, sem knúði hann^til að berjast gegnj hvers konar kúgun ogTrangsleitni, bæði innanlands og utan.1, Rétt eftir 1850jskildi Gladstone við íhaldsmennTtil fullsy|og alls, gekk 'þá í;lið þeirra; er börðust gegn verndar- tollum,^ sem gerðu nauðsynjavörur manna ’miklu dýrari en þær þurftu að vera. Síðan hefir hann ávalt verið einhver ótrauðasti formælandi frjálsrar verzlunar, og þegar hann var fjár- málaráðherra í Palmerstons-ráðaneyt- ídu, 1859—1866, tókst honum að koma á svo gagngerðri breyting á toll-lögun- um, að England varð þá mesta verzl- unarfrelsislandið í hinum siðaða heimi. Og jafnframt því, sem hann fékk létt sköttum af þjóðinni til mikilla muna, tókst honum að grynna á rfkisskuld- unum margfalt meira en gert hafði verið áður. þá fyrst varð mönnum 1 jóst til fulls, hve óvenjulegur snill- ingur hann var í fjármálum. þ>að var tillaga um að færa út kosn- ingarréttinn, sem varð ráðaneytinu að falli, og í þeirri tillögu átti Gladstone mestan og beztan þáttinn. En íhalds- stjórnin, sem tók við, varð sjálf að vinna að kosningarlaga-breytingu, sem fór langt um lengra í sömu áttina. 8vo Gladstone hafði samt sem áður séð, hvernig málið hlyti að fara, þeg- ar frá liði. Mörgum árum síðar færði hann kosningarréttÍDn miklu meira út, svo að mörgum Englendingum ofbauð. Annars mætti rita stóra bók um þær lagabreytingar í frjálslyndisáttina, sem hann hefur unnið að eða fengið fram- gengt, bæði sem þingmaður og ráðherra. jpó að ekki yrði nema reynt að telja þær upp, þá yrði það of langt mál. Stjórnarformaður varð hann fyrst 1868. Eftir það varð hann það þris- var, síðast árið 1892, áttatíu og þriggja ára gamall. það, sem hefur orðið hon- um að falli, eftir leugri eða skemri tíma, er sumpart óánægja v\t af því, að stjórn hans hafi ekki látið nógu mikið til sín taka í utanríkismálum, sumpart það, að flokksmenn hans hafa ekki getað með honum fylgst, af því að þeim hefur þótt hann sækja fram- sóknina of hart. Arið 1885, þegar hann var stjórnarformaður í þriðja skiftið, klofnaði frjálslyndi flokkurinn vit af frumvarpi hans um heimastjórn Ira. jbingið var rofið og Gladstone beið ósigur við kosningarnar. En upp frá því vakti það fyrir honum, öllum hlutum fremur, að fá Englendinga til að verða við kröfum íra. I hans augum var það réttlætismál; hann trúði á sigur þess og skirðist ekki við, að helga því alla sÍDa krafta. Eftir ákafa kosningarimmu sumarið 1892 hafði hann aftur meiri hluta á þingi og lagði þá af nýju fram frumvarp sitt um sjálfstjórn íra. Fulltrúamálstof- an 8amþykti það, en í lávarðadeild- inni var það felt; þar með var málinu frestað um óákveðinn tíma, og, svo sem alkunnugt er, er það ekki lengra kom- ið enn í dag. Skömmu síðar sagði Gladstone af sér stjórnarstörfum. Frál itt er of djúpt tekið í árinui, þó að fullyrt sé, að sjaldau hafi nokkur stjórnmálamaður lokið lífi sínu á feg- urri né hugðnæmari hátt. |>rátt fyrir vaxandi ellilasleik og aðra vanheilsu var haun sístarfandi eft- ir að hann lét af stjórnmálastörfum, fekst bæði við að skýra hinar fornu bókmentir Grikkja og Rómverja og nokkrar bækur biblíunnar, og tók auk þess með ritlingum mikilsverðan þátt í mmræðum um stjórnmál Norðurálf- unnar. Alla sína ævi var hann for- vígismaður friðar og mannúðar. Sem ráðherra varð hann fyrstur nianna til að koma í framkvæmd hugmyndinni um að leggja deilumál þjóðanna í gerð (»Alabamamálið« milli Breta og Banda- manna) og jafnan hefir hann verið friðarhreyfingunni hinn vinveittasti. jþrásinnis hefir hann með hinum kröft- ugustu mótmælum vakið athygli Norð- urálfunnar á hryllilegustu kúgun og grimdarverkum, sem ætla mætti að þjóðirnar væru uú vaxnar upp úr, og stemt stigu við þeim. Og að líkindum hafa ekki orð nokkurs manns vakið jafnvíða bergmál í brjóstum manna fyrir rúmu ári eins og Gladstones, þeg- ar hann kvað upp fordæmingardóm sinn yfir afskiftaleysi stórveldanna og níðingsverkum Tyrkja í Armeníu og á Krítey, illverkum, semhann afdráttar- laust sagði að væru framin með vilja og vitund »morðingjan8 krýnda«í Mikla- garði. Vafasamt er, hvort andlát nokkurs manns á síðari tímum hefir vakið meira athygli en lát Gladstones. Vér prentum hér örstutt ágrip af hraðakeytum þeim, sem send voru iit um heiminn, að honum látnum, frá Lundémum. •Fregnin um lát Gladstones vekur óumræðilega átakanlega hluttekning. Hvervetna er það tekið fram, að mikli, gamli maðurinn hafi kent mönn- um að deyja, eins og hann hefir kent þeim að lifa. * Með Gladstone er undir lok liðinn voldugasti vinurinn, sem smáþjóðirnar áttu á 19. öldinni«. 87. blað. Ein af sfðustuorðum hans voru þessi: »Jeg bíð, bíð bara«, og »gæzka, hvervetna gæzka«. þegar hjúkrunarkonan var að lauga ennið á honum deyjandi, sagði hann : »Hvað það er yndislegt!« f>að voru hans allra-síðustu orð«. — »Prá öllum hliðum er aðdáuuin fyrir hinum mikla gamla manni látin í ljós jmeð hinum afdráttarlausustu orðum. * offAsma Bryce, sagnfræðingurinn nafnfrægi, minnist þess ekki, að heil þjóð hafi nokkuru sinni staðið við líkbörur nokk- urs manns með'einlægari samhygð, sorg og aðdáun. |>að eru hin göfug- ustu ævilok, sem nokkurt mikiltnenni getur fengið. John Burns (verkmannaleiðtoginn) segir, að með Gladstone sé ljósið slokknað. Leiksviðið er autt. Hann á engan eftirmann. Henry Stanley lýsir yfir því, að hann hafi aldrei hitt meiri mann. Chamberlain segir, að í fjármálastjórn haíi Gladstone verið svo mikill snill- ingur, að enginn samtíðarmaður hans hafi komist til jafns við hann«. (Að mestu úr »Vertlens Gang«). Fiskiveiðar Dana hér við land. Úr fyrirlestri eftir C. F. Drechseí fiskiráðanaitt búnaðarráðherrans danska. Fyrir nokkrum árum, 1890, var aft- ur farið að hugsa um að efla fiskiveið- ar Dana við ísland, og höfðu menn þá kolaveiðarnar fyrir augum, meðfram vegna þess, að þær veiðar höfðu eflst svo í Danmörku, að æskilegt þótti að leita dönskum kolaveiðimönnum at- vinnu annars staðar. Tilraunir í þá átt voru ekki áhættulausar, því að mönnum var ókunnugt um, hvort veið- arfærið, sem Danir notuðu við kola- veiðar heima hjá sér, háfnet (Snurre- vaad), mundi reynast hentugtvið Is- land. Svo var fjarlægðin varhugaverð og söluörðugleikarnir, sem af henni stöfuðu. Innanrfkisstjórnin, sem þá var, ætlaðist til að gjört væri út til- raunaskip, skonnortan »Margrethe Knuth«, sem sjóliðsstjórnin átti og bauðst til að látaafhendi. Málið var lagt fyrir ríkisþingið, og þar var því hafnað; en í þess stað voru 25,000 kr. veittar til að styðja fiskiveiðar við Is- land, og stóð það fyrirtæki undir stjórn fiskiverzlunar í Frederikshavn. Hún sendi skútuna »Prinsesse Marie« til íslands 1891. Arið áður hafði þó fé- lag í Frederikshavn gert skútu út til íslands, og hafði hún stundað veiðar á ýmsum fjörðum, austanlands og vestan, og gengið vel. Agóðinn af þessum fyrstu tilraunum var allvæn- legur, um 10°/«. Veiðarnar voru stund- aður á mörgum fjörðum, og víða var mikið af kola; en örðugleikarnir voru töluverðir, einkum fyrir ókunnugleika sakir. Veiðin var verkuð og söltuð í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.